Austurland


Austurland - 02.07.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 02.07.1965, Blaðsíða 4
4 t AUSTURLAND Neskaupstað, 2. júlí 1965. Verkíall boðað á Breiðdalsvík Eins og kunnugt er standa þrjú verklýðsfélög á Austurlandi, sem ekki vildu sætta sig við hvítasunnusamningana, að sam- eiginlegum taxta. Er hér um að ræða félögin á Vopnafirði og Breiðdalsvík og í Neskaupstað. Á Vopnafirði og í Neskaupstað hefur kauptaxtinn verið viður- kenndur, en á Breiðdalsvík hafa atvinnurekendur neitað að virða taxtann. Samningaumleitanir, sem reyndar voru, báru ekki ár- angur. Til samkomulags bauðst verklýðsfélagið til að fallast á, að yfirvinnukaup hækkaði aðeins um 4% í stað 8%, en því boði var ekki sinnt. Verklýðsfélagið hélt svo fund um málið á sunnudaginn. Var þar samþykkt að boða til vinnustöðv- unar frá miðnætti 6. júlí, ef at- vinnurekendur hefðu ekki fyrir þann tíma fallizt á að virða taxt- ann. Á Breiðdalsvík eru einkum þrír atvinnurekendur, sem' málið snertir, Síldariðjan hf., sem rek- ur síldarbræðsluna, söltunarstöðin Gullrún hf. og Kaupfélag Stöð- firðinga, sem hefur útibú á Breið- dalsvík. Er það undir forustu Framsóknarmanna og er formað- ur þess Guðmundur Björnsson, formaður verklýðsfélagsins á Stöðvarfirði og stjórnarmeðlimur í Alþýðusambandinu. Má enn sjá, að Framsókn leikur tveim skjöld- um í verklýðsmálum. Frá Stöðvarfirði heyrist ekkert um kaupgjaldsmálin. Þar er það Guðmundur Björnsson, sem sem- ur við sjálfan sig, en verklýðsfor- ingjanum Guðmundi Björnssyni virðist ekki semja of vel við at- vinnurekandann Guðmund Björns- son. En hart er það aðgöngu, að Síðastliðinn föstudag kvað yfir- nefnd verðlagsráðs sjávarútvegs- ins upp úrskurð sinn um verð á síld til bræðslu. Yfirnefndin klofn- aði og voru fulltrúar seljenda annars vegar, en kaupenda hins vegar. Oddamaður ríkisstjórnar- innar lagðist að vanda á sveif með kaupendum. Raunar er það hann, eða ríkisstjórnin með milli- göngu hans, sem ræður verðinu. Verðákvörðunin hefur, ásamt bráðabirgðalögunum, valdið mik- illi ólgu meðal sjómanna og orð- ið til þess að þeir hafa lagt niður vinnu. Verðið er sem hér segir: Frá upphafi veiðanna til miðs júní 190 krónur málið, en eftir það til 30. sept. 220 kr. — Auk þess á að greiða 15 kr. af hverju máli í „verðjöfnunar- og flutnings- sjóð síldveiða", sem stofnaður var með bráðabirgðalögum, sem fylgdu verðákvörðuninni. kaupfélag það, sem formaður verklýðsfélagsins á Stöðvarfirði og stjórnarmeðlimur í Alþýðusam- bandinu er formaður fyrir, skuli standa við hlið annarra atvinnu- rekenda í andstöðu þeirra gegn hógværum kjarabótakröfum verka fólks á Breiðdalsvík. Þá er gert ráð fyrir, að greitt sé 30 kr. lægra verð fyrir málið, ef síld er losuð í flutningaskip úti á rúmsjó. I fyrra var hráefnisverðið 185 krónur á mál. 1 fyrradag var svo kunngert hvert vera 'skyldi verð á síld til söltunar og frystingar í sumar. Verð á uppmældri tunnu, hvort heldur er til söltunar eða frystingar, er 257 icrón- ur (230 í fyrra) og á uppmældri tunnu 350 krónur (313 í fyrra). Ekki er fram tekið, hvort hér er reiknað með uppbót úr verð- jöfnunarsjóði, en líklega er 'svo ekki. Athyglisvert er, að 1 frétta- tilkynningu er ekki minnzt einu orði á verðjöfnunina. Gæti það bent til þess, að stjórnarvöldin séu nú farin að gera sér það Ijóst, að ekki sé alveg víst, að hægt verði að framkvæma bráða- birgðalögin. Lausn frá embœtti