Austurland


Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 1
Amturlmi Málgagn sósíalista á Austurlanái lyndasýning 15. árgangur. Neskaupstað, 22. apríl 1965. 15. tölublað. í SUMARBYRJUN Fyrsti sumardagur er ætíð haldinn hátíðlegur hér á landi og er helgaður börnunum. Þetta er goður siður, því að sumardagur- mn fyrsti ber í skauti sér vonir Um, sól og hlýindi, fegurð og gró- anda. Það er því mjög eðlilegt, að við &leðjumst á þessum degi— þess- u-m degi fylgir skiljanlegra há- tíðahald en t. d. páskum og öðr- Um slíkum dögum, sem hafa ó- raunverulegan og fjarlægan helgi- tilgang. I hvert sinn, er við fögnum sumri, verður okkur hugsað til liðins vetrar. Ekki verður sagt, að pessi vetur hafi verið harður, þó að hann væri kaldlyndari en nokkrir síðustu vetur.. Þó minnti hann okkur á, að enn er lega iandsins hin sama o-g fyrr og »landsins forni fjandi" getur enn barið að dyrum. Og veturinn skildi svo við, að þessu sinni, að ísinn liggur víða við land. Það munu því flestir Segja, að ekki hafi verið eftirsjá að vetrinum. Það er þó hins vegar ekki nóg, að vetur kveðji og sumar heilsi á almanakinu, ef engar breytingar verða á veðráttunni. Hé'r skal Hafísinn farinn Hafísinn er nú farinn frá Aust- fjörðum. Hann hafði verið hér í um þrjár vikur, misjafnlega þétt- ur. Enn er þó mikill ís fyrir Norð- ur- og Norðausturlandi, svo enn &æti hann bbrizt að, ef þannig viðraði. 1 gær var suðlæg átt og von- andi hrekur hún ísinn til heim- kynna sinna, norður í Dumbshaf. engu spáð um, hvenær hið raun- verulega sumar hefst, en öll von- um við, að það verði sem fyrst. Sumarið er öllum kærkomið, ungum og öldnum, og segja má, að það sé tími lífsins og gleðinn- ar. Umhverfið tekur á sig hlýleg- an blæ og þá blása oft þýðir vind- ar, er þjóta í angandi laufi — allt ber vott um m'átt gróðursins og lífsins. Sumarið er jafnt tími athafna og orlofa, en þó auðvitað fyrst og fremst athafna, enda hef- ur það löngum verið aðalbjarg- ræðistími landsmanna. Ekki má heldur gleyma, hversu sumarið er börnunum mikils virði, það þroskar og stælir, ef tæki- færi eru til að njóta þess. Við vonum, að komandi sumar verði gjöfult á góða tíð, mikinn gróður og landburð af síld. Af- koima f jöldans er undir þessu komin og á þetta er treyst. Gleðilegt sumar. Fundur ÆFF á Egilsstööum Æskulýðsfylkingin á Fljótsdals- héraði hélt almennan fund í Ás- bíói Egilsstöðum þann 11. apr. sl. Til umræðu var: Atvinnu- og raforkumái Austurlands. Fundur- inn var fjölsóttur og vakti þessi fundarboðun ÆFF almenna á- nægju. Fundinn setti formaður ÆFF Sveinn Árnason og tilnefndi fund- arstjóra Ármann Halldórsson, kennara Eiðuimi. Frummælendur voru: Jón Helgason, rafveitustjóri er .ræddi raforkumál, Páll Sigur- björnsson ráðunautur sem ræddi landbúnaðarmál og Sigurður Blöndail skógarvörður sem ræddi iðnáðar- og atvinnumál. Allar framsöguræður voru mjög skil- merkilegar og gerðu ræðumenn glögga grein fyrir afstöðu sinni til vandamála líðandi stundar og helstu úrbótaleiðum. Að loknuim ræðum frummæl- enda voru almennar umræður og komst mikið fjör í þær. Stóð fundurinn fram á kvöld og var greinilegt að hér var drepið á mál sem mönnum lá þungt á hjarta. í fundaríok var samþykkt ein- róma eftirfarandi álykturi: Al- ASalfundar Verkalýðsfélag Norðfirðinga heldur aðalfund mánudaginn 26. apríl 1965 kl. 20.30 í Egflsbúð. DAGSKBA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Uppsögn kaupgjaldssamninga frá 7. júní 1964. 3. