Austurland


Austurland - 23.07.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 23.07.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 23. júlí 1965. NÁTTÚRUGRIPASAFN OG MINJASAFN Jóna Svana er dóttir Jóns Svan Sigurðssonar og Jónu Jóns- dóttur, sem bjuggu hér í bænum þar til fyrir 4—5 árum. Hún er nú 16 ára göniul. I október sl. fór Jóna Svana til London á hárgreiðslu- og snyrtiskóla. Þetta er 7 mánaða skóli og hefur Jóna Svana nú lokið prófi frá skólanmn og varð efst af 32 nemendum frá 20 löndum, Fólk sem lýkur námi frá þessum skóla, er fullnuma í iðninni, en íslenzkir nemendur þurfa að sjálfsögðu að ljúka iðnskólanámi til að öðlast iðnrétfcindi. Myndin sem birtist með þessum línum er tekin þegar skólastjóri Jónu Svönu afhendir henni skralutritað verðlauna- skjal. Bæjarstjórn Neskaupstaðar hefur samþ. að kjósa tvær nefnd- ir, er vinna skulu að því að koma á fót söfnum hér í bænum. Er annarri ætlað að vinna að því að koma upp iminjasafni, en hinni náttúrugripasafni. Enginn vafi er á því, að árlega fara forgörðum hér í bæ, margir gripir, sem söfnunargildi hafa. Hvert ár, sem líður svo, að ekki sé komið á fót stofnun, sem veit- ir slíkum munum viðtöku, varð- veitir þá og heldur þeim við, hef- ur því í för imeð sér tjón, sem erfitt getur reynst að bæta. Minjasafnið á að sjálfsögðu að rækja það hlutverk, að safna og halda til haga öllum þeim grip- um, sem söfnunargildi hafa, svo sem áhöldum og vinnutækjum, sem tilheyra horfnum atvinnu- háttum, myndum, jafnvel röddum manna á segulbönd o. s. frv. Hversu til tekst fer að sjálf- sögðu mest eftir áhuga og dugn- aði þeirra, sem í nefndina hafa valizt, og skilningi almennings á gildi málsins. Fyrst af öllu þarf nefndin að verða sér úti um húsnæði, þar sem hún getur varðveitt muni þá, sem henni áskotnast. Þegar safn- ið hefur náð nokkurri stærð og fjölbreytni, er orðið tímabært að opna það almenningi. Hvernig til tekst að koma á fót náttúrugripasafni, er einnig mest komið undir dugnaði og áhuga. Tiltölulega auðvelt er að afla verulegs efnis til svona safns, svo sem jurta, steina, skeldýra og fiska. Einnig þarf að afla smátt og smátt fugla- og dýrahama o. s. frv. Til þess að von verði um árang- ur af starfi nefndarinnar, þarf hún sem fyrst að komast yfir húsnæði til að geyma safnmuni sína og til að vinna þar að þeim. Náttúrugripasafn gæti, eftir að það er orðið eitthvað meira en nafnið tómt, orðið mikilsvert við náttúrufræðikennslu í skólum bæjarins, bæði þeim, sem fyrir eru sem og þeim, er síðar kunna að bætast við. Við Austfirðingar höfum verið eftirbátar annarra í því að halda til haga þjóðlegum verðmætum, s. s. munum sem áður voru nauð- synlegir við atvinnu manna, en eru nú úreltir. Tillagan um stofn- un minjasafns í Neskaupstað er tilraun til að bæta úr því. Mér vitanlega hafa fáir staðir komið sér upp náttúrugripasafni. Þó er mér kunnugt um, að gott safn er á Akureyri og annað (einkum fiskasafn) í Vestmanna- eyjum. Enn eitt safn hefði þurft að stofna, héraðsskjalasafn, sem varðveitti fundargerðarbækur og önnur skrifleg gögn, og heimti auk þess úr þjóðskjalasafni þau handrit, sem það á rétt á. Hvað er í Teigi, Vopnafirði, 15/7 G.V./S.