Austurland


Austurland - 11.06.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 11.06.1965, Blaðsíða 1
Vinnuvikan 44 stundir, 8 pró- sent kauphœkk- un Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 11. júní 1965. 22. tölublað. Nýir kjarasamningar á Norðurlandi Tvö Austfjarðafélög aðilar að samningunum Að undanförnu hafa staðið yf- ir í Reykjavík samningaviðræð- ur um kaup og kjör verkafólks. Verklýðsfélögin hafa ekki komið fram sem heild í viðræðunum. Annars vegar fóru fram viðræð- ur milli verklýðsfélaganna á Norður- og Austurlandi og at- vinnurekenda, en hins vegar milli verkamannafélaganna í Reykja- vík og Hafnarfirði og atvinnu- rekenda. Önnur félög höfðust lítt að og virtust bíða átekta. Það, að verklýðsfélögin ekki komu fram sem ein heild, er veik- leikamerki, sem lamaði verulega samheldni þeirra. Rétt hefði ver- ið, að Verkamannasambandið befði mótað kröfurnar og fylgt þeim fram, en ekki fjórðungs- samböndin eða aðrar skipulags- einingar. Afleiðingin af því, að svo var ekki varð sú, að sam- starfið milli verklýðsfélaganna var ekki eins náið og nauðsynlegt var. Á annan í hvítasunnu náðist svo samkomulag milli atvinnu- rekenda og verklýðsfélaganna á Norðurlandi. Fyrst var þannig frá málinu skýrt, að aðilar að samningnnm væru 19 verklýðsfé- lög á Norður- og Austurlandi, en það kom fljótt í ljós, að sú fregn var röng. Aðeins fulltrúar tveggja verklýðsfélaga á Austur- landi voru aðilar að samningnum, þ. e. á Eskifirði og Reyðarfirði. Meginatriði samningsins eru þessi: 1. Vinnuvikan styttist um 3 klukkustundir, úr 48 í 45 stundir. Miðað við, að raun- verulegur vinnutími styttist ekki, er þetta talið jafngilda 6.7 % hækkun dagvinnu- kaups. 2. Kauphækkun á alla kaup- taxta nemur 4%. 3. Kaupgjaldsflokkun breytist mikið og hefur í för með sér talsverð hækkun á kaupi í flestum greinum. 4. Verulega breyting verður á útreikningi vaktavinnu í síldarverksmiðjum og er sú breyting talin jafngilda 6% hækkun á kaupi. Nokkrar aðrar breytingar urðu launþegum í hag. Þá fékk saimninganefndin í hendur yfirlýsingu frá ríkis- stjórninni um úrbætur í atvinnu- málum Norðurlands og Stranda- sýslu. Er þar um að ræða tafar- lausar ráðstafanir til að útvega fiskvinnslustöðvum norðanlands hráefni, og loforð um atvinnu- uppbyggingu. Hefur blaðið heyrt, að á næstu tveim árum eigi að verja 80 millj. í þessu skyni. Verða engin ósköp gerð fyrir þá upphæð, einkum ef miklum hluta hennar verður varið til kostnað- arsamra síldarflutninga. Er með- al annars ráðgert, að láta Þor- stein þorskabít flytja ísvarða síld til söltunar fyrir norðan. Verður það dýrt ævintýri, ekki sízt fyrir þá sök, að ætla má að 70—80% aflans gangi úr vegna smæðar. Loforðin um úrbætur í atvinnu- legum efnum eru auðvitað mjög þýðingarmikil fyrir Norðlendinga og nokkuð á sig leggjandi fyrir þær. En þar sem; hér var ein- göngu um að ræða atvinnulegar úrbætur fyrir Norðlendinga, og það ef til viil að einhverju leyti á kostnað Austfirðinga, hlutu leiðir að skilja með Austfirðing- um og Norðlendingum í kaup- gjaldsmálunum. I fyrradag var haldinn á Eg- ilsstöðum fundur með fulltrúum þeirra verklýðsfélaga á Austur- landi, sem ekki eru aðilar að samkomulaginu. Frá þeim fundi er sagt á öðrum stað í blaðinu. Hvaða álit sem menn hafa á samningagerð Norðlendinga, hljóta menn að gera sér ljóst, að spor hefur verið stigið aftur á bak í því, að samræma kaup- gjaldið. Nú bendir t. d. allt til þess, að önnur kjör verði í gildi á Eskifirði en í Neskaupstað. Stolníundur ; Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldinn í, kvöld, föstudaginn 11. júní, í Egilsbúð og hefst klukkan 20.30. DAGSKRÁ: 1. Fundurinn settur. 2. Undirbúningsnefnd skilar áliti. 3. Starfsreglur samtakanna. 4. Stjórnarkjör. 5. Ákvörðun árgjalds. 6. Umræður um bæjarmál. Málshefjandi Bjarni Þórðarson. 7. Önnur mál. Fjölmennið á fundinn. Undirbúningsnefnd. Vorkvöld Hnígur sól í saltan mar, sofnar fugl í móa, unaðsró er alls staðar, úti um velli og móa. G. M. Á fundi fulltrúa nokkurra austfirzkra verklýðsfélaga, sem ekki gerðust aðilar að hvítasunnu- samkomulaginu, og sem haldinn var á Egilsstöðum í fyrrakvöld, var rætt um þau viðhorf, sem skapazt hafa við samningana. Varð það sameiginleg niðurstaða fundarmanna, að leggja til við félög sín, að þau auglýstu sam- eiginlegan kauptaxta. Aðalatriði hans yrðu þau, að vinnuvikan styttist um 4 stundir úr 48 í 44 stundir og kaupgjald hækki um 8%. Ennfremur hliðstæðar til- færslur milli taxta og samið var um fyrir Norðurland. Tillögur þessar verða lagðar fyrir félögin um helgina. Flugvél bann- að að lenda Einn af Eskifjarðarbátunum fór til Færeyja að aflokinni ver- tíð í slipp og til viðgerðar, sem tók nokkrar vikur. Þegar fór að líða að því að báturinn gæti haldið heim, kom í ljós, að nauðsynlegt var að fá lítinn vélarhlut. Hann var ekki fáanlegur í Færeyjum og greip útgerðarmaðurinn til þess ráðs, að senda flugvél með hann. Þegar flugvélin var komin hálfa leið til Færeyja, fékk hún þau boð, að hún fengi ekki lönd- unarleyfi í Færeyjum. Var þá ekki um annað að ræða fyrir flugmanninn en að snúa við og halda til íslands aftur. Var síðan hluturinn sendur til Færeyja með áætlunarflugvél. Ástæðan, sem gefin vár fyrir lendingarbanninu, var sú, að ver- ið væri að gera við flugvöllinn og væri hann lokaður öðrum flug- vélum en áætlunarflugvélum og Framhald á 2. síðu. Haft er í flimtingum að sæmileg hagaganga sé nú orðin fyrir sauðfó í görðtam bæjarbúa; að ekki veiti af, því að fjár- eigendur hafi fengið margt tvílembt; að ýmsir séu þó að amast við búpeningi á lóðum sínum og finnist lambsjarmið rjúfa næturkyrrðina; að heyrzt hafi, að farið verði að skjóta sauðfé á sama hátt og dúfur ketti og... %

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.