Austurland


Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 02.04.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 2. apríl 1965. Verklýðshreyfingin eínhuga Kröfurnar eru: Almenn kauphœkkun, stytting vinnu tímans, aukið orlof og umbœtur húsnœðismálum og skattamálum Ráðstefna Alþýðusambandssins um kjaramál var haldin í Reykja- vík dagana 26. og 27. marz. Var þar einróma samþykkt hvaða meginkröfur verklýðssamtökin skyldu gera við samningsviðræð- ur í vor. Þessi einhugur er afar þýðingarmikill og mikil styrkur í þeim átökum, sem fram undan eru. Samþykkt ráðstefnunnar um kjaramálin er birt á öðrum stað í blaðinu. Hækkun rauntekna Ráðstefnan leggur á það á- herzlu, að kaup verkalýðsins hækki verulega, þ. e. a. s. raun- verulegt kaup. Það er Ííka í fyllsta máta óeðlileg þróun, að á sama tíma og þjóðarframleiðslan vex hröðum skrefum’ ár frá ári, skuli hlutur þeirra, sem skapa verðmætin, fara sí minnkandi, en hlutur auðmagnsins sívaxandi. Stytting vinnudagsins Önnur meginkrafan er sú, að vinnuvikan verði stytt í 44 stund- ir. Vinnutími á íslandi er nú mjög óeðlilega langur og þjóðinni til háiborinnar skammar. En eins og áður hefur verið vikið að hér í blaðinu, verða verklýðssamtök- in að tryggja, að raunverfaleg stytting vinnudagsins verði fratns- kvæmd. Stytting vinnudagsins á pappírnum í þeim tilgangi einum, að koma fleiri vinnustundum undir yfirvinnu, á ekki að eiga sér stað, enda er sá hugsunar- háttur auðvirðilegur. Ekkert slíkt vaikir fyrir verklýðssamtökunum, en ekki er mér grunlaust um, að í röðum launþega séu þeir býsna miargir, sem skilja styttingu vinnudagsins þannig, að dag- vinnutímum fæk'ki, en nætur- vinnutímum fjölgi. Það er staðreynd, að mikill hluti verklýðsstéttarinnar krefst yfirvinnu og ræður sig ekki í vinnu, nema kostur sé svo og svo mikillar yfirvinnu. Slíkt mun hvergi annars staðar þekkjast. Afleiðing þessa verður m. a. sú, að verkafólkið lítur á dagvinnu- kaupið sem aukaatriði og van- rækir þess vegna að hækka það. Þess í stað mænir það á yfirvinn- una og yfirvinnukaupið og vill flytja sem- mest af vinnutíman- um undir ákvæðin um yfirvinnu. Jafnframt því, að samið verður um styttingu vinnuvikunnar, þarf að taka upp eftiriit með vinnutíma, og setja ákvæði, sem takmarka heimild til yfirvinnu. Hægt er að benda á ráð, sem líkieg væru til að draga úr ásókn í yfirvinnu, en þau mundu ekki mælast vel fyrir. En öruggasta ráðið er að hækka dagvinnukaup- ið svo, að það geti talizt lífvæn- legt. Viðræður við ríkisstjórn Þá ákvað ráðstefnan, að tekn- Frá Djúpavogi Djúpavogi 1 .apríl. — Þ.S./Ö.S. Bátar Héðan er gerður út einn bátur, mb. Sunnutindur. Var hann fram- an af vetri á síld, en hefur síðan verið með þorsknót. Afli hefur verið mjög tregur og hafa feng- izt í þorsknótina um 120 tonn. Smærri bátar hafa reynt með handfæri, en lítið sem ekkert fengið. Bygging síldarverksmiðju Eins og kunnugt er var á síð- asta ári hafinn undirbúningur að því að fá að reisa hér síldar- verksmiðju. Var í því skyni safn- að hér auknu hlutafé í Búlands- tindi hf., en það fyrirtæki hefur um árabil rekið hér tvo stóra báta og frystihús, en aðaleigandi fyrirtækisins er Kaupfélag Beru- fjarðar. Um miðjan marz voru síðan hafnar framkvæmdir við bygg- ingu verksmiðjunnar, en erfiðlega hefur gengið að grafa vegna mik- ils frosts í jörðu, en það nær um 20 tommur niður. Reist verður véla- og mjölhús, sem verður að stærð 17x60 m ásamt þremur hráefnisgeymum, sem taka 4 þús. mál hver. Einn þessara geyma verður í surnar notaður undir lýsi, svo hráefnis- piáss verður fyrir 8 þúsund mál í sumar. Afköst verksmiðjunnar verða 1000 mál á