Austurland


Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalistu á Austurlundi 15. á argangur. Neskaupstað, 20. ágúst 1965 32. töluþlað. Skógarsamkoma UÍA í Atlavík vísar nýja braut Það er hægt að halda útisam- komur án drykkjuskapar Kætt við þrjá stjórnarmenn U. 1 .A. Kvöldið eftir samkomuna voru þeir samankomnir hjá mér stjórn- armenn UlA, Kristján Ingólfs- son, Jón Ólafsson og Magnús Stefánsson, og urðu þeir góðfús- lega við 'þeirri beiðni að segja lesendum Austurlands frá ýmsu varðandi samkomuna. Við byrjum á að tala við Jón Olafsson, sem var yfirlögreglu- þjónn á samkomunni. — Þú hefur langa reynslu af Atlavíkursamkomum ? — Já ég hef verið lögreglu- þjónn á samkomunni hér undan- farin ár, en kom fyrst sem gest- ur á þetta mannamót árið 1942. — Hvaða samlíkingar viltu helzt gera á þessum samkomum fyrr og síðar? — Ég vildi segja það helzt, að er það, að' þau koma frá fólkinu sjálfu. Langmestur hluti fólks kom á samkomuna vínlaus og með það fyrir augum að skemmta sér án áfengis. Þó að teknar séu á leiðinni inn á svæðið milli 50 og 60 flöskur af víni, að slöttum meðtöldum, og teknir séu úr um- ferð á svæðinu og fjarlægðir á 2 sólarhringum 43 menn, þá má benda á það, að af þessum 43 mönnum hefur ei nema tæpur helmingur verið það ölvaður, að þeir hafi vakið athygli á sér fyrir það. — Hinn hlutinn? — Það voru ýmist menn, sem við nánari athugun reyndust hafa smakkað áfengi, eða höfðu sézt drekka það. — Hverja telur þú vera höfuð- ástæðuna fyrir breyttu ástandi í þessum efnum? að ræða. Ég hef sérstaklega í huga, hve prúðmannlega margir hinir lítið drukknu menn tóku af- skiptum lögreglunnar. — Hver var lögreglustyrkur- inn? — Það voru 13 lögregluþjónar og svo allstór hópur gæzluliða U. í. A., sem reyndust sérstak- lega vel og gerðu þessum fáu lögreglumönnum fært að ná þeim árangri, seim raun varð á. Svo mælti Jón Ólafsson. Nú spyrjum við þá stjórnar- mennina Kristján Ingólfsson og Magnús Stefánsson, um aðdrag- anda samkomunnar og sitt hvað varðandi framkvæmd hennar. Þeir svöruðu spurningum mínum ýmist hvor í sínu lagi eða báðir. — Hvenær var ákveðið að halda þessa samkomu? Á ársþingi sambandsins 1964. — Hefur þetta ekki haft í för með sér mikinn undirbúning? — Hér verður Magnús fyrir svörum: — Jú, þetta hefur tekið langan tíma og hvíldi langmest á herðum Kristjáns Ingólfssonar. Starfið r..... ^~—¦ ¦ ' ' - ': - ' - ' .„_„._, maður hefur á undanförnuim ár- um horft með kvíða og hryHingi á sívaxandi drykkjuskap ungl- inga á þessum útisamkomum. En þessi samkoma núna táknar alger umskipti. Ég vildi taka fram í sambandi við þetta, að það ánægjulegasta við þessi umskipti — Ég tel fyrst og fremst, að hér sé um það að ræða, að fólki sé farið að ofbjóða, fyrst og fremst drykkjuskapur tmglinga og einnig drykkjuskapur almennt á mannamótum. Auk þess var það mjög vel auglýst, að hér væri um áfengislausa samkomu Húsmæðra- fkór.nn á Hailormsstað. hefur verið ákaflega erfitt, ekki sízt fyrir það, hve allt þarf að sækja uin langan veg. Ennfremur hefur verið erfitt um samstarf milli stjórnarmanna vegna f jarlægða — og svo marga Framhald á 2. síðu. Slippbyggingin að lieíjast Nú er unnið að undirbuningi slippbyggingarinnar og eru fram- kvæmdir í þann veginn að hefj- ast. Verkstjóri, er Guðmundur Hjartarson, Hafnarfirði, og 4 menn með honum, eru komnir til bæjarins og fleiri eru væntanlegir á næstunni. Kafari, sem vinna mun við verkið, kemur í næstu viku. Allt timbur í undirstöður er hingað komið1 og brautarteinar koma í næsta mánuði, og er það hið fyrsta, sem kemur af pólsku vörunum, en allur tækniútbúnað1- ur er keyptur frá Póllandi. BAN íær lán íyrir 4 íbúðum Formaður Byggingafélags |a2- þýðu, Neskaupstað, Sigurður 'Guðjónsson upplýsir, að utmsókn félagsins um lán til byggingar fjögurra íbúða, hafi verið sam- þykkt. Lán út á hverja íbúð mun verða 450 þús. kr. Væntanlega verður bygging íbúðanna hafin í haust. Lítil veiði í nótt I gær fór meiri hluti síldveiði- skipanna, sem undanfarna daga hefur legið á Austfjarðahöfnum, út á miðin. Veiði var lítil í nótt. Nítján skip fengu 6.900 mál og tunnur í Reyðarfjarðardýpi og á Jan Mayen — svæðinu. HaudknattleíksdeiJd kvenna stofnuð I vor og surnmr hefur verið mikill áhugi meðal Þróttar- stúlkna fyrir handknattleik eins og raunar oft áður. Hafa margar stúlknanna lagt á sig allmikla vinnu og æft vel, þegar hægt hefur verið að koma því við. Ár- angurinn af þessu starfi lét held- ur ekki á sér standa því eins og frá var skýrt í síðasta blaði, sigraði liðið héðan á ÍVustur- landsmótinu sem haldið var á Stöðvarfirði í júlímánuði s. 1. og flutti með sér he'm bikar þann er WOi var keppt. Hinn 9. ág. stofn- uöa svo stúlkurnar með sér handkn.dsild innan Þróttar til eflingar starfsemi sinni. Þess skal getið að ýmsir aðilar hér í bæ, hafa heitið stúlkunum liðsinni sínu sem verðugt er, til að bæta atstöðu til æfinga og hefur Ósk- ar Jónsson, framkv.stj. riðið á vaðið imeð því að færa þeim að gjöf frá Dráttabrautinni hf. ,,mörk" haglega gerð, og vilja stúlkurnar færa Óskari og fyrir- tækinu alúðarþakkir fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Form. hinnar nýstofnuðu deildar er Elma Guðmundsdóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.