Austurland


Austurland - 23.07.1965, Page 1

Austurland - 23.07.1965, Page 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 23. júlí 1965. 28. tölublað. Sj ómannastofa opnuð í Neskaupslað Mánudaginn 19. júlí var opnuð sjómannastofa að Hólsgötu 5, þar sem áður voru skrifstofur bæjar- ins. Bæjarstjórn og fréttamönnum var boðið til kaffidrykkju í til- efni opnunarinnar. Voru veiting- ar hinar beztu og aðbúnaður ail- ur hinn vistlegasti, Hefur hús- næðinu verið breytt nokkuð, mál- að og lagfært. Eitt herbergi er innréttað sem eldhús, og er þar einnig selt tóbak og sælgæti. í stóru herbergjunum tveim eru ný stálhúsgögn, borð og stólar. Eru sæti fyrir um 70 manns. Þá er þarna knattborð, töfl, skrifborð og ritföng og einangraður síma- klefi. Veggir eru prýddir mál- verkum og blóm skreyta glugga. Bjarni Þórðarson, bæjarstjóri opnaði sjómannastofuna með stuttri ræðu og sagði þar frá til- drögum að opnun stofnunarinnar: Er síldveiði jókst hér fyrir austan og veiðiflotinn var nær allur orðinn fyrir Austurlandi, sáu menn nauðsynina fyrir sjó- mannastofu hér. Að undanförnu hefur síldveiði á Austfjarðamiðum verið lítil og farið minnkandi dag frá degi. Aftur á móti hefur verið mikil síldveiði við Hjaltland og á Vest- mannaeyjamiðum. A. m. k. þrír bátar eru farnir til Hjaltlands til veiða og í fylgd með þeim flutn- ingaskip til að flytja væntanlegan afla heim til íslands. Margir bátar hafa einnig farið suður til veiða og hefur því síld- veiðiskipum á Austurlandsmiðum fækkað til mikilla muna. Engin ástæða er til að ætla, að síldveiðarnar bregðist, þótt veiði sé treg um skeið. Það er algengt, að tímabil komi, sem engin veiði er, þó mikil veiði sé á undan og eftir. Menn gera sér miklar von- lr um veiði í ágúst og svo í haust °g vetur. Talsvert hefur verið saltað af sild og að heita má allri síld, sem veiðzt hefur upp á síðkastið, hef- ur verið skipað upp á söltunar- Á fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Neskaupstaðar fyrir 1965 voru veittar 200 þúsund kr. til sjó- mannastofu. Kosin var nefnd til að undirbúa reksturinn. Hana skipa: Bjarni Þórðarson, Haukur Ólafsson og Jóhann Karl Sigurðs- son. Þegar ákveðið var að flytja skrifstofur bæjarins í félagsheim- ilið, ákvað bæjarstjórn einnig að nota húsið að Hólsgötu 5 fyrir sjómannastofu. Fiutningi skrif- stofanna seinkaði frá því, sem upphaflega var ákveðið, og þvi dróst einnig á langinn, að unnt yrði að opna sjómannastofuna, en nokkrar breytingar og lagfær- ingar varð óhjákvæmilega að gera á húsnæðinu. Bæjarstjóri kvað þetta hús- næði mundu reynast of lítið, þeg- ar landlégur væru og mörg skip í höfn, en flestir opinberir staðir geta orðið of litlir við einstök tækifæri. Hann sagði ennfremur, að í framtíðinni yrði að rísa hér sjómannaheimili, stórt og rúm- gott. Og slík stofnun verður ef- stöðvarnar, en úrgangur hefur verið mikill. Síldarverksmiðjurnar og sölt- unarstöðvarnar norðan Seyðis- fjarðar standa illa að vígi, þegar veiðin er jafn sunnarlega og ver- ið hefur. Söltun er þar lítil eða engin og svo til öll bræðslusíld, sem þangað hefur borizt, er af júníveiðinni, en þá voru gæði hrá- efnisins ekki meiri en það, að beint tap var á vinnslu þess. Ekki bætir það úr skák, að' flutn- ingaskipin hafa setið um veiðina eins og gammar um bráð, og hirt kúfinn, sem ella hefði farið til þessara staða. Gæftir hafa verið góðar, svo ekki verður ótíð um kennt, að illa veiðist. Síldarverksmiðjan hér mun ljúka bræðslu um helgina, ef ekki berst hráefni, sem um munar. Hún hefur nú tekið á móti um 120 þús. málum,- laust orðin að veruleika, áður en langt líður. 