Austurland


Austurland - 21.05.1965, Page 1

Austurland - 21.05.1965, Page 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 21. maí 1965. tölublað. Norðíirðingur, Ijögurra hreyfla flugvél, heíur áætlunarflug til Neskaupstaðar Norðíirðingur, hin nýja flugvél Flugsýnar hf. lenti í fyrsta sinn á Norðf jarðarflugvelli mánudaginn 17. maí kl. 15.15. Norðfirðingar fögnuðu vélinni vel, hátt á fjórða hundrað manns munu hafa verið á vellinum við komu hennar og eigi færri en 80 bílar. Með vélinni komu í boði Flug- sýnar: Ingólfur Jónsson, sam,- göngumálaráðherra, Lúðvík Jós- epsson og fimm fréttamenn út- varps og dagblaða. Einnig komu tveir stjórnarmenn Flugsýnar, Jón Magnússon og Jón H. Júlíus- son. Flugstjóri var Sverrir Jóns- son, Þessi nýja vél, Norðfirðingur, hefur einkennisstafina TF AIN og er af gerðinni De Havilland Her- on, smíðuð í Englandi 1959. Vélin hefur verið í eigu Shell olíu- hringsins og notuð til einkaflugs nieð forstjóra hans og önnur stórmenni og var innréttuð sem setustofa. Flugsýn keypti vélina af Shell og var hún þá innréttuð að nýju í De Havilland-verksmiðj- unum og tekur nú 15 faxíþega. Auk þ>ess er allmikið farangurs- rými í vélinni svo og salerni. Er innrétting öll hin smekklegasta og útlit vélarinnar ágætt í alla staði. Vélin er búin fjórum 250 ha. hreyflum, og er heildarvelarorKa því 1000 ha. Flugþol er 10 stund- ir, 0g getur vélin flogið 1500 míl- ur á því eldsneyti, sem hún get- ur tekið Flughraði er 300 km. Við komu Norðfirðings á Norð- fjarðarflugvöll flutti Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri ræðu og bauð flugvél og áhöfn velkomna. Gat hann þess, hversu samgöngur hefðu jafnan verið erfiðar hér og hversu áætlunarflugið hefði bætt þar geysilega úr. Flugfélag 1»- lands byrjaði áætlunarflug til Norðfjarðar en hætti því nær strax og völlurinn stóð ónotaður. Fyrir 13 mánuðum hóf Flugsýn áætlunarflug til Neskaupstaðar með 2ja hreyfla vél og nú er hún leyst af hólmi af vél, sem tekur meira en helmingi fleiri farþega. Byrjun þessa áætlunarflugs varð með þeim hætti, að bæjarstjórn Neskaupstaðar og Flugsýn hf. tóku upp samvinnu um málið. Bæjarstjórn veitti ábyrgðir fyrir lánum, og Flugsýn keypti vél til að annast Norðfjarðarflug. Sú vél tók 7 farþega og reyndist of lítil til að anna flutningaþörfinni. Norðfirðingur er keyptur með beinni aðstoð Norðfirðinga. Bæj- arstjórn hefur gengið í ábyrgð fyrir 70% af andvirði vélarinnar, og Síldarvinnslan hf. hefur lánað allmikið fé til kaupanna. „Okkur var ljóst, að þessi mál yrðu ekki leyst, nema fyrir til- stuðlan Norðfirðinga sjálfra“, sagði Bjarni. Hann benti hins vegar á, að flugvöllurinn væri ekki útbúinn sem skyldi eða að- staða til flugafgreiðslu. Það vantar flugskýli og lýsingu með- fram vellinum. Framhald á 2. síðu. Aðalfundur Skóg- rœktarfélagsins í Neskaupstað Aðalfundur Skógræktarfélags Neskaupstaðar var haldinn laug- ardaginn 15. maí. í skýrslu stjórnarinnar kom það fram, að félagsmenn eru 118. Tekjuafgang- ur reyndist um 10 þús. kr. og eignir eru metnar á 135 þús. Skuldir engar. Félagið hyggur á girðingarframkvæmdir í sumar. Ráðgert er að koma upp nýrri skógræktargirðingu í kringum Vatnshólinn, um 7.5 ha að stærð. Sigurður Blöndal, skógarvörður á Hallormsstað, mætti á fund'in- um og miðlaði fundarmönnum fjölbreyttum fróðleik um skóg- rækt og gróður. Var Sigurði þökk- uð margfaldlega koman. Að lokum sagði Jón L. Baldurs- son, spaxisjóðsstjóri frá skógrækt- arferð til Noregs og sýndi marg- ar skcmmtilegar og fróðlegar lit- skuggamyndir, sem hann tók , ferðinni. I stjórn Skógræktarfélagsins eru nú: Elín Ólafsdóttir, Eyþór Þórðarson, Gunnar Ólafsson, Hjörleifur Guttormsson og Jón L. Baldursson. 4 món. fangelsi Dómur í máli brezka togarans, sem frá var sagt í síðasta blaði, féll ekki fyrr en á þriðjudag, eft- ir löng og ströng réttarhöld. Var skipstjórinn sýknaður af ákæru um landhelgisbrot, en dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir framkomu sína. Báðir aðilar á- frýjuðu dómnium og varð skip- stjóri að setja 1.1 millj. kr. trygg- ingu áður en honum var leyft að fara. Fór togarinn héðan seint um kvöldið áleiðis til Englands. Forseti dómsins var Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti, en með- , dómendur Sigurjón Ingvarsson og Sveinbjörn Sveinsson. Haft er í flimtingym að íáir hafi loftDngið frelsið eins ákaft og Einar ríki; að hann haíi sagt öll sín fyrir- tæki úr Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, svo hann gæii notíært sér viðreisnar- fre sið t’.l að flytja sjálZur út aíurðir fyrirtækja sinna: að nú hafi Einar sótt um upp- töku í S.H. að nýju, eítir að haía reynt viðreisnarfrelsið; að þetta frumhlaup hafi orðiö Einari þörf lexía. myndinni em talið frá hægri: Jón Magnússon, stjórnarformaður Flugsynar Orn sheving, afgreiðslumaður Flugsýnar, Sverrir Jónsson, flugstjori og Jon Julmsson, stiórnarmeðlimur Fiugsýnar.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.