Austurland


Austurland - 04.06.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 04.06.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 4. júní 1965. 21. töluþlað. Ákveðin síofnun Alþýðu- bandalags í Neskaupstað Innan skamms, eða að öllu ó- ' breyttu föstudaginn 11. júní, verður haldinn stofnfvndur Al- þýðubandalags fyrir Neskaupstað. VeTöur fundartími og dagskr.i nánar auglýst í næsta blaði. Til fundar þessa er boðað af nefnd, sem unnið hefur að undirbúningi málsins undanfarnar vikur, en hún er skipuð fulltrúum frá Sósí- alistafélagi Neskaupstaðar og nokkrum stuðningsmönnum Al- þýðubandalagsins utan þess. Með stofnun samtaka þessara verður stigið þýðingarmikið skref til traustara og lýðræðislegra sam- starfs allra þeirfa aðila, sem stutt hafa og styðja bæjarstjórn- armeirihluta Alþýðubandalagsins og landsmálastefnu þess. Eru all- ir stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins 18 ára og eldri hvattir til Sjómannadagurinn Hátíðarhöldin á sjómannadag- inn voru með svipuðu sniði og venjulega. Hófust þau með kapp- róðri á laugardagskvöld. Klukk- an 2 var sjómannamessa í kirkj- unni og kl. 4 samkoma við sund- laugina. Mjög mikil þátttaka var i hátíðarhöldunum og veður gott. Um kvöldið var anjög fjölsóttur dansleikur í félagsheimilinu og stóð hann langt fram á nótt. Var þar ölvun mikil og sukksamt. Ekki munu hafa orðið teljandi slagsmál, en eitthvað var um að oienn skærust á glerbrotum og þurfti að gera að þessháttar sár- ttm einhverra á sjúkrahúsinu. Dagheimilið Dagheimili Neskaupstaðar tók til starfa að nýju 1. júní. Aðsókn er mjög mikil, um 70 börn inn- rituð. Forstöðukona er frú Súsanna Kristjánsdóttir, Kópavogi. Að undanförnu hefur verið unnið að mótauppslætti við nýja barnaheimilið, sem gert er ráð fyrir að taki til starfa að tveim árum liðnum. að mæta á stofnfundinum og einnig að láta skrá sig sem með- limi í Alþýðubandalaginu fyrir fundinn, — sjá nánar auglýsingu á öðrum stað í blaðinu um það atriði. ALþýðubandalagið var stofnað vorið 1956 sem kosningasamtök sósíalista og- annarra vinstri manna. Átti miðstjórn Alþýðu- sambands Islands frumkvæði að stofnun þess, og þá um sumarið vann Alþýðubandalagið eftir- minnilegan kosningasigur, sem réði úrslitum um myndun vinstri stjórnarinnar. Frá upphafi stóðu að bandalaginu tvær félagsheildir, þ. e. Sósíalistaflokkurinn og Mál- fundafélag jafnaðarmanna, sem komu sér saman um yfirstjórn þess og kosningastefnuskrá. Hef- ur það samstarf haldizt með svipuðum hætti síðan, og fyrir al- þingiskosningar 1963 gerðist Þjóðvarnarflokkurinn óbeinn að- ili að bandalaginu. Þrátt fyrir ýmsar veilur í skipulagi Alþýðu- bandalagsins, sem vikið verður að hér á eftir, hefur það fengið miklu áorkað til góðs fyrir ís- lenzka launþega og á stjórnmála- sviðinu almennt og þannig sann- að tilverurétt sinn sem varanleg- ur kosningaflokkur. Meðal stuðn- ingsmanna þess hefur ríkt og ríkir enn fullur einhugur um öll stórmál á vr.ttvangi stjórnmála- baráttunnar, bæði innanlands og í samskiptum okkar við aðrar þjóðir. Hitt þarf engan að undra, þótt í slíkum samtökum kunni að vera skiptar skoðanir um smærri atriði og fjarlægari markmið, en um það skal hér ekkert fullyrt. Öll störf í nútíma þjóðfélagi krefjast góðrar skipulagningar og samhentra vinnubragða, eigi þau að skila viðunandi árangri, og á það ekki síður við á vettvangi stjórnmálabaráttunnar. Borgara- flokkarnir íslenzku hafa á síðari árum bætt verulega skipulag sitt og kosningavélar úti um allt land, en hið sama verður því miður ekki sagt um stjórnmálasamtök sósíalista og samherja þeirra. Al- þýðubandalagið stendur enn að mestu í sömu sporum hvað skipu- lag snertir og þá það var stofn- að fyrir 9 árum, og það skipulag var frá upphafi mjög laust í reipunum. Bandalagið á sér enn engar mótaðar starfsreglur, eng- ir landsfundir hafa verið haldnir