Austurland


Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 20.08.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 20. ágúst 1965. t Á að hætta síldarleitinni? I sumar hafa þrjú skip verið við síldarleit fyrir Austurlaudi. Eru það Ægir, Hafþór og Pétur Thorsteinsson. Nú er það haft eftir góðum heimildum, aö tvö þessara skipa, Ægir og Pétur Thorsteinsson, séu í þann veginn að hætta síldar- leitinni og verður þá Hafþór einn eftir. Er því borið við, að fjár- veiting til síldarleitar sé á þrot- um. Þetta eru furðuleg tíðindi og sýna það eitt hve fádæma skamm- sýnir menn fara feð stjórn sjáv- arútvegsmálanna og hve stein- blindir þeir eru á gildi síldarleit- arinnar og síldveiðanna. Verður því ekki trúað að óreyndu, að þessar fyrirætlanir verði látnar koma til framkvæmda. Þessi rík- isstjórn er svo oft búin að mis- bjóða síldveiðisjómönnum og ganga á rétt þeirra, að skynsam- legast væri fyrir hana að vega ekki enn í saimia knérunn. Engum blandast hugur um, að síldarleitin er mjög mikilsverð fyrir veiðarnar og það þyrfti að auka hana fremur en draga úr henni. Að hætta síldarleit nú, þegar ef til vill mest á ríður, er beint tilræði við þennan atvinnu- veg. Nú er t. d. vitað, að ekki hefur enn verið saltað nema fjórðungur þess síldarmagns, sem seldur var fyrirfram. ^ Hagsmunir allrar þjóðarinnar krefjast þess, að allt sé gert, sem unnt er, til þess að árangur síld- veiðanna verði sem beztur. Síld- veiðisjómenn, útgerðarmenn, salt- endur, verksm.eigendur, verka- fólk og yfirleitt þjóðin öll, eiga að taka höndum saman um að koma vitinu fyrir forráðamenn sjávarútvegsmálanna. Það er auð- velt, ef imenn eru samtaka. Það sýndi sig í vor, er sjómennirnir neyddu ríkisstjórnina til að ógilda bráðabirgðalög, sem stefnt var gegn hagsmunum þeirra, að- eins örfáum dögum eftr að þau voru sett. Það má ekki láta neina skrif- stofugreifa í Reykjavík, sem hafa pottlok fyrir himin, ráða því, að síldarleitinni verði hætt. og fyrirslátturinn, að fjárvteit- ingin til síldarleitarinnar sé búin, er blátt áfram hlægilegur. Síldar- leitinni á að halda áfram, hvað sem hún kostar og það kemur ! Ný kaup- greiðsluvísitala Ný kaupgreiðsluvísitala geng- ur í gildi 1. sept. n. k. Hækkaði vísitalan um 2 stig og er nú 171 stig. Grunnlaun hækka um 4.88% og verður almennt kaup verka- manna í Neskaupstað kr. 41.02, en er nú 39.64, hækkar um 48 aura á klukkustund. ekkert málinu við, hvort kostnað- ur fer fram úr áætlun, eða ekki. Það fé, sem eytt er í síldarleit- ina, keimur margfalt aftur í rikis- kassann, svo ekki sé minnnst á stórfelldan hagnað. þjóðfélags- þegnanna. Síldarleitin er senni- lega arðbærasta fjárfestingin, sem þjóðin hefur lagt í og ætti að spara á flestum útgjaldaliðum ríkisins fremur en síldarleitinni. Raunar er það til skammar, að þeir, sem að síldarleitinni og öðr- um fiski- og hafrannsóknum starfa, skuli ekki búa við imiklu betri starfsskilyrði, en raun er á. Fyrir fiskveiðaþjóð ætti það að Fyrir nokkrum árum ákvað 'Eimskipafélag Islands að sigla beint frá útlöndum á fjórar ís- lenzkar hafnir, eina í hverjum landsfjórðungi. Hafnir þessar eru Reykjavík, Isafjörður, Akureyri og Reyðarfjörður. Verða beinar siglingar á þessar hafnir frá Bretlandseyjum, meginlandi Evr- ópu og öoru hvoru frá Ameríku. Auk þess verður siglt beint á aðr- ar hafnir, þegar nægur flutningur býðst. Vafalaust verður þetta nýja fyrirkomulag til mikilla bóta frá því sem nú er. En í frétt Eim- skipafélagsins um málið, er ekki minnst á hvernig það ætlar að dreifa vörunni frá umhleðsluhöfn- unum á aðrar hafnir. Til þess að vel sé, verður félagið að gera út strandferðaskip til að dreifa vör- unni. Að öðrum kosti kemur þessi úrbót að itakmörkuðum notum fyrir aðra en þá, sem á umskip- unarhöfnunum búa og í næsta nágrenni þeirra. það er t. d. vafa- mál hvort hagkvæmara er fyrir Norðfirðing, að eiga vörur sínar í vörugeymslum Eimskips í Reykjavík eða á Reyðarfirði og undar vissum kringumstæðum getur verið hagkvæmara að hafa hana í Reykjavík. Þá væri fróðlegt að fá það upp- lýst hver bera skal kostnaðmn af dreifingu vörunnar. Á t. d. Esk- firðingur, Norðfirðingur eða Seyðfirðingur að borga kostnað við að flytja vöruna með Esju frá Reyðarfirði? Sé svo, búa þeir við verri viðskiptakosti en Reyð- firðingar. Væntanlega sér Eimskipafélag- ið, að slíkt fyrirkomulag hlýtur að verða óvinsælt. Og væntanlega setur