Austurland


Austurland - 25.06.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 25.06.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austarlandi 15. argangur. Neskaupstað, 25. júní 1965. 24. tölublað. Enn um kaupgjaldsmálin Það imá með sanni segja, að í vor hafi kaupgjaldsmálin verið mál málanna. Atvinnurekenda- valdið hefur verið óvenju harð- snúið og ekki viljað unna verka- fólkinu sanngjarnra kjarabóta, sem það á skýlausan, siðferðileg- an rétt til. Vöxtur þjóðarteknanna hefur verið mjög ör að undan- förnu, en hlutur þeirra, sem skapa þessar auknu tekjur, hefur farið síminnkandi. En hlutur þeirra, sem „eiga" framleiðslu- tækin, en þó fyrst og fremst alls- konar milliliði og anangara, hefur vaxið að sama skapi. Það er auðfundið á öllu, að at- vinnurekendavaldið þykist báðum fótum í jö.tu standa. Kemur þar hvoru tveggja til, að það þykist geta beitt ríkisvaldinu að vild í sína þágu, og að það þykist sjá, að verklýðshreyfingin sé óvenju- lega veik fyrir, enda hefur tekizt að valda nokkrum tvístringi í röðum hennar. Efalaust hefur atvinnurekenda- valdið rétt fyrir sér í þessu hvoru tveggja. Það er veikleikamerki á verklýðshreyfingunni hve mjög hún reynir að komast hjá því að beita verkfallsvopninu, því vopni, sem bezt hefur dugað til þessa, en reynir þess í stað að þreyta andstæðinginn. Ástandið á Austurlandi Hér skal ekki endurtekið það, sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu um hvítasunnusamning- inn. En svo er nú komið, að meiri- hluti austfirzku verklýðsfélag- anna hefur gefizt upp og fallizt á Þann samning — öll, nema félög- in í Neskaupstað, á Vopnafirði, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Þrjú fyrst nefndu félögin aug- lýstu taxta, sem tók gildi á mánudag. Felur hann í sér helm- ingi meiri kauphækkun en hvíta- Sunnusamningurinn og klukku- tínia styttri vinnuviku. Ekki veit blaðið hvort taxtinn verður virtur á Breiðdalsvík og Vopnafirði, en það mun koma í ljós við næstu útborgun, þ. e. í dag. f Kauptaxtinn gildir í Neskaupstað A mánudag hófst vinna í Nes- kaupstað eftir kauptaxtanum og er ekki annað vitað, en að allir vinnuveitendur virði hann. Hefur Taxtinn viðurkenndur á öllum vinnustöðum í Neskaupstað hann þar með hlotið sama gildi og samningur væri. Er það tiL mikils sóma fyrir norðfirzkan verkalýð og norð- firzka atvinnurekendur, að hafa orðið fyrstir til að innleiða 44 stunda vinnuviku. En svo er nú komið, að verka- fólk norðan Oddsskarðs býr við mun hærra kaup og styttri vinnuviku en sunnan skarðsins. Samþykkt Síldarvinnslunnar ¦ Stjórn Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað kom saman á mánu- dagsmorgun út af þessum málum og gerði um þau ályktun, sem rétt þykir að birta hér í heild. „í tilefni af kauptaxta þeim, sem Verklýðsfélag Norðfirðinga hefur auglýst og sent atvinnurek- endum, ályktar stjórn Síldar- vinnslunnar hf. eftirfarandi: 1. Stjórnin samþykkir að greiða kauptaxtann unz nýir samningar hafa verið gerðir, enda telur stjórnin kjarabætur þær, sem í taxtanum felast, hóflegar, þegar höfð er í huga hækkun fram- færslukostnaðar og aukning þjóð- arteknanna. 2. Stjórninni er það Ijóst, að höfnun á taxtanum gæti leitt til vinnustöðvunar hjá félaginu, sem hafa mundi í för með sér óbætan- legt tjón fyrir fyrirtækið, eins og á stendur. Vinnustöðvun mundi leiða til stöðvunar á móttöku og vinnslu síldar og valda síldarút- vegsmönnum og síldveiðisjómönn- um alvarlegu tjóni. Þá mundi hver dagur, sem verkfall kynni að standa, rýra gjaldeyrisskðpun þjóðarbúsins svo um munar. 3. Stjórnin bendir á, að Síldar- vinnslan hf. er ekki í neintim vinnuveitendasamtökum. Félagið var því ekki aðili að samningavið- ræðum þeim, sem fram fóru í Reykjavík í vor, en engar samn- ingaviðræður hafa farið fram hér heima. Það er því óreynt hvort grundvöllur er fyrir samninga milli félagsins og Verklýðsfélags Norðfirðinga. 