Austurland


Austurland - 16.07.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 16.07.1965, Blaðsíða 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 16. júlí 1965. 27. tölublað. Samið í Reykj avík og Hafnarfirði Samningar í kjaradeilu verka- fólks í Reykjavík og Hafnarfirði tókust sl. föstudag. Meginbreytingar frá fyrri samningi eru þessar: 1. Vinnuvikan styttist úr 48 stundum í 44. 2. Grunnkaup hækki um 4%. 3. Eftir tveggja ára starf hjá sama atvinnurekanda, hækkar grunnkaup um 5%. Þá var samið um, að tími sá, er verkafólk á rétt á greiðslu í veikinda- og slysatilfellum, verði 28 dagar í stað 14, sem lögboðið er, og miklar færslur milli taxta, sem hafa kauphækkánir í för með sér. . Stytting vinnutímans Stytting vinnuvikunnar mun verða talin mesti sigur verka- fólksins. Þar náði það settu marki. Voru þessir samningar fyrstu kjarasamningar verka- fólks, sem kveða á um 44 stunda vinnuviku. Áður hafði hún tekið gildi í Neskauþstað og á Vopna- firði þar sem hún var tekin í taxta. Hvítasunnusamningarnir, eða Norðurlandssamningarnir, eins og þeir eru almennt kallaðir, fela í sér ákvæði um 45 stunda vinnu- viku. Frá beinu, hagsmunalegu sjónarmiði er munurinn á kaupi fyrir 44 og 45 stunda vinnuviku, ekki mikill, en mestu máli skiptir, að þarna tókst að ná settu marki. En fyrirfram er vitað, að hvorki í Reykjavík né annars staðar hafa hin nýju ákvæði um styttingu vinnuvikunnar teljandi áhrif á lengd vinnutímans. Fyrst CR BÆNUM Afmæli Ásbjörn Tómasson, sjómaður, Nesgötu 20A varð 60 ára 14. júlí. Hann fæddist hér í bæ og hefur alla ævi átt hér heima. Happdrætti SÍBS Þegar dregið var í 7. fl. Happ- drættis SÍBS komu eftirtalin núm- er upp í umboðinu hér á 1000 kr. hvert: 2586 9380 9383 9395 13312 13320 16422 52096 52862 52871 53889 63123 63179 63180 (Birt án ábyrgðar). um sinn a. m. k. hefur þetta á- kvæði það eitt í för með sér, að fleiri stundir verða greiddar með yfirvinnukaupi en áður var. En í þessari launadeilu fékk verkafólk að kynnast þvi, hvaða gildi hóflegur vinnutími hefur. Yfirvinnubannið varð til þess, að í nokkrar vikur vann þáð venju- legan dagvinnutíma og hlýtur að hafa komizt að raun um, að það er allt annað líf. Kauphækkun Samið var um sömu almenna kauphækkun og felst í hvíta- sunnusamningnum þ. e. 4%. Það getur ekki talizt neinn sigurvinn- ingur, enda hafði sú kauphækk- un lengi staðið til boða. En ákvæðið um 5% hækkun eftir tveggja ára starf er mjög mikill sigur og hefur í för með sér veru- legar kjarabætur, þegar á heild- ina er litið. Þá hefur tilfærsla milli taxta í för með sér talsverð- ar kjarabætur í mörgum tilfell- um. Það er ástæða til að óska verkafólkinu fyrir sunnan til hamingju með þennan samning. Enda þótt mikið vanti á, að það hafi fengið öllum kröfum sínum framgengt, hefur þó náðst mjög verulegur árangur, sem ástæða er til að fagna. Umbætur í húsnæðismálum Þá var í sambandi við lausn deilunnar gengið frá samkomu- lagi milli Alþýðusambandsins og ríkisstjómarinnar um verulegar umbætur á húsnæðislöggjöfinni og framkvæmd hennar. Samkomu- lag þetta hefur án efa greitt mjög fyrir samningum, en hart er það aðgöngu, ef verkafólk á að kaupa sjálfsagðar, félagslegar umbætur því verði, að slá af kröf- uro sínum um bætt launakjör. Slíkar umbætur eiga að fara fram óháðar þeim málum og hver fram farasinnuð ríkisstjóm myndi leggja sig fram um slíkar um- bætur, án þess að gera þær að skiptimynt við samningaborðið. Nokkur meginatriðin í sam- komulaginu um húsnæðismálin eru þessi: 1. Lán til þeirra, sem hófu bygg- ingaframkvæmdir á tímabilinu 1. apríl til 31. des. 1964 hækki úr 150 þús. kr. í 200 þús. kr. 2. Hámarkslán Húsnæðismála- stjórnar verði endurskoðuð frá og með 1. jan. 1966, með hlið- sjón af hækkun bygginga- kostnaðar frá 1. júlí 1964. Lánsupphæðir verði síðan end- urskoðaðar árlega. Næstu fimm ár skulu lánin hækka um a. m. k. 15 þús. kr. árlega. 