Austurland


Austurland - 03.09.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 03.09.1965, Blaðsíða 4
4 r r AUSTURLAND Neskaupstað, 3. september 1965. Tekj uskatlurinn þykir hár Ekki v,arð annars vart, en að allur þorri útsvarsgjaldenda yndu sæmilega því útsvari, sem á þá var lagt í sumar og margir höfðu búizt við stærri skammti. Öðru máli gegnir um tekju- skattinn. Mikillar óánægju gætir með hann. Margir standa nú með í höndunum gjaldseðla sem sýna, að tekjuskatturinn er tiltölulega litlu lægri en útsvörin og í ein- staka tilfellum hærri. 1 heild sinni er tekjuskattur einstaklinga hér í bæ nærri því að svara til 50% útsvarsupphæðarinnar. Tekjuskattur félaga er tiltölu- lega hærri. Óánægjan eðlileg Síðan viðreisn hófst hefur rík- isstjórnin verið önnum kafin við að lækka skattana. Að heita imá á hverju ári hefur ríkisstjórnin birt fregnir af stórfelldum skattalækkunum og stjórnarblöð- in hafa talið skattalækkanirnar með helztu afrekum ríkisstjórn- arinnar. Samtímis því, sem ríkisstjórnin hefur keppzt við að „lækka“ beinu skattana, hefur hún verið1 iðin við að hækka þá óbeinu, einkum söluskattinn. Með því að teija almenningi trú um, að beinu skattarnir, tekjuskattur og útsvar, hefðu stórlækkað, átti að fá hann til að una hækkun ó- beinu skattanna. Oft hefur mátt skilja málflutning stjórnarblað- anna svo, að í raun og veru væri búið að afnema tekjuskatt- mn, nema þá af allra hæstu tekjum. En nú hljóta menn að sjá hversu ósvífnum blekkingum þeir hafa verið beittir. Ríkisstjórnin hefur nú rembst við það í sex ár, að iækka tekjuskattinn og næst- um árlega gefið út boðskap um stórkostlega skattalækkun. Og hver er árangurinn? 1 stuttu imáli isagt er árangur- inn sá, að tekjuskattur er nú margfalt hærri en í upphafi við- reisnar. Þokkaleg skattalækkun það. Hér í blaðinu hefur því verið haldið' fram, að sú stefna í skattamálum væri hagstæðust almenningi, að óbeinir skattar væru sem lægstir og að skatt- heimtan færi fram í formi beinna skatta að langmestu leyti. Enn- freimur að undanþiggja bæri eðhlegar þurftartekjur allri skattlagningu. En í framkvæmd hefur stefna ríkisstjórnarinnar verið sú, að stórhækka hvoru- tveggja, beina skatta og óbeina. Er þess ekki að vænta, að al- menningur uni vel slíkri skatt- píningu. Pálsbréf hin nýju Að undanförnu hefur rignt yf- ir Neskaupstað, og sjálfsagt einnig önnur byggðarlög á Aust- urlandi, orðsendingum frá skatt- stofunni á Egilsstöðum. Líkur benda til, að mikill meirihluti framteljenda hafi fengið þessar kveðjur. Menn eru nú farnir að nefna þessi bréf Pálsbréf, eftir ábyrgð- armanni þeirra, en hvort þau þola að snilld og boðskap sam- jöfnuð við hin fornu Pálsbréf biblíunnar, skal ósagt látið. Sum hin nýj.u Pálsbréf standa þó á- reiðunlega framar hinum fornu í smámunasemi og skáldskap. Hér er um að ræða of bók- staflega framkvæmd á lagafyrir- mæium uim tilkynningarskyldu þegar framtali er breytt. Breyt- ingar, sem engu máli skipta, er ástæðulaust að tilkynna, svo sem breytingar á framtölum þeirra, sem enga skatta geta fengið. Þetta er eitt dæmið um óþarfa skriffinnsku í þjóðfélag- inu. Annað dæmi um skriffinnsk- una er það, að þeim, sem enga skatta bera, skuli sendir álagn- ingaseðlar. Kirkjugarðsgjaldið Einn er sá skattur, sem ekki er tilgreindur á gjaldseðlinum. Það er kirkjugarðsgjaldið, sem svarar til l!/2% útsvara, eða um 200 þús. kr. hér í bæ. Síldar- vinnslunni er ætlað að greiða um 100 þús. kr. í kirkjugarðsgjald. Þetta er fáránleg skattheimta. Fróðlegt væri að vita hvað er gert við þetta fé. Ekki getur nema lítUl hluti þess — senni- iega ekki fram yfir tuttugasta Nefnd sú, er skipuð var vegna kalskemmdanna í túnum á Austurlandi, hefur nú sent land- búnaðarráðuneytinu skýrslu um störf sín og tillögur um hvernig mæta skuli þeim vanda, sem við blasir á Austurlandi. Meginátriðin í tillögum nefnd- arinnar eru: 1. Útvegað verði og sent austur eins mikið hey og bændur þar fara fram á og bændum eystra þegar gert Ijóst, fyrir hvaða verð þeir geta fengið hey. 2. Bjargráðasjóður veiti lán til heykaupanna og óafturkræfan styrk til bindings heyjanna og flutnings á austfirzkar hafnir. 