Austurland


Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 30. júlí 1965. Hvað er í íréttum ? Atliugið Athugið TIL VERZLUNARMANNA- HELGARINNAR I (löinlucleild: Butterfly sportstakkar. Apaskinnsjakkar. Stretch kápur. Peysur í úrvali. Terelyne pils. O.fl. o.fl. I herradeild: Flauelsjakkar, tvær gerðir. Stakir jakkar og buxur. Rúskinns vesti. Frakkar dökkir og Ijósir. Urval af herrapeysum. O. fl. o. fl. Einnig mikið úrval af skóm!. Munið sumarpeysuna 1965. Hún slær í gegn, er létt ódýr, þægileg og stendur í ferðalagið. Komið og lítið inn í verzlunina. Alltaf eitthvað nýtt á hverjiun degi. Verzlunin FÖNN Neskaupstað — sími 305. Frá Fáskrúðsíirði Búðum 28. júlí — J.E.G./B.S. Tíðindamaður Austurlands átti í fyrradag, 28. júlí, tal við Jón Erling Guðmundsson, sveit- arstjóra á Búðum, og spurði hann frétta af útsvörum og fleiru. Fara hér á eftir helztu fréttir úr rabbi okkar: Gjöld í Búðakauptúni 3.9 milljónir Skrá um útsvör og aðstöðu- gjöld í Búðakauptúni er komin fram fyrir nokkru, og er heild- arupphæð þeirra gjalda tæpar 3,9 milljónir króna. Þar af nema út- svör kr. 2,6 millj., en aðstöðu- gjöld 1,3 millj. Reyndust þau jafn há og þau voru áætluð á fjárhagsáætlun. Utsvör ^hækka um 1 millj. síð- an í fyrra, en þá voru útsvör og aðstöðugjóld samtals 2,7 millj. Þó að heildarupphæð útsvara sé hærri nú en í fyrra, eru útsvör almennt lægri, þar sem tekjur eru hærri 1964 en 1963, og fyrir- tæki bera stærri hluta en áður. Utsvörunum var jafnað á 214 einstaklinga og félög. Af félögum greiðir Fiski- mjölsverksmiðja Fáskrúðsfjarðar hf. hæst útsvar, kr. 684.500.00, en af einstaklingum ber Friðrik Stefánsson, skipstj. hæst útsvar, kr. 48.300.00. Aðstöðugjald greiða 29 gjald- endur. Hæstu aðstöðugjöld bera: Fiskimjölsverksmiðjan, kr. 462!. 900.00, Kaupfélag Fáskrúðsfirð- inga, kr. 238.300.00 og Hraðfr,- hús Fáskrúðsfjarðar, kr. 194. 600.00. Utsvöru-m var jafnað niður eftir hinum lögboðna útsvars- stiga og þau síðan lækkuð um 50%. Síldin I gærkvöld og nótt bárust til Fáskrúðsfjaroar um 3000 mál síldar, sem fór í bræðslu. Er það smá síld og millisíld, veidd við Hrollaugseyjar og þykir fremur lélegt hráefni. Alls hefur verið landað um 70 þúsu-nd -málum í bræðslu og saltaðar um 6 þúsund tunnur. Starfræktar eru 3 söltunarstöðv- ar. Aðkomufólk er ekki ýkja margt nú á Búðum og mun færra en í fyrra. Enda þótti aðkom.u- fólkið ekki allt gefast vel þá, fór t. d. snemma — í rniðri „törn- inni“. Amlurlmd Lausasala kr. 5.00 j Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. ; NESPRENT Margt fólk úr sveitinni, Fá- skrúðsfjarðarhreppi vinnur hins vegar í kauptúninu, fer það flest heim til sín þegar vinnu er lokið á kvöldin. Hafnargerð Unnið hefur verið að hafnar- gerð á Búðum. Hafnarbryggjan svonefnda eða bæjarbryggjan, við hraðfrystihúsið Fram, hefur verið lengd um 24 metra, og upp- fylling hefur verið stækkuð þar mikið. 6 ný íbúðarhús Byrjað var í vor á byggingu 6 nýrra íbúðarhúsa, en mörg hús eru lengra komin, svo að hús í smíðum eru eitthvað á milli 15 og 20. Sláttur nýhafinnV’ Sláttur mun almennt vera haf- inn á Fáskrúðsfirði, nú nýlega. Grasspretta er lítil, en hefur þó skánað nú að undanförnu. Tún eru sums staðar þó nokk- uð skemmd af kali. Smábátar fiska allsæmilega Frá Búðum róa 4—5 bátar og fiska allsæmilega, aðallega á færi. Sjómenn á tveim bátunum salta fisk sinn sjálfir. Annan fisk tekur Hraðfrystihús Fáskrúðs- fjarðar, þó ekki afla dragnótar- báta. Akvegur