Austurland - 01.05.1965, Blaðsíða 1
AmXurlmú
Málgagn sósíalista á Austurlandi
15. á
argangur.
Neskaupstað, 1. maí 1965.
16. tölublað.
Frá aðalí. Verklýðsfél. Norðí.
Orn Scheving kosinn formaður.
Kaupgjaldssamningum sagt upp.
Sjúkradagpeningar tvöfaldaðir.
Verklýðsfélag Norðfirðinga hélt
aðalfund sinn 26. apríl. Fráfar-
andi formaður, Jóhann K. Sig-
urðsson, flutti skýrslu stjórnar-
innar um starfsemi félagsins sl.
ár. Af henni mátti ráða, að starf-
semi félagsins hefur verið með
mesta móti, einkum að kaup-
gjaldsmálum.
Gjaldkeri félagsins og starfs-
1 maí-ávarp
Verklýðsfél. Norðfirðinga 1965
Á hinum alþjóðlega baráttu- og hátíðisdegi verkalýðsins 1.
rnaí 1965, sameinast norðfirzk alþýða stéttasystkinum sínum
um heim allan í baráttu fyrir friði, frelsi og þjóðfélagslegu
réttlæti.
Norðfirzk alþýða vottar alþýðu Vietnam-þjóðanna samúð sína
um leið og hún fordæmir árásaraðgerðir Bandaríkjamanna á
Norður-Vietnam. Þá skorar hún é stórveldin að semja þegar
um allsherjar afvopnun og leggja niður allar herstöðvar án
tafar.
Norðfirzk alþýða harmar það, að þær vonir, sem tengdar
voru við júní samkomulagið 1964, hafa algjörlega brostið við
aðgerðir „viðreisnarinnar" í skattamálum og fleiri álögum er
hún hefur lagt á alþýðu landsins. í dag, 1. maí, krefst samein-
aður verkalýður alls landsins bættra lífskjara og styttingu
vinnuvikunnar í 44 stundir. Norðfirzk alþýða skorar á alla al-
þýðu þessa lands að standa sameinuð við samningaborðið á
vori komanda og láta engin utanaðkomandi áhrif glepja sig
til sundrungar minnug þess, að eining er afl.
Norðfirzk alþýða fordæmir þær talnablekkingar, sem for-
svarsmenn „viðreisnarinnar" beita óspart er þeir hyggjast
reyna að sanna alþýðu landsins (svo og friða vonda sam-
vizku) aukna velmegun. í því sambandi vill norðfirzk alþýða
benda á, að Hndir „viðreisn" hafa þjóðartekjur vaxið um 25%
en kaupmáttur tímakaups rýrnað um 10%.
Norðfirzk alþýða skorar á alla alþýðu landsins að standa
saman um að hnekkja þeim áformum ríkisstjórnarinnar að
hleypa erlendum auðhringum með verksmiðjurekstur inn í ís-
lenzkt atvinnu- og efnahagslíf og afsala þar með sjálfsá-
kvörðunarrétti þjóðarinnar. Mótmælir hún því, að íslendingar
séu ekki sjálfir færir um að nytja auðlindir landsins, svo
sem fallvötnin, og ítrekar, að Island skuli vera fyrir Islend-
inga.
Norðfirzk alþýða!
Fylktu liði í dag um> brýnustu hagsmunakröfur
vinnuöryggi, réttláta hlutdeild í þjóðartekjunum
vinnuþrælkunar.
Lifi eining alþýðunnar.
Lifi bræðralag verkalýðs allra landa.
1 1. maí-nefnd Verklýðsfélags Norðfirðinga 1965
Sigfinnur Karlsson. Hilmar Björnsson.
Jóhann K. Sigurðsson. Sigurður Jónsson.
Aðalheiður Árnadótttr. Halla Guðlaugsdóttir.
þínar, at-
og afnám
maður, Sigfinnur Karlsson, gerði
grein fyrir reikningum félagsins
og sjóða þess og voru þeir ein-
róma samþykktir að umræðum
loknum.
Stjórn og trúnaðarráð.
Jóhann K. Sigurðsson, sem ver-
ið hefur formaður félagsins und-
anfarin 7 ár, lætur nú af því
starfi, vegna þess, að núverandi
atvinna hans samræmist ekki for-
mennsku í verklýðsfélagi. Einnig
hverfa úr stjórn Guðmundur Sig-
urjónsson og Karl Jörgensen af
sömu ástæðu. .