3. Skorti Bjargráðasjóð fé, leggi ríkissjóður honum til fjár- magn eftir þörfum. Tillögur þessar sýnast vera mjög skynsamlegar og líklegar til að koma að notum. Ölíklegt er, að bændur telji sér hag í hluta — gengið til þarfa kirkju- garðsins. Að sjálfsögðu verður að sjá kirkjugörðum landsins fyrir fé. Kirkjugarðarnir eiga að vera friðhelgir reitir, fagrir og vel hirtir, en í því er áreiðanlega mikill misbrestur víða. Engin ástæða virðist til að safna stórfé í kirkjugarðssjóð og fráleitt að verja þessu fé á nokkurn hátt í þarfir kirkjunn- ar. Borgarar landsins eru skatt- lagðir sérstaklega til að viðhalda guðs kristni í landinu, líka þeir, sem eru lílið hrifnir af íslenzku þjóðkirkjunni Og úr því löggjafinn er svona rausnarlegur við kirkjugarðs- sjóðina, sýnist sjálfsagt að verja fénu í þarfir þeirra. Hér í bæ imætti t. d. stofna nýtt embætti, embætti kirkjugarðsvarðar. Satt að segja þarf kirkjugarðurinn á starfsmanni að halda sumar- langt — mann, sem sæi um að slá hann, hirti um vanrækt leiði, dyttaði að girðingunni o. s. frv. — Kirkjugarðurinn á auðvitað ekki að verða neinn skemmti- staður, en það gæti orðið mörg- um manninum sálarbót að koma í vel hirtar kirkjugarð. Ef mönnum finnst þetta í of mikið ráðizt, gæti ef til vill tek- izt samvinna með bæjarstjórn og stjórnendum kirkjugarðsins um ráoningu manns til að sjá um kirkjugarðinn og til að vinna ýms störf í skrúðgarðinuim, en mikill hluti hans er einmitt gam- all grafreitur. því, að fækka gripum, eigi þeir kost á ókeypis flutningi heyj- anna austur og hagstæðum lán- um til að kljúfa kaupin. Gjafahey Bændur á Suðurlandi, í Borg- arfirði og á Snæfellsnesi hafa í sumar aflað óvenjumikilla heyja. Margir þeirra hafa látið í ljósi þá skoðun, að þeir ættu að rétta austfirzkum bændum hjálpar- hönd og senda þeim hey að gjöf. Nefndin, sem í upphafi var getið, tók fram í skýrslu sinni, að henni litist vel á þessa hug- mynd og lagði til, að kannað yrði hversu mikið hey væri fá- anlegt með þessu imóti. Fól land- búnaðarráðuneytið Búnaðarfé- laginu að kanna hversu mikið hey bændur annars staðar á landinu vilja gefa bændum á Austurlandi. Framhald á 2. síðu. Úr skattskráuni Á skattskrá Neskaupstaðar eru 672 nöfn einstaklinga. Tæp- lega helmingur þeirra, eða 332, bera tekjuskatt, samtals kr. 2.784.437.00. Eignarskatt greiða 99 einstaklingar, samtals kr. 60. 348.00. Samanlagður tekju- og eignarskattur einstaklinga er því kr. 2.844.785.00. Á skatt,skránni eru nöfn 8 annarra tegunda einstaklings- skatta. Eru þeir tilgreindir hér á eftir og tölu gjaldenda getið í svifum. Námsbókagjald (143) kr. 32.175.00, kirkjugjald (480) kr. 84.360.00, Almannatrygginga- gjald (482) kr. 1.362.858.00, slysatryggingagjald (136) kr. 50.255.00, lífeyristryggingagjald (88) kr. 51.868.00, atvinnuleysis- tryggingagjald (67) kr. 19.377. 00, launaskattur (48) kr. 45. 499.00 og iðnlánasjóðsgjald (17) kr. 22.400.00. Hæstfu skattar Eftirtaldir gjaldendur greiða hæstan tekju- og eignarskatt einstaklinga: Guðgeir Jónsson, bílstj. 74.477.00 Sveinbj. Sveinsson, útgm. og skipstjóri 61.439.00 Jón S'k. Ölverss. sk.stj. 52.167.00 Hermann Lárusson framkvæmdastj. 52.058.00 Jón Einarsson, Naustahvar.imi 56 51.649.00 Sigurþ. Sigurðss. vélstj. 43.004.00 Birgir Sigurðss. skipstj. 40.877.00 Leó Sveinsson, vélstj. 35.287.00 Ölver Guðm. útgm. 34.196.00 Guðjón Marteinss. verkstjóri k 33.460.00 Jón L. Baldurss. sp.stj. 32.560.00 Jón Finsson bílstj. 32.069.00 Gylfi Gunnarss. bílstj. 31.687.00 Tekjuskattur félaga Tekjuskatt greiða 36 félög, samtals kr. 4.505.097.00. Auk þess greiða félögin stórar fúlg- ur í önnur gjöld og skatta. Þessi félög greiða hæstan tekjuskatt: Síldarvinnslan hf. 3.782.328.00 Drífa hf. Netagerð Friðriks 168.306.00 Vilhjálmss. hf. 107.544.00 Sæsilfur hf. Verzl. Björns Björns- 97.061.00 sonar hf. 80.800.00 Kveðja frá Bretlandi Blaðinu hefur borizt bréf frá enskum sjómanni, Luke Cain, bú- settum í Hull. Hann dvaldist á sjúkrahúsinu hér í 9 daga nýlega. Biður hann fyrir kærar kveðjur til starfsliðs sjúkrahússins og þakkir fyrir góða umönnun. Hann biður líka fyrir kveðju frá konu sinni og krökkunum þeirra sjö. Er þessu hér með komið á framfæri eftir beiðni hins brezka sjómanns. Lagt tii að austfirzkum bœndum verði veitt aðstoð

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.