Austurland


Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 30.07.1965, Blaðsíða 4
4 f AUSTURLAND Neskaupstað, 30. júlí 1965. Tvœr leiksýningar Hver er hrædilur við Virginíu Woolf? er kynugi magnað leiknt. Það er vart hugsanlegt, að nokk- ur hverfi af slíkri sýningu ó- snortinn af iþeim áhrifum, sem leikritið sjálft og túlkun þess veldur. Undirritaður sá sýningu leik- flokks Þjóðleikhússins í Félags- lundi á Reyðarfirði s.l. mánu- dagskvöld. Húsið var þéttskipað, og það leyndi sér ekki, að túlk- uin leikaranna bærði hrifnæima strengi djúpt í brjóstum áhorf- enda. Það er stórfenglegt að sitja í leikhúsi, þegar hin fullkomna „stemning" ríkir í salnum. Leik og leikurum var vel fagn- að, en ég hefði viljað sleppa klappinu og ganga hljóðlega út. Leikendur eru aðeins fjórir. Aðalhlutverkin eru í höndum Helgu Valtýsdóttur og Róberts Arnfinnssonar, semi eru meöal snjöllustu leikara á Islandi. Anna Herskind og Gísli Alfreðsson léku og af mikilli innlifun. Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Albee, er alvarlegt verk, „absúrdiskt", mundi það vera kallað. Áhrif þess eru sterk. Þetta er sýning á óhamingju, sjálfráðri og ósjálf- ráðri óhamingju, sem hvorki er tengd menntunarleysi né örbirgð. Þannig getur lífið hnoðað mann- eskjurnar sem þau Mörthu og George. Þarna er ekkert „hopsa tra la“ á ferðinni, heldur hið gagnstæða. Éig hreifst af leikritinu og af listrænni túlkun okkar ágætu leikara. Sumum finnst víst leikritið gróft og klúrt. Já, sumir geta einblínt á hið grófa og klúra í öllum hlutum, og það er auðvitað hverjum frjálst. En lífið sjálft, raunveruleikinn, sem við lifum í og við sjálf — allt er þetta gróft og klúrt, ef því er að skipta. Jónas Kristjánsson, skjalavörð- ur þýddi leikritið, og segja mætti mér, að þýðingin væri meistara- verk. Leikstjóri er Baldvin Hall- dórsson, sem er snjall leikari og leikstjóri. Hafi Þjóðleikhúsið og allir að- standendur þökk fyrir sýningar þessa kjarnmikla leikrits. Og það má standa áfram sem svarlaus spurn, hver er hræddur við Virginíu Woolf 1 —o— Jeppi á Fjalli, eitt af gaman- leikritum Ludvigs Holsberg var sýnt hér í Egilsbúð sl. þriðjudag. Húsfyllir var og leik og leikend- um mjög vel tekið. Hér er um léttan leik að ræða, efnislítinn, en fyndin, maður gengur brosandi út og gleymir Jeppa innan tíðar. Þó er gaman. áð sjá þennan meir en 200 ára gamla skopleik um: duglausa hús- bóndann og kerlingarskassið hans. Aðalhlutverkið lék Valdimar Lárusson og Emelía Jónasdóttir annað, Nillu, kerlingu Jeppa. Þau léku vissulega af snilld, enda þjóðkunn sem frábærir leikarar. Leikur Bjarna Steingrímssonar fannst mér einnig góður. Aðrir leikendur voru 4 og fóru með smærri hlutverk. Jeppi á Fjalli hefur oft verið sýndur hér á landi, m. a. á Eskifirði (1934) og Vopnafirði fyrir nokkuð löngu. Þýðinguna gerði Lárus Sigur- Framh. af 1' . síðu. Athyglisverðuir samanburður Tafla sú sem hér fer á eftir. sýnir nokkrar athyglisverðar björnsson. Leikstjóri var Gísli Alfreðsson. Þrátt fyrir sinn létta leik kom Jeppaflokkurinn mönnum hér í vont skap fyrir sýningu. Miðasala var auglýst kl. 8, en hófst kl. 5. — Já, xnanni dettur bara í hug bragðvísi Jakobs skómakara í þessu sambandi. B. S. Allt míölið farið Mjög mikið hefur verið um skipakomur hingað til Neskaup- staðar að undanförnu, og hafa mörg skip oft verið hér samtím- is. I gærkvöldi var lokið við að skipa út mjölframleiðslu síldar- bræðslunnar, en hún nemur nú 2900 tonnum. Af lýsisframleiðslunni eru farin 1000 tonn og önnur 1000 í þann vegin að fara. Eru þá aðeins eftir rúm 200 tonn. staðreyndir um útsvarsálagning- una 1963, 1964 og 1965 og skipt- Sngu útsvarsbyrðarinnar milli einstaklinga og félaga. 