Austurland


Austurland - 02.07.1965, Qupperneq 1

Austurland - 02.07.1965, Qupperneq 1
Amlurlmá Málgagn sosíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 2. júlí 1965. 25. tölublað. Stöðvun síldarflotans Um ekkert mál hefur eins mik- ið verið rætt síðustu dagana um allt land og þá ákvörðun síldveiði- sjómanna að hætta síldveiðum til þess að mótmæla nýlega ákveðnu síldarverði og þráðabirgðalögum rikisstjórnarinnar um sérstakan skatt á alla bræðslusíld. Algjör samstaða sjómanna hef- ur vakið landsathygli og lítill vafi er á því, að samúð almenn- ings í iandinu styður þeirra mál- stað en fordæmir framkomu og afstöðu ríkisstjórnarinnar í mál- inu. I deilu þeirri, sem hér hefur upp komið, er fyrst og fremst deilt um launa- og kjaramál síld- veiðimanna. Með lögunum um verðlagsráð sjávarútvegsins frá 1961 var sú skipan ákveðin að sérstök néfnd skyldi ákveða allt fiskverð og átti á þann hátt að koma í veg fyrir deilur, sem oft höfðu átt sér stað á milli fisk- seljenda og fiskkaupanda. Brátt kom í ljós, að skipulag þetta var notað gegn hagsmunum sjómanna og útgerðarmanna, en til hags- muna fyrir fiskkaupendur og rík- isvaldið. Fiskverð hefur hvað eftir ann- að verið ákveðið lægra en efni stóðu til og rangar forsendur lagðar til grundvallar við útreikn- ing verðsins. Ríkisstjórnin hefur haft bein afskipti af ákvörðun fiskverðsins m. a. með því að ieggja til oddamann í yfirnefnd verðlagsdóms, en hann hefur raunverulega ákveðið verðið í samráði við ríkisstjórnina. Við ákvörðun síldarverðsins að þessu sinni hafa lög og reglur verið þverbrotnar á síldveiði- mönnum auk þess, sem reynt hef- ur verið að beita útreikningum og lagakrókum þeim í óhag. Ofan á allt saman kemur svo ríkis- stjórnin með sín bráðabirgðalög og skerðir með þeim enn til við- bótar kjör síldveiðimanna. Hér skal nú drepið á nokkrar staðreyndir, sem fyrir liggja í deilunni um síldarverðlagninguna að þessu sinni: 1. Samkvæmt lögum átti verð- lagsráð að skila frá sér verðlagn- ingarmálum til yfirnefndar þann 20 maí næðist ekki samkomulag um málið. í*etta lagaákvæði var brotið og málinu ekki vísað til yfirnefndar fyrr en 20. júni. i - 2. Sumarsíldarverðið átti að á- kveðast í síðasta lagi 10. júní en það kom ekki fyrr en 25. júní. Ástæðurnar til þess að þessi laga- og reglugerðarákvæði voru brotin, voru fyrst og fremst þær, að ríkisstjórnin og atvinnurekend- ur vildu ekki að hækkun á síldar- verði yrði kunn á meðan aðal- samningar um kaup og kjör verkafólks stóðu yfir. Ríkisstjórn- in óttaðist að hækkað síldarverð ýtti undir kröfur verkafólks um hækkað kaup. Og þegar þannig stóð á, þótti sjálfsagt að brjóta lögin um verðlagsráð sjávarútvegsins. 3. Ákvörðunin nú um tvö verð- lagstímábil á sumarsíldveiðunum kom auðvitað sérstakiega illa við vegna þess hve verðákvörðunin 'kom seint. Síldveiðisjómenn höfðu almennt búizt við einu verðlags- tímabili á sumarveiðunum eins og áður og var varla við öðru að búast. Tvö verðlagstímabil geta vissu- lega komið til greina og eru í sjálfu sér eðlileg vegna mis- jafnra gæða síldarinnar, en aug- ljóst er að í þessu tilfelli er grip- ið til þessa fyrirkomulags af því að það var síldarkaupendunum í hag en sjómönnunum í óhag. I fyrrasumar reyndist síldin sérstaklega feit og þá hækkaði allt afurðaverð mikið eftir að síldarverðið var ákveðið. Þá þótti ekki ástæða til að grípa inn í á eftir og setja bráðabirgða- lög og leiðrétta málin sjómönn- um í hag. Nei, þá mátti gróðinn renna til síldarkaupendanna. 4. Bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar um 15 króna skatt á hvert síldarmál og myndun verð- jöfnunar- og flutningssjóðs, eru bein árás á hagsmuni síldveiði- manna. Skattur þessi mundi væntanlega nema um 30—40 milljónum króna, ef veiði yrði sæmileg. Einhver lítill hluti skattsins gæti runnið til þeirra síldveiði- skipa sem sigldu með afla sinn til Norðurlandshafna, en flest skipin fengju ekkert af þessum skatti. Bráðabirgðalögin eru ó- sanngjörn í mesta máta og marka auk þess mjög varhugaverða stefnu. Með 15 króna skattgjaldinu er lagt inn á þá braut að skatt- leggja síldveiðisjómen'n til þess að standa undir