3. Ákvæði eru um samvinnu rík- isins og Reykjavíkurborgar um byggingu hagkvæmra og ódýrra íbúða í fjölbýlishúsum og á að byggja a. m. k. 250 íbúðir á ári á tímabilinu 1966 —1970. Ákvæði um þessar byggingar eru nokkuð ítarleg og verður ekki greint nánar -frá þeim hér, enda fjalla þau um Reykjavík eina. En ákvæði eru um það, að meðlimir verk- lýðsfélaganna skuli eiga kost á að kaupa þessar íbúðir með mjög hagkvæmum kjörum. Víða ósamið Mörg verklýðsfélög hafa enn ekki gengið frá samningum og hafa sennilega beðið eftir því, að semdist í Reykjavík og Hafnar- firði. Strax eftir að samið hafði ver- iö í Reykjavík, var samið um sömu kjör og í Reykjavík á Vest- fjörðum. Vestfirðingar beita þeirri hagkvæmu, en lítt karl- mannlegu aðferð, og hafa gert það nokkuð lengi, að halda að sér höndum í kjaramálum unz aðrir hafa brotið ísinn, en taka svo sinn hlut á þurru landi. Vafalaust hafa samningarnir í Reykjavík mikil áhrif á gerð ann- arra samninga og líklegt er, að nú semjist alls staðar greiðlega. Nýjar baráttuaðferðir 1 þeirri deilu, sem nú er nýlega afstaðin, beittu verklýðssamtökin nýrri baráttuaðferð, sem telja verður, að gefizt hafi vel. I stað þess að efna til harðvítugra verk- falla vikum saman, var nú efnt til skyndiverkfalla í 1—2 daga og bann lagt við allri yfirvinnu. Hafa þær aðgerðir án efa valdið atvinnurekendum miklum erfið- leikum og rekið mjög á eftir samningum. Verklýðshreyfingin þarf líka að geta tileinkað sér nýjar bardagaaðferðir þegar þörf krefur, og hún þarf að vera sveigjanleg og hörð í senn. . Ný hlutafélög I Lögbirtingablaðinu, sem út kom 19. júní, er sagt frá stofn- un þriggja austfirzkra hlutafé- laga. Sólbrekka, Mjóafirði „Tilgangur félagsins er fisk- verkun, útgerð og útflutningur sjávarafurða, svo og lánastarf- semi“. Hluthafar eru fimm, Vil- hjálmur Hjálmarsson, Mjóafirði, Dýrleif J. Hallgríms og Gunnar Ölafsson, Reykjavík, og Þórður Óskarsson og Björn J. Björnsson, Akranesi. í stjórn eru: Þórður Óskarsson, formaður, Vilhjálmur Hjálmarsson og Björn J. Björns- son. Framkvæmdastjóri er Gunn- ar Ölafsson. - Hlutafé er 500 þús. kr. — Það er þetta félag, sem komið hefur á fót söltunarstöo í Mjóafirði. Þór, Fáskriiðsfirði „Tilgangur félagsins er verzlun- arrekstur". Hluthafar eru fimm, Margeir Þórormsson, Þór Þór- ormsson, Þóra Jónsdóttir, Finn- bogi Jónsson og Helgi Guðlaugs- son og eiga þau öll heima í Búða- kauptúni. Stjórn félagsins skipa: Helgi Guðlaugsson, formaður, Þór Þórormsson og Finnbogi Jónsson. Framkvæmdastjóri er Margeir Þórormsson. Hlutafé er 100 þús. kr. Jón Eiríksson, Hornafirði „Tilgangur félagsins er útgerð, fiskverkun og skyld starfsemi". Hluthafar eru fimm, Ástvald Valdimarsson, Þóra Sigurðardótt- ir, Guðmundur Jónsson og Sigrún Eiríksdóttir, öll á Höfn og Egill Jónsson, Nesjahreppi. Stjórnina skipa: Ástvald Valdimarsson, for- maður, Guðmundur Jónsson og Sigrún Eiríksdóttir. Framkvæmda stjóri er Guðmundur Jónsson. Hlutafé er 300 þús. kr. Félagið hefur keypt v/s Ljósa- fell af Fáskrúðsfirði og heitir skipið nú að sjálfsögðu Jón Eiríksson og er við síldveiðar. Haft er í flimtingum að viðreisnarsinnar séu nú allir í sáruni eftir ósig'rana í kaupgjadsmáíunum; að samt reyni þeir áð beita klónum eins og vængbrotnir veiðibjölluungar; að nú ætli „viðreisnin“ að hefna sín á heimtufrekum launþegum og lirinda af stað nýrri verðbólguskriðu; að trúlega fái þeir viðreisnar- menn að vita, hvar Davíð keypti ölið, áður en lýkur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.