Austurland


Austurland - 27.08.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 27.08.1965, Blaðsíða 4
4 t AUSTURLAND Neskaupstað, 27. ágúst 1965. ASI og sexmannanefndin Um margra ára skeið hefur verið1 starfandi samstarfsnefnd neytenda og framleiðenda, svo- nefnd seximannanefnd. Hlutverk þessarar nefndar hefur verið að semja um verð- lagsgrundvöll landbúnaðarafurða. Oftast hefur samkomulag náðst í nefndinni og samvinna verið góð, þótt neytendum hafi oft þótt verðlagningin of há, en framleiðendum of lág, eins og gengur. N'ú á viðreisnartímanum hefur þetta þýðingarmikla samstarf framleiðenda og neytenda orðið æ erfiðara, vegna hinnar óskap- legu verðbólgustefnu ríkisstjóm- arinnar. Og þegar Framsóknar- menn ákváðu að láta þýðingar- mikil framleiðslusamtök bænda- stéttarinnar, Mjólkurbú Flóa- Er síldin að komo ? Mikillar síldargöngu hefur orð- io' vart um 200 mílur frá Langa- nesi. Skip, sem þar hafa verið að veiðum, hafa aflað vel. Menn gera sér miklar vonir um, að þessi síld gangi nær landi og að batnandi veiði sé framund- an. Líklega eru þarna á ferðinni þeir sterku árgangar, sem bera áttu uppi veiðarnar í sumar, en lítt hafa látið á sér bæra fram að þessu. Síldveiðin var sáralítil síðustu viku og vav þó oftast sæmilegt veiðiveður. Síldin, sem veiðzt hefur út af Austfjörðum að und- anförnu hefur verið sæmilega góð til söltunar og yfirleitt farið í sa.lt. Aflinn síðustu viku varð 48.961 mál og tunnur. Sömu viku i fyrra var hann aðeins 8939 mál og tunnur og héldu þá flestir að veiðum væri að ljúka, þó reynsl- an yrði sú, að þær héldu áfram þar til í janúar. Alls nam síldaraflinn austan- lands um síðustu helgi 1.483.646 málum og tunnum, en á sama tíma í fyrra 1.834.772 málum og tunnum. Hagnýting aflans er sem hér segir: I salt 110.382 uppsaltað- ar tunnur (í fyrra 228.254), í frystingu 6.864 (24.695) og í bræðslu 1.366.400 mál (1.581. 823). ! 24 skip höfðu fengið yfir 15 þús. mál og tunnur og eru all- mörg Austfjarðaskip í þeim hópi. Mestan afla hafði Heimir, Stöðvarfirði, 21.504 mál og tunn- ur, þá Jón Kjartansson, Eskifirði, 20.999, Þorsteinn, Reykjavík, 20.485 og Dagfari, Húsavík 20.033. manna og Mjólkursamsöluna, ganga í vinnuveitendasamband íhaldsins, var lagður sá steinn í götu samstarf þess, sem sex- mannanefndin grundvallaðist á, að ljóst var að honum mundi varla velt úr vegi. Innganga þessara samtaka í vinnuveitenda- félagið var yfirlýsing um, að bændasamtök þessi ætluðu sér að standa með harðsvíraðasta aft- urhaldinu í Reykjavík gegn verkafólkinu, og leggja af mörk- um stórfé til að greiða stríðs- kostnað burgeisanna í Reykja- vík. Skynsamlegast hefði verið fyrir þessi samtök, að halda sér utan allra vinnuveitendasamtaka, eins og þau hafa gert hingað til með þeim árangri, að í kaupdeil- um hafa þau notið sérréttinda hjá verklýðssamtökunum. Ef þessi framleið'slusamtök sunnlenzkra bænda þurftu endi- lega að vera í vinnuveitendasam- tökum, áttu þau að sjálfsögðu að vera í Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna. En þetta var útúrdúr. Fulltrúar neytenda í sexmanna- nefndinni hafa verið skipaðir af Alþýðusambandinu og samtökum Enn vex verðbólgan Seint virðist ætla að sjá fyrir endann á verðbólguþróuninni á íslandi. Að undanförnu hafa orðið mjög miklar verðhækkanir á landbúnaðarafurðum miðað við sama árstíma og í fyrra og bend- ir það til, að haustverð á búvör- um eigi að hækka stórlega. Se,m dæmi má nefna, að sum- arverð á dilkakjöti var ákveðið 17% hærra en í fyrra. Smjör- líki hefur nýlega hækkað um 32%. En útyfir tekur verðlagið á kartöflunum, Það var í upp- hafi viðreisnar fyrir 6 árum kr. 1.45 kg. en er nú 14 kr. kg., hefur næstum -tífaldazt. Skyldi það ekki vera heimsmet? Oft er af fávísum mönnum og þeim, sem græða á lágu kaupi, þeirri firru haldið fram, að hátt og síhækkandi kaupgjald sé or- sök verðbólgunnar. Þetta er al- gjör blekking. Hátt kaup í krónutölu er afleiðing, en ekki orsök verðbólgunnar. 