með kjörnum fulltrúum og ekkert samræmt átak verið gert á Jands- mælikvarða til stofnunar samtaka eða félaga Alþýðubandalags- manna. Kjördæmisráð eru að nafninu til starfandi í flestum kjördæmum, en þó ekki í sjálfum höfuðstaðnum. — Samstarfið inn- an bandalagsins hefur því víða orðið að byggjast á samkomulagi og samningum nokkurra forustu- manna þess í þingflokki og bæj- arstjórnum, en óbreyttir fýlgis- menn of lítil áhrif getað haft á stefnu þess og störf, ne;ma þá helzt í kringum kosningar. Að þessu leyti hefur starf þess feng- ið of mikinn svip af þeim ólýðræð- islegu vinnubrögðum, sem tíðkast innan borgaraflokkanna. Slíkar starfsaðferðir geta skilað árangri hjá flokkum, sem hafa yfir miklu fjármagni og vel smurðum áróð- ursvélum^ að ráða, en þau sæma engan veginn stjórnmálasamtök- um, sem þurfa að skipuleggja baráttu launþega fyrir bættum hag frá degi til dags og jafn- framt að standa vörð um stjórn- arfarslegt og efnahagslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Er heldur ekki að efa, að þetta skipulagsleysi, samfara nokkurri óvissu um framtíð bandalagsins hefur dreg- ið talsvert úr- pólitískri getu þess og slagkrafti á stjórnmálasviðinu. Sósíalistaflokkurinn hefur frá byrjun verið stærsti félagslega skipulagði aðilinn innan Alþýðu- bandalagsins og haldið uppi all öflugu starfi í Reykjavík og á nokkruim stöðum úti um land. En þótt gert sé ráð fyrir, að hann starfi eftir sem áður, getur slíkt ekki komið í staðinn fyrir upp- byggingu Alþýðubandalagsins sem virkra, pólitískra samtaka á breiðari grundvelli. Um það virð- ast líka flestir Alþýoubandalags- menn, bæði innan Sósíalista- flokksins og utan hans, vera sam- imála, þótt nokkurs ágreinings hafi gætt um, hvernig að þeirri upp- byggingu skuli unnið. Hér verður ekki rætt um þá hlið málsins í Framhald á 2. síðu. Skólaslit gagnfrœða- skólans Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað var slitið laugardaginn 29. maí sl. Alls stunduðu nám í skólanum sl. vetur 95 nemendur í 5 bekkj- ardeildum og auk þess 20 nem- endur í Iðnskóladeild. 1 2. bekk voru 27 nemendur, og luku þeir allir unglingaprófi. Hæstu einkunn á unglingaprófi hlaut Margrét Ólafsdóttir, 9.15. Nemendur í almennri miðskóla- deild voru 22, og stóðust þeir allir miðskólapróf. Hæstu einkunn hlaut Benedikt Sigurjónsson, 8.46. Hæstu einkunn yfir skólann hlaut Margrét Jónsdóttir, 1. bekk, 9.22. 1 landsprófsdeild voru 13 nem- endur í vetur og hlutu 11 fram- haldseinkunn. Hæstu einkunn í landsprófsdeild hlaut Árni Svein- björnsson, 7.80. Veitt voru verðlaun fyrir bezt- an námsárangur og framfarir í námi svo sem venja er til. Skólanum hafa á árinu borizt góðar gjafir, og hefur áður verið skýrt frá þeim í blaðinu. Systkin- in frú Anna Ingvarsdóttir og Sig- urjón Ingvarsson gáfu stóra lóð sunnan skólahússins (á Júdasar- bala), og Síldarvinnslan hf. gaf segulbandstæki. Skólastjóri skýrði frá því í skólaslitaræðu, að ákveðið væri, að 4. bekkur yrði starfræktur við gagnfræðaskólann næsta vetur og hefðu þegar 15 nemendur sótt um skólavist í 4. bekk. Þá verður byrjað á framkvæmd- um við byggingu íþróttahúss við skólann í sumar, og verður það jafnframt íþróttahús barnaskól- ans. Ennfremur er unnið að und- irbúningi að byggingu heimavist- ar við gagnfræðaskólann. Skap- ast þá meiri möguleikar fyrir unglinga úr öðrum byggðarlögum að sækja skólann. Skólahúsið er þegar orðið of lit- ið og er fyrirsjáanlegt, að næsta Framhald á 2. síðu. Haft er í flimtingum að á sjómannadag blóti menn Bakkus meir en aðra guði; að þó hafi messa verið hér eitt af skemmtáatriðum dagsins; að börn og unglingar virðist hafa mátt sækja dansleik það kvöld; að „barnaverndarinn" hafi sennilega haft öðrum hnöpp- um að hneppa en láta sig það nokkru skipta; að ekki komi það lögreglunni . Viðl

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.