Austurland


Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósialista ú Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 6. ágúst 1965. 30. tölublað. Alþýðusamtökin • !• skcrttamálin Beinir skattar og óbeinir Hið opinbera þ. e. ríki og sveit- arfélög, fasr allar sínar tekjur með einhverju móti frá þegnun- Tun í mynd hinna margbreyti- legustu skatta. Eftir eðli sínu skiptast skatt- arnir í tvo aðalfl. beina skatta og óbeina. Sem dæmi um beina skatta má nefna tekjuskatt og útsvar, en sem dæmi um óbeina skatta má nefna tolla og sölu- skatt. Raunar er til þriðji flokk- urinn, nefskattar. Til dæmis um þá má nefna iðgjald til almanna- trygginga. Beinir skattar eru lagðir á tekjur og eignir en óbeinir á neyzlu. f Baráttan um það hvernig skipta skuli skattabyrðinni milli þjóðfélagsstéttanna, er snar þátt- ur dægurbaráttunnar í þjóðfélag- inu. , .' 3 Beinir skattar hagsmunamál hinna fátæku Um það ætti ekki að þurfa að deila, að það er mikið hagsmuna- mál fyrir hina láglaunuðu og þá sem marga hafa á framfæri, að skattheimtan fari sem mest'fram í formi beinna skatt'a. Maður með lág laun og stóra fjölskyldu greiðir litla eða enga beina skatta, en því hærri óbeina því fleiri, sem hann hefur á framfæri. Ellilífeyrisþegi, sem hættur er störfum, greiðir enga beina skatta, en óbeinu skattarnir eru honum þungbærir. Fyrir þetta fólk og annað, sem líkt stendur á fyrir, er mikið hagsmunamál, að óbeinir skattar séu sem lægstir. Aftur á móti er það mikið hagsmunamál fyrir hálaunamenn og auðmenn, að skattheimtan fari sem mest fram í formi ó- beinna skatta. Þeir þurfa ekki að greiða hærri skatta af lífsnauð- synjum sínum en láglaunamenn- irnir. Aftur á móti mundu þeir þurfa að greiða imargfalt hærri beina skatta. Stefna ríkisvaldsins Um nokkur undanfarin ár hef- ur stefna ríkisvaldsins í skatta- málum verið sú, að draga sem mest úr beinum sköttum en þyngja að sama skapi hina óbeinu neyzluskatta. Sem dæmi um þessa þróun má benda á hinn ört hækkandi söluskatt. Sveitarfé- lögin hafa líka verið gerð háð hinni óbeinu skattheimtu með því að veita þeim aðild að söluskatt- inum og vegafénu sem að veru- legu leyti er innheimt sem óbeinn skattur. Er þar klóklega að farið. Þessi stefna ríkisvaldsins er skiljanleg og eðlileg. Ríkisvaldið er tæki ráðandi stéttar og því tæki beitir hún miskunnarlaust til framdráttar hagsmunum sín- um. Islenzka ríkisvaldið er í höndum auðstéttarinnar. Óbeinir skattar eru í samræmi við hags- muni hennar. Því leitast hún við' að koma þeim á. Stefna alþýðusamtakanna Það hefur alltaf verið stefna verklýðssamtakanna og Sósíal- istaflokksins að stórlækka bæri og afnema tolla á nauðsynjavör- um almennings. Sú hefur líka ver- ið stefna þeirra, að undanþiggja ætti beinni skattlagningu eðlileg- ar þurftartekjur. Af þessu leiðir, að þessi samtök og Alþýðubanda- lagið eftir tilkomu þess, hafa beitt sér af alefli gegn hinni gegndarlausu skattheimtu ríkis- ins í mynd síhækkandi söluskatta, og fyrir lækkuðum sköttum á láglaunafólki og hækkuðum persónufrádrætti. Stundum hefur þessi barátta borið góðan árangur og má nefna tvö dæmi frá síðasta þingi. Stjórnin lagði fram lagafrum- varp um stórhækkaðan söluskatt. Verklýðssamtökin lýstu yfir því, að þau teldu júnísamkomulagið rofið, ef frumvarpið yrði sam- þykkt óbreytt. Sá stjórnin sér þann kost vænstan, að' fella nið- ur þann hluta söluskattsins, sem verklýðssamtökin töldu brjóta gegn júnísamkomulaginu. Sjálf- sagt er að viðurkenna, að við þetta tækifæri sýndi forsætisráð- herra ekki svo lítil hyggindi.. Þó sigur verklýðssamtakanha í þessu máli hafi ekki verið mjög mikill í krónum talið, sýndi hann þó hvers þau eru megnug, ef þau sýna fulla einbeittni og