Þ. Búnaðarfélagið 70 ára Búnaðarfélag Vopnafjarðar minntist 70 ára afmælis síns hinn 7. iþ. m. Var það gert með veg- legu hófi. Til þessa hófs var m. a. boðið Benedikt Gíslasyni frá Hofteigi, en hann var eitt sinn formaður þess félags, þá ungur bóndi í Vopnafirði. Vopnfirðing- um> þótti mjög vænt um að sjá á ný sinn aldna skáldjöfur heima í átthögunum, og var hann gerður að heiðursfélaga Búnaðarfélags- ins ásamt Friðriki Sigurjónssyni, hreppstjóra, en Friðrik hefur ver- ið formaður félagsins fast að 40 árum. Hér eru nú slæmar heyskapar- horfur. Ber nokkuð á kali í tún- um og á Ljósalandi, sem er eitt mesta fjárbýli sveitarinnar, má túnið heita ónýtt. Sláttur er enn- þá ekki hafinn. Lítið' mun verða unnið í nýja Hellisheiðarveginum í sumar, og viðhald hér á vegum er mjög lé- legt. Síldin Áður en kom til stöðvunar síldveiðiflotans hafði bræðslan hér tekið á móti 64 þús. málum. íSíðan hefur sáralítil síld borizt hingað. 1 gær var til dæmis von á einhverjum síldarbátum hingað, en síldarflutningarskipin sigldu í veg fyrir þá og keyptu af þeim aflann. Söltun er ennþá mjög lítil hér íréttum ? og hefur engin verið hér síðustu dagana. Laxveiðin Laxveiðimenn eru byrjaðir að veiða í ánum hér, en heldur mun veiði þeirra vera lítil, og er laxinn ekki genginn í árnar svo neinu nemi. Þó kom sæmileg ganga um mánaðarmótin síðustu, en lítið virðist hafa bætzt við hana. Nýtt hlutafélag I Lögbirtingablaðinu, sem1 út kom 3. júlí, efc sagt frá stofnun nýs hlutafélags á Seyðisfirði. Nefnist það Netagerð Guðmund- ar Sveinssonar hf. „Tilgangur fé- lagsins er að reka netagerð og annan skyldan atvinnurekstur". Hlutafé er 370 þús. kr. Hluthafar eru netagerðameist- ararnir Eggert Theódórsson, Sig- urður Jónsson og Guðmundur Sveinsson, allir í Reykjavík, Garðar Ólason, verkstjóri, Rvik, Ingólfur Theódórsson netagerðar- meistari, Vestmannaeyjum og Netagerð Eggerts Theódórssonar hf., Reykjavík. Stjóm félagsins skipa, Eggert Theódórsson, sem jafnframt er framkvæmdastjóri, Guðmundur Sveinsson og Sigurður Jónsson. Útsvörin að koma Framtalsnefndin er nú að ljúka við að jafna niður útsvör- um ársins og útsvarsskráin kemur út seint í næstu viku. Lokið er álagningu aðstöðugjalda og mun skrá um þau birt með útsvarsskránni. Væntanlega verður unnt að skýra nákvæmlega frá álagn- ingunni í næsta blaði. Ástæðan fyrir því, að útsvarsskráin er nú seinna á ferðinni en oftast áður, er sú, að úrvinnslu framtala lauk seint. Eins og bæjarbúum mun í minni, voru útsvör á fjárhags- áætlun þessa árs hækkuð meira en dæmi voru til, frá árinu áð- ur, eða um nær 80%. Jafnframt lýsti meirihluti bæjarstjórn- ar yfir því, að hann mundi hlutast til um, að útsvör yrðu lækk- uð um a. m. k. 20% frá þágildandi útsvarsstiga, og að hætt skyldi að leggja á fjölskyldubætur. Almennt var vitað, að á- kvæðum um útsvör mundi breytt á síðasta þingi, og var af bæjarstjórnarmeirihlutanum tekið fram að í því tilfelli skyldi lágmarksafsláttur svara til 20% afsláttar frá gamla stigan- um, og niðurfellingar álagningar á fjölskyldubætur. Lögunum var svo breytt þannig, að persónufrádráttur var hækkaður til muna og tekjuútsvar lækkað nokkuð. Ljóst er, að með því að leggja á eftir núgildandi álagningareglum án alls frádráttar, hefði bæjarstjórnarmeirihlutinn staðið fullkom- lega við fyrirheit sitt. Svo mikið má segja, að þrátt fyrir þær breytingar, sem gerðar voru á lögunum og verka til mikillar lækkunar á út- svörunum í heild, munu þau lækkuð til mikilla muna frá hinum lögboðnu reglum. Vegna hinnar miklu hækkunar á áætlunarupphæð útsvar- anna, mun útsvarsskrárinnar beðið með meiri eftirvæntingu en venjulegt er. Og af sömu ástæðu verður fylgzt með útkomu hennar utanbæjar, ekki sízt af sveitarstjórnarmönnum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.