Austurland


Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 28. maí 1965. Bjctrni Þórðarson: Spjallað um síldarfluininga Framhald úr síðasta blaði. Svokölluð rök flutninga- manna Því er mjög fast fram haldið, að miklu sé hagstæðara frá efna- hagslegu sjónarmiði, að kaupa og gera út tankskipaflota og reisa mikla og dýra umhleðslustöð hér fy.rir austan til að tryggja það að ekkert lát verði á síldarstraumn- um í aðra landshluta, þó ógæftir hamli veiðum og austfirzku bræðslurnar standi e. t. v. að- gerðarlausar, en að reisa verk- smiðjur hér eystra. En það þarf ekki að leggja fyrir okkur neina útreikninga til að við sjáum hver firra þetta er. Hið látlausa japl um ágæti tankskipaútgerðar og umhleðslustöðva á að fá menn til að trúa því, sem hver meðal- greindur maður hlýtur að sjá, að er algjör fjarstæða, ef hann gef- ur sér tíma til að íhuga málið. Við sjáum í hendi okkar, að varla getur munað miklu á kaupum og útbúnaði tankskips og byggingar- kostnaði síldarverksmiðju, sem líkleg er til að bræða það magn síldar, sem ætla má að skipið geti flutt. Þá er eftir að gera ráð fyrir öllum útgerðarkostnaði skipsins, viðhaldi þess o. fl. og það er enginn smáræðiskostnaður. Ég tel líklegt, að flutningarnir séu þeim mun óhagstæðari en bræðslubyggingar, sem útgerðar- kostnaði tankskipa og rekstri um- hleðslustöðva nemur. Þá hefur því verið haldið fram, að bygging nýrra verksmiðja hljóti að leiða til iækkaðs hráefn- isverðs, vegna aukinna fyrning- arafskrifta, nema afli aukist að sama skapi. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en því má skjóta inn í, að ef meiri mögu- leikar hefðu verið til síldar- vinnslu á AustUrlandi undanfarin sumur, hefði aflinn orðið miklu meiri. En við sjáum fljótt hversu ósvífin blekking er fólgin í þess- ari röksemd. Vandlega er þagað yfir því, að einnig þarf að af- skrifa tankskipin og umhleðslu- stöðvarnar. Nema þær afskriftir varla lægri upphæðum en afskrift- ir af verksmiðjunum. Með hlið- sjón af því, sem ég drap á áðan, má fullyrða, að kaup og útgerð tankskipa ásamt byggingu um- lileðslustöðva, veldur lækkuðu hráefnisverði. Síldarflutningamenn leggja sig talsvert fram um það, að telja okkur Austfirðingum trú um, að einnig við getum notið góðs af kaupum og útgerð flutninga- skipaflotans. Þetta er eins og dúsa, sem stungið er upp í barn til að fá það til að þegja. Við vitum, að afköst síldarverksmiðj- anna fyrir norðan og sunnan, eru svo mikil og geymslurými það mikið, að litlar líkur eru til, að nokkur síld fáist til flutnings. Og hver lætur segja sér það, að flutningaskipið, sem ríkið er nú að hjálpa IOetti til að kaupa, verði látið flytja síld að norðan — svo ekki sé minnzt á að sunn- an — til Austfjarða? Flytji þetta skip síld að norðan, flytur það hana til Reykjavíkur, en ekki til Austfjarða. Og hvenær halda m.enn, að reistar verði á Siglu- firði eða í Reykjavík umhleðslu- stöðvar til að taka á móti síld til vinnslu á Austfjörðum? — Nú kemur mér ekki til hugar, að síldargöngur geti ekki breytzt, eins og þær hafa alltaf verið að breytast. En leggist síldin frá Austurlandi, verða þau skip, sem nú er verið að kaupa, ekki notuð til að flytja síld til okkar. Við verðum að neyta annarra bragða. Neikvæð atainnubótabarátta Af hálfu þeirra þingmanna og sveitarstjórnarmanna, sem ákaf- ast berjast fyrir því göfuga hug- sjónarmáli, að flytja síld um, langan veg til vinnslu, er oft lögð áherzla á atvinnulega þýð- ingu flutninganna fyrir þau byggðarlög, sem verða þeirra að- njótandi. Einkum er þessu 'haldið fram um Norðurland. Þetta er sem sé orðin atvinnubótabarátta og þar með ekki svo lítið hug- sjónarmál. í mínum augum er þetta neikvæð atvinnubótabarátta. Vitanlega gætu þó síldarflutning- arnir haft í för með sér aukinn rekstur og aukna vinnu í verk- smiðjubæjunum nyrðra. En eigi að peðra síldaraflanum út um allt land til vinnslu, verður það aðeins reitingsvinna. En flutning- arnir lama sjálfsbjargarviðleitni fólksins heima fyrir. Það mænir á síldarflutningana sem þess eina úrræði og bjargræðisveg, í stað þess að snúa sér að uppbyggingu annarra atvinnugreina, sem betur svara til staðliátta og aðstæðna. Síldarflutningar af Austfjarða- miðum