um Skriður Vonir standa til, að byrjað verði í næsta mánuði á vegalagn- ingu um svonefndar Skriður, milli Vattarness og Kolfreyju- staðar. Þetta svæði er nefnt Skriður í daglegu ta.li, en þær heita Vattarnessskriður, Kyrru- víkurskriður og Staðarskriður, og er þar erfitt yfirferðar, s. s. nöfnin gefa til kynna. Sýslusjóður Suður- Múlasýslu, Fáskrúðsfjarðarhreppur, Búða- hreppur og Stöðvarhreppur haf-a tekið 1 milljón kr. lán hjá Spari- sjóði Fáskrúðsfjarðar til að herða á framkvæmdum við þessa vegagerð. Leggja heimamenn áherzlu á að byrjað verði á vegarlagningu í skriðunum sjálfum, svo að sýnt verði, hvernig takast muni. Þessi fyrirhugaði nýi vegur bætir mjög úr samgöngum milli fjarðanna, þar sem hann á að geta orðið fær því sem næst, allt árið. Hann leysir af hólmi veginn yfir Staðarskarð, sem oft er ófær og alltaf hvimleiður í akstri. Unnið hefur verið í sumar að lagningu vegar milli Dalsár og Sævarendaár í Fáskrúðsfirði, og aðrir vegir hafa hlotið all sæmi- legt viðhad. Þá er verið að byggja brýr á báðar Eyrarámar á suðurbyggð Fáskrúðsfjarðar. Ný hlutafélög I Lögbirtingablaðinu, sem út kom 10. júlí, er skýrt frá stofnun tveggja hlutafélaga í Neskaup- stað. Lokatindlur „Tilgangur félagsins er síldar- söltun, síldariðnaður og hvers- konar öflun sjávarafurða“ Stofn- endur eru Jón Helgason, Egils- stöðum, Ingólfur Árnason, Akur- eyri, Guðjón Guðmundsson, Reykjavík og Stefán þorleifsson og Guorún Sigurjónsdóttir, Nes- kaupstað. 1 stjórn eru Jón Helga- son, Guðjón Guðmundsson og Ingólfur Árnason. Framkvæmda- Or bæniim Afmæli Helgi Hjörleifsson, verkamað- ur, Ásgarði 6 varð 65 ára 29. júlí. Hann fæddist hér í bæ og hefur alla ævi átt hér heima. Jón Einarsson, verkamaður, Naustahvammi 56, er 50 ára í dag, 30. júlí. Hann fæddist á Or-msstaðastekk í Norðfjarðar- hreppi, en hefur lengi verið bú- settur hér. Sigurður Hinriksson, útgerðar- maður, Tröllavegi 4 varð 65 ára 27. júlí. Hann fæddist hér í bæ og hefur alltaf átt hér heima. Andlát Auðinn Þórðarson, sjómaður, Blómsturvöllum 16, andaðist á Vífilstaðahæli s. 1. mánudag 26. júlí. Hann fæddist hér í bæ 26. sept. 1909, og átti hér heima alla I æfi. stjóri er Stefán Þorleifsson. Hlutafé er 210 þús. kr. Þetta félag mun hafa tekið við atvinnurekstri sameignarfélags- ins Nípu. Naustaver „Tilgangur félagsins er síld- arsöltun og hvers konar fisk- iðnaður". Stofnendur eru: Gestur Janus Ragnarsson, Haraldur Bergvinsson, Ari Magnússon, Guðni Þorleifsson, Ólafur Kristj- ánsson, Sigurjón Kristjánsson, Guðgeir Jónsson, Garðar Sveinn Árnason, Guðmundur Sveinsson og Jóhannes Sveinbjörnsson, allir í Neskaupstað, og Ari V. Ragn- arsson Garðahreppi. I stjórn eru: Gestur Janus Ragnarsson, Guð- geir Jónsson og Ölafur Kristjáns- son. Framkvæmdastjóri er Sigur- jón Kristjánsson. Hlutafé er 370 þús. kr. Félagið hefur í sumar unnið að því að koma upp söltunarstöð í Naustahvammi og mun hún senn geta tekið til starfa. Sjómannastofan Sjómannastofan hefur nú verið starfrækt í 10 daga. Hefur hún verið vel sótt og er svo að sjá sem sjómenn kunni vel að meta þessa starfsemi. Skemmdarverk Eina nóttina nú í vikunni voru unnin alvarleg skemmdaverk á siglingar- og fiskileitartækjum Gullfaxa NK. 6, þar sem hann lá hér við bryggju. Voru dýptar- mælar skemmdir, ratsjá, asdic- tæki og stýrivél. Það var sjómaður á unglings- aldri, sem framdi skemmdarverk- in. Var á fylliríi. i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.