Austurland


Austurland - 10.09.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 10.09.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austarlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 10. september 1905. 35. tölublað. Þórarinn Þórarinsson skóla- stjóri kvaddur Flyzt nú frá Eiðuiu eltir 35 ára starf Eins og öllum Austfirðingum mun nú kunnugt orðið, lætur Þór- arinn Þórarinsson af skólastjórn á Eiðum á iþessu hausti. Flyzt hann með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Hann hefur verið kennari við Eiðaskóla samfleytt frá 1930 og skólastjóri frá 1938. I hans skólastjóratíð hefur Eiða- skóli vaxið úr litlum alþýðuskóla í einn stærsta heimavistargagn- fræðaskóla landsins, og hefur Þórarinn verið sá, sem drýgstan þátt hefur átt í þeirri breytingu, því að hánn hefur aldrei haft skólanefnd sér til styrktar, þar eð Eiðaskóli hefur frá stofnun alþýðuskólans verið ríkisskóli, hinn eini af alþýðuskólum lands- ins. í seinni tíð hefur Þórarinn orð- ið hinn óskoraði forustumaður Héraðsbúa í menningarmálum og áhrifa hans gætt í æ fleiri efnum. Hann tók í arf ást á söng og tónlist frá hinu söngelska Val- þjófsstacaheimili og hefur um langt skeið verið forustumað ar söngmála á Héraði, stjórnað ýms- um kórum, og landskunnur er hann fyrir stjórn sína á almenn- u,m söng á mannfundum. Hann hefur frá stofnun kirkju- þings verið þar fulltrúi fyrir Austfirðinga og nú kirkjuráðs- maður. Þórarinn var einn af stofnend- um Skógræktarfélags Austur- lands, lengst af í stjórn þess og síðustu árin formaður. Var hann nú á síðasta aðalfundi félagsins kjörinn heiðursfélagi þess. Það verk, sem lengi mun halda nafni hans á lofti, þar sem skógrækt ber á góma á Austurlandi, er Eiðaskógur hinn nýi, sem nú er að vaxa upp. Núverandi skógar- girðing á Eiðum var sett upp ár- ið, sem Þórarinn tók við skóla- stjórn þar, o* alla tíð síðan hef- ur hann látið sér sérstaklega annt um viðgang þessarar girð- ingar og haft skógræktardag sem fastan lið í skólahaldi. Hann hefur verið formaður Menningarsamtaka Héraðsbúa frá upphafi. Að vísu hafa þessi sam- tök ekki getað starfað sem skyldi, vegna þess, að ekkert nægilega stórt samkomuhúsnæði er til á Héraði, sem geti hýst stóra mannfundi. En þetta ástand varð til þess, að Þórarinn beitti sér fyrir því í nafni Menningarsam- takanna að sameina alla hreppa á Héraði um stofnun eins veg- legs félagsheimilis á Egilsstöðum, sem allir hreppar héraðsins væru aðilar að. Fyrir þrautseigju og málsnilld Þórarins tókst þetta, gengið frá loftum og Ijósabúnaði í þeim. Að samsæti þessu stóðu vinir og samstarfsmenn Þórarins og sóttu það á þriðja hundrað manns. Þarna voru haldnar fjöl- margar ræður og ávörp, hinn ágæti Karlakór Fljótsdalshéraðs söng undir stjórn Stefáns Péturs- sonar, og ennfremur kvartett úr kórnum. Hrepparnir á Héraði hafa ákveðið að gefa þeim hjón- um vandaðan stereóradíógrammó- fón og þeim var færð gjöf frá Eiðaþinghármönnum. Það kom ó- spart fram í ræðum manna í samsætinu, hvílíkur skaði það er í héraði, þegar jafnötull for- Þcrarinn Þórarinsson í ræðustóli. svo að nú er þetta hús risið og fyrsti áfangi þess svo langt á veg kominn, að stefnt er að því að opna það til notkunar næsta vor. Verður þetta langstærsta fé- lagsheimili á Austurlandi. Þórar- inn hefur frá upphafi verið for- maður byggingarnefndarinnar og verður það enn um sinn, þótt hann flytjist brott úr héraðinu. A þessi atriði og ótal mörg fleiri var minnzt í fjölmennu