flutningi á síld á milli landshluta. Síkir flutningar kosta mikið fé og geta orðið fyrr en varir til þess að lækka síldarverðið stór- kostlega. Flutningar á síld til vinnslu á milli landshluta geta komið til greina, en ekki í stórum stíl. Auð- vitað á að vinna síldina sem næst veiðisvæðinu, enda kostar það miklu minna. Að leggja nú á þá braut að skattleggja alla bræðslu- síld í þeim tilgangi að kosta flutn- ing á síld langar leiðir, er var- hugavert í meira lagi. Hið rétta er, að greiða fullt verð fyrir síldina til veiðiskip- anna og láta síðan sjómennina sjálfa um það að ákveða hvað þeir flytja af veiðinni til fjar- lægra staða í þeim tilfellum sem þeir telja sér slíka flutninga hag- stæða. Flutningasjóðsgjald ríkisstjórn- arinnar yrði sérstaklega óhag- stætt fyrir minni bátana sem ein- göngu myndu greiða í sjóðinn, en enga aðstöðu hafa til þess að sigla með afla á milli landshluta. Þá er reynt að réttlæta 15 krónu skattgjaldið með því að nokkur hluti þess eigi að renna til hækkunar á saltsíldarverði. En verð á síld til söltunar hefur enn ekki verið ákveðið og af þeim ástæðum kemur ekki til greina að færa hluta af bræðslusíldarverð- inu yfir á saltsíldina. Saltsíldarverðið þarf að ákveða og það á þann hátt, að söltunar- stöðvarnar borgi fullt verð miðað við markaðsverð og framleiðslu- kostnað. Söltunarstöðvarnar hafa undanfarin ár greitt lægra verð en hæfilegt hefði verið. Verði þær nú látnar greiða fullt og rétt- látt verð, og komi þá í ljós að of lítill verðmunur verði á bræðslu- sild og síld til söltunar, þá kemur til mála að færa á milli, en fyrr ekki. Saltsildarverðið er líka hægt að hækka með öðrum hætti en þeim að tekið sé af bræðslusíld- arverðinu. Óeðlilega hár útflutn- ingsskattur er nú á saltsíld og sölulaun síldarútvegsnefndar eru miklu meiri en þörf er á. Þessi gjöld má lækka og hækka um leið hráefnisverðið. —o— Það sem rnáli skiptir í þessari síldarverðsdeilu er það, hvort . Framh. á 4. síðu. Ríkisstjórnm gafst upp I gærkvöld birti ríkisstjórnin yfirlýsingu um, að hún gæfist skilyrðislaust upp fyrir hinum einarðlegu samtökum sjómanna. Síldarverksmiðjur hefðu fallizt á að greiða sumarverðið frá 10. júní og ákvæðin um 15 króna verð- jöfnunar- og flutningsgjaldið kemur ekki til framkvæmda. Þetta mun mega skilja svo, að hráefnisverð til framleiðenda hækki um 12 krónur, þar sem 3 krónur af hverju máli verði not- aðar til að greiða veiðiskipum styrk, ef þau þurfa að flytja afla sinn langa leið. Er þetta sama fyrirkomulag og gilti í fyrra. Einnig mun :mega líta svo á, að 4 millj. kr. skatturinn til Þorska- bítsúthaldsins sé úr sögunni. Það hefur komið í ljós, að bráðabirgðalögin komu flatt upp á stuðningsmenn ríkisstjórnarinn- ar á Alþingi og í samtökum sjó- manna og útvegsmanna. Það var ekki haft fyrir því, að hafa sam- ráð við þá. Er engu líkara en Sveinn Benediktsson hafi samið bráðabirgðalögin, og að hlutverk Emils hafi verið áð skrifa undir. Þar sem blaðið var að heita mátti fullbúið til prentunar, er þessi tíðindi spurðust, er ekki unnt að ræða þessar málalyktir frekar að sinni. En Austurland vill óska sjó- mönnum til hamingju með þenn- an sigur yfir ríkisstjórninni. For- dæmi þeirra getur vissulega orðið öðrum vinnustéttum til eftir- breytni, þegar af óbilgirni er veg- ið að þeirra hagsmunum. Höfðingleg gjöf Nýlega hafa hjónin Sigríður Kristjánsdóttir og Vilmundur Guð- brandsson, Neskaupstað, afhent Kvennadeild Slysavarnafélagsins í Neskaupstað gjöf í Björgunar- skútusjóð Austurlands að upphæð 10 þúsund krónur til minningar um 14 ára afmæli sonar þeirra, Arnar Rósmanns Vilmundarsonar, sem var fæddur 4. maí 1951, dá- inn 13. marz 1959. Haft er í flimtingum að í gærk\öld hafi íhaldsskip- stjóri og ílialdsþingmaður sagt nokkur orð í útvarpið um lausn síldveiðideilunnar; að báðir hafi þeir flutt ríkis- stjórninni sérstakar þakkir fyrir að Ieysa deiluna; að allir viti, að bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru til- efni deilunnar; að stundum g’eti menn hagaö orðum sínum svo, að hið fágaðasta lof sé í rauninni hið grófasta last.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.