geta aldrei leyst atvinnu- leg vandamál Norðlendinga og Vestfirðinga, jafnvel þótt þeir, ásamt Stór-Reykvíkingum, skiptu með sér hverri bröndu, sem aflast hér fyrir austan. Þannig tefur þessi einhliða áróður síldarflutn- ingamanna fyrir eðlilegri þróun atvinnumála í heilum landsfjórð- ungi. Menn mæna á síldarflutn- ingana sem einasta hálmstráið í stað þess að flétta haldreipi úr úr sterkum þáttum. Ekki sama hvort fiutt er norður eða suður Ég verð að játa, að ég Jít nokkuð öðrum augum á síldar- flutninga til Norðurlands en Suð- urlands. Hvað sumarsíldveiðar snertir má líta á miðin fyrir Norður- og Austurlandi sem eitt veiðisvæði og siíldarflutningar milli þeirra innan skynsamlegra takmarka, eru ekki óeðlilegir. En síldarflutningar hvort heldur er að norðan eða austan til Suð- vesturlands hljóta að vera fast að því glæpsamlegt athæfi í aug- um þeirra, sem eitthvað meina með skrafinu um „jafnvægi í byggð landsins". Viðbrögð Austfirðinga Er nú komið að því, sem hlýtur að vera megmviðfangsefni þessa fundar: Hvernig eigum við Aust- firðingar að bregðast við þeir-i ógnun, sem stórfelldir hráefnis- flutningar af Austfjarðamiðum eru við eðlilega þróun austfirzkra atvinnuvega og hagsmuni Aust- firðinga í heild? Við eigum að lýsa yfir þvi, að við teljum síldarflutninga af Austfjarðamiðum eðlilega að vissu marki. Og þá markalinu á að draga þannig, að móttökusldlyrði liér eystra séu fullnýtt. Við eigum að lýsa yfir því, að austfirzkar bræðslur og söltunar- stöðvar fallist undir engum kring- umstæðum á, að kostnaðinum af flutningunum héðan að austan verði velt yfir á Austfirðinga með verðjöfnun eða á annan hátt. Mér er sagt, að í gildandi lögum séu engin ákvæði, sem hægt sé að nota til að koma á þessu fyrir- komulagi. Og mér er mjög til efs, að alþingismenn, í sömu andrá og þeir tala um „jafnvægi í byggð landsins", rétti upp hendina með lögum, sem leiddu til þess, að at- vinnufyrirtæki á Austurlandi yrðu látin 'greiða útgerðarkostnað tankskipaflota til síldarflutninga suður til Reykjavíkur. Loks álít ég, að í ályktun þessa fundar eigi það að koma fram svo greinilega, að ekki verði misskil- ið, að við mótmælum því, að síld- arflutningarnir verði á nokkurn hátt látnir draga úr eðlilegri þró- un síldariðnaðarins á Ansturlandi. En svo getur farið, að yfirlýs- ingar hrökkvi skammt og að grípa þurfi til beinna aðgerða. Vel mætti hugsa sér, að aust- firzk síldarvinnslufyrirtæki byðu hærra verð í síldina. Það ætti að vera fært, ef þeir aðilar, sem kaupa síldina til flutnings, fá sjálfir að greiða flutninginn, sem hlýtur að verða nokkrir tugir króna á mál. Svo gæti líka farið, að verk- Framhald á 2. síðu. AA/VWWVWVWS/WWWVA/VWWWVWVWV/WWWWWWWVWWVWVWVWVWWWXAíNA/WS/VNA Sjðmannadctgurmn Hinn árlegi hátíðisdagur sjómanna er á sunnudsginn kemur. sjómannadagurinn Hátíðarhöldin á sjómannadaginn eru löngu komin í fastar skorður — orðin hefðbundin. Þar er sjaldan nú orðið brydd- að á nýjungum. Til skamms tíma var sjómannadagurinn fyrsta sunnudag í júní. Nú hefur hann verið færður fram um eina viku og er ástæðan sjálfsagt sú, að upphaf síldveiða hefur færzt fram. En þetta virðist ekki hrökkva til. Enn færist upphaf síldveið- anna fram og eru mörg skip þegar farin á miðin. Bilið milli veiðitímabila er alltaf að styttast og engu líkara, en að svo geti farið, að sjómenn finni hvergi hentugt rúm fyrir há- tíðisdag sinn á öllu almanakinu. Það er þegar í upphafi ljóst, að síðasta sunnudag í maí fá sjómenn ekki að hafa í friði. Öðru hvoru ber hann upp á hvítasunnu og fjórða hvert ár fara fram sveitarstjórnarkosningar þennan dag. Sjómannadagurinn hefur aldrei verið baráttudagur í þeim skilningi, að hann hafi verið kaupkröfudagur. Hann hefur fyrst og fremst verið hátíðisdagur, þar sem þjóðin hefur hyllt sjómenuina og þeir vakið athygli á ýmsum kröfum sínum varðandi það, sem þeir hafa talið, að betur mætti fara varð- andi öryggismál og ýms löggjafaratriði, sem snerta störf þeirra og hagsmuni. Austurland óskar íslenzkum sjómönnum til hamingju með daginn og vonar, að framundan bíði þeirra fengsælt sumar. k.WWWWVWWVWWWWWWWWWWWVWVWWWVWWVWVWWWWVWV>AAAAAAAAAW

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.