Austurland


Austurland - 25.06.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 25.06.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 25. júní 1965. Hvað er í Frá Reyðarfirði Reyðarfirði, 16. júní. —-H.S. Hér eins og annars staðar á Austfjörðum fer nú allt að snú- ast um síldina og sér þess þegar merki. Hingað hafa borizt um 27000 mál síldar, en bræðsla er fyrir stuttu hafin. Brædd hafa verið um 16000 mál. Hér er þró- arrými fyrir um 12000 mál, en af- kastageta verksmiðjunnar er 2500 til 3000 mál á sólarhring. Síldarsaltendur eru með nokkur umsvif og undirbúning fyrir síld- ina, t. d. er Aldan hf. að reisa hús þar sem aðkomufólk fær inni. Her verða í sumar starfræktar 4 söltunarstöðvar: Söltun Gunn- ars og Snæfugls hf., Katrín hf., Aldan hf. og Berg hf., sem er ný söltunarstöð, en Berg hf. keypti raunar í vetur alla aðstöðu og hafurtask Austursíldar hf. sem hér hefur saltað 3 síðastliðin sumur. ji Aðaleigendur Bergs eru Reynir Gunnarsson og Vigfús Friðjóns- son frá Siglufirði. Héðan verða tveir bátar gerðir út á síld í sumar. Það eru Gunn- ar og Snæfugl. Gunnar er far- inn á veiðar fyrir nokkru, en Snæfugl var í Noregi og fór á síld um síðastliðna helgi. Unnið er af fullum krafti í bræðsluhótelinu svokallaða, en S. R. er að byggja hér mikið hús á tveim hæðum fyrir aðkomu- menn, er hjá bræðslunni vinna, en sagt er, að auk þess verði þetta opið gistihús. Brúnás hf. sér um bygginguna. Þá er komið á staðinn efni í hina nýju vöruskemmu við höfn- ina, sem hreppurinn og kaupfé- lagið ætla að byggja saman í bróðerni. Ekki bólar á fram- kyæmdum og er ýmsu um kennt. Síldarútvegsnefnd hyggst reisa hér skemmu mikla inn á svoköll- uðu Nesi inn við Njörvadalsá og mun þar eiga að vera „tunnulag- erí‘. Mjög þrá nú Reyðfirðingar framkvæmdir í vatnsveitumálum sínum, því þeir gerast nú leiðir á skólpinu, sem þeir hafa. Heildaráætlun liggur nú loks fyrir, en eftir henni hefur verið beðið í hálft annað ár. Heitir sá Ríkharður Steinbergsson, sem svo er fljótvirkur. Áætlunin er upp á 4’ milljóriir. Fer nú vonandi að komast skriður á þetta mál, svo bætt verði úr brýnni þörf. Þá hafa a. m. k. 6 menn fengið býggingaleyfi fyrir nýjum íbúð- arhúsum og eru framkvæmdir hafnar hjá sumum. Auk þess er unnið áfraim í mörgum húsum hér, en vinnuaflsskortur háir mjög. Verið er nú að steypa plan á nýju hafnarbryggjuna og miðar því verki seint vegna skorts á yinpuafli. fréttum? Sauðburði er nú víðast lokið eða að ljúka hér í sveit og hefur hann gengið vel, en annasamt hefur verið hjá bændum, þar sem gróðurlaust var fram yfir miðjan sauðburð. Hins vegar er gróður nú orðinn góður, en all- mikið ber á kali í túnum. Með mesta móti var tvílembt og um teljandi vanhöld hef ég ekki frétt. Allri túnvinnslu seinkaði mjög vegna kuldanna og mun sláttur hefjast seint af þeim sökum. Úr félagslífi :man ég aðeins eft- ir aðalfundi Verkalýðsfélagsins síðast í apríl. Hagur félagsins er með ágætum og félagar rúmlega 150. I stjórn eru nú: Arthúr Guðnason formaður, Gísli Bene- diktsson varaform., Einar Sig- urðsson ritari, Sigtryggur Þor- steinsson gjaldkeri og Ásta Jóns- dóttir meðstjórnandi. Á fundi í félaginu sl. sunnudag var samþykkt að fresta ákvörðun um samningana og sjá til hvern veg mál myndu skipast í ná- grenninu. Barna- og unglingaskóla Reyð- arfjarðar var slitið um miðjan maí. Alls voru í skólanum í