Austurland


Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 06.08.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 6. ágúst 1965. Alþýdusamtökin... • Framh. af 1' . síðu. Af hálfu alþýðusamtakanna á aldrei að snúast gegn beinum sköttum. Þau eiga að krefjast réttlætis í skattlagningu og upp- rætingu skattsvika. Þau verða að' gera sér það ljóst, að krafa um almenna lækkun beinna skatta, er óbeinlínis krafa um hækkun þeirra óbeinu. Skattlagning yfirvinnukaups Oft heyrist því haldið fram, að ósanngjarnt sé að skattleggja yfirvinnukaup. Það er sagt, að menn hafi lagt mjög hart að sér með öflun þess og sé réttmætt, að það sé að1 einhverju eða öllu undanþegið skattlagningu. Verk- lýðssamtökin hafa tekið undir þessa kröfu og, að ég hygg, gert að sinni. Svo langt komst þetta, að Alþingi setti lög um skatt- fríðindi yfirvinnukaups, en þau lög komu aldrei til framkvæmda. Élg álít, að verlýðssamtökin séu á villigötum, er þau krefjast skattfrelsis yfimnnnukaups og ég vara þau aivarlega við, að halda áfram á þeirri braut. Élg veit ekki betur en allir séu á einu máli um það1, að hinn of- boðslega langi vinnudagur ís- lenzks verkafólks sé böl. Verk- lýðssamtökunum er þetta áreið- anlega ljósast allra. Skattfrelsi einhvers hluta yfirvinnukaups- ins mundi stórauka eftirsóknina eftir yfirvinnu og vinnuþrældóm- ur mundi enn aukast. Krafan um skattfríðindi fyrir yfirvinnuna er í mínum augum krafa um aukna yfirvinnu. I mínum augum er hin gegnd- arlausa yfirvinna hér á landi of- boðsleg sóun á vinnuafli, verð- mætustu eign okkar. Rökrétt væri að skattleggja þessa sóun sem og aðra sóun verðmæta og láta atvinnurekendur sem að þarflausu bruðla með vinnuafl verklýðsins, vegna þess hve ódýrt það er, borga háa skatta fyrir slíka sóun. Mundi það líklega verða til þess, að skjótt dragi úr yfirvinnunni og verkafólk færi að sinna því meira, að fá sómasam- leg laun fyrir dagvinnuna í stað þess að mæna á yfirvinnukaupið og jafnvel heyja verkföll til að fá næturvinnukaupið sem hæst á sama tíma og það sættir sig við tiltölulega litla hækkun dag- vinnukaups. Jmturlmd i Lausasala kr. 5.00 ; Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Stefna alþýðunnar í skatta- málum Um þetta efni má skrifa mjög langt mál, því margs er að gæta og margar hliðar á hverju atriði. Rúmsins vegna verð ég að láta staðar numið, en vera má, að tækifæri gefist til að gera fleiri atriðum skil síðar. Að lokum vil ég draga saman það, sem ég tel að eigi að vera meginatriðin í stefnu alþýðusam- takanna í skattamálum: 1. Afnám eða mikil lækkun tolla og söluskatts af lífsnauð- Aðalfundur S. A. K. var hald- inn í Húsmæðraskólanum Hall- ormsstað dagana 26.—28. júní 1965. Mættir voru 21 fulltrúi frá 23 sambandsdeildum, auk stjórnar- innar og nokkurra gesta. Sam- bandið telur nú 600 meðlimi. Formaður Kvenfélagasambands Islands, frú Helga Magnúsdóttir Blikastöðum, mætti á fundinum og kynnti starf K. I., gaf einnig ýmsar upplýsingar um „Leiðbein- ingastöð húsmæðra“ að Laufás- vegi 2 Reykjavík, og talaði al- mennt um gildi ýmissa mála, er varða starfsemi kvenfélaganna. Áhugi S. A. K. beinist aðallega að uppeldismálum og öðrum vel- ferðarmálum:. Svo sem að komið verði á sem fyrst sumarbúðum fyrir unglinga, og reist dvalar- heimili fyrir aldrað fólk á Aust- urlandi. Sambandið hefur á sínum veg- um Heilbrigðismálasjóð', er safnar fé til starfsemi sinnar með merkjasölu og frjálsum framlög- um einstaklinga og sambands- deilda. Þess skal getið að á s. 1. ári voru veittar úr sjóðnum kr. 20.000.00 til Sjúkrahúss Seyðis- fjarðár. Á aðalfundinum færði kvenfé- lagið ,,Döggin“ Eskifirði, S.A.K. Kr.5000.00 til Styrktarsjóðs Hall- ormsstaðarskóla, en sá var stofn- aður fyrir nokkrum árum sem minningarsjóður um austfirzkar konur. Gjöfin var til minningar um nokkrar látnar merkiskonur á Eskifirði. Einnig gáfu þær systur Friðný ogL Auður Ingólfsdætur Eskifirði kr. 5000.00 í sama sjóð, til minningar um Friðrikku Sæ- mundsdóttur fyrrverandi for- mann S. A. K. Tvær orlofsvikur voru haldnar í Húsmæðraskólanum Hallorms- stað eins og undanfarin ár, voru þær báðar fullskipaðar. Kvenfé- lag Vallnahrepps bauð konum á synjum almennings, svo sem al- gengum matvörum, fatnaði og efni til íbúðabygginga. 