Austurland


Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 2. apríl 1965. AUSTURLAND YFIRLÝSING OMusattnlag útvegsmanna birtir eftirfarandi yfirlýsingu vegna orðróms, sem komið hefur verið á loft í bænum, um að við ættum litlar olíubirgðir nú, af því að við stæðum ekki í skilum 'með olíuna. Neskaupstað, 1. apríl 1965. pr. pr. Olíusamlag útvegsmanna Jóhannes Stefánsson. Samkvæmt beiðni Oilíusamlags útvegsmanna, Neskaupstað, vottast hér með, að undanfarið svo árum skiptir hafa greiðsl- ur fyrir olíu frá samlaginu komið reglulega og hafa engar hiöi.’nilur verið á flutningum á olíu til staðarins af þeim sökum. Reykjavík, 27 marz 1965. pr. pr. Olíuverzlun íslands hf. Hreinn Pálsson. Fundur Almennur fundur verður haldinn sunnudaginn 11. apríl kl. 2 siðd. í Ásbíói, Egilsstaðakauptúni. DAGSKRÁ: 1. Raforkumál. Framsögumaður Jón Helgason, rafveitustj. 2. Atvinnumál. Framsögumaður Sigurður Blöndai, skógar- vörður. 3. Landbúnaðarmál. Framsögu'imaður Páll Sigbjörnsson, ráðu- rautur. Æskhlýðsfylkingin á Fljótsdalshéraði. Darðarför Bjarni Halldórsson, sem andaðist 25. marz sl., verður jarð- sunginn frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 3. apríl kl. 14. Bæjarstjóri. Handklæðadregill Gulur, blár, grænn, livítur. ALLABÚÐ Egilsbúð STRÆTISVAGNINN Dönsk gamanmynd í litum með Dirch Passer í aðalhlutverki. Sýnd föstudag kl. 8. KÁTI KALLI Sýnd sunnudag kl. 3. — Síðasta sinn. URSUS Stórfengleg ævintýra- og aílraunamynd. Myndin er tekin í Eastmancolor. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd sunnudag kl. 5 í síðasta sinn. LÍF OG FJÖR í SJÓHERNUM Sprenghlægileg, ensk gamanmynd í litum og Cinemascope. Aðalhlutv.: Kenneth More, Joan O’Brien, Lloyd Nolan. Sýnd sunnudag kl. 9. slippbygging Fræmh. af 1. síðu. synlegu viðhaldi, algjörlega ónóg og mikið er um, að skip leiti til annarra landa eftir viðgerðar- þjónustu. Bygging nýrra slippa er þvi aðkallandi nauðsyn, ekki að- eins á Austurlandi, heldur og í öðrum landshlutum. Ekki verður um það sagt, hversu mikið muni unnið að þessu verki í sumar. Undirbúningur hefur dregizt á langinn og því ekki hægt að gera efnispantanir. En fullyrða má, að hafizt verður handa eins fljótt og verða má og framkvæmdum hraðað svo sem kostur er. Slippbyggingin er eina hafnar- framikvæmdin í Neskaupstað á framkvæmdaáætlun þessa árs, enda ærið verkefni. í sambandi við athugun á skil- yrðum til hafnargerðar í Orms- staðalijáleigu má geta þess, að hafnarnefnd og bæjarstjórn hefur ekki borizt nein greinargerð um árangurinn, en maður sá, er at- hugunina framkvæmdi skýrði svo frá, að borun hefði gengið greið- lega. Mun mega fullyrða, að skil- yrði til hafnargerðar í Hjáleigu- landi séu hagstæð Ur bænum Afmæli Halldór Jóhannsson, trésmíða- meistari, Þiljuvöllum 38, er 65 ára í dag, 2. apríl. Hann fæddist á Reykjum í Mjóafirði, en hefur átt hér heima síðan 1928. Silfurbrúðkaiup. 25 ára hjúskaparafmæli áttu 30. marz hjónin Guðrún Sigur- jónsdóttir og Þorbergur Jónsson, Hafnarbraut 2A. Kirkjan. Sunnudagur 4. apríl. Sunnudagaskóli kl. 11. Húsbyggjendur takið eltir! Vínelasbest gólfflísar, 12 litir, verð pr. ferm. ca kr. 100.00. Nylonplast gólfflísar 7 litir, verð pr .ferm. ca. kr. 135.00. Mósaík á gólf og veggi, verð frá kr. 285.00 pr. ferm. Plastgólflistar, 4 litir, verð pr. meter kr. 16.00. Vestur-þýzkur linoleumgólfdúkur, 2 gerðir og ýmiss mynztur, tekinn upp næstu daga. Baðherbergissett. 1. fl. vestur-þýzk gæðavara, hvít og lrt- uð, verð frá 6.222.00 til 7.650.Handlaug á fæti, baðker og klósett með áföstum kassa. Úti- og innihurðaskrár, húnar og lamir frá hinni frægu lása- verksmiðju YALE í Bandaríkjunum. Væntanlegt á næstunni: Mikið úrval af pappagólfdúk, dreglum og teppum, harðplast, veggplötur á bað, alls konar lím o. fl. o. fll. Oftast fyrirliggjandi eldavélasamstæður og eldhúsviftur. Sendi myndir með innbyggingarmáíum hvert sem er. V. E. G. ESKIFIRÐI F ermingagjafir T Transistor Útvarpstæki, 3 gerðir, verð frá kr. 2.300.00. Segulbandstæki, 3 gerðir, verð frá kr/ 4.480.00. Kvikmyndatöku- og sýningarvélar. Ljósmyndavé'lar í miklu úrvali. Skrifborð, kommóður, svefnsófar og bekkir. Og að ógleymdum svissnesku Edogn úrunum frægu. Þrjú hundraðasta úrið selst að öllum líkindum bráðlega, og fær kaupandi andvirði þess endurgreitt. Sendi í póstkröfu hvert sem er. I l V. E. G. ESKIFIRÐI.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.