Austurland


Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 18.06.1965, Blaðsíða 1
Amlnrlmú Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 18. júní 1965. 23. tölublað. Viðhoríin í kj aramálunum Kaupgjaldsmálin hér eystra eru nú komin á það stig, að næstu daga verður úr því skorið hvern- ig þau leysast. Og það er orðið tímahært að ræða gang mála ýt- arlegar, en hér hefur verið gert til þessa. Samvinna Austfirðinga og Norðlendinga í fyrra höfðu fjórðungssam- bönd Alþýðusambandsins á Norð- ur- og Austurlandi samstarf um kjaramálin. Það samstarf varð giftudrjúgt og stuðlaði mjög að þeirri lausn, sem þá var samið um til eins árs. Með þessa reynslu að baki var eðlilegt, að taka þessa samvinnu upp að nýju á þessu ári. En það hefur nú komið í ljós, að ekki var grundvöllur fyrir samstarfi. Við- horf Austfirðinga voru allt önn- ur til samninganna en viðhorf Norðlendinga. Fyrir Austfirðing- Hin miklu svellalög í vetur svo og frostnæturnar í vor hafa gert það að verkum, að kalskemmdir í túnum eru geigvænlega miklar víða um Austurland á þessu ári. „í Norðfjarðarhreppi er ástand- ið í þessum efnum óskaplegt", sagði Steinþór bóndi Þórðarson í Skuggahlíð í stuttu viðtali við blaðið. Kal virðist jafnt á hæðum og dældum í túnunum, þó minna, þar sem einhver bratti er. Túnin hafa farið verst í apríl, er svellin voru að þiðna, þá var sólskin á daginn, en frost á hverri nóttu, hitamun- ur dags og nætur því mikill. Kal- ið er mikið í öllum túnum í Norð- fjarðarhreppi, sums staða eru stór svæði alveg svört og gjör- ónýt, annars staðar snarrótar- búskar á stangli. Meira en helm- lngur túna mun ónýtur og senni- iega allt að 34 hlutum, áleit Scein- þór. Bændur í Norðfirði eru nú sem óðast að plægja skemmdu svæðin 1 túnum sínum og herfa og sá síð- nn í þau höfrum og grasfræi. Er unnið að þessu af kappi. Með þessu eina móti er einhver von um vakti, að semja um launabæt- ur og lagfæringu á vinnutíma. En fyrir Norðlendingum hefur það sýnilega verið aðalatriðið að semja um úrbætur á sviði at- vinnumála. Slíkar úrbætur eru auðvitað mikils virði og geta jafn- gilt verulegum kjarabótum. Ég er viss um, að viðhorf austfirzks verkalýðs til samninganna hefði verið allt annað, ef hann hefði fengið eitthvað svipað, t. d. ráð- stafanir, sem útilokuðu vetrarat- vinnuleysið. Afstaða Norðlendinga er mjög vel skiljanleg, en fram- koma þeirra við samstarfsaðilann er ekki til fyrirmyndar. Fórna átti hagsmunum Austfirðinga Ég hef ekki náin kynni af iþví, sem gerðist í Reykjavík við samningaborðið og dæmi það því að mestu sem áhorfandi, sem til, að eitthvert hey fáist af tún- unum, þó að áliðið sé orðið til að sá. Augljóst er, að bændur hafa orðið fyrir gífurlegu tjóni. Steinþór kvað allt útlit á því, að skerða yrði bústofninn í haust vegna lítils heyfengs, nema ef unnt yrði að fá hey keypt að hausti. Mun þetta hafa í för með sér mjólkurskort í bænum auk þess tjóns, sem samdráttur bú- anna skapar bændum. Steinþór kvað sauðburð hafa gengið vel, en knappt hefði verið um hey, enda nautgripir allir enn á gjöf. Norðfjarðarbændur fengu keypt hey í vor sunnan úr Borg- arfirði og „kom það sér vel“, sagði Steinþór. Kal mun vera allmikið í túnum víðar á Austurlandi svo sem á Héraði. Stefán B. Bjömsson, bóndi á Berunesi sagði blaðinu, að á suð- urbyggð Reyðarfjarðar væri mik- ið kal í túnum og meira, er inn- ar dregur. Ekki munu þó kal- skemmdir í túnum við fjörðinn ut- anverðan að neinu ráði. B.S. ekki þekkir þá refilstigu, sem þar voru farnir. En mér kemur þetta svo fyrir sjónir, að Austfirðingar hafi átt að fórna hagsmunum sínum fyrir samkomulag Norðlendinga og rík- isstjórnarinnar. Það samkomulag hlaut að verka illa á Austfirðinga, enda munu fulltrúar þeirra