4. Stjórnin telur óviðunandi fyrir félagið að búa við kaup- taxta, sem hægt er að breyta hve- nær sem er, með litlum eða eng- um fyrirvara. Það ástand skapar öryggisleysi um vinnufrið og gæti leitt til fyrirvaralítillar vinnu- stöðvunar hjá félaginu. 5. Stjórnin óskar imjög eindreg- ið eftir því við Verklýðsfélag Norðfirðinga, að teknar séu upp samningaviðræður við félagið, þar sem reynt verði að ná samkomu- lagi um nýjan samning í stað þess, sem úr gildi féll 5. júní sl. og sé þar meðal annars samið um gildistíma samningsins og uppagnarákvæði. 6. Loks ályktar stjórnin að leita til annarra helztu atvinnu- rekenda á staðnum með tilmælum um, að þeir, ásamt fulltrúum Síld- arvinnslunnar hf., standi að við- ræðum við verklýðsfélagið um samningsgerð. Felur stjórnin for- manni sínum og framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar hf., að taka þátt í þessum samningavið- ræðum af sinni hálfu og veitir þeim fullt og ótakmarkað umboð til samningsgerðar". Skömmu síðar hélt stjórn Dráttarbrautarinnar hf. fund um málið og samþykkti að virða taxt- ann og fól framkvæmdastjóra sínum að taka þátt í samnings- viðræðum með fullu umboði til samninga. Að hverju var stefnt? Með því að óska eftir samning- um, vakti það ekki fyrir stjórn iSíldarvinnslunnar hf. að fara að togast á við verkamenn um aura og mínútur, heldur hitt, að fá gildistíma og uppsagnarákvæði bundin fastmælum og tryggja þannig vinnufrið. Satt bezt að segja vænti stjórnin þess, að verklýðsfélagið samþykkti nokkru lengri gildistíma, en er í samning- um gerðum í vor. Er ekki ástæða til annars en að ætla, að verk- lýðsfélagið hefði getað fallizt á þetta sjónarmið. Það hefur alltaf verið talið mikils virði fyrir atvinnurekstur- inn, að búa við samninga til langs tíma og þar með vinnufrið. Hefur nokkuð verið talið á sig leggjandi til að ná slíkum samn- ingum. Framh. á 3. síðu. Bæjarskrifstofurnar í nýjnm húsakynnum Bærinn hefur nú flutt skrif- stofur sínar úr gaimla gagnfræða- skólanum í félagsheimilið. Hefur verið unnið að því í vetur og vor, að innrétta húsnæðið til þessara nota. Bærinn fær þarna til afnota rúmgott húsnæði, þrjú fremur lít- il skrifstofuherbergi og eitt stórt herbergi, sem er hvort tveggja í senn, skrifstofa bæjarstjóra og fundarherbergi fyrir nefndir bæj- arstjórnar. Bæjarstjórn mun líka halda þarna fundi sína fyrst um sinn, eða þar til búið er að inn- rétta fundarsal í húsinu, en það mun verða gert næsta vetur. Hið nýja skrifstofuhúsnæði er mjög vistlegt og vinnuskilyrði ágæt. Refaveiðar í Mjóafirði I vor hafa 16 refir veiðzt í Mjóafirði, 6 fullorðnir og 10 yrðl- ingar. I Nípunni fannst eitt greni með 6 yrðlingum. Tókst að vinna bæði fullorðnu dýrin, en á meðan veiðimennirnir biðu að ná yrðl- ingunum, komu tvz'-v fullorðnir refir í skotfæri og tókst að skjóta þá báða. Þarna veiddust sem sé 10 dýr. Annað greni fannst í svonefndri Afrétt, norðan við Dalatanga. Bæði fullorðnu dýrin og allir yrðlingarnir, 4 talsins, náðust. En þrátt fyrir þetta afhroð, sem lið refanna í Mjóafirði hefur goldið, eru þeir þó ekki útdauðir, því eftir þetta hefur refur sézt heima á túni á Grund. Refaskyttur Mjófirðinga eru Ólafur Hansson og Hjálmar Gísla- son. KULDATlÐ Enn er mjög kalt í veðri á Austurlandi og grcðurlítið, þó komið sé fram yfir sólstöður, enda hefur Xshafið færst 180 míl- ur til suðurs, að sögn haffræð- inga. , Haft er í flimtingum að íhaldið hafi ennþá einu sinní sýnt, hversu mjög það ber liag vérkafóllís fyrir brjósti; að það hóti austfirzku verka- fólki öllu iUu, ef það dirfist að vilja hærra kaup en Norðlendingar sætta sig við; að vart þurfi verkafólk að hræðast kokhreysti íhalds- ins; að Framsókn hafi nú rétt enn einu sinni snúizt á sveif með íhaldinu — á móti launafólki.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.