Austurland


Austurland - 03.09.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 03.09.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 3. september 1965. 34. tölublað. íbúðarhúsa- byggingar Mikið er nú byggt af nýjum og góðum íbúðarhúsum í öllum þorp- um og kaupstöðum á Austur- landi. Það er augljóst, að hið mikla atvinnugóðæri er farið að segji til sín á þessu sviði sem öðrum. Hér í Neskaupstað eru nú óvenjulega margar íbúðir í bygg- öfgu og líklegt er, ao á næstunni bælist enn allmargir við í hóp íbúðabyggjenda. Vegna samninga verkalýðs- hieyfingarinnar við ríkisstjórnina hafa lánveitingar til íbúðabygg- inga lagazt mikið frá því sem áð- ur var. Lán á vegum Bygginga- sjóðs verkamanna eru nú 450 þúsund krónur út á íbúð og enn stendur til að endurskoðun fari fram á þeim lögum með það fyr- ir augum að gera framkvæmdir aðgengilegri fyrir verkamenn og aðra lágtekjumenn. Lán þau, sem Húsnæðismála- stjórn veitir, eru nú 280 þús. kr. út á íbúð, en til viðbótar þeirri upphæð geta meðlimir verkalýðs- félaga og annarra stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins fengið nokkra hækkun, eða 50—100 þús. kr. Þá hafa þeir sem ráðast í ný- byggingar hér í •bænum nokkra möguleika til viðbótarlána úr lánasjóði verklýðsfélagsins og úr lánasjóði bæjarins. Hér ættu því margir húsbyggj- endur að hafa möguleika til þess að fá 350—450 þús. króna lán til íbúðarbyggingar. Margir hafa möguleika til að leggja fram nokkuð eigið ié á tveggja ára byggingartíma og eins geta ýmsir lagt fram allmik- ið í beinni vinnu. Hér í bæ er mikill skortur á íbúðarhúsnæði og í sumum til- fellum er húsaleiga orðin ótrúlega há miðað við íbúðagæðin. Ungt fólk. gerir nú á tímum kröfur iun gott húsnæði. Það er því von að það sætti sig ekki við gamalt leiguhúsnæði eða að dvelja til lengdar í föðurhúsum. Bygging góðs íbúðarhúss er vissulega mik- ið átak eins og verðlagi er nú háttað, en fjárfesting ungs fólks í góðri íbúð er líka örugg og góð fjárfesting, sem óefað mun skila sér margfaldlega í framtíðinni. Byggingarkostnaður mun ekki fara lækkandi, heldur fremur hækkandi. Það er því enginn vinn- ingur að bíða, nema síður sé. En hitt er rétt, að þeir geri sér ljóst, sem í húsbyggingar ráðast, að á meðan á framkvæmdum stendur verður að leggja hart að sér og draga úr annarri eyðslu. Byggingarsjóðir bæjarins og verklýðsfélagsins eru spor í rétta átt til þess að greiða fyrir íbúða- byggingum hér í bænum. Báðir eru þessir lánasjóðir of veikir ennþá til þess að þeir geti veitt há lán, en þeim vex fiskur um hrygg og smá eflast. Eftir nokkur ár geta þeir orðið til mikils gagns. tJtlit er fyrir að bæjarbúum fjölgi talsvert á þessu ári. Nokk- ur flutningur hefur þegar orðið til bæjarins. Þörfin fyrir ný íbúðarhús fer því ört vaxandi. Byrjað að leggja Vattarnessveg Við náðum tali af Sigurjóni Ólasyni verkstjóra, er hann kom í morgunkaffi í gærmorgun, en hann býr nú í tjöldum rétt ofan við Vattarnes með níu manni flokk. Og erindið með upphriug- ingunni var að inna hann frétta af nýlega höfnu verki — lagningu vegar um Skriðurnar milli Vatt- arness og Kolfreyjustaðar. — Það er nú lítið að segja á þessu stigi málsins, sagði Sigur- jón. — En við byrjuðum ýtingu 19. ágúst. —¦ Þið byrjuðuð dálítið innan við Vattarnes? — Já, við byrjuðum n. þ. b. lx/2 km innan við Vattarnes, og búið er að byggja um 1200 m langan veg. Ekki er annað hægt að segja en vel hafi gengið. •— Og þá er nokkuð langt í Skriðurnar sjálfar, er það ekki? — Jú, það eru um 1800 m frá tjöldunum okkar, sem eru við gamla afleggjarann heim að Vatt- arnesi, og að Vattarnessskriðu. — Hvernig lízt þér á Skriðurn- ar sjálfar, þú ert nú búinn að athuga þetta? — Ja, mér lízt eiginlega illa á, svona að sumu leyti. Vattarness- skriðan virðist vera mjög leir- kennd, og ég er hræddur um, að þar vilji skríða fram, hlaupa fram