Austurland


Austurland - 09.07.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 09.07.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 9. júlí 1965. 26. tölublað. Tvœr nýjar síldarverk- smiðjur á Austfjörðum Tvær nýjar síldarbræðslur hafa nú bætzt við þær, sem fyrir voru á Austfjörðum og eru þá saman- lögð sólarhringsafköst austfirzku verksmiðjanna nálægt 25 þúsund mál. Hinar nýju síldarverksmiðjur eru á Seyðisfirði og Djúpavogi. Hafa þær báðar byrjað að taka Sendinefnd frá Sovétríkjunum Sendinefnd f rá Kommúnista- flokki Sovétríkjanna er nú stödd hér á landi í boði Sósíalista- flokksins. Hefur nefndin undan- farna daga ferðazt um landið í því skyni að kynnast landi og þjóð, atvinnu- og menningarmál- um. | Sendinefndin kom hingað til Neskaupstaðar síðdegis á þriðju- dag og fór aftur um hádegi í gær. — Einnig kom hingað ambassador Sovétríkjanna og túlkur mæltur á íslenzku. Gestirnir skoðuðu bæinn og stofnanir og atvinnufyrirtæki eft- ir því sem færi gafst og þurftu margs að spyrja, ekki sízt um fiskveiðar og fiskiðnað, enda er formaður nefndarinnar þingmað- ur og flokksritari fyrir Murmansk svæðið, en Murmansk er mikill fiskveiðibær. Á þriðjudagskvöldið gekkst Sósíalistafélag Neskaupstaðar fyr- ir kaffisamsæti fyrir gestina í félagsheimilinu. Var það mjög fjölsótt og hið ánægjulegasta. Bjarni Þórðarson, formaður Sósíalistafélagsins, ávarpaði gest- ina og bauð þá velkomna með stuttri ræðu. Jóhannes Stefánsson lýsti bænum og gerði grein fyrir ýmsum þáttum atvinnulífsins. Einnig héldu þeir ræður formað- ur sendinefndarinnar og ambassa- dorinn. Héðan fóru gestirnir flugleiðis til Reykjavíkur. á móti síld og eru tilbúnar að hefja bræðslu. Verksmiðjan á Seyðisfirði er í eigu hlutafélagsins Hafsíldar og eru aðalhluthafar Reykvíkingar. Hún getur unnið úr 2500 málum á sólarhring. Framkvæmdastjóri er Vilhjálmur Ingvarsson, Reykja- vík. Verksmiðjan á Djúpavogi er í eigu heimamanna. Hún getur unnið úr 1000 málum á sólar- hring. Vélsmiðjan Héðinn í Reykjavík hefur séð um uppsetningu véla beggja þessar verksmiðja. Er nú svo komið, að síldarverk- smiðjur hafa risið upp í öllum austfirzku þorpunum, nema Hornafirði og Stöðvarfirði. Er mikill áhugi fyrir verksmiðju- byggingu á þessum stöðum báðum og verða verksmiðjur vonandi reistar þar á næsta ári. Ætla mætti, að verksmiðja á Horna- firði fengi talsvert af vetrarsíld veiddri fyrir Suðurlandi til vinnslu. Þá hefur mönnum og komið í hug að byggja verksmiðju á Mjóafirði og er ekki ólíklegt, að af því verði. Aflairegða á síldarmiðunum Sterku árgangarnir ekki gengnir á miðin Mikil tregða hefur verið á síld- armiðunum að undanförnu og all- ar bræðslur og söltunarstððvar hráefnislausar. Gæði síldarinnar, sem veiðist, eru heldur ekki slík, að hún sé söltunarhæf. Ekki virðist þó veruleg ástæða til svartsýni, eftir skýrslu fiski- fræðinganna Jakobs Jakobssonar og Ingvars Hallgrímssonar að dæma. Þeir sendu frá sér í byrj- un vikunnar skýrslu um helztu niðurstöður rannsóknarleiðangurs Ægis dagana 24. júní til 4. júlí. Segir svo í skýrslu þeirra: „Að þessu sinni voru athugan- ir gerðar á svæði út af Aust- f jörðum, Norðausturlandi og aust- anverðu Norðurlandi. Hitastig sjávar hefur