Austurland


Austurland - 07.05.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 07.05.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 7. maí 1965. Fórnarlambið Föstudaginn 30. apríl frum- sýndi Leikfélag Neskaupstaðar „Fcrnarlambið“ eftir finnska.n höfund, að nafni Yrjö Soini. Leikurinn gerist innan veggja stórs verzlunarhúss, er nefnist 'Sampó og þá aðallega á skrif- stofu eins af fulltrúum fyrirtæk- isins. Sampó er eitt þessara stóru fyrirtækja, iþar sem aðalforstjór- inn er í álíka fjarlægð frá hinu óbreytta starfsliði og „sonur sólarinnar“ var frá óbreyttum þegnum sínum. Þar ríkir sá andi, að hin almenni starfsmaður skuli vera auðsveipur og auðmjúkur þjónn yfirmanna sinna og við- skiptamannanna, án sjálfstæðra skoðana eða mats á mönnum' og málefnum. Hann skal hvenær sem er vera tilbúinn að skríða í duftinu við fætur yfirboðara sinna, hvort sem um er að ræða viðskiptamann, fulltrúa fyrir- tækisins svo maður tali nú ekki um aðalforstjórann. Fyrr er hann elcki góður starfsmaður. Þegar maður sér og heyrir þetta leikrit, virðist manni vera sá tónn, sem er á bak við glensið og gamanið, því vissulega er hér um að ræða ósvikinn ga-manleik. Sumar persónur leiksins eru bráðsmellnar og vekja mikla kát- inu. Má þar nefna Miéttinen hús- vörð, auðsveipan og undirgefinn, e,n sem' kann þó allar aðferðir Frá Taflfélaginu Skákmóti Taflfélags Norðfjarð- ar er nýlokið. Tóku 14 m'anns þátt í keppninni og tefldu I. og II. flokkur saman í einum flokki 7 umferðir eftir „Monrad“-kerfi. Úrslit urðu þau, að Rafn Einars- son bar sigur úr býtum og hlaut 6 vinninga og 73 stig. Annars var röðin þessi: 2. Örn Sdheving 5x/2 v. 71 st.; 3. Karl Hjelm 5 v. 67 st.; 4. Grímur Magnússon 4 v. 59 st.; 5. Björn Magnússon 3Vfc v. 61 st.; 6. Einar Solheim 3 V2 v. 60 st.; 7. Stefán Pétursson 3% v. 56 st.; 8. Sigurþór Sigurðsson 3x/z v. 55 st.; 9. Guðm. Bjarnason 3% 54 st.; 10. Elías Kristjánsson 3 V2 v. 49 st. 11. Jóhann Eyjólfsson 3 v. 48 st. 12. Magnús Magnússon 2 v. 39 st.; 13. Vigfús Vigfússon 1 v. 41 st. og 14. Kristinn ívarsson V2 v. 37 st. Þess skal getið, að stigin ráða röð manna, sem eru jafnir að vinningum’. Athyglisverð er frammistaða Gríms Magnússonar, sem er 14 ára að aldri. Með þessum árangri fær hann þátt- tökuiétt í 1. flokki. Dagskrá starfsársins hjá T. N. er nú að mestu tæmd, aðeins eft- ir að afhenda verðlaun fyrir unn- in afrek í vetur, og mun það verða gert n. k. sunnudag og naun hraðskákmót verða um leið. fulltrúa og forstjóra og reynir að beita þeim við þá sem hann held- ur að -hann ráði við. Ægir Ár- mannsson leikur húsvörðinn og kemst vel frá því. Maður gleymir ekki strax Miettinen gamla, þótt maður næði ekki alltaf því sem hann sagði. Ekki síður var hinn einfaldi en heiðarlegi Koikkalain- en skeimimtilegur, Fórnarlambið, sem illátinn var taka á sig syndir allra hinna mörgu sem þarna vinna og þannig saklaus látinn liða fyrir fjöldann. hvað hann neitar þó að gera að lokum, vegna sjálfsvirðingar sinnar og æru. Jón Svanbjörnsson leikur Koikkalainen fjörlejga og skemmtilega. Hann er þó ekki alltaf nógu skýr í máli. Þá kem- ur hér afgreiðslustúlka Irja Sa!o. Þetta er heiðarleg, kát og hressi- leg stelpa, sem ekki lætur vaða ofan í sig. En þarna er erfitt að vera einarður og heiðarlegur ef maður á að geta haldið starfinu, sem margir eru um. Enda fer svo Breiðdal, 5. maí H.G./G.Ó. Hvað er tíðinda Heimir? Hér má heita allt tíðindalítið og engin stórtíðindi. Af fiskveið- um er það helzt að segja að Sigurður Jónsson er nú hættur, fékk um 500 tonn. Fer bráðlega til Noregs í klössun og tekur í sig síldarfarm frá Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Við fengum rétt aðeins að sjá hafísinn, en það voru mest stak- ir jakar á sveimi, þó fyllti hann víkurnar hér út imeð. Annars hafa verið kuldar og gróður lít- ill. í dag snjóar niður í byggð, en festir þó lítið. Norski íþróttakennarinn, sem hér er á vegum UlA hefur verið hjá okkur í hálfan mán. og kennt íþróttir, mest knattspyrnu. Hef- ur það gengið vel og menn á- nægðir með komu kennarans. Leikfélag Fáskrúðsf. sýndi ihér Saklausa svallarann á sumardag- inn fyrsta við ágætar undirtektir. Vetrarskólanum er lokið en við kennum yngri börnum í maí. Sjö börn luku fullnaðarprófi og hlaut Baldur Björgvisson hæstu eink- unn 8,56. Stefnt er að