Austurland


Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 28. maí 1965. 20. tölublað. Síldin er komin á Austfjarðamið Síldin virðist ekki ætla að láta standa á sér að þessu sinni, en mikið vantar á, að menn séu við því búnir að veita henni móttöku. Þegar á þriðjudag fengu þau tvö skip, sem komin voru á mið- in, mikinn afla. Þá um kvöldið ko.m fyrsta síldin til Neskaup- staðar. Var það v/s Þorsteinn úr Reykjavík, sem kom með 1400 mál. Nokkur hluti aflans var frystur, en mestur hluti hans fór í bræðslu. Mjög mikið síldarmagn er á miðunum og veiðihorfur góðar. Hinsvegar er aðeins lítill hluti flotans komiirn á miðin. Mestur hluti hans er ekki tilbúinn, enda >mun víðast hvar vera skortur á mönnum til nauðsynlegs undir- búnings. En skipunum mun f jölga dag frá degi. Engin síldarbræðsla mun hafa verið við þvd búin að hefja vinnslu og er nú unnið dag og nótt að því að ljúka undirbún- ingsstörfum. Þó munu nokkrir dagar líða unz þær hafa tekið til starfa með eðlilegum hætti. Norðfjarðarverksmiðjan mun geta hafið bræðslu eftir um það bil viku. Tveir Norðfjarðarbátar, Barði og Bjartur, héldu á miðin aðfara- nótt miðvikudags. Komu iþeir báðir inn í gær, Bjartur með 1800 mál og Barði með 1300. Aðrir eru enn ekki farnir. Mjög miklar vonir eru bundn- ar við síldveiðarnar í sumar. Sér- staklega horfum við Austfirðing- ar björtum augum til sumarsins og vonum, að það auki enn á möguleika okkar til að byggja upp okkar byggðarlög, bæði í efnahagslegum og menningarleg- um skilningi. Reynslan í fyrra gefur okkur ástæðu til að vona, að síldveiðin verði ekki aðeins í sumar, heldur Minnisverð heimsókn Flokkur ungra, sovézkra lista- manna kom hingað til bæjarins á vegum félagsheimilisins á sunnu- daginn og skemmti bæjarbúum á tveim samkomum þann dag. Hingað til lands kom flokkurinn á vegum Skrifstofu skemmti- krafta. Á síðari skemmtuninni, sem haldin var um kvöldið, var húsið þétt skipað, en á síðdegissamkom- unni var aðsókn dræmari. Þó mun um hálft fimmta hundrað manna hafa sótt samkomurnar, þar á meðal allmargt utanbæjarmanna, en þeir hefðu áreiðanlega orðið miklu fleiri, ef færð á vegum hefði verið viðunandi. Það er ekki ætlun mín að rekja eða meta það, sem fram fór, en óhætt er að fullyrða, að þetta er með því bezta, sem hér hefur ver- Jð boðið upp á, og mikil fjöl- breytni var í efnisvali. Það var nka auðfundið, að samkomugest- Jr kunnu vel að meta það, sem fram fór, og að þeir voru komu- mönnum þakklátir fyrir ógleym- anlega kvöldstund. Að því er ég bezt veit, hefur ballet-dans ekki áður verið sýnd- ur hér. Forvígismönnum félagsheimil- isins þökkum við fyrir það fram- tak, að hafa fengið þetta ágæta listafólk hingað. Til þess þurfti nokkurt áræði, því þetta er all- dýrt fyrirtæki og ekki á vísan að róa um aðsókn. En vegna mikillar aðsóknar varð ekki telj- andi halli á fyrirtækinu. Það er einmitt framtakssemi af þessu tagi, sem við ætlumst til af forráðamönnum félagsheim- ilisins. Þeir eiga að setja sér það, að 'gangast fyrir hingaðkomu innlendra eða erlendra listamanna einu sinni á ári og helzt tvisvar, vor og haust. Og þeir eiga ekki að setja það fyrir sig, þó að ein- hver halíi verði á slíkum fyrir- tækjum. Það er ekkert aðalatriði, að hagnaður verði alltaf á þeim. Listafólkinu þökkum við kom- una og forráðamönnum félags- heimilisins þökkum við fyrir, að hafa gert því fært að koma hing- að. og frameftir öllum vetri. Og síld- arkaupendur þurfa að búa sig undir stóraukna söltun og fryst- ingu vetrarsíldar. VetrarEÍldveiði hlýtur að breyta öllum viðhorfum