sam- stöðu. Verklýðsfélögin höfðu sett fram þá kröfu, að verulegar um- bætur yrðu geiðar á skattalög- gjöfinni, þannig að tekjuskattur og útsvar á lágtekjur yrðu stór- lækkuð, persónufrádráttur stór- hækkaður og skattar á gróða hækkaðir. I þessu máli vann verklýðs- hreyfingin að mínum dómi stór- sigur þótt hún hafi sjálf viljað gera lítið úr honum. Strax eftir að kunnugt varð um ákvæði lag- anna varð mér, og sjálfsagt öll- um öðrum forstöðumönnum sveit- arfélaga Ijóst, að þau hlutu að leiða til mjög mikilla breytinga á útsvarsálagningu. Þetta álit hef- ur hlotið staðfestingu við álagn- ingu útsvara í vor og sumar. Það er staðreynd sem ekki verður á móti mælt, að útsvör láglauna- manna og manna með mikla ó- megð hafa stórlækkað. Það er líka ómótmælanleg staðreynd, að þó nokkur hluti útsvarsbyrðar- innar hefur verið fluttur af ein- staklingum yfir á félögin. Verklýðssamtökin eiga ekki að vanmeta þennan sigur sinn. Þau eiga að halda honum á lofti og vera stolt af honum. Samanlagt hygg ég að hann spari láglauna- mönnum ekki svo miklu færri krónur en þeir unnu með 4% kauphækkun. Vömmst öfgarnar Það er staðreynd að þjóðfé- lagsþegnarnir verða að leggja hinu opinbera til mikið fé svo það sé fært um að rækja þær skyld- ur, sem við teljum það eiga að rækja við okkur. Verklýðssam- tökin og stjórnmálas'amtök al- þýðunnar mega því ekki gera sig sek um þær öfgar, að vera á móti öllum sköttum. Þau þurfa að gera sér það fullljóst, að um tvær meg- instefnur í skattamálum er að ræða, beina skatta eða óbeina. Að vera á móti öllum sköttum er ábyrgðarleysi og á þá, sem taka þá stefnu, verður ekki hlust- að til lengdar. 1 skattamálum sem og öðrum málum, verður verk- lýðshreyfingin og flokkur hennar að koma fram af fullu raunsæi og ábyrgðartilfinningu gagnvart alþýðu landsins. Framhald á 2. síðú. Vatnsveitu- efni komið Um síðustu helgi kom Dranga- jökull hingað með 3000 m. af 10 tommu víðum asbestpípum til Vatnsveitu Neskaupstaðar. Pípur þessar á að leggja frá borholun- um í Ingunnarveitu og tengja þær bæjarkerfinu ,til bráðabirgða við Shellportið. Síðar væntanlega næsta sumar, verður leiðslan lengd um 1200 m. úteftir, þangað sem stór vatnsgeymir verður byggður í grend við réttina. Þessar framkvæmdir ber að skoða sem fyrsta áfanga full- kominnar vatnsveitu. Ekki er hægt að gera sér vonir um, að nægilegt vatn fáist úr þeim hol- um, sem þegar hafa verið borað- ar. Víst má telja, að leita verði lengra inn í sveit og yrði það þá þriðji, og væntanlega síðasti á- fanginn. Kostnaður við vatnsveitufram- kvæmdir, sem ráðgerðar eru í ár, er áætlaður kr. 2.800.000.00. Góður afli við Langanes Nokkrir smærri bátar héðan frá Neskaupstað, hafa í sumar fiskað með handfærum við Langa- nes, var heldur tregur afli fram- an af, en í júlímánuði hefur ver- ið afbragðs afli. Bátarnir hafa verið frá 3—5 daga í veiðiferð og fengið uppí rúm 2 skippund á mann yfir dag- inn. Einn bátur, Stígandi NK. 33 hefur farið tvo túra með línu norður að Langanesi og rótfisk- aö. T. d. fékk hann í seinni túrn- um 26 skippund. á 40 bjóð. I þessu tilefni er rétt að ympra á þeirri hugmynd hvort ekki væri tilvalið fyrir bæjarstjórn eða æskulýðsráð að gera út skólaskip héðan með handfæri og jafnvel línu yfir sumarið. Eitt er víst að það væri imjög þroskandi fyrir unga stráka að vera á slíku skipi undir góðri leiðsögn og hand- leiðslu. L t Haft er í flimtingum að útsvörin hafi verið hekta umræðuefni bæjarbúa síð- lustu viku; að flestir telja sig geta unað bærilega við sinn skammt; að þó séu margir óanægðir, vegna þfess hve skanuntur annarra er Iúsalegur og þó einkum yfir sumum þeirra, sem engan skamint fá.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.