Austurland


Austurland - 17.09.1965, Page 1

Austurland - 17.09.1965, Page 1
Amturlmú Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 17. september 1965. 36. tölublað. Fulllrúafundur Alþýðu- bandalagsins í Auslur- landskj ördæmi Sunnudaginn 12. sept. sl. var haldinn hér í Neskaupstað full- trúafundur Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördæmi. Fundinn sátu 32 fulltrúar víðsvegar að úr kjördæminu, og höfðu sumir kom- ið um langan veg eins og frá Bakkafirði og Djúpavogi. Fundin- um stjórnaði Gunnar Ólafsson, skólastjóri í Neskaupstað, en fundarritari var Guðjón Jónsson, kennari á Eskifirði. Á fundinum voru rædd ýmis málefni, m. a. málefni Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu, undir- búningur bæjar- og sveitarstjórn- arkosninga, sem fram eiga að fara á næsta vori, og atvinnu- og framfaramál Austurlands. Fundur þessi bar ljósan vott um áhuga forustumanna Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu á að efla sem mest samtök sín og að gera áhrifaaðstöðu Alþýðubanda- lagsins í kjördæminu enn meiri og betri en hún nú er. Ný félags- samtök Alþýðubandalagsins í íkjördæminu verða mynduð á næstunni og hin félagslega starf- semi aukin. Bæjar- og sveitarstjómarkosn- ingar eiga að fara fram síðasta sunnudaginn í maímánuði á næsta vori. Á sumum> stöðum í kjör- dæminu eru Alþýðubandalags- menn þegar farnir að >búa sig undir þær kosningar en almennt munu þau mál koma á dagskrá samtakanna á næstu mánuðum. Umræður um atvinnumálin urðu miklar á fundinum og tóku mestan hluta fundartímans ein- stakra dagskrármála. Ljóst var af þeim umræðum, að atvinnu- málin eru ofarlega í hugum flestra Austfirðinga nú um þess- ar mundir. Á fundinum var gerð sérstök samþykkt varðandi at- vinnumálin og er hún birt á öðr- um stað í þessu blaði. Aðaiefni samþykktarinnar var áskorun til hinna stjómmálaflokkanna í kjör- dæminu um sameiginlegan fund nú í haust til þess að ræða ýtar- lega og reyna að samræma til- lögur Austfirðinga um úrbætur í atvinnumálum kjördæmisins. Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur bréf um þetta mál þegar verið sent hinum flokkunum og fulltrú- ar Alþýðubandalagsins tii þess að mæta á sameiginleguim fundi, voru kosnir á fulltrúafundinum. í samþykkt fundarins um þessi mál er bent á, að landbúnaðurinn á Austurlandi á nú í miklum erf- iðleikum. Miklar kalskemmdir í túnum hafa víða bitnað þungt á bændum á Austurlandi á þessu ári, en auk þess liggur svo fyrir sú staðreynd, að meðalafkoma bænda á Austurlandi hefur um langan tíma verið miklu lakari en meðalafko.ma bænda í landinu. Komi ekki til veruleg og skjót aðstoð við landbúnaðinn á Aust- urlandi, er ekki annað fyrirsjáan- legt en að fjöldi bænda gefist upp við búrekstur sinn og leiti í önn- ur störf. I samþykkt fundarins um at- vinnumál er einnig að því vikið, að sumarsíldveiðarnar hafa að þessu sinni nýtzt austfirzkum sjávarþorpum miklum mun verr en undanfarin sumur. Enn sem komið er, er síldarsöltun llt.il og Síðasta laugardag var heildar- síldaraflinn orðinn 1.658.974 mál og tunnur og það sem af er þess- ari viku hefur aflazt allvel, svo að heildaraflinn er nú farinn að nálgast 2 millj. m. og t. Síldin hefur nú færzt nær landi, og hefur orðið vart síldar allt frá Glettinganessgrunni og norður fyrir Langanes. Síld sú, sem veiðzt hefur í vikunni, hefur ver- ið allgóð til söltunar og hefur verið saltað þó nokkuð allt frá Sigufirði til Austfjarðahafna. Víða hefur söltunarstúlkur vant- að tilfannanlega, þar sem margt aðkomufólk hefur snúið heim úr verstöðvunum nú þegar. Veiðihorfur eru góðar svo á sumum stöðum svo að segja engin. Haustvinna við saltsíld