1 upphafi viðreisnar var tímakaup verka- manns og verð eins kg. af kjöti jafnt. Nú er verkamaðurinn hálfa þriðju klukkustund að vinna fyrir kjötkílóinu. I upp- hafi viðreisnar gat verkamaður- inn keypt fjórtán kíló af kart- öflum fyrir tímakaupið sitt, nú þrjú kg. iðnaðarmanna. Alþýðusambandið hefur nú hætt aðild að nefndinni m. a. vegna verðbólgustefnunnar og þeirrar stefnu, að láta fram- leiðslufyrirtæki bænda skipa sér í andstæðingasveit verklýðssam- takanna. Það verður að harma, að full- trúum Alþýðusambandsins skuli gert óvært í sexmannanefndinni. Stolnun sögufélags undirbúin Nú er verið að gera enn eina tilraun til að stofna sögufélag Austfirðinga. Hafa áhugamenn á Héraði komið saman til fundar og ákveðið að beita sér fyrir stofnun sögufélags. Kusu þeir nefnd til að koma félagsstofnun- inni í kring og hefur hún snúið sér til eins manns í hverju sveitarfélagi á Austurlandi og boðað þá til fundar 19. sept. um þetta mál. Svo er að sjá, að tilgangur forgöngumannanna sé fyrst og fremst útgáfustarfsemi. Stefna þeir að útgáfu tímarits um aust- firzka sögu og austfirzk málefni að fornu og nýju. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun á vegum Fjórðungsþings Austfirðinga til að koma á fót sögufélagi. Áhugi virtist þá mjör takmarkaður og aðeins fáir gáfu sig fram og varð því ekkert úr. Vonandi tekst betur til að þessu sinni. Kuldatíð á Norður- og Austurlandi Enn er sama kuldatiðin um mikinn hluta landsins. Það er varla hægt að segja, að sumar hafi verið um norður- og austur- hluta landsins. Sumarið byrjaði með hafís og allskonar erfiðleikum af hans völdum einkum á Norðurlandi. Vorið var kalt og erfitt bændum. Grasspretta var lítil framanaf og sums staðar urðu stórkostleg- ar kalskemmdir í túnum. Síðustu daga hefur svo verið snjókoma á Norðurlandi og jörð orðið alhvít niður í flæðarmál. Siglufjarðarskarð hefur lokazt vegna snjóa og sömuleiðis Lág- heiði til Ólafsfjarðar. Hér eystra hefur snjóað lítil- ■ lega í fjöll. Tíðarfar hér eystra hefur ver- ið mjög erfitt fyrir landbúnað- inn. Knattspyrnumót Knattspyrnumót Austurlands verður háð á Eskifirði á morgun og sunnudag. Hefst það kl. 3 e. h. og eigast þá við Þróttur, Nes- kaupstað og Spyrnir, Fljótsdals- héraði. A. m. k. fimm félög senda iið til keppninnar. Ekkröiít fundíð VWWWWW\AAAAA^WV%AAAAAAAA/V\A^WV^^ AuglýsiS / Ausfuriandi ■AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^AAAAAAAAAAAAAAAí i<^^AAAAAAAAA^V^^^^^WA<V^^AAA>N ömygiSKipio vatnajoKuu Kom hingað nýlega. Ekki hefur to'l- gæzlunni tekizt að hafa upp á öllum vínbirgðunum, því hér voru fjörug viðskipti. Orðsending til áskrifenda Fyrir skömmu birti ég orðsendingu til áskrifenda hér í blaðinu og bað þá um að greiða áskriftargjaldið með póst- ávísun, eða á annan hátt. Margir áskrifendur brugðust vel við og sendu áskriftar- gjaldið og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Ég vil hér með mælast til þess, að þeir, sem enn hafa ekki gert skil, geri það sem fyrst. Engar póstkröfur voru sendar fyrir áskriftargjaldinu í fyrra. Þeir áskrifendur, sem greiddu ekki þann árgang, skulda kr. 250.00, þ. e. kr. 100.00 fyrir árganginn 1964 og kr. 150.00 fyrir árganginn 1965. Gjaldið verður innheimt með póstkröfu hjá þeim, sem ekki hafa gert skil fyrir 1. október. Vona ég, að þeir verði sem fæstir. Bjami Þórðarson. yWWV^AA/WWWWWWWWWWWWWWWWWWNAAVWWWWWVWWWSAAA/^A^A^W

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.