Aðeins kom fram einn listi,
listi stjórnair og trúnaðarráðs.
Varð hann því sjálfkjörinn.
Núverandi stjórn skipa:
Örn Söheving, formaður,
Hilmar Björnsson, varaform.,
Elías Kristjánsson, ritari,
Sigfinnur Karlsson, gjaldkeri,
Aðalheiður Árnad. Blómst. 16,
Bjarni Guðmundsson og
Fanney Gunnarsdóttir, meðstj.
Varastjórn:
Jón Ólafsson,
Anna Finnsdóttir
Sigurður Jónsson, Miðstræti 24.
I trúnaðarráð var kosin, auk
stjórnar og varastjórnar:
Hjálmar Björnsson,
, Baldvin Þorsteinsson,
Karl Marteinsson,
Eyþór Svendsaas,
Kristján Vilmundarson,
Hermann Davíðsson,
Halldór Hinriksson,
Halla Guðlaugsdóttir,
Tryggvi Vilmundarson,
Stefán Halldórsson,
Valdimar Eyjólfsson,
Herdís Herjólfs^dóttir,
Halldór Haraldsson,
Friðþór Hjelm,
Jóhann K. Sigurðsson,
Njáll Stefánsson,
Karl Jörgensen.
Endurskoðendur voru kosnir:
Halldór Hinriksson,
Jóhann K. Sigurðsson,
Til vara:
Kristján Jónsson.
Árgjald félagsins var ákveðið
kr. 600.00 fyrir karla og kr.
500.00 fyrir konur.
Sjóðirnir.
Eins og kunnugt er rennur til
félagsins sem svarar 1% af laun-
um þeirra fél.manna, sem vinna
eftir töxtum félagsins. Af þessu
fé voru stofnaðir tveir sjóðir,
Framh. á 4. siðu.
Aðafundur Kvenna-
deildarinnar
Kvjannadeild Slysavarnarfél-
agsins hér í bænum hélt aðalfúnd
sinn 29. marz og var það 30. að-
alfundur félagsins.
í stjórn voru endurkosnar Lína
Jónsdóttir og Sigríður Vigfús-
dóttir, meðistjórnendur. Fyrir
voru í stjórn, Ingibjörg Hjörleifs-
dóttir, formaður, Unnur Zoega,
gjaldkeri og Soffía Björgúlfsdótt-
ir,ritari.
Starf deildarinnnar hafði verið
blómlegt á árinu, mest unnið að
fjörsöfnun fyrir Björgunarskútu-
sjóðinn, til talstöðvarkaupa o. fl.
Deildinni bárust á árinu gjafir
í Björgunarökútusjóðinn frá
Árna Daníelssyni, kr. 10.000.00
til minningar um konu hans,
Gyðu Steindórsdóttur, og frá
þekn Árna og Kristínu Daníels-
dóttur kr. 6.000.00 til minningar
um bróður þsirra Ármann, sem
fórst með Skúla fógeta árið 1919.
Þá barst deildinni 1.000.00 kr.
gjöf frá Kristínu Ágústsdóttur
og 100.00 kr. áheit frá Oktavíu
Björnsdóttur.
Langá
Langá, hið nýja skip Hafskip
h/f, er væntanlegt til heimahafn-
ar sinnar, Neskaupstaðar, á
morgun — sunnudag. — Bæjar-
búum er heimilt að koma um'
borð og skoða skipið.
Vertíð að Ijúka
Senn lýkur vetrarverfcíðinni að
þessu sinni. Á Suðurlandi hefur
afli verið miklu verri en í fyrra,
Við Breiðafjörð hefur vertíðin
hinsvegar verið mjög góð og
sæmileg á Hornafirði.
Barði hefur verið með þorska-
nót frá því hann kom í marz.
Hefur hann veitt um 330 tonn.
Báturinn kom heim í gær og mun
fara á síld eftir helgina.
Bjartur er nú farinn heimleið-
is frá Hamborg m'eð viðkomu í
Noregi. Heim kemur hann um< 10.
maí og fer líklega þegar á síld.
Haft er í
flimtingum
að tollayfirvöld bæjarins virð-
ist leggja furðulegan skiln-
ing í nýju barnaverndar-
lögin;
að svo Iíti út sem hér sé risin
upp fríhöfn;
að þar fái börn sem fullorðnir
íljótandi vöru og fasta á
„standard" verði.
að kjörorð tollyfirvaldanna sé:
Allt fyrir æskuna.