Austurland


Austurland - 27.08.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 27.08.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 27. ágúst 1965. 33. tölublað. Alvarlegar horíur í Norðf j.sveit vegna kalskemmda í túnum — Sameiginlegt vandamál framleiðenda og neytenda Áður hefur verið frá því skýrt hér í blaðinu og víðar, að kal hafi valdið miklum túnaskemimd- um hér á Austurlandi. Kal- skemmdir þessar hafa dregið mjög úr heyöflun og skapað al- varlegt ástand fyrir austfirzkan landbúnað. Ofan á þetta bætist svo erfið heyskapartíð ogersýnt, að mjög mikið fóður vantar til þess að bændur geti haldið bú- um sínum í horfinu. Af hálfu hins opinbera hefur verið skipuð nefnd til að athuga ástandið og gera tillögur um úr- bætur. Hefur nefnd þessi ferðast um Austurland og kannað málið. Vantar 5.500 hesta í Norð- fjarðarsveit Hvergi er ástandið eins alvar- legt og í Norðfjarðarsveit. Þar eru kalskemmdir mestar og fer ekki hjá því, að alvarlegt ástand skapast hjá bændum þar, ef ekki verða gerðar róttækari ráðstaf- anir. Og minnkandi mjólkurfram- leiðsla hlýtur að leiða til þess, að imjólkurskortur verður í vet- ur í Neskaupstað. Að mati trúnaðarmanna hins opinbera ventar 5.500 hestburði af heyi í Norðfjarðasveit til þess að bændur geti haldið búum sín- um óskertum. Vegna góðs árferð- is sunnanlands hefur heyfengur verið þar með mesta móti og er mikið framboð á heyi. það er því hægt að leysa þennan vanda, ef bændum yrði gert kleift að kaupa hey án þess að reisa sér hurðar- ás um öxl. Kostar 1.4 millj. kr. Eftir þeim upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, kostar heyið í hlöðu í sveitum syðra kr. 1-50 kg. Ætla má, að binding heyjanna, flutningur á útskipun- arhöfn, flutningsgjöld og upp- skipun, kosti kr. 1.00 á hvert kíló. Mundi þá það hey, sem talið er að bændur í Norðfjarðarsveit skorti kosta kr. 1.375.000.00 kom- ið á bryggju hér í bænum. Þetta er imikil upphæð fyrir ekki fleiri bændur og ekki stærri bú, en hér eru. Það er eðlilegt að bændur hiki við að binda sér slíka bagga og leiti allra bragða til að gera þetta áfall sem létt- bærast. Verður kúnum fargað, en sauðfé fjölgað? Vitað er að sumir bændur í Norðfjarðarsveit hafa hugleitt, að fækka nautgripum, en fjölga þá fremur sauðfé. Munu þeir fremur telja sig geta komist yfir erfiðleikana með því móti, því sauðf járræktin er ekki eins bind- andi og auðveldara að stunda tímavinnu hér í bænum með því móti. En fyrir bæjarbúa sejm neytendur, væri mjög alvarlegt, ef þróun mála yrði þessi. í Norðfjarðarsveit er eðlilegt, að áherzla sé lögð á imjólkur- framleiðslu, en öðrum, sem ekki hafa aðstöðu til að1 framleiða sölumjólk, látið eftir að fram- leiða kjötið. Norðfjarðarsveit liggur sérlega vel við mjólkur- markaði í Neskaupstað. Það ber því eftir mætti að spyrna gegn því, að sauðfjárrækt aukist í sveitinni á kostnað naut- griparæktarinnar. Sjónarmið neytenda Því fer víðs fjarri, að þetta mál sé mál bændanna í Norð- fjarðarsveit einna saman. Það er einnig mál neytendanna í NeiSkaupstað. Minnkandi mjólk- urframleiðsla í sveitinni hlýtur að verða til þess, að hér í bæn- um verði mjólkurskortur í vetur. Vafalaust verður þá að grípa til þess, að flytja að imjólk eftir því sem föng eru á, en mjólk er ákaf- lega viðkvæm vara, sem illa þol- ir langa flutninga og geymslu án þess að skemmast. Fyrst og fremst hljótum við að renna augum til Héraðsins. Það- an er tiltölulega auðvelt að flytja mjólk, þegar Oddsskarð er fært. En eins og allir vita, má búast við því, að skarðið verði lokað langtímunum