Séra Erlendur Sigmundsson, sóknarprestur á Seyðisfirði og prófastur í Norður-Múlaprófasts- dæmi, hefur fengið iausn frá embætti frá 1. sept. n. k. að telja. Hann hefur verið prestur síðan 1942, alla tíð á Seyðisfirði, og prófastur síðan 1961. Kirkían Sunnudaginn 4. júlí. Messa kl. 2 síðd. Stöðvun sííd- arflotans Framh. af 1. síðu. raunverulegur vilji er fyrir hendi hjá ríkisstjórninni til þess að greiða framleiðendum síldar- innar eðlilegt verð fyrir síldina. Það er auðvelt að verða við kröfum síldveiðisjómanna ef vilji er fyrir hendi. En sú stefna ríkisstjórnarinnar og starfsmanna hennar í yfir- nefnd verðlagsráðs, að halda síld- arverðinu og fiskverðinu yfirleitt niðri — eins og öllu kaupgjaldi vinnandi fólks, — sú stefna er þjóðhættuleg og búin að kosta þjóðarbúið ómældar fjárfúlgur. Þeirri stefnu verður að breyta. Nú er síldveiðiflotinn stöðvaður, ósamið við mikinn hluta verka fólks í landinu og svo að segja allt vinnandi fólk í landinu í deil- um við ríkisstjórnina. Slíkt ástand getur ekki staðið lengi. Ríkisstjórn, sem kallar þvílíkt ástand yfir þjóðina á engan rétt á sér. Hún á að víkja, og það sem fyrst. (Skrifað 30. júní). Dr bæmim Happdrættisvinningar Dregið var 25. júní hjá bæjar- fógeta um vinninga í happdrætti Kvennadeildar Slysavamafélags- ins í Neskaupstað til ágóða fyrir Björgunarskútusjóð. Eftirtalin númer hlutu vinninga sem hér segir: Matarstell, nr. 145; stálborð- búnaður, nr. 263; kaffistell, nr. 613; myndavél, nr. 34; svefnpoki, nr. 501; mokkastell, nr. 894; kaffikanna, nr. 182. Vinninga má vitja til Sigríðar Árnadóttur, Ásgarði 5. Am\nv\má Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT ! Alþingi komi saman Stjórnarandstöðuflokkarnir, Alþýðubandalagið og FramSókn- arflokkurinn, hafa krafizt þess, að Alþingi verði þegar í stað kallað saman til funda, vegna stöðvunar síldveiðanna. Eins og kunnugt er, vöktu bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar um „verðjöfnunar- og flutningssjóð síldveiða", og síldarverðið, sem fulitrúi ríkisstjórnarinnar í yfirnefndinni skammtaði fram- leiðendum, slíkan reiðistorm meðal sjómanna, að þeir allir sem einn lögðu niður vinnu og veiðar stöðvuðust og eru sjómenn ekki líklegir til að láta undan síga. Þessi stöðvun veiða er mjög alvarleg fyrir þjóðarheildina og virðist sjálfsagt, að Alþingi komi þegar saman, ef vera mætti að það bæri gæfu til að ráða fram úr þeim vanda, sem ríkisstjórnin hefur komið þjóðinni í, en skortir manndóm og vilja til að leysa. Eftir því, sem bezt er vitað, njóta bráðabirgðalögin ekki fylgis meirihluta Alþingis. Það er því ástæða til að ætla, að ilögin yrðu felld, ef Alþingi fengi nú að fjalla um þau. Með afnámi laganna væri stærstu hindruninni fyrir samkomulagi við sjómenn, rutt úr vegi. Eftir að framanskráð var ritað, hefur það gerzt, að ríkis- stjórnin hefur neitað að kalla Alþingi saman. Var þó full á- stæða til að þingmenn fengju þegar í stað að fjalla um bráða- birgðalög, sem vakið hafa slíkan reiðistorm og bakað þjóð- inni svo mikið tjón. Reyndar er ástæðan fyrir kröfu stjórnar- andstöðunnar að miklu leyti brott fallin við að stjórnin gafst upp við að framkvæma sín eigin lög. Auglýsing frá Hótel Egilsbúð Veitingasala er opin frá kl. 9 f. h. til kl. 11.30 e. h. Heitur matur frá kl. 12—2 og kl. 7—8 e. h. Aðrar veitingar allan daginn. Síldarverðið

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.