1963 1964 1965 Álögð útsvör 5.801.800 7.766.000 13.200.000 Útsvör einstaklinga 5.180.400 6.814.700 5.945.400 Útsvör félaga 621.400 951.300 7.254.600 Hundraðshluti einstaklinga 89.29 87.75 .45.04 Hundraðshluti félaga ' 10.71 12.25 54.96 Útsvarsskráin er komin út Síldveiðin Að undanförnu hefur síldveiðin á Austfjarðamdðum verið mjög treg og var um skeið algjör ördeyða og lágu mörg skip í höfn, þó oftast væri sæmilegasta veður. Fjöldi báta. fór suður, en mikil veiði hafði verið við Vestmannaeyjar. Heldur lítið varð þó úr þeirri veiði. Síðustu dagana hefur verið ágæt veiði í Mýrabugt í grennd við Tvísker og Hrollaugseyjar. er þetta smá síld, en sæmilega féit. Hefur henni mest verið1 landað á sunnanverðum Aust fjörðum, en í fyrrakvöld tóku skip að koma með afla sinn til Norðfjarðar og hefur allmikið borizt að síðan. Síldarverk- smiðjan hóf bræðslu að nýju í gærkvöldi og hafði þá verið hráefnislaus síðan á laugardagskvöld. Vart hefur orðið við mikla síld, djúpt út af Langanesi, en hún er dreifð. Við breytt skilyrði má vænta veiði þar. Bátarnir sem fóru suður, eru nú teknir að koma austur aftur. Á miðin við Hjaltland fóru 20—30 skip og fengu sum sæmilega veiði. A. m. k. sum þessara skipa eru nú á Jeið hingað til lands aftur. Sumarsíldarverðið er miðað við svæðið frá Stokksnesi norð- ur um að Rit. Síldin sem veiðist í Mýrabugt, ér því verð- lögð sem Suðurlandssíld, 189 kr. málið. Skylt er að vigta þá síld. Hér á Norðfirði er ekki aðstaða til að vigta síld. Sama máli mun að gegna um Seyðisfjörð. Stjórn síldarverksmiðjunnar hér ákvað að bjóða kr. 210. 00 fyrir málið af þessari síld. íSamskonar ákvörðun mun hafa verið tekin af forráðamön num síldarverkdmiðjanna á Seyðisfirði. É|g veit ekki önnur dæmi þess að fyrirtæki hafi borið1 meirihluta útsvara og ræður hér úrslitum hið háa útsvar Síldarvinnslunnar hf„ en það fyrirtæki ber um 48,84% allra útsvara. 16% afsláttur Eftir að útsvör höfðu verið lögð á, voru þau öll lækkuð um rúmlega 16%. Ef lagt hefði ver- ið á fjölskyldubæturnar, hefði afslátturinn numið 18%. Áhrif lagabreytingarinnar Hér skulu tekin nokkur dæmi til að sýna hver áhrif lagabreyt- ingin og breyttar álagningarregl- ur hafa haft. Fremsta talan sýnir útsvörin eins og þau hefðu orðið eftir gömlu lögunum, næsta tala sýnir útsvörin eins og þau hefðu orðið eftir álagningarreglum í Neskaupstað í fyrra, þriðja talan sýnir útsvörin eins og þau hefðu orðið eftir núgildandi lögum að frádregnum fjölskyldubótum, og loks sýnir síðasta talan útsvar- ið eins og það er, með þeim af- slætti, sem veittur var. Hjón með 4 börn 36.800 33.100 18.700 15.700 — — 5 — 33.800 30.400 13.300 11.100 — — 6 — 49.300 44.400 26.700 22.500 — — 7 — 43.400 39.000 18.100 15.100 Einhleypingur 13.600 12.200 7.700 6.500 — 28.200 25.400 21.200 17.800 — 43.600 39.200 36.600 30.600 Þótt ástæða kynni að vera til fá nú ekki útsvar. Aftur að nefna fleiri dæmi, verðurþetta látið nægja, enda sanna þau full- komlega það sem áður var sagt um mikla lækkun útsvara fjöl- eru nú nokkru fleiri félög út- svarsskyld, eða 23, en voru 20 í fyrra. skyldumanna og láglaunamanna. Fækkun gjaldenda Einstaklingar, sem útsvar greiða, eru 406 talsins, en voru í fyrra 445. Fækkunin stafar af því, að allmargir, sem borið hefðu útsvar eftir fyrri reglum, Aðstöðugjöldin Aðstöðugjöldin nema kr. 3.369. 400.00, en voru áætluð kr.2.600. 000.00. I fyrra námu aðstöðu- gjöld kr.2.128.900.00. Eru þau því nú kr. 1.240.500.00 hærri en í fyrra og kr. 769.400.00 hærri en áætlað var.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.