það einhvern Fossinn í strandsiglingar vegna vörudreif- ingar frá umhleðsluhöfnunum, eða kaupir til þess skip við hæfi. Fyrir Eimskipafélagið sjálft teljast alveg sjálfsagt, að fá fiskifræðingunum fullkomin rann- sóknarskip til að vinna á. Mundi þá árangurinn af starfi þeirra enn meiri. Skip þau, sem þeir þurfa að nota, eru smíðuð til allt annarra þarfa. Að fenginni reynslu í fyrra, binda menn miklar vonir við haust- og vetrarsíldveiði á Aust- fjarðamiðum. Nauðsynlegt er að knýja það fram, að þá verði gerð út síldarleitarskip svo að viðun- andi sé. Og það imætti kannske spyrja hvað þessi að endemum fræga ríkisstjóm okkar hyggst gera við getur þetta fyrirkomulag verið dálítið varasamt, ef það ekki tryggir sjálft greiða og ódýra dreifingu vörunnar. Það á þá á hættu, að önnur skipafélög, sem bjóðast til að sigla beint á hafn- irnar, nái frá því flutningi. En hvað sem þessu líður, er hér um imerka tilraun að ræða til að losa okkur dreifbýlismenn undan því ófremdarástandi, að þurfa að flytja mestan hlutann af vörum okkar til Reykjavíkur. Það er mest undir Eimskipafélag- inu sjálfu komið hvernig þessi tilraun heppnast. Fyrir Reyðarfjörð og Reyðfirð- inga hefur það auðvitað mjög mikla þýðingu, að sá staður varð fyrir valinu sem umskipunarhöfn. Sveitarfélag þeirra, ekki síst hafnarsjóður, hljóta að hafa af þessu verulegar tekjur beint og óbeint og mikil atvinna hlýtur að fylgja umhleðslustöðinni. Lík- lega myndast á Reyðarfirði sér- stök stétt hafnarverkamanna. Eysteinn til Búlgaríu Fyrsti þingmaður Austfirðinga, Eysteinn Jónsson, fór í fyrradag til Búlgaríu í boði bændaflokks- ins þar og mun það í fyrsta skipti, sem Eysteinn fer austur fyrir tjald. Ekki er frá þessu sagt vegna þess, að blaðinu þiki það tiðind- um sæta á þessari miklu utan- faraöld, að Eysteinn Jónsson bregður sér út fyrir landsstein- ana. En hitt kunna ýmsir, sem trúað hafa því, að í Búlgaríu væri Kommúnistaflokkurinn eini leyfði flokkurinn, að telja til tíð- inda, að þar skuli vera bænda- flokkur, sem boðið getur for- imanni íslenzka bændaflokksins opinberlega í heimsókn. Ægi. Bíða hans einhver meir að- kallandi verkefni en síldarleitin ? Blaðið hefur frétt, að mikill kurr sé upp kominn í hópi síld- arskipstjóra út af þeim fyrirætl- unum að láta tvö af þremur leit- arskipum hætta að fylgjast með síldargöngum. Hafa sumir þeirra haft við orð, að sigla ætti öðru sinni á þessu sumri suður til að koma vitinu fyrir ráðamenn. En bezta ráðið væri að af- munstra ríkisstjórnina og alla þá, er stjórna sjávarútvegsmálunum, og ráða í rúm þeirra menn, sem eitthvað kunna til þessara verka og eitthvert skynbragð bera á þarfir sjávarútvegsins og sjó- imannanna. Fá 4 prós. hækkun Samningar hafa tekist milli fjármálaráðuneytisins og B. S. R. B., að starfsmenn ríkisins skuli fá 4% launahækkun frá 15. júlí sl. að telja. Einnig var um það samið, að þeir starfsmenn, sem fram að þessu hafa haft 48 klst. vinnuviku skuli framvegis búa við 44 stunda vinnuviku og er það í samræmi við vinnutíma verkamanna eftir samningana í vor og sumar. Þó samningar þessir gildi að- eins fyrir ríkisstarfsmenn má þó fullvíst telja, að hann verði einn- ig látinn ná til starfsmanna sveit- arfélaga. Síldaraflinn um síð- ustu helgi I lok síðustu viku var síldar- aflinn á sumarsíldveiðunum fyrir Austurlandi orðinn 1.434.685 mál og tunnur. Á sama tíma í fyrra var aflinn 1.825.933 mál og tunn- ur. Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér segir: I salt 103.517 upp- saltaðar tunnur (I fyrra 226194), í frystingu 6.291 uppmældar tunnur (24.494) og í bræðslu 1.324.877 mál (1.575.195). Viku- aflinn síoustu viku varð 118.929 mál og tunnur. Síldveiðin hefur verið mjög treg að undanförnu hér við land. Aftur á móti hefur frétzt um mikla veiði við Norður—Noreg og héldu nokkur íslenzk skip þangað í fylgd með síldarflutn- ingaskipi. Bræla hefur verið á síldarmið- unum hér fyrir austan síðustu daga og mörg skip í höfn. Margir sjómenn ætla, að síld muni fást þegar veiðiveður kemur aftur og vænta, að þá hafi þau skilyrði skapast í sjónum að síldin, sem talsvert virðist af í sjónum, taki að veiðast. Og það vonum við öll. Nokkrir dagar eru síðan síldar- verksmiðjan í Neskaupstað lauk bræðslu og líklega eru allar síld- arverksimiðjur á Austfjörðum nú verkefnalausar. Umskipnnarhöln á Reyðarfirði

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.