lítið breytzt frá því sem var fyrri hluta júnímánaðar og er sjávar- hitinn á rannsóknarsvæðinu lægri en mælzt hefur á þessum árstíma. A djúpmiðunum út af Melrakka- sléttu var hitastig á 30—100 m dýpi t, d. h-1.5— -Hl.S^C. Þörungagróður er víðast hvar með minna móti og gagnsæi sjáv- ar því mikið. Rauðátumagn var yfirleitt lít- is á rannsóknarsvæðinu. Talsverð rauðáta var þó í Reyðarfjarðar- djúpi og á svæðinu austur af Hvalbak. Þá var einnig talsverð áta á djúpmiðum norðaustur af landinu, austan 10° v.l. Þriðja átusvæðið var á svipuðum slóð- o og áður hefur verið getið, þ. e. 90—-100 sjóm. norður af Mel- rakkasléttu. Á fyrrgreindum átu- svæðum var yfirleitt um fullvaxna rauðátu að ræða, en nær landi var meginhluti rauðátunnar ung og vaxandi dýr, þannig, að átu- magn á miðunum austan og norð- austanlands fer væntanlega vax- andi næstu 3—4 vikur. Vegna hins lága sjávarhita má þó búast við að vöxtur þessarar rauðátu- kynslóðar taki lengri tíma en á undanförnum árum. Framh. á 3. síðu. Ævintýri á gönguför Leikfélag Reykjavíkur sýndi sjónleikinn Ævintýri á gönguför í Egilsbúð 2. og 4. júlí sl. Hús- fyllir var í bæði skiptin og leik og- leikendum mjög vel fagnað. Leikstjóri var Ragnhildur Stein- grímsdóttir. Ævintýri á gönguför er þekkt- ur gaman- og söngvaleikur, sem sýndur hefur verið víða og oft hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Nú er það á ferðalagi með Ævintýr- ið og hyggst sýna um land allt. Leikfélag Reykjavíkur hefur á að skipa úrvalsleikurum, og auð- vitað gerir það leiksýninguna eftirminnilegri. Hins vegar leika einnig viðvanngar í þessu leikriti, enda eru í því dauðir punktar En allt slíkt er eðlilegt og verður einmitt augljósara, þegar hinir reyndu leikarar hafa tækifærin til að „stela senunni". Eftir viðtökum áhorfenda að dæma, áttu þeir salinn: Brynjólf- ur Jóhannesson, Haraidur Björns- son og einnig Erlingur Gislason. Leikarar höfuðborgarinnar virð- ast ætla að miðla landsbyggðinni allrausnarlega af list sinni á þessu sumri, þó að bókmenntalegt gildi leikritanna, sem sýnd verða úti um land, verði misjafnt. Leikfélag Reykjavíkur á lof skilið fyrir það, hversu vel það hefur rækt þessar leikferðir. Fólk kann að meta það. Hins vegar er hvimleitt, að þessir aðkomuflokkar skuli ekki gæta ofurlítið meira hófs í að- göngumiðasölu en raun er oft á. .Selt var t. d. ótakmarkað inn á fyrri sýninguna hér a. m. k. og heyrt hef ég, að svo hafi verið víðar. Öll sæti voru ónúmeruð niðri í salnum og þurfti því í rauninni aðra biðröð þar. Slík framkoma er óviðeigandi og veldur úlfúð. Mér finnst raunar, að sam- komuhúsin eigi að ráða, hversu mörg sæti eru seld og eigi einnig að krefjast þess, að öll sæti séu númeruð, því að greinilegt er, að leikflokkum úr Reykjavík er ekki trúandi fyrir þessum atriðum. -------------------------------B,S, Haft er í flimtingum að sjómenn hafi nú veitt sjáv- arútvegsmálaráðherranum þá ráðningu, að hann sé farinn að hlugsa um að skipta um stól í stjórnarráðinu; að Guðmundur 1. fari í haust til London og ætli Emil sér að setjast í sæti hans í ráðu- neytinu. að ílestir séu sammála um, að bezt væri að senda Emil úr landi lika.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.