Austurland


Austurland - 07.05.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 07.05.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 7. maí 1965. t 17. tölublað. Aldarfjórðungs hernárn Það var 10. mad 1940, á fyrstu mánuðum heimsstyrjaldarinnar síðari, að brezkur her, búinn ný- tízku vopnum, steig á land á ís- landi og tók foað herskildi. fear með var hlutleysisyfirlýsingin frá 1918 óvirt og að engu höfð. Næst- komandi mánudag eru 25 ár lið- in frá þessum atburði. Nokkru síðar, eftir að Banda- ríkin höfðu dregizt inn í styrjöld- ina, varð það að samkomulagi með Bretum, Bandaríkjamönnum og íslenzku ríkisstjórninni, að Bandaríkin skyldu taka að sér „vernd" íslands. Samúð alls þorra Islendinga var með Bandamönnumi í styrj- öldinni. Þeir þoldu því foernámið möglunarlítið. seni illa nauðsyn og óhjákvæmilegt framlag af ís- lands hálfu til ,að brjóta á bak aftur villimennsku fasismans og nazismans. íslendingar almennt voru svo hrekklausir að trrúa því, að þann dag, sem nazismiiui væri að velli lagður, yrði hernáminu aflétt. Þeir höfðu orð sjálfs Bandaríkja- forseta fyrir því. Og þá voru Is- lendingar ekki orðnir svo verald- arvanir, að það hvarflaði að þeim að draga í efa, að við slíkar yf- irlýsingar yrði staðið. Þeir hafa víst ekki verið margir, sem gerðu ráð fyrir þeim möguieika, að 20 árum eftir ,að nazisminn hafði verið sigraður, væri Island enn hernumið. En í dag stöndum við frammi fyrir þeirri íbláköldu staðreynd. Eftirmenn Roosevelts heitins Bandaríkjaforseta ó- merktu heit' hans og ekki var styrjöldinni fyrr lokið, en farið Var fram á herstöðvar til 99 ára, en það er víst nokkurn veginn sama sem um aldur og ævi. En ekki má kenna Bandaríkja- mönnum einum um, hvernig kom- ið er. Þeir fundu fljótt inn á það, að hér á landi voru menn, sem óðfúsir vildu, að hernámið héldi áfram og tekið var að bera fé á íslendinga með tilætluðum ár- angri. HernámBfjötrunum var smeigt á þjóðina nauðuga. Ef hún hefði verið spurð, hefði það aldrei tekizt án nauðungar. Erlendur her í landi á friðar- tímum, getur aldrei samrýmzt þjóðfrelsishugtakinu. Á meðan herinn er í landinu, geta íslend- ingar aldrei fengið það á tiifinn- inguna, að þeir séu í rauninni sjálfstæð þjóð, sem skipar mál- um að vild isinni, enda eru þeir það ekki. I kjölfar hernámsins hafa svo fylgt margvísleg erlend áhrif. Vafalaust má benda á eitthvað, sem við höfum fengið gagnlegt, líklega einkum í verkmenningu, en ómenningar'álhrifin eru yfir- gnæfandi. Áhrifamesta og ísmeygilegasta vopn hernámsliðsins til að stinga íslendingum svefnþorn og sætta þá við ósómann og innræta þeim „réttan" hugsunarhátt, er dáta- sjónvarpið á Keflavíkurflugvelli. íslenzk stjórnarvöld hafa opnað allar dyr fyrir sjónvarpinu og svo er nú komið, að meirihluti lands- manna getur horft á það. Menn þurfa að leita lengi til að finna þjóð, sem telur það samrýmast sjálfstæði sínu, að iáta erlendan her annast — og það eftirlits- laust — rekstur jafn jhrifamik- ils áróðurstækis og sjónvarpið er. Allir þingmenn Alþýðubanda- lagsins hafa nú lagt fram þings- ályktunartillögu um uppsögn her- stöðvarsamningsins. Er hún svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að æskja nú þegar endurskoðunar á varnarsamiiingi Islands og Bandaríkjanna frá 5. iwaí 1951, samkvæmt heimild í 7. gr. samningsins, svo og að leggja fyrir Alþingi frumvarp til upp- sagnar samningsins, þegar endur- skoðunarfrestur sá, er í samn- ingnum er ákveðinn, heimilar uppsögn". Hér er lagt til, að samningnum verði sagt upp á fullkomlega lög- legan hátt, samkvæmt hans eigin ákvæðum. Það væri reisn yfir Alþingi okkar, ef það á 25 ára afmæli hernámsins og 20 ára afmæli sig- ursins yfir nazismanum sam- þykkti að undirfoúa uppsögn her- námssamningsins, og <að láta uppsögnina koma til framkvæmda eins fljótt og kostur