Austurland


Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 30. júlí 1965. 29. tölublað. Úisvarsskráin er komin út Heildarupphœð útsvara 13.2 millj. krónur Afsláttur 16 prósent, ekki lagt á f jölskyldubœtur Útsvarsskrá Neskaupstaðar 1965 hefur nú verið birt, svo og skrá um aðstöðugjöld í Neskaup- stað. Alls var jafnað niður kr. 13.200.000.00. Aðstöðugjöld nema kr. 3.369.400.00. Á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir útsvarstekjum að upphæð kr. 12.000.000.00. Lögum sam- kvæmt er skylt að leggja á til viðbótar 5—10% fyrir vanhöld- um. Sú heimild var notuð til fullnustu. Aðstöðugjöld voru áætluð kr. 2.600.000.00 og Hafa því farið kr. 769.400.00 fram úr áætlun. i' Breytt lög Við afgreiðslu fjárhagsáætl- unarinnar lýsti bæjarstjórnar- meirihlutinn yfir því, að hann mundi hlutast til um það, að út- svör yrðu lækkuð frá þágildandi lögum um a. m. k. 20% og að fjölskyldubætur skyldu undan- þegnar útsvari. Yrði iögum breytt skyldi lágmarkslækkun verða tilsvarandi, en vitað var að Alþingi, sem þá sat, mundi gera einhverjar breytingar á þeim kafla tekjustofnalaganna, sem fjallar um útsvör, en ekki var vitað hverjar þær breytingar mundu verða. Breytingar þær, sem gerðar voru á lögunum, fela í sér veru- lega hækkun á persónufrádrætti og nokkra lækkun á tekjuútsvari. Persónufrádráttur fyrir hjón hækkaði úr 35 þús. kr. í 50 þús. kr., fyrir einhleyping úr 25 þús. kr. í 35 þus. kr. 0g fyrir hvert barn á framfæri úr 5 þús. kr. í 10 þús. kr. Tekjuútsvarinu var breytt þannig, að í stað þess að áður skyldi greiða 20% af útsvars- skyldum tekjum upp að 40 þús. kr. og 30% af því sem umfram er, greiðast nú 10% af útsvars- skyldum tekjum upp að 20 þús. kr., 20% af 20—60 þús. kr. tekj- um og 30% af tekjum yfir 60 þús. kr. Lagabreytingin felur í sér mjög verulega lækkun á útsvari lág- launamanna og á útsvari manna öieð mikla ómeg&. Engin breyting var gerð á út- svarsgreiðslu fyrirtækja og má því segja, að nokkur hluti út- svarsbyrðarinnar hafi verið fluttur af einstaklingunum yfir á fyrirtækin. Fjölskyldubætur undanþegnar Framtalsnefnd breytti álagn- ingarreglum sínum sáralítið frá fyrra ári, umfram það, sem lög- in mæla fyrir um. Eina breyting- in, sem máli skiptir, var su, að fjölskyldubætur voru undanþegn- ar útsvari. Jafngildir það því að persónufrádráttur fyrir börn, ssem voru á framfæri gjaldanda allt árið, hækki um 3 þús. kr. í 13 þús. kr. — Rétt er að taka það fram, að eftir að Alþingi hafði hækkað persónufrádrátt fyrir börn um 100%, mátti leggja á fjölskyldubæturnar án þess að í bága kæmi við yfirlýsingu bæjar- stjórnar, sem áður var getið. Undanþága fjölskyldubóta frá útsvarsálagningu hefur í för með sér 340—350 þús. kr. lækkun samtals á útsvörum þeirra, sem fjölskyldubóta njóta, eftir að til greina hefur verið tekinn af- sláttur sá, er síðar getur. Fjölskyldubæturnar eru einu tryggingarbæturnar, sem á und- anförnum árum hafa verið út- svarslagðar hér í bæ. Nú eru því aliar tryggingarbætur, hverju nafni sem þær nefnast, undan- þegnar útsvari. Að sjálfsögðu var haldið þeirri reglu, sem upp var tekin þegar árið 1946, að leggja ekki útsvar á menn, sem náð höfðu 67 ára aldri um næstu áramót fyrir á- lagningu. Mikil hækkun útsvara Heildarupphæð útsvara hækk- ar mjög mikið frá því, sem var í fyrra. Þá var jafnað niður kr. 7.766.000.00. Útsvörin hafa því hækkað um kr. 5.434.000.00, eða