vetur 102 nemendur, þar af 29 í tveim unglingabekkjum. Fastir kennarar eru 3 auk skólastjóra og einn stundakennari. Næsta vetur verð- ur starfræktur hér 3. bekkur gagnfræðastigs, almenn bóknáms- deild, og er það í fyrsta sinn, sem slíkur bekkur verður hér. Þegar hafa borizt 14 umsóknir um skólavist og er það nægilegur fjöldi. Leyfi fræðsluyfirvalda liggur fyrir og er það von manna að vel megi til takast um þessa nýskipan. Unglingaprófi luku að þessu sinni 14 nemendur. Hæstu ein- kunn 9.34 hlaut Bryndís Stein- þórsdóttir. Barnaprófi luku 12 nemendur og hlaut þar hæsta einkunn Bryndís Ingvarsdóttir 9.03. Sitthvað fleira mætti vafalaust til tína s. s., að í fyrri viku var hér haldinn aðalfundur þess vold- uga Kaupfélags Héraðsbúa með „pomp og prakt“. Var fundur þessi með líflegra móti að því er fregnir herma, en bezt mun að ræða ekki nánar hér um viðkvæm innanríkismál fyrirtækisins. Frekari tíðindi læt ég bíða þar til næst. —o— Frá Eskifirði Eskifirði, 22. júní. — G.E.J./B.S. Síldin Fjórir Eskifjarðarbátar eru byrjaðir síldveiðar, þ. e. Jón Kjartansson, Krossanes, Einir og Hólmanes (áður Steingrímur trölli), en Jónas Jónasson er ný- lega kominn heirri frá Færeyjum. Síldarsaltendur keppast við að bæta aðstöðu sína með ýmsu móti s. s. með bryggjubygging- um, stækkuðum uppfyllingum og vinnuplönuim. Bræðslan hefur nú tekið á móti 60 þús. málum og hefur bræðsla gengið vel, en bræðslan hér mun hafa verið ein af fáum, sem voru tilbúnar að hefja vinnslu, þegar síldveiði hófst. Nokkuð hefur verið gert að því í vor að iðka knattspyrnu á kvöldin, sem vissulega er ánægju- leg nýbreytni á þessum annatím- um. Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT ^N/WWWVWVWVAAAAAAA/\^NAAA/\AA/\A/V^A/VA^< Vil kaupa nýlegan fataskáp. Uppl. í síma 261. Fram fóru tveir kappleikir í annarri viku imáuaðarins, við Spyrni á Fljótsdalshéraði og Mý- vetninga, sem voru í skemmtiferð hér fyrir austan um þær mundir. Sigraði Austri Spyrni með 6:0 og Mývetninga með 5:0. Samningarnir Verklýðsfélögin á Eskifirði héldu fund föstudaginn 18. júní og var samþykkt að undirrita hvítasunnusamningana svokölluðu. Tillaga um að fresta ákvörðun um málið á þessum fundi, var felld. Óánægja ríkir þó meðal verkafólks með þessi málalok. Munið fundinn í Stangveiðifé- laginu í Tónabæ á laugardag kl. 5 e. h. — Stjórnin. AAAAAAAAAAAAAAAAAA^WSA/VWVWWWWVA^ WWW^A/WW^/WWWWWWNAAAAAAAAA'I Barnavagn til sölu. Upplýsing- ar í síma 156. MWVA/WWWWVWVWWWW^VWVWVVWA/WWVtA/VWVWWWS/WSAA/tAA/WVAAWVWVA/WV* Þakka hlýjar kveðjur, heimsóknir og gjafir á sextugsafmæli mínu 15. júní sl. Hallbera Hallsdóttir. WVWWVWVWWWWWvWWWWWvWmWvWWvWWWSAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAi Útgerðamenn, skípstjórar! Seljum dýptarmælapappír í allar tegundir dýptar- mæla. Veiðaríæraverzlun SÚN Egilsbraut 8 Neskaupstað Norðfirðingar, Austfirðingar Fljúgum alla virka daga milli Reykjavíkur og Neskaupstaðar. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupstað kl. 12.30. FÆREYJAFERÐ. Farin verður Færeyjaferð um Ólafsvökuna 28.—29. júlí með fjögurra hreyfla „Heron“-flugvél, ef næg þátttaka fæst. FLUGSÝN HF. Sími 263 og 79, Neskaíupstað. WWWWWWVWWWWVWWVWWAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/IAAAAAA/lVWyAAAAAAAAAAAAAAAAM/ AmXnrXmú Stangveiðimenn! Vil kaupa Til sölis

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.