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðsins. 4. Önnur mál. Stjórnin. mennur fundur, haldinn að til- stuðlan Æskulýðsfylkingarinnar á Fljótsdalshéraði, á Egilsstöðum 11. apríl 1965, fagnar þeim rann- sóknum, sem farið hafa fram á vegum Sambands ísl. samvinnufél. til að koma á stofn sútunarverk- smiðju í Egilsstaðakauptúni. Álítur fundurinn að hér sé at- hyglisvert mál á ferðinni, sem sé stórt skref fram á við, hvað snertir iðnvæðingu á Fljótsdals- héraði. Jafnframt því, sem fundurinn beinir því til Héraðsbúa að kynna sér þetta nauðsynjamál ítarlega, skorar hann á hlutaðeigandi fé- lagssamitök, svo sem Samband ísl. samvinnufélaga, Kaupfélag Hér- aðsbúa og fleiri slík, að ljúka sem allra fyrst fullnaðar undirbúningi að stofnun sútunarverksmiðju i Egilsstaðakauptúni. Ennfremur bendir fundurinn á þá augljósu staðreynd, að aukinn iðnaður krefst aukinnar raforku og telur helztu leiðir til úrbóta: Annars vegar að staðið sé við gefin loforð um tengilínu milli Norður- og Austurlands, og hins vegar að athuga gaumgæfilega möguleika á virkjun Lagarfoss. SKEMMTUN BARNASKÓLANS Nemendur Barnaskólans héldu sína árlegu skemmtun miðviku- daginn 14. apríl. Að venju önnuðust þeir öll skemmtiatriði nieð hjálp og eftir- liti kennara sinna. Skemmtiefni var mjög fjölbreytt svo sem: Leikfimi drengja, upplestur, ljóð og sögur, söngur og gamanvísur, töfrabrögð og leikþættir. Ágóðinn rennur að venju í ferðasjóð barnanna. 'élag frístundamiálara og teikn- sem stofnað var á öndverð- vetri, gaf bæjarbúum kost á kynnast árangri vetrarstarfs- með sýningu í félagsheimilinu á skírdag og föstudaginn langa. Sýningarnúmer voru alls 56, en nokkur þeirra verka voru eldri en frá þessum vetri. Þeir sem verk áttu á sýningunni voru 15. Það er vissulega ánægjulegt, að félagið skuli geta sýnt svona góðan árangur eftir vetrarstarfið og spáir það vissulega góðu um framtíð þess og gildi. Ekki tókst félaginu að ráða sér leiðbeinanda. Það starf mun hafa hvílt á herðum formanns félags- ins, Sveins Vilhjálmssonar, sem sjálfur er frístundamálari. Bæjarbúar tóku sýningunni ágætlega og sóttu hana hátt á fjórða hundrað manns. Flestar þeirra mjmda, sem gerðar voru í vetur, voru til sölu og seldust 11 þeirra. Á hálta bænda- höllina Fyrir skömmu reis hér fyrir ofan bæinn bygging ein mikil og áberandi, sem hlotið hefur nafn- ið Bændahöllin. Eigendur eru tveir „rollukarlar" hér í bænum. Eru þetta fjárhús þeirra og hlöð- ur. í vetur, þegar menn tíunduðu eignir sínar og tekjur, fór annar eigandi Bændahallarinnar á fram- talsstofuna til að telja fram. Eyþór tók á móti honum og að- stoðaði hann við framtalið. í eignadálk skrifaði hann, að fram- teljandi' ætti hálfa Bændaihöllina. Þegar þeir á skattstofunni á Egilsstöðum fóru að gluggá í framtalið, þótti þeim þetta býsn mikil, því aldrei höfðu þeir heyrt nefnda aðra bændahöll en þá, sem stendur á Melunum í Reykjavík og kostaði mikið á annað hundr- að milljónir króna. Settust þeir þegar niður og skrifuðu fram- Framh. á 4. síðu. Haft er í fl mtingum að nu ín að í deili þingmenn uni mink- i; því máli hafi þingmeun st iórnarliðsins verið losaðir vi ( handjárnin; að þ( ir hafi orðið frelsinu fegn- ir og leggi alla sína anda- gi "t og allan sinn hugsjóna- þi stt í baráttuna um mink- in í; að ui í ekkert dýr þyki þing- m innum þessum eins vænt o{ um minkinn, því hann g< fiar þeim öðru hvoru tæki- fa ri til að skara í kulnandi gleður hugsjónanna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.