verður sennilega lítil og þá er hætt við lítilli atvinnu á mörguim stöðum. Sérstaklega virðist at- vinnuástandið vera alvarlegt á Vopnafirði og Bakkafirði, þar sem lítil síldarmóttaka hefur orðið í sumar og mjög er vafa- samt um haustafla. Það er eðli- legt, að Vopnfirðingar og Bakk- firðingar séu bitrir út í þá ráð- stöfun, að síldarflutningaskip skuli flytja síldina af Austur- landsmiðum til Faxaflóahafna og til Norðurands á sama tíma og síldarverksmiðjur þeirra og sölt- unarstöðvar eru verkefnalausar. Það, sem gerzt hefur í síldar- málunum á Austurlandi í sumar, knýr Austfirðinga til að taka til rækilegrar íhugunar viðhorfin í atvinnumálum sjávarplássanna með það fyrir augum að reyna að tryggja meira atvinnulegt ör- yggi og meiri festu í atvinnumál- unum en nú er. Forustumenn Alþýðubandalags- ins hafa gert sér fulla grein fyr- ir þessari þörf og af því hafa þeir beitt sér fyrir, að komið yrði á sem víðtækustu samstarfi stjórnmálaflokka og forustu- manna á Austurlandi til þess að ko.ma fram úrbótum í þessum efnum. framarlega sem veður hamla ekki veiðum. Til Neskaupstaðar hafa borizt tæp 210 þús. mál og tunnur. Síldarvinnslan hefur nú tekið á móti 185 þúsund málum. Frystar hafa verið 4.228 tunn- ur og skiptist þannig: Hraðfrystihús SÚN 3833 tunn- ur og Hraðfrystihús Kaupfél. Fram 395 tunnur. Saltað hefur verið í 24.370 tunnur og skiptist þannig milli söl-tunarstöðva: Drífa hf. 6.800 Máni hf. 6.400 Sæsilfur hf. 5.528 Ás 5.025 Nípa sf. 360 Naustaver hf. 257 Vantar kennara Við byrjun þessa skólaárs virð- ist kennaraskorturinn um ,land allt meiri en nokkru sinni áður, ef marka má auglýsingar um lausar kennarastöður. Neskaupstaður fer ekki var- hluta af þessu. í vor voru auglýstar 2 kennara- stöður við Barnaskólann og 1—2 við Gagnfræðaskóiann. Ein um- sókn barst Barnaskólanum, frá Steinunni Aðalsteinsd. Miðgarði 12 hér í bæ, en hún lauk kennara- prófi á sl. vori. Enginn sótti um Gagnfræða- skólann. Er þetta ástand mjög alvarlegt. Barnaskólinn mun nú hafa fengið stundakennara, sem bjarga mál- inu í bili, þannig að ekki kemur til hreinna vandræða, en enn er ekki vitað hvernig þetta leysist í Gagnfræðaskólanum. Það er haft fyrir satt að rúm- lega 100 hafi lokið kennaraprófi á sl. vori, en að stór hópur þeirra fari ekki í kennslu heldur kjósi önnur störf fremur. Kemur þar sennilega tvennt tiljþar fyrst að byrjunarlaun kennara eru svip- uð og í ýmsum starfsgreinum, er lítillar undirbúningsmenntunar krefjast, og svo annað, að kenn- arastarfið er vandasamt og erfitt en nýtur ekki að sama skapi mik- illar virðingar. En það má öllurn Ijóst vera að á tækniöld verða skólarnir þýð- ingarmeiri stofnanir og jafnframt ætti það að liggja öllum í augum uppi, að það eru kennararnir, sem skapa skólann og gildi hans. Þetta er þjóðfélagsvandamál, sem verður að leysast, og fyrsta skil- yrðið er að hækka laun kennara. Kaupa yfir 5000 hestburði af heyi Bændur í Norðfjarðarsveit hafa nú gert pöntun á heyjum að sunnan. Samtals munu heykaup þeirra vera ýfir 5000 hestar. Þetta bendir til, að bændur ætli að reyna að halda bústofni sínuim óskertuim, og er það fagnaðarefni. Einn bóndi mun þó hætta naut- griparækt. Sá bændanna, sem mest hey kaupir, pantaði 1000 hesta. Nefnd frá bæjarstjórninni í Neskaupstað og hreppsnefndin í Norðfjarðarhreppi hafa ræðzt við um þetta mál, sem er sameigin- legt vandamál bæjarbúa og hreppsbúa. Mun bráðlega verða lögð fyrir bæjarstjórn tillaga um að bærinn veiti bændunuim nokkra aðstoð í þessum þrengingum til að tryggja bæjarbúum neyzlu- mjólk í vetur. Tœp 210 þús. m. og t. til Neskaupst.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.