allstórar spýjur, líkt og komið hefur fram í Kambaness- skriðum. — Eru syðri skriðurnar þarna kannski þurrari? — Já, þar er allt öðruvísi efni, miklu þurrara og grýttara. Hins vegar er ekki gott um þetta að segja fyrr en byrjað er að skarka í þessu með ýtunum. — Ertu með tvær ýtur? — Já, af stærðunum 15 og 20 — sú stærri er að allan sólar- hringinn, unnið á vöktum. — Það er auðvitað ómögulegt aö segja, hvað tekst að gera í haust? — Við allra beztu hugsanlegar aðstæður ættum við að komast gegnum Vattarnessskriðurnar eða í þær, en það er geysimikið verk að ýta þær. Þegar landið er svona bratt, þarf að ýta í þrem stöllum til að lækka það og fá vegar- breiddina. —¦ Hvað er fjárveitingin mikil? — Eftir því sem ég bezt veit, er hún 1 milljón, lán frá Spari- sjcði Fáskrúðsfjarðar. — Er ekkert framlag úr rík- issjóði ? — Nei, ekkert í ár. (Blaðið hefur það eftir öðrum heimildum, að lán Sparisjóðs Fá- skrúðsfjarðar verði 1.5 millj. og neitað hafi verið af opinberri hálfu um leyfi til að hefja verk- ið, nema lánið yrði hækkað úr 1 millj. í 1.5 millj. Sýslusjóður Suður-Múlasýslu, Fáskrúðsfjarð- ar-, Búða- og Stöðvarhreppar greiða vexti af láninu, en ríMs- sjóður, sem á að kosta verkið, leggur ekki krónu til þess í ár). — Ég var búinn að heyra, Sig- urjón, að ætlazt hafi verið til, að byrjað yrði að vinna í Skriðunum sjálfum. — Já, en það var ekki hægt. Það verður að vera vegur að Framhald á 2. síðu. Nýtt póst- og símahús AJlIengi hefur verið rætt um bygg^ngu á aýju húsi fyrir pórt og síma í Neskaupstað. Nús-er- andi húsaign er löngu orðin ó- fuVnægjandi og útilokað er nreð ölm að sjálfvirk símstöð verði sett upp í því húsnæði, sem sidj- inn er í nú. Fyrir nokkru síðan komu hing- að til bæjarins yfirverkfræðingur Landssímans, Jón Skúlason og umdæmisstjóri símans á Austur- landi, Emil Jónasson á Seyðis- firði, til þess að athuga sérstak- lega um æskilega byggingarlóð hér í bænum fyrir nýja byggingu pósts og síma. Áhugi Landssímans hefur sér- staklega beinzt að byggingarlóð nr. 26 við Miðstræti, en þar stendur nú gamalt geymsluhús Kaupfélagsins (sements- og timb- urgeymsla). Lóð þessi er að mörgu leyti vel fallin fyrir slíka almenningsþjón- ustustofnun sem póst- og símahús er. Á þessum stað yrði byggingin á vegamótum Miðstrætis og Hóls- götu, sem' báðar eru fjölfarnar götur. Byggingin yrði ekki langt frá miðhluta bæjarins þ. e. a. s. frá Félagsheimilinu og Kaupfélag- inu. Á þessari lóð er fallegt bygg- ingarstæði og gæti vel gert hús verið bæjarprýði á þessum stað. Ymsar aðrar byggingarlóðir í miðbænum hafa einnig komið til greina fyrir væntanlega póst- og símstöðvarbyggingu, en að dómi yfirmanna Landssímans er lóðin við Miðstræti talin æskilegust. Rekstur pósts og síma í Nes- kaupstað hefur stóraukizt á und- anförnum árum og margt bendir til að hann aukist enn mikið á næstu árum. Almenn símaþjón- usta eykst stöðugt. Radíó-þjón- ustan er þegar orðin mikil þrátt fyrir mjög ófullkomna vinnuað- stöðu þeirra, sem þau verk vinna. Samkvæmt framkvæmdaáætlun Landssímans er gert ráð fyrir, að sjálfvirk símstöð verði hér komin upp árið 1967, eða eftir 2 ár. Hin öra þróun athafnalífsins hér í Neskaupstað kallar skiljanlega á mikla og góða þjónustu pósts og sírna og af þeim ástæðum má ekki dragast lengur að nýtt húsnæði verði byggt yfir þessa starfsemi. Á næstunni verður væntanlega úr því skorið hvar hin nýja bygging pósts og sima verður reist og ætti þá að vera hægt að1 hefja framkvæmdir á næsta ári. Ogæftir og aflaleysi Að heita má engin síldveiði hefur verið þessa viku, enda stöð- ugar brælur, svo skipin hafa ekki getað verið að. Menn vænta þess að fá síld þegar vaður batnar. Jakob Jakobs- son hefur nýlega ýtt undir þessar vonir manna, en hann hefur ný- lega látið hafa það eftir sér, að mesta aflahrotan sé eftir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.