sólarhring. Áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir er 13 milllj. kr. og er áætlað að verksmiðjan verði tilbúin um miðjan júlí. Söltunarplan Unnið er nú að stækkun á söltunarplani sem hér hefur ver- ið rekið tvö undanfarin sujnur. Sl. sumar voru saltaðar hér 5300 ar skyldu upp viðræður við rík- isstjórnina. Kaus hún 14 manna nefnd úr röðum forust.u- rnanna verklýðsféiaganna til að hafa þessar viðræður með hönd- um. Viðræður þessar eiga að snú- ast um ýms atriði, sem um er rætt í ályktuninni, þ. e. a. s. um- bætur í skatta- og útsvarsmiálum, umbætur í liúsnæðismálum, en uLmi það mál er verklýðssamtök- unum eðlilega mjög umhugað, aukið orlof, aðgerðir gegn stað- bundnu atvinnuleysi og gegn verðbólgunni. Til nánari skýring- ar á þessum atriðum visast til á- lyktunar ráðstefnunnar. tunnur og 1 haust voru saltaðar 1700 tunnur. Miklir erfiðleikar hafa verið með úrgang frá sö-ltunarplaninu og hefur orðið að flytja hann á bátum til Breiðdalsvíkur. Með tilkomu síldarverksmiðju hér á Djúpavogi, batnar að mun aðstaða til síldarsöltunar. Vatnsveita Sl. sumar var unnið við að leggja vatnsveitu innan úr Bú- landsdal og var lokið við að deggja aðalæðina út í þorpið í haust. Er þetta mikið mannvirki, um 9 km að lengd og er kostn- aður við það kominn í um 4 millj. Eftir er að leggja heim- taugar í þorpinu og verður hafizt handa við það strax og fært er, vegna frosts í jörðu. Áætlaður kostnaður við að ljúka verkinu er 1 miilj. kr. Sldpakomur Undanfarið hefur verið mjög mikið um skipakomur hér, sem stafar meða.1 annars af því, að hafnir hér fyrir norðan hafa ver- ið lokaðar vegna íss, og hafa því skipin kumið hér inn og losað m. a. áburð, fóðurbæti og sement. Frá Eskifirði Eskifirði, 30. marz G. E. J. Útgerðin Heldur er dauft yfir útgerðinni í vetur og atvinna í landi þvi tak- mörkuð. Nú eru það aðeins Stein- grímur tröili og Krossanes, sem leggja upp hér á vertíðinni og hefur gengið heldur treglega það sem af er. Bátarnir komu báðir inn um helgina, þrátt fyrir mik- inn íshroða. Tókst þeim að þræða smá rennur og vakir milli ís- Framhald á 2. síðu. Alúmínmenn undir í Framsókn Nýlokið er í Reykjavík miðstjórnarfundi F-ramsóknarflokks- ins. Urðu þar mest átök um alúmiínmálið svokallaða. Lauk þeim átökum svo, að alúmínmenn urðu í minnihluta. Er sér- stakur kafli um málið í stjórnmálaályktun miðstjórnar. Þó nokkuð beri á hinni alvanalegu tilhneigingu Framsóknar til að bera kápuna á báðum öxlumi, verður ekki litið öðru vísi á, en að flokkurinn hafi tekið afdráttarlausa afstöðu gegn alúmín- braskinu. Og gera verður ráð fyrir, að samþykktin sé bind- andie fyrir þingflokk Framsóknar og Framsóknarmenn í nefnd- um og ráðum, einnig í stóriðjunefnd. Það voru fulltrúar utan af landi 1 miðstjórn Framsóknar- flokksins, sem tóku af skarið og báru alúmínmenn flokksins í Reykjavík ofurliði og er það þeim til sóma. Svo er eftir að vita hvort alúmínmennirnir sjá sér færi á að fara í kringum samþykktina eða hreinlega hafa hana að engu. Þessi afstaða meirihlutans í miðstjórn Framsóknarflokksins getur gjörbreytt málinu. Ólíklegt er, að alúmínhringurinn treysti sér til þess að ráðast í fyrirtækið við svo ótryggt póli- tískt ástand, að bæði Framisókn og Alþýðubandalagið séu á móti því, því enginn er kominn til með að segja, að íhald og kratar verði lengi í meirihluta. Haldi ailúmínmenn samt sitt strik, bendir það til þess, að þeir séu þess fullvissir, að alúmínmenn í Framsókn muni hafa að engu vilja miiðstjórnarinnar og halda sitt strik. En við vonum einlæglega, að Framsókn standist prófið. Hvað er í fréttum?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.