er. Með því bætti Alþingi fyrir marga mis- gjörð í þessum efnum. Langá kom á sunnudag Langá, hið nýja flutningaskip Hafskip hf. kom í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Neskaup- staðar, síðastliðinn sunnudag. Þetta er f jórða skip þessa unga skipafélags og hið stærsta. Skip þessi hefur félagið eignazt á 6 árum. Langá er 1401 brúttólest að stærð með 1500 ha. Deutz-vél. Ganghraði í reynsluferð var 12.8 sjómílur. Skipið er mj'ög vel foúið að siglingatækjum og útfoúnaður til lestunar og losunar er mjög full- kominn. Aðbúnaður skipshafnarinnar er mjög góður og mannaíhúðir eins manns klefar. Langá er, eins og öll hin skip félagsins, smíðuð hjá skipasmíða- stöðinni D. W. Kramer & Söhn í Elmshorn, Vestur-Þýzkalandi. Lán til kaupanna fengust í V- Þýzkalandi án ríkisábyrgðar og bankaábyrgðar og bendir það til þess, að félagið njóti mikils trausts. Gert er ráð fyrir, að Langá verði í föstum, mánaðarlegum ferðum milii Islands og nokkurra hafna á meginlandinu. Síðdegis á sunnudag var bæjar- fulltrúum, fréttamönnum og nokkrum öðrumi gestum boðið um foorð í Langá. Þar voru mættir, auk yfirmanna skipsins, fram- kvæmdastjóri þess, Sigurður Njálsson, og varaformaður stjórnarinnar, Ólafur Jónsson í Sandgerði. Var gestunum sýnt skipið og þeim sagt frá aðdrag- andanum að stofnun félagsins og þróun þess til þessa. Hafskip hefur- haft með hönd- um mikla flutninga til landsins og frá. Hefur eigin skipakostur þess engan veginn nægt til að svara eftirspurninni. Sem stend- ur, eru á vegum félagsins sex leiguskip, erlend og innlend. Spá- ir þetta vissulega góðu umfram- táð félagsins. Steinarr Kristjánsson er sklp- stjór: á Langá. Hann hefur áður verið skipstjóri á öllum hinum „Ánum". Fyrsti stýrimaður er Örn Ingimundarson og fyrsti vél- stjóri Þórir Konráðsson. Formaður stjórnar Hafskip hf. er Gísli Gíslason, Vestm.eyjum. Umboðsmaður félagsins hér í bæ er Björn Björnsson, 'kaupm. 1. maí í Nes- kaupstað 1. maí var hátíðlegur haldinn með samkomu í félagsheimilinu í Neskaupstað. Sigfinnur Karlsson setti sami- komuna og stjórnaði henni. Hátíðarræðuna flutti Lúðvík Jósepsson, sem kom frá Reykja- vík gagngert tii þess. Til skemmtunar var eftir- hermuþáttur Jóns Gunnlaugsson- ar, upplestur Höskuldar Skag- f. jörð og ,kvikmyndasýning Magn- úsar Hermannssonar, er sýndi myndir úr bænum o. fl. Áður en samfcoman hófst og milli atriða, lék Lúðrasveit Nes- kaupstaðar undir stjórn Haralds Guðmundssonar. Samkoman var ágætlega sótt og fór vel fram. Síðdegis var svo barnasýning á „Fórnarlambinu", sem Leikfélag Neskaupstaðar sýnir um þessar mundir. Um kvöldið var dansleikur. Skólaslif Iðnsk. Iðnskólanum í Neskaupstað var slitið fyrir nokkru og luku þá 8 nemendur lokaprófi. Alls stunduðu 20 nemendur nám í skólanum í vetur, en þeii eru nemar í sjö iðngreinum. Hæstu einkunn á lokaprófi hlaut Óskar Helgason, 9.15. Hlaut hann bókaverðlaun frá Iðnaðarmannafélagi Norðfjarðar. Skólinn veitti tvenn foókæverð- laun fyrir ágætis frammistöðu í íslenzku. Þau verðlaun hlutu Óskar Helgason og Ólafur Jóns- son. Skólastjóri Iðnskólans er Þórður Kr. Jóhannsson. Skíðagöngunni lokið Hinn 30. apríl lauk Norrænu skíðagöngunni. Þátttaka hér í bæ var mjög bágfoorin. Voru þó skil- yrði öll, braut og færi, hin ákjós- anlegustu í lengri tíma. Alls gengu 204, þar af 136 nemendur barnaskólans, eða tæp- lega 78%._____________________ Haft er í að „lýðræðisflokkarnir" þori ekki að eiga það á hættu, að rödd verklýðssamtak- anna heyrist í útvarpinu 1. maí; að þann dag megi helzt ekkert sem almenningur vill hlusta á, heyrast í útvarpinu; að veðurþættirnir, sem Páll Bergþórsson hefur flutt í eftirmiðdagsútvarpi á lamg- ardögum, hafi orðið frábæri- lega vinsælir; að þess vegna hafi flutningur þáttarins verið bannaður 1. maí.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.