Austurland


Austurland - 17.09.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 17.09.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 17. septamber 1965. Fyrsta golfkeppni í Norðíirði Uim síðustu helgi fór fram fyrsta golfkeppni, sem hér hefur verið háð og sennilega á Austur- landi öllu. Keppnin stóð á laugar- dag og sunnudag, og voru kepp- endur 6. Hér var aðeins um að ræða innanfélagskeppni hjá Gíolf- klúbbi Neskaupstaðar, sem stofn- aður var í vor. Keppni hófst kl. 2 á laugardag í góðu veðri, en fremur köldu eins og venjulegt er á iþessu sumri. Og við brugðum okkur inn á golfvöll, en hann er norðan við Norðfjarð- arána gegnt Grænanesi. Þar hitt- um við að imáli formann klúbbsins, Gissur Ó. Erlingsson, póst- og símstjóra. Hann segir okkur ofur- lítið frá starfseimi klúbbsins, með- an fyrri riðill keppenda heldur af stað austur völlinn sláandi sínar kúlur og berandi sína kylfupoka. Keppnin er hafin. — Hvenær var klúbburinn stofnaður, Gissur? — Það var snemma í vor, að við komum saman nokkrir og töl- uðum um, að gaman væri að stofna golfklúbb, og svo var hann stofnaður snemma í maí. Það voru milli 20 og 30 manns, sem lýstu Fulltrúafundur Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi haldinn í Neskaupstað 12. sept. 1965 telur, að brýna nauðsyn beri til að atvinnumál Austur- lands verði tekin til rækiiegrar athugunar og tillögur um úrbæt- ur og allar meiriháttar fram- kvæmdir samræmdar sem bezt. Fundurinn beinir þeirri áskorun til stjórnimálaflokkanna í Austur- landskjördæmi, að gangast nú í haust fyrir sameiginlegum fundi til að ræða þessi mál. Fundurinn bendir á þá stað- reynd, að landbúnaður á Austur- landi á nú í miklum erfiðleikum og að óhjákvæmilegt er, að stór- fellt átak verði gert honum til endurreisnar og eflingar, eigi nokkur von að vera til að hann geti haldið áfram eðlilegri þróun. Ennfreimur vill fundurinn benda á, að á Austurlandi er sáralítill iðnaður; nær enginn kjötiðnaður og enginn ullar- eða skinnaiðnað- ur þótt aðaiframleiðsla landbún- aðar á Austurlandi sé sauðfjár- afurðir. Vegna mikilla framkvæmda í sambandi við síldveiðar og síldar- sig hafa ailmikinn áhuga. Við fengum svo lánað húsrými til að æfa stöðuna og sveifluna