unglinga- fræðslu næsta vetur og þarf þá að bæta við þriðja kennaranum. Gæsimar komu um sumarmál- in og þykja slæmir gestir í túnin og telja margir þær betur komn- ar í pottinn, enda kann nú að vera að ein og ein hverfi þangað. Útvarpið er sama og áður, heyrist oft imjög illa, og tölum við stundum um að það ætti að gera okkur þann greiða að kynna okkur í hádeginu, en þá heyrist venjulega vel, dagskrál norska að lokum að hún er rekin, að vísu er nokkur ástæða til þess, en hún þarf þá engu að kvíða, því útbreiddur faðmur aðalfor- stjórans bíður hennar. Herdís Herjólfsdóttir leikur Irju Salo og gerir það ljómandi vel. Er skýr- uiælt, hressileg og frjálsleg, eins og þessi unga stúlka á að vera. Hinn ábyrgðarmikli og alvöru- gefni Aro, fulltrúi er leikinn af Aðalsteini Halldórssyni. Þetta er stóridómur fyrirltækisins, óvæg- inn og ósanngjarn, en trúr fyrir- tækinu og genguir býsna langt til þess að þóknast viðskiptavin- unum. Aðalsteinn leikur fulltrú- ann -skörulega og sannfærandi. Vaara aðalforstjóri er leikinn af Birgi Stefánssyni. Er leikur hans miög látlaus og eðlilegur, fram- sögn skýr og látbragð í góðu samræmi. Á okkar mælikvarða er Birgir orðinn öruggur og góður leikari. Krlistín Friðbjömsdóttir leikur hina ríku og ástsjúku ekkju Bólu. Er þessi tilgerðar- lega hefðarfrú hin skemmtileg- asta í meðförum’ Kristínar. Frú Aro er leikin af Steinunni Þor- steinsdóttur. Hún er helzt til ung útvarpsins, en hún heyrist jafnan Sigurður Helgason, kennari og rithöfundur varð 60 ára 4, apríl sl. Hann fæddist á Grund í Mjóa- firði og voru foreldrar hans hjón- in Ingibjörg þorvarðsdóttir og Helgi Hávarðsson, bóndi og vita- vörður. Sigurður aflaði sér kennara- menntunar og barnakennsla hef- ur verið hans starf. En snemma hneigðist hugur hans að skáld- skap og öðrum bókmenntaiðkun- um. Hefur hann skrifað margar skáldsögur, auk smásagna og rit- gerða. Einnig hefur hann þýtt nokkrar unglingabækur. En smátt og smátt snerist hug- ur Sigurðar að austfirzkum fræð- um og svo fór, að þau fræði tóku hug hans allan. Fyrir meira en áratug lagði hann skáldskapinn að mestu á hilluna, en sneri sér eingöngu að þessu hugðarefni. I fyrstu var þetta föndur án sér- stakra fyrirætlana,annarra en þeirra, að fræðast lítið eitt um fólkið, sem lifað hafði á heima- slóðum, líf þess og lifskjör yfir- leitt. En svo fór, að viðfangs- efnið tók hann fanginn og önnur tómstundastörf urðu að víkja. Sigurður hefur einkum eða ein- göngu helgað sig sögu og ættum í hlutverkið og lítt reynd á fjölun- um en þetta er ljómandi myndar- leg og rausnarleg frú. Leikstjóri er Höskuldur Skag- fjörð. Mér virðist hann hafa lagt alúð við sitt verk og náð á marg- an hátt góðum heildarsvip á sýn- inguna og á hann heiður og þökk skilið. Ég þykist mega fullyrða, að þeir sem séð hafa „Fórnarlamb- ið“ hafa ekki orðið fyrir von- brigðum og leyfi ég mér að færa öllum þeim er fórnuðu tíma og kröftum svo að við mættum njóta „Fórnarlambsins“ eina kvöldstund í Egilsbúð, kærar þakkir. S. Þ. Tek að mér að sníða og þræða saman kjóla, frá 10.—16. þessa mánaðar. Viðtalstími frá kl. 16—18. Ing'björg Þorleifsdóttir, Mýrairgötu 9 — sími 189. AmlnvXmú Lausasala kr. 5.00 ; Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ’l NESPRENT ' „Norðurfjarða,“ en það munu vera firðirnir milli Gerpis og Glettings. I síðasta jólablaði Austurlands birtist sýnishorn þessarar iðju hans og framhald þess þáttar mun koma innnan skamms. Lítið hefur Sigurður látið frá sér fara um rannsóknir sínar og er það skaði. En óljósar spurnir hefi ég af því, að þess megi vænta, að bók eða bækur um þetta efni komi fyrir almennings- sjónir áður en langir tímar líða. É|g hef það eftir kunnugum mönnum, að Sigurður sé mjög vandvirkur og að allt sem hann vinni sé traustlega undirbyggt og eins öruggt og kostur er. Það er líka aðalsmerki góðra fræði- manna, að kanna til hlítar allar þær heimildir sem hægt er að grafa upp, og skapa þannig for- sendur, sem draga má af réttar ályktanir. Um leið og Austurland sendir Sigurði Helgasyni síðbúna af- mæliskveðju, vill það óska þess að honum endist líf og heilsa til mikils starfs á þeim lítt plægða akri, sem við nefnum austfirzk fræði. Hvað er í fréttum? mjög vel hér á kvöldin. Sigurður Helgason rithöfundur sextugur

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.