um> 70%. Öll þessi hækkun og meira til kemuf í hlut félaga, en heildarupphæð útsvara ein staklinga lækkar til muna, sem síðar mun sýnt. Þessi mikla hækkun útsvara, stafar af því, að bæjarstjórn var í stórum dráttum ljóst hvernig háttað var tekjum gjaldenda og taldi sjálfsagt, að taka þá stefnu, að afla bænum aukinna tekna, jafnframt því að útsvarsbyrð- inni var í hóf stillt, þannig að útsvör á sömu tekjur yrðu lægri hér en í flestum kaupstöðum öorum. Álagningarreglur 1964 og 1965 Ef jafnað hefði verið niður nú eftir sömu reglum og í fyrra og veittur 10% afsláttur eins og þá hefðu útsvörin orðið um 17,7 millj. kr. Einstaklingar hefðu þá borið um kr.9.950.000.00 og fé- lög um kr. 7.750.000.00. Nú eru útsvörin því kr. 4.500.000.00 lægri en orðið hefði, ef farið hefði verið eftir reglum þeim, sem í fyrra giltu. Svarar það til um 25,5% lækkunar. Lækkunin kemur fyrst og fremst fram á útsvörum einstakl- inga. Útsvör þeirra í ár eru kr. 5.945.400.00, en hefðu eftir regl- unum í fyrra átt að ver kr. 9.950.000.00, eins og áður er sagt. Lækkun þeirra er því kr.4.004. 600.00, eða rúm 40%. Lækkunin er þó imjög misjöfn. Langmest er hún á láglauna- mönnum og fjölskyldumönnum, sérstaklega ef saman fara frekar lág laun og mikil ómegð. Getur lækkun í sumump tilfellum numið 70—80%. Miklu minni er lækk- unin á einhleypingum með góðar tekjur, en allsstaðar er þó um verulega lækkun að ræða. Eins og áður er sagt, hefðu út- svör fyrirtækja, ef jafnað hefði verið niður eftir sömu reglum og í fyrra, numið um kr. 7.750. 000.00, en þau eru kr. 7.254.600. 00. Lækkunin er kr.495.400.00, eða um 6,4%. Staðfestir þetta það sem áður er sagt, að með síðustu breytingunum á útsvars- löggjöfinni hefur verulegum hluta útsvarsbyrðarinnar verið velt af einstaklingunum yfir á félögiiu Framh. á 4. síðlu. Hœstu út- svörin Félög: Síldarvinnslan hf. 6.314.000 Netag. Fr. Vilhj.s. hf. 174.300 Sæsilfur hf. 135.200 Kaupfélagið Fram 126.100 Máni hf. 119.200 Einstaklingar: Ölver Guðmundss. útg.m. 115.200 Sveinbj. Sveinss. útg.m. 76.500 Jón Ölversson, skipstj. 85.200 Birgir Sigurðsson skipstj. 58.800 Guðgeir Jónsson bifr.stj. 57.500 Sigurþór Sigurðss., vélstj. 51.500 Guðm. Stefánss., stýrim. 44.800 Axel Magnússon, matsv. 42.500 Baldur Óli Jónss., tannsm. 42.300 Færeyjaíerð Um síðustu helgi fór „Norð- firðingur" hin nýja fjögra hreyfla flugvél Flugsýnar, tvær leiguferðir til Færeyja, og flutti 12 farþega í hvorri ferð. Var lagt upp í fyrri ferðina kl. 16.30 á laugardag, en sökum þoku hér heima, var frestað að fara seinni ferö'ina til sunnudags- m.orguns og gisti áhöfn vélarinn- ar í Vogey. Ferðin frá Neskaup- stað til Vogey flugvallar tók um 1,50 klst. Flugstjóri í þessum ferðum var Sverrir Jónsson, og sagði hann að ferðirnar hefðu gengið með ágætum og lendingarskilyrði á Vogey flugvelli væru sæmilegar. Svo skemmtilega vildi til er fluvélin var að lenda, að mikið grindadráp stóð yfir skammt frá flugvellinum og höfðu sjálfsagt fæstir af ferðalöngunum séð slíkt áður. Áformað er að ná í farþegana aftur til Færeyja n. k. laugardag. Haft er í flimtingum að nýlega hafi verið slegið upp -" balli í Mjóafirðii og mun langt síðan slíkt hefur skeð; að slegizt hafi verið af mikilli tilfinningu og sumir hlotnn ærinn áverka; að þetta sé tákn þess, að Mjóafjörður sé að komast í þjóðbraut.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.