1 sjómannastofunni geta sjó- menn komið saman og rætt sín á milli, spilað, teflt og leikið við knattborðið í tómstundum. Síma- klefi er þarna, og geta menn tal- að heim til sín þaðan. Trúlega mun það verða mikið notað, því að lengi þarf oft að bíða eftir- langlínusamtölum og er heimilis- legra að sitja í sjómannastofunni en á símstöðinni. Þá er gert ráð fyrir, að sjómenn hafi þarna næoi til bréfaskrifta, og koma starfsstúlkur bréfum í póst, ef þess er óskað. Ennfremur geta sjómenn látið senda sér bréf til sjómannastofunnar og vitjað þeirra þar. Öll dagblöð og blöð gefin út utan Reykjavíkur, en það eru flest vikublöð, munu liggja frammi í sjómannastofunni. Og síðast en ekki sízt geta sjó- mennirnir svo keypt sér kaffi, mjólk og brauð, sem eflaust verð- ur rausnarlega framreitt. Reglugerð hefur verið sett upp í húsinu, þar sem gestir eru á- minntir um hreinlega umgengni og kynnt sú þjónusta, sem stofn- unin veitir. Algjörlega er bannað að hafa áfengi um hönd í sjómannastof- unni. Þá greindi bæjarstjóri frá því, að sjómannastofunni hefði þegar borizt góð gjöf. Frú Kristrún Hel£adóttir gaf mjög fagra slag- klukku og loftvog til minningar um föður sinn, Helga Flóvents- son. Þessir munir prýða nú einn vegg sjómannastofunnar og gefa henni hlýlegan og heimilislegan svip. Forstöðukonur sjómannastof- unnar eru frú Kristrún Helga- dóttir og frú Ragnheiður Sverris- dóttir, ’báðar húsmæður hér í bæ. Sjómannastofan verður opin frá M. 9 til kl. 23.30 alla daga. Þessi sjómannastofa er sú fyrsta á öllu Austurlandi, sem starfrækt er af Islendingum, en Norðmenn reka sjómannaheimili á Seyðisfirði, sem kunnugt er. Sjómenn kunna eflaust að meta það, að þeim er gefinn kostur á athvarfi í landi, og fyrir stofnun sem þessa er mikil þörf. B.6, U.I.A. heldur æskulýðssam- komu í Atlavík Útisamkomur hafa oft í för með sér drykkjuskap og slark, og því miður er hlutur unglinga þar oft æði mikill. Þetta hefur valdið mörgum áhyggjum og reynt hef- ur því verið að bæta úr til batn- aðar. Áfengislausar æskulýðssam- komur hafa verið haldnar í Vaglaskógi og Húsafellsskógi, og hafa þær gefizt vel. Æskulýðs- félög og samtök í Borgarfirði og Norðurlandi eystra stóðu fyrir þessum samkomum. Segja má, að áfengisbannið hafi valdið því, að allt annar svipur varð á þessum samkomum. Ungmenna- og íþróttasamband Austurland hefur ákveðið að fara nú inn á þessa braut hér eystra og heldur tveggja daga samkomu í Atlavík um verzlunarmanna- helgina, 31. júlí og 1. ágúst. Skemmtunin er fyrst og fremst sniðin fyrir unga fólkið, en auð- vitað er öllum heimill aðgangur, sé áfengi ekki haft um hönd. Reynt verður að vanda til dag- skrár báða dagana, eftir því sem föng eru á, og er ýmis nýbreytni fyrirhuguð í því sambandi. Dagskrá samkomunnar verður auglýst síðar. Samkoma sem þessi verður dýr í framkvæmd, t. d. verður öflug löggæzla. ÚÍA hefur notið fyrir- greiðslu og stuðnings frá sýslu- nefnd Suður-Múlasýslu í þessu máli, en sýslunefndin veitti 35 þúsund króna styrk til þessa samkomuhalds. Vonandi heppnast þessi tilraun UÍA til áfengislauss samkomu- halds vel, undir því er mikið komið. Þess er þá og að vænta, að fullorðna fólkið almennt hjálpi til, að svo megi verða, flykkist í Atlavík þessa helgi og virði þar settar reglur. Þá mun unga Framhald á 2. síðu. Haft er í flimtingum að ráðamenn þjóðarinnar eigi nú annríkt vegna komu ým- issa erlendra sendiboða; að ráðamennirnir séu mun snúningaliprari í slíkum til- fellum en ef um skyldu- störfin er að ræða; að menntamálaráðherrann hafi ekki við að láta prenta ræður á skandinavisku; að hinum erlendu gestum séu sýndir merkustu staðir landsins svo sem KEA og forargöturnar á Seyðisfirði. Tregða á síldarmiðunum

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.