Austurland


Austurland - 14.05.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 14.05.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 14. maí 1365. AUSTURLAND — * / 3 „Af Því bara" Einhver þau leiðinlegustu só'.’amerki, sem ég sé er krot og krass á húsveggjum, hvort held- ur er úti eða inni. Ekkert þykir mér eins leiðinlegt og að sjá veggi barnaskólans útataða alls konar klóri, sumu ófögru og ta’a oft um þetta við börnin, og þó að eg telji það alls ekki þýðing- arlaust, þá dugar það engan veg- inn, því mdður. I vetur hefur eitt hús í bæn- um orðið ver útleikið af þessum sökum en dæmi eru til áður, og það er þess vegna sem ég get ekki orða bundizt. Ég á hér við Félagsheimilið. Þar eiga sjálf- sagt margir hlut að, en þó trú- lega engir óvitar, heldur ungling- ar sem ættu að vita hvað þeir eru að gera. Eða vita þeir það kannski ekki? Vita þeir ekki, að þetta er hús, sem flest aðkomu- fólk skoðar? Vita þeir ekki, að krotið á veggjiunum ber vott um ómenningu og sóðaskap ef ekki hreint og klárt siðleysi. Vita þeir ekki eða skilja, að hver útkrot- aður húsveggur, hvort hann er opinber staður eða einkahús, er æpandi vitnisburður sóðalegrar umgengni. Nýlega stóð ég nokkra unga pilta að því að krota svona, ekki aðeins á húsveggi, heldur einnig bíla og hvað sem fyrir varð. Hvers vegna gerið þið þetta? spurði ég. „Af því bara“ var svarið. Já, þannig svara óvitar. En þetta voru ekki óvitar, og við gerum þá kröfu til unglinga, að þeir íhugi gerðir sínar, og við gerum þá kröfu tíl okkar æsku- fólks að það hafi dálitla sómatíl- finningu og vilji fremur fegra bæ okkar en lýta. Ég tel líka, að fullorðið fólk verði að láta sig þetta einhverju varða. Það á ekki að láta þetta óátalið eða horfa á alla hluti með aðgerðarleysi. Skammir eða rifr- ildi gagnar ekkert, en skynsam- legt viðtal og ábendingar hafa alltaf einhver áhrif til hins betra. Það er auðvitað margt fleira en veggjakrotið sem mætti minna á, en ég sleppi því. Vonandi verður félagsheimilið málað að utan innan skamms. Þetta hús er bæjarprýði, en það er hörmulegt ef útliti þess er spillt af óvitaskap eða heimsku. Þau leiðinlegu merki sem það ber nú, er hægt að afmá með nýrri málningu, og þá gleymist vanvirðan, en látum hana ekki endurtaka sig. Gunnar Ólafsson. Hœringur II Framh. af 2. síðu. skortur með því að hann fái að salta nokkrar tunn-ur af síld nokkra daga meðan sólin er í hæsta hring? Verkamenn þurfa að hafa mikla og stöðuga vinnu og þegar síldveiði stendur yfir í 6—7 mánuði þá getur verið líf- vænlegt að vinna við síldarverk- un en ekki ef um nokkra daga er að ræða. Framh. í næsta blaði. Amlmímú \ Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; NESPRENT Stúlka ÓSKAST STRAX. EFNALAU GIN. AAAAAAAOAAAAAAAAAAAÍ'AAAAAAAAAAAAAAAOA/ Frá Byggingalánasjóðnum Þeir, sem kynnu að vjlja sækja um lán úr Byggingalána- sjóði Neskaupstaðar á þessu vori, sendi umsókn tíl formanns sjóðsstjórnarinnar, Bjarna Þórðarsonar, bæjarstjóra, fyrir 6. júní nk. Stjórn Byggingalánasjóðs Neskaupstaðar. Hjartans þakkir sendi ég öllum, sem glöddu mig með gjöf- um, heillaóskum og heimsóknum á 70 ára afmæli mínu 4. mai. Sérstaklega þakka ég börnum mínum, tengdabörnum og barna- börnum, sem áttu sterkastan þátt í að gera mér daginn ánægjulegan. Guð blessi ykkur öll. María Aradóttir. ^■'AAA/W'AAAAAA/WV'AAA/WV'AAAAAAAA/WWWWWWWWWWWWWWVWWAAAAAAAAAAA/V'A Q Egilsbúð NÚ EÐA ALDREI Mjög fyndin og skemmtileg amerísk gamanmynd. Leikar- ar: Ingrid Bergmann. Gary Grant. Sýnd föstudag kl. 9 í síð- asta sinn. LOK AD AN SLEIKUR laugardag kl. 10. — Komokvintett og Georg leika og syngja. SJÓMENN I KLÍPU Bráðfyndin og fjörug dönsk litmynd með Ebbe Langberg, Ghita Nörby og Dirch Passer. Sýnd sunnudag kl. 3 í síðasta sinn. FRIÐRIK FIÐLUNGUR Norskt barnaævintýri o. fl. teikni- og gamanmyndir. — Sýndar sunnudag kl. 5. EL CID Stórmynd í litum1 með Charlton Heston og Sophiu Loren. Sýnd sunnudag kl. 9. — Hækkað verð. Aðalfundur Skógræktarfélag Neskaupstaðar heldur aðalfund laugardag 15. maí kl. 20.30 í barnaskólanum. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Úr Noregsferð (Jón L. Baldursson). Sigurður Blöndal skógarvörður mætir á fundinum. Stjórnin. Frá baraaskólanum Skólanum verður slitið langardaginu 15. maí kl. 4 sd. í Egilsbúð. Vorskólinn hefst mánudaginn 17. maí. Börn, sem voru 1 1. og 2. bekk sl. vetur mæti kl. 9 f. h. Börn, sem byrja eiga skólagöngu (fædd 1958) mæti til við- tals og skráningar kl. 1 e. h. sama dag. i Nesk., 12. maí 1965. I Skólastjóri. Innilega þökkum við öllum þeim nær og fjær sem auð- sýndu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar Emmu Jónsdóttur Jacobsen. Guðrún Halldórsdóttir, s Jónína Halldórsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.