saman. Þar við bæt- ist, að kalskemmdirnar ná líka til aðalmjólkurframl.svæðisins á Héraði. Má því ætla, að einnig þar geti dregið úr mjólkurfram- leiðslu og ekki vitað hvað mikil mjólk verður afgangs, þegar eft- irspurn annarra viðskiptamanna verður fullnægt. Aí sjálgsögðu yrði einnig flutt Imjólk að sunnan og norðan með strandferðaskipunum. Strandferð ir eru strjálar og mjólkurflutn- ingar með þeim hætti yrðu fjarri því að verða fullnægjandi. Auka- kostnaður, sem neytendur þyrftu að greiða, mundi falla á mjólk- ina. Loks er hægt að hug'sa sér einhverja mjólkurflutninga með j flugvél frá Reykjavík. Vegna þess hve flugferðir Ihljóta að verða stopular að vetrinum, er 'þó ekkert á þeim að byggja. Mjólkurflutningar loftleiðis yrðu algert neyðarúrræði, því útsölu- verð mjólkurinnar hlyti að tvö- faldast. Að þessu athuguðu fer ekki á milli mála, að það hlýtur að vera mikið hagsmunamál neytenda, að mjólkurframleiðsla í Norðfja;rð- arsveit verði með eðlilegum hætti og nokkuð á sig leggjandi til að svo megi verða. Eolilegt væri að bæjarstjórnin og hreppsnefndin ræddu þessi mál og reyndu að finna leiðir til að koma í veg fyrir samdrátt bú- anna. Væntanlega verður slíkum fundi komið á. Ef til vill er það ekki hið al- varlegasta fyrir neytendurna, þótt mjólkurskortur verði í vet- ur. Hitt er miklu alvarlegra, ef kúm verður fækkað til muna. Þegar svo er komið, að búin hafa dregist mikið saman, er skammt í það að menn hreinlega gefist upp á búskap. Fækkun gripa hlýtur líka að koma bændum í koll. Með því er verið að rýra möguleika til tekjuöflunar í framtíðinni. Bæjarstjóri hefur í bréfi til búnaðarmálastjóra og í viðtali við trúnaðarmenn ríkisstjórnar- innar, lagt áherzlu á, að þetta mál varðaði mjög íbúa Neskaup- staðar og hvatt til þess, að eftir megni yrði að því stuðlað, að Framhald á 2. síðu. Útsvör á Seyð- isfirði 5.6 millj. Nýlega voru lagðar fraJm <" skrár um útsvör og aðstöðu- gjöld á Seyðisfirði. Alls var jafnað niður útsvör- um að upphæð kr. 5.623.200.00. 1 fyrra voru álögð útsvör kr. 4.664.400.00. Allar bætur almannatrygginga, einnig fjölskyldubætur, voru undanþegnar útsvari. Ekki var lagt útsvar á verkamenn og sjó- menn 67 ára og eldri og hálft útsvar á aðra. Veittur var 11% afsláttur frá hinum lögboðna stiga. Hæst útsvör greiða eftirtaldar söltunarstöðvar: Ströndin 277.300 Sunnuver 209.300 Hafaldan 208.800 Söltunarst. Valtýs Þorst. 190.300 Þessir einstaklingar bera hæst útsvör: Ólafur Ólafsson, útgm. 138.000 Gunnar Þórðarson, vélstj. 86.000 Guðm. Sigurðsson, vélstj. 80.600 Aðstöðugjöld nema kr. 1.700. 800.00. Hæst aðstöðugjöld greiða: Kaupfélag Austfjarða 310.000 Ströndin 168.000 Hafaldan 138.600 Sunnuver 129.400 Söltunarst. Valtýs Þorst. 117.600 Síldarútv.- nefnd reisir foirgða- skemmu Síldarútvegsnefnd hefur íeng- iö leyfi bygginganefndar og bæj- arstjórnar Neskaupstaðar til að reisa birgðaskemmu í Ormsstaða- hjáleigu. Verður hún 42.78 m a3 lengd og 15.44 m breið. Skemman verður byggð á inörkum Neskaupstaðar og Norð- fjarðarhrepps og snýr göflum í austur og vestur. Auralækur rennur undir skemmuna austan- veroa. Fjarlægð skemmunnar frá vegi verður 20 metrar. Byggingafélagið Brúnás, Eg- ilsstöðum gerir grunn skemm- unnar, en ekki er enn vitað hver reisir hana. Höfðingleg gjöf Nýlega hafa mæðginin Sigur- björg og Eyþór Svendsás, Nes- kaupstað gefið Björgun,arskútu- sjóði Austurlands 10 þúsund kr. til minningar um son og bróður, Óskar Marvin Svendsás, sem fórst með vélbátnum Gandi 1. okt. 1942.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.