Austurland


Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 22.04.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. april 1965. STIKLUR KJARABARÁTTA Þorri íslenzkra launþega hefur nú sagt upp kjarasamningum og mótað helztu kröfur sínar. Eins árs vopnahlé verkalýðsfélaga og atvinnurekenda rennur út í júní og opinberir starfsmenn hafa lausa samninga frá næstu ára- mótum. Vonir iaunþega um stöðv- un verðbólgunnar hafa brugðizt. Skattheimtan á sl. sumri og stór- felld hækkun söluskatts í desem- ber benda ekki til, að þeir sem gera út viðreisnina hafi áhuga á stöðvun óðaverðbólgunnar eða raunhæfum kjarabótum fyrir launþega. Það þarf því engan að undra, þótt þeir síðartöldu geri nú kröfur um verulegar kjara- bætur í formi beinna kauphækk- ana og aukinna fríðinda í ýmissi mynd. Að þessari kröfugerð standa launþegar einhuga án til- lits til stjórnmálaskoðana og því vonlítið, að reyna að flokka þetta undir „niðurrifsstarfsemi ko:mm- únista“. Samt kunna einhverjir að spyrja, hvort þessar kröfur séu réttmætar, hvort þjóðarskútan þoli meira álag. Lítum á eftir- farandi atriði. Nýverið hefur sambandsstjórn ASl birt útreikninga um þróun þjóðartekna, útflutnings og samn- ingsbundins tímakaups verka- manna á árunum 1959—63 og byggir þar að mestu á skýrslum Efnahagsstofnunarinnar. Þar koma m. a. fram eftirtaldar stað- reyndir: A þessu tímabili jukust vergar (brúttó) þjóðartekjur um nær 25%, eða 5.6% að meðaltali á ári hverju. Sé tekið tillit til fólksfjölgunar þessi ár eru sam- svarandi tölur 15.4% og 3.7%. Endanlegar tölur fyrir árið 1964 liggja enn ekki fyrir, en þó er vit- að, að þjóðartekjurnar uxu um, a. m. k; 7% og verðmæti útflutn- ings um hvorki meira né minna en 18%. — Á sama tíma hefur kaupmáttur timakaups hjá verka- fólki (Taxti I og IV) lækkað um 6—12%, þ. e. þróazt í þveröfuga átt við hagvöxtinn í heild. Svip- aða sögu er að segja urn laun op- inberra starfsmanna, sem nú eru a. m. k. 15—20% iægri en eftir gerðardóminn í júlí 1963. Hefðu rauntekjur verkafólks hækkað um 3% á ári hverju á umræddu tímabili, og slíkt segir jafnvel Morgunblaðið á stundum að eðliiegt mætti teljast, þyrfti tímakaupið í dag að hækka um þ’riðjung. Skv. I. taxta þýddi það hækkun úr kr. 33.01 í 43.35 á tímann miðað við meðaltal árs- ins 1964. — Það þarf mikla kok- hreýsti til að mæla gegn kröfum dusturlmtl Lausasala kr. 5.00 ' Ritstjóri: Bjarnl Þórðarson. j NESPRENT ' launþega í ljósi þessara stað- reynda. Þeir sem halda því fram að ekki sé hægt að veita þeim umtalsverðar kjarabætur, eru um leið að kveða upp harðan dóm um stjórnarstefnu þess tímabils, sem kennt er við viðreisn, því að varla hefur hagvöxturinn gufað upp. VINNUÞRÆLKUN. Æ ofan í æ er því haldið fram í málgögnum ríkisstjórnarinnar, að aldrei fyrr í sögunni hafi hagur almennings hér á landi staðið með þválíkum blórna og undanfarin viðreisnarár. Ofangreindar tölur segja skýrt til um sannleiksgildi þeirrar fulilyrðingar, og ná þær þó ekki nema að litlu leyti til skatt- heimtunnar. Með þessum áróðri stjórnarblaðanna eru aðstandend- ur þeirra að reyna að blekkja auðtrúa lesendur og ef til vill einnig að svæfa sína vondu samvizku. Það sjaJdan reynt er að beita tölum til að sanna tilvist „velferðarríkisins" er ætíð miðað við heildartekjur, sem fengnar eru að verulegum hluta með yfir- vinnu. Kjararannsóknarnefnd, sem í eiga sæti fulltrúar launþega og atvinnurekenda, hefur fyrir stuttu sent frá sér fróðlegt