í samninganefndinni hafa mótmælt því eindregið. Samkvæmt þessu samkomulagi átti að gera veru- legt átak til lausnar atvinnuleg- um vandamálum Norðlendinga, en á sams konar vandamál Aust- firðinga er hvergi minnst. Hér við bætist svo það, að Austfirðingar eru allir andvígir ýmsum meginatriðum samkomu- lagsins og telja þeim stefnt gsgn sér. Efst á blaði í samkomulaginu er ákvæði um umfangsmiklar ráð- stafanir til síldarflutninga norður, J en sú stefna á litlu fylgi að fagna á Austurlandi. — Þá er í sam- komulaginu annað atriði, sem hlýtur að verða þyrnir í augum Austfirðinga. Þar er frá því gengið, að Norðlendingar skuli sitja fyrir við staðsetningu fisk- iðnfyrirtækja á sviði niðursuðu og niðurlagningar. Ýmsir Austfirðingar höfðu gert sér í hugarlund, að unnt væri að leysa úr atvinnuörðugleikum að vetrinum með niðurlagningu og niðursuðu síldar. Þetta atriði samkomulagsins, sem á að tryggja Norðlendingum einokun á þessum iðnaði, hlaut því að verka sem hnefahögg í andlit Austfirð- inga. Það hlýtur því að vekja nokkra furðu, að til skuli þau austfirzk verklýðsféölg, sem geta hugsað sér aðild að þessum samningi, sem í aðra röndina er um það, að vandamál Norðlend- inga á sviði atvinnumála, skuli leyst á kostnað austfirzks verka- lýðs. Aðstaða austfirzks verkalýðs sterk Aðstaða austfirzku verklýðsfé- laganna til að ná hagstæðum samningum eftir að Norðlending- ar höfðu samið, var mjög sterk, aðeins ef þau hefðu borið gæfu til að standa saman. En því mið- ur fór svo, að þau gerðu það ekki. Þegar á sömu nóttu sem samkomulagið var gert, var það undirritað af hálfu verklýðsfélag- anna á Eskifirði og Reyðarfirði. Framh. á 2. síðu. Alþýðubandalag stotnað í Neskaupst. Sl. föstudag var haldinn, stofn- fundur Alþýðubandalags í Nes- kaupstað. Vegna þess hve margir Alþýðubandalagsmenn eru bundn- ir við störf um þessar mundir, var ákveðið að halda framhalds- stofnfund með haustdögunum. Á fundinum voru samþykktar starfsreglur fyrir samtökin og stjórn kosin. Hana skipa: Hjörleifur Guttormsson, form. Jóhann K. Sigurðss., varaform. Kristinn Jóhannsson, ritari Birgir Stefánsson, gjaldkeri Ragnar Sigurðsson, meðstj. Varamenn: Guðjón Marteinsson Sigfinnur Karlsson Halla Guðlaugsdóttir. Enda þótt Alþýðubandalagið hafi farið með stjórn þessa bæjar í nærfellt tvö kjörtímabil, hefur skipulagi þess verið mjög áfátt og það verið afar losaralegt og mik- ið skort á, að fyllilega lýðræðis- legTim vinnubrögðum yrði við komið. Or þessu er hinum nýju samtökum ætlað að bæta. Má ætla, að þau verði fyrst og fremst bæjarmálafélag, jafnframt því, sem þau að sjálfsögðu taka þátt í samstarfi Alþýðubandalags- manna í kjördæminu t. d. um framboð til Alþingis Einnig munu þau taka þátt í landssamtökum Alþýðubandalagsins, verði til þeirra stofnað. Austfjarðabátar á síld Frá Austfjarðahöfnum eru byrjaðir, eða eru um það bil að byrja síldveiðar eftirtaldir bátar, að því er blaðið bezt veit: Seyðisfjörðar: Gullver NS 12, Gullberg NS 11, Skálaberg NS 2. Neskaupstaður: Barði NK 121, Bjartur NK 121, Björg NK 103, Björg n NK 3, Glófaxi NK 54, Gullfaxi NK 6, Hafrún NK 80, Sæ- faxi II NK 123, Þráinn NK 70. Esldfjörður: Einir SU 250, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Jón Framh. á 3. síðu. Haft er í flimtingum að fyrir nokkru hafi útvarpið haft þær fréttir að færa, að austfirzkt verkafólk ætlaði að hækka kaup sitt um 8% sem væri 4% meiri hækkun en Norðlendingar sömdu um; að Norðlendingar hafi samið úm 4% kauphækkun; að barnaskólabörnum sé kennt, að 8 séu 100% meira en 4; að sjaldan þurfi að fara í graf- götur um með hvorum að- ilanum samúð útvarpsins sé x kaupdeilum. . Geysilegar kalskemmdir í túnum

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.