2. Eigi séu lækkaðir tollar á ýmiskonar varningi, sem ekki telst nauðsynlegur eða þarfur, og ekki heldur á varningi, sem kepp- ir við íslenzka framleiðslu, ef sú framleiðsla telst réttlætanleg frá þjóðfélagslegu sjónarmiði. 3. Persónufrádráttur við álagn- ingu tekjuskatts og útsvars sé jafnan í samræmi við raunveru- legan framfærslukostnað. 4. Lágtekjur séu skattlagðar mjög vægt, en hátekjur og gróði séu látin sæta hárri skattlagn- ingu. fyrri orlofsvikunni til kvöldfagn- aðar að Iðavöllum, en Leikfélag Neskaupstaðar sá um kvöldvöku á þeirri síðari. Formaður orlofs- nefndar er Guðrún Sigurjónsdótt- ir, Neskaupstað. Þá voru haldin föndurnám- skeið hjá nokkrum félagsdeildum, kennari var Helga Marselíus- dóttir frá Isafirði. Stjórn sambandsins skipa eftir- taldar konur: Form. Sigríður Fanney Jónsdóttir Egiisstöðum, ritari Sigurrós Oddgeirsdóttir Reyðarfirði og gjaldkeri Ásdís Sveinsdóttir Egilsstöðum. Frá Seyðisfirði Seyðisfirði 3. 8. J.S/Ö.S. Síldin Hingað hafa nú borizt 210 þús. mál síldar og saltað hefur verið í 19 þús. tunnur. Af þessu magni hefur S. R. tekið á móti 160 þús. málum, en 37 þús. mál af því hafa verið flutt norður. Síldar- verksmiðja Hafsíldar hf. hefur tekið á móti 50 þús. málum. Vinnsla í verksmiðjum hefur gengið vel og eru afköst S. R. 7500 mál á sólarhring, en Haf- síldar, 2500 mál. Hæstu söltunarstöðvarnar eru: Hafaldan 3659 tunnur, söltunar- stöð Valtýs Þorsteinssonar 3432 tunnur og Sunnuver 2810 tunnur. Hér var komið mjög margt af aðkomufólki, en eitthvað af því hefur farið aftur í ördeyðunni nú undanfarið. Afbragðs línufiskirí Batnandi veiði í Austurdjúpi Dágóð síldveiði hefur verið í þessari viku í Austurdjúpi, en síldin er mjög blönduð. Þó er saltað eins og færf þykir. Nú er farið aö salta smærn síld en áð- ur fyrir Svíþjóðarmarkað. Sænsk- ir siidarkaupmenn mimu nú farn- ir að óttast, að þeir fái ekld það magn síldar, sem þeir hafa samið um. Þessvegna hafa þeir fallist á að taka smærri síld. Engin síld hefur enn verið seld til Sovétríkjanna, sem um mörg ár hafa verið í röð þeirra þjóða, sem mesta saltsíld hafa keypt frá Islandi. En nú er íslenzk við- skiptanefnd stödd í Moskvu og mun reyna ao gera samning um síldarsölu. Síldveiðum við Hrollaugseyjar mun nú að mestu hætt og mun það engum harmsefni. Síldin sem þar veiddist, sem og síldin, sem veiddist við Suðvesturland, var smásild og flestir telja, að veiði hennar í stórum stíl sé rányrkja, sem hljóti að hefna sín. Mikil síld er komin á land á Austfjörðum, frá Seyðisfirði og suður úr. Hingað til Norðfjarðar hafa borist um 160 þús. mál. bræðslusíldar og er það litlu minna en á sama tíma í fyrra. En afurðirnar eru miklum mun minni, því síldin, sem nú veiðist, hefur verið miklu verra hráefni og lýsið, sem fæst úr hverju máli, miklum mun minna. Söltun er nú miklu minni en á sama tíma í fyrra. Veldur því, eins og áður er sagt, smæð síld- arinnar. bátur með línu og hefur hann fiskað afbragðs vel, eða 7—9 skippund í róðri. Þeir sem eru svona aflasælir eru Ágúst Sigur- jónsson og Guðmundur Emilsson, en eiginkonur þeirra sjá um beit- inguna. Vatnsveitan Unnið hefur verið af kappi að nýju vatnsveitunni og er langt komið að leggja aðalstofninn sem er um 2 1/2 km. en í hann eru notuð 12“ asbeströr, en síðan verða lagðir 4 1/2 km. af 8—10“ rörum út með firðinum, að norð- an og sunnan, en Asbeströrin eru að mestu fengin frá Belgíu og þykja mjög góð. Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu er vatnið tekið úr gömlu rafveitustíflunni innan við Fjarðarsel og er fallhæðin um 71 m. Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen hefur séð um teikn- ingar og útreikninga í sambandi Héðan hefur róið einn 9 tonnavið verkið. Bjarni Þórðarson. Frá Sambandi Aust- firzkra Kvenna Hvað er í fréttum?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.