fréttabréf, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunar á vinnu- tíma nokkurra starfshópa í Reykjavík á árunum 1961—63 og fyrri helmingi ársins 1964. Nær könnunin til verkamanna, verka- kvenna, vörubílstjóra og verk- stjóra, og kemur þar fram ófög- ur mynd. Árið 1963 unnu þessir starfshópar að meðaltali frá 2770—3432 vinnustundir yfir ár- ið og fengu 38—50% af heildar- tekjum sínum með eftir- og næt- urvinnu. Fjöldi dagvinnustunda yfir árið miðað við 48 stunda vinnuviku er nálægt 2300. Meðal- töl yfir hálft síðasta ár benda til enn verra ástands. Hrikalegust er útkoman hjá verkamönnum, sem fá að meðaltali aðeins um 50% af heildartekjum sínum í dag- vinnu, en lengstur reyndist vinnu- tími hjá verkstjórum, sem bæta röskum 1100 tímum á ári við eðlilega dagvinnu. Þar eð hér er um meðaltöl að ræða, er yfirvinna að sjálfsögðu mun meiri í mörg- um tilfellum. Með rannnsóknum sínum á vinnumarkaðinum er kjararann- sóknarnefnd að vinna hið þarf- asta verk, sem enn er á byrjunar- stigi. Rannsóknir hennar eiga í framtíðinni að ná til allra verka- lýðsfélaga í landinu. Þótt áður- nefnd könnun nái aðeins til Reykjavíkur, er talið ósennilegt, að vinnuþrælkunin sé minni á öðrum stöðum, „þar sem atvinná er nóg.“ Þá mun Hagstofan vera að hefja sams konar rannsóknir á vinnutíma og launum opinberra starfsmanna. VERKFALLSRÉTTUR. Þær fréttir bárust frá Sváþjóð fyrir skemmstu, að þarlend rík- isstjórn hafi lagt fram frumvarp á þingi um verkfallsrétt til handa opinberum starfsmönnum, og þarf ekki að efast um, að það verði samþykkt. — Hér á landi verða opinberir starfsmenn að taka því sem að þeim er rétt af gerðardómi og eiga lögsókn yfir nöfði sér, boði þeir til verkfalla. Frumvörp sem þingmenn Alþýðubandalags- ins hafa flutt á Alþingi um verk- fallsrétt fyrir opinbera starfs- menn, haia ekld náð fram að ganga. Framgangur þessa rétt- lætismáls í Sváþjóð ætti að verða opinberum starfsmönnum hérlend- is hvatning til að knýja nú enn fastar á um verkfallsréttinn. Is- lenzkir kratar reyna oft að veðra sig upp við sósíaldemókrata á hinum Norðurlöndunum, sem væru þeir flokksbræður þeirra. Mættu þeir gjarnan renna stoð- um undir það með því að beita sér fyrir þessu máli innan ríkis- stjórnarinnar. Gleðilegt sumar! DRÁTTARBRAUTIN HF. Neskaupstað. Gleðilegt sumar! SILDARVINNSLAN HF. Neskaupstað. AA^^V^^WWWWWWVWWWWWVWWWWW^^^AMAAMAAMAAWAWAAAAMAMAAAAAMAXA HF. EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS Aðalfimdur Aðalfundur Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 21. mai 1965 kl. 13.30. Dagskrá samkvæmt 13. grein samþykkta félagsins. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins sam- kvæmt niðurlagi ákvæða 15. gr. samþykktanna (ef til- lögur koma fram). Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hlubhafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík, dagana 17.—19. maí. Reykjavík, 7. apríl 1965. Stjórnin. innJtnAIVljVllfMVVMWrilVi^^i***********a,*******"*^A^^* -'AAA/WWWWUVWWWUV\AA(VVW>rAi /WWWWWWWWWWWWWMWWWWWWWWWMWWWWWWWWWW^MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA Anglía skyrtan ALLABÚÐ tfWWWW^^A/W^AAAAAAAAMWVW\AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWVWVW\AAAAAAAAAAAAAAAAA/ MAMMA^WWWWWWWWWWWWWWWW^^^^^A^W^^MA^WMAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Frá barnaskólanum Kennsla hefst föstudaþínn 23. ápríl saftikvasmt stundaskrá. Skólastjóri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.