til haust- og vetrarvinnu. En þó að síld veið- ist út janúar, er nokkurra mánj aða tímabil óbrúað í atvinnuleg- um efnum. Takist að kama upp síldariðnaði, niðursuðu og niður- lagningu í allstórum stíl, er vetraratvinnuleysið líklega úr sögunni. En það er spursmál um markað, hvort hægt verður að koma sldkum iðnrekstri á fót. Til Norðfjarðar barst enginn fiskur í vetur eftir að síldveiðum lauk. Atvinna var þó nægileg fyr- ir karla, en engin fyrir konur, og frystihúsin stóðu aðgerðarlaus. Þetta ástand er ekki viðunandi og reyndar ekki ástæða til að ætla, að annar slíkur vetur komi. Frystihúsin geta naumast staðizt það til lengdar, að fá ekkert úr að vinna vetrarlangt, og kon- urnar, sem' treysta á fiskvinnuna, geta ekki unað þessu ástandi. Kalt vor Það fer ekki mikið fyrir sumr- inu hjá Norðlendingum og Aust- firðingum til þessa. Oftast hefur verið austlæg átt og þokuslæ^V ingur og sjaldan sézt til sólar. Kuldar hafa verið miklir miðað við árstíma, örfáar gráður yfir frostmarki, þegar bezt lætur. 1 dag er þó heiðskírt og logn, en andkalt. Kulda þessa setja menn í samband við ísinn, sem enn hef- ur ekki yfirgefið landið með öllu, því hann fyllir hafnirnar á Vopnafirði og Raufarhöfn, svo og á Ströndum. Áður fyrr hefði vorveðrátta sem þessi án efa haft í för með sér fóðurskort og fellir. Raunar hefur nokkuð borið á heyleysi, en nú er öldin önnur en áður var. Nu er hægt að flytja fóður um langan veg og koma þannig í veg fyrir heyleysi. Gróður er mjög lítill. (Sl. sunnudag fóru gestir héðan í boði Flugsýnar í flugferð um ná- grennið. Flogið var norður yfir Borgarfjörð og norður yfir miðj- an Héraðssand og svo upp Hérað. Gróðurlaust var að sjá með öllu og hvergi grænan lit að sjá á túnum. Gagnfrœða- skólanum gefin lóð Nýlega barst skólastjóra gagn- fræðaskólans bréf frá systkinun- um Önnu Ir.gvarsdóttui' og Sjg- urjóni Ingvarssyni. Tilkynna þau skólastjóra, að þau hafi ákveðið að gefa skólanum réttindi sín á svokölluðu Ekrutúni, en skói?.- húsið stendur efst í túninu á löö", sem Björn Ingvarsson eftirlét s.'cólanum á sínum tíma. Gefendur setja það skilyrði, ítð túnið .sé aðeins notað í þarfi? skólans og stofnana nátengdra bonum. Skólanum var brýn þörf á iVÍ eigr.ast þetta tún, fyrst og fremst sem leiksvæði og garð, en einnig vegna þess, að fyrir- hugað íþróttahús nær dálítið inn á túnið. Sem fyrst þyrfti að skipuleggja túnið se,:n' leikvöll og skemmti- garð fyrir skólann, en byggingar ætti ekki að leyfa þar umfram það, sem þegar hefur verið gert. Skólinn hefur með lóð þessari fengið mikið svigrúm og eiga þau systkin þakkir skildar fyrir þá ræktarsemi, sem gjöf þeirra ber vott um, í garð skólans. SamnÍDgaviðræður Viðræður fara nú fram í Reýkjavík fyrir milligöngu sátta- semjara milli aðila að samningum þeim, sem úr gildi falla 5. júní. Ekki hafa neinar fréttir borizt af gangi mála, en svo er að sjá, sem atvinnurekendur taki mjög áræ,rr.t sanngjörnum kjarabóta- kröfum verklýðssamtakanna. Er ekki að sjá, að þeir hafi sýnt nokkurn lit á að notfæra sér frestinn, sem júnísamkomulagið veitti þeim. Enn hafa verklýðssamtökin Framhald á 2. síðu. Haft er í flimtingum að suniir þeirra Norðfirðinga, sem séð hafa Járnhausinn, leikrit þeirra Jónasar og Jóns Múla Árnasona, þykist þekkja þar greinilega ýmsa samborgara sína héðan; að marga fýsi að skreppa suð- ur til að sjá sjáli'a sig og aðra með augum þeirra bræðra; að líklegt sé, að Ieiðir margra Hggi suður með haustdög- umun til að sjá þennan um- talaða leib.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.