samsæti, er Þórarni og fjölskyldu hans var haldið sl. laugardags- kvöld í hinu nýja félagsheimili á Egilsstöðum. Þótti það vel við eiga að kveðja hann í þessu húsi, sem hann á langmestan þátt í, að risið er. Reyndist býsna auðvelt að halda samsætið þarna í húsinu, því að það er nú „tilbúið undir tréverk" og málningu. Búið er að glerja glugga, kominn hiti og ustumaður og Þórarinn hverfur á brott, en ástæðan fyrir því er heilsubrestur, sem um nokkurra ára skeið hefur þjáð hann imjög, svo að sl. vetur varð hann að fá oriof frá skólastjórninni. 1 samsætislok hélt Þórarinn eina af sínum eftirminnilegu ræð- um. Eitt af því athyglisverðasta, sern hann sagði þar var það, að hf.nn hefði oft fundi sárt til þeóS , s^arfi sínu sem skólastjóri, ;ið hafa erga skólanefnd hei.ma- manna til þess að ráða málnm skólans - uiieö sér og taldi mikla þörf á, so slíkri skipan yrði kom- ið á, þótt skólinn væri ríkisaign og rekinn af ríkinu. Hann kynnti einnig hinn nýja skólastjóra á Eiðum, Þorkel Steinar Ellertsson íþróttakennara, sem er ungur maður, aðeins 26 ára gamall, og Framh. á 4. síðu. Síldaraflinn Vikuna sem leið voru áfram- haldandi stöðugar brælur á Aust- fjarðamdðum og er þetta orðinn óvenjuiangur ógæftakafli, en iít- ið sem ekkert hefur verið hægt að vera við veiðar í heilan mán- uð. Veiði var því engin hér fyrir austan síðustu viku, né heldur það, sem af er þessari. Mörg skip hafa verið við Jan Mayen og þar hefur stundum verið veiðiveður og afli þá dógóður. Alls nam vikuafiinn 52.591 málum og tunn- um. Afli sömu viku í fyrra nam 199.746 málum og tunnum. Á miðnætti sl. laugardags var heild- arafiinn 1.596.875 mál og tunn- ur, en á sama tíma í fyrra var hann 2.034.512 imál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér segir (í svigum er sam- svarandi tala frá í fyrra): 1 salt 136.513 (270.579) uppsaltaðar tunnur, í frystingu 8.095 (31.619) uppmældar tunnur og í bræðslu 1.544.284 (1.732.214) mál. Níu skip höfðu fengið yfir 20 þús. mál, þar af 4 Austf jarðaskip. Langmestan afla hefur Jón Kjart- ansson, Eskifirði 27.280 imál og tunnur. Skrá um afla Austfjarðaskipa fer hér á eftir: Akurey, Hornafirði 6,533 Bára, Fáskrúðsfirði 15.719 Barði, Neskaupstað, 20.238 Bjartur, Neskaupstað 17.603 Björg, Neskaupstað 8.792 Björg II, Neskaupstað 5.489 Einir, Eskifirði 6.499 Gissur hvíti, Hornafirði 5.489 Glcfaxi, Neskaupstað 5.578 Guðrún Þorkelsdóttir, Eskif. 6.448 Gullberg, Seyðisfirði 15.578 Gullfaxi, Neskaupstað 8.705 Gullver, Seyðisfirði 20.321 Gunnar, Reyðarfirði 12.186 Hacrún, Neskaupstað 4.700 Heimir, Stöðvarfirði 2.1.794 Hoffell, Fáskrúðsfirði 4.600 Hólmanes, Eskifirði 10.874 Hvanney, Hornafirði 2.130 Jón Eiríksson, Homafirði 6.664 Jón Kjartansson, Eskifirði 27.280 Kamfcaröst, Stöðvarfirði 4.212 Krossanes, Eskifirði 19.412 Sigurður Jónsson, Breiðd.v. 9.771 Sigurfari, Hornafirði 3.222 Skálaberg, Seyðisfirði 4.483 Snæfugl, Reyðarfirði 6.293 Stefán Árnason, Fáskrúðsf. 2.918 Sunnutindur, Djúpavogi 12.629 Sæfaxi H, Neskaupstað " 4.516 Þráinn, Neskaupstað 6.634 Síld til Norðtj.rðar 1 nótt og í morgun komu eftir- talin skip til Norðfjarðar með síld frá Jan Mayen: Bjartur 1200 tunnur, Ingvar Guð-jónsson 450 tunnur og Gullfaxi 600 tunnur. A leiðinni munu vera Guðbjörg G.K. með 900 niál og Guðbjartur Krist- ján 1000 mál. Afiinn verður saltaður eftir því sem föng eru á. Veðurbreyting er nú í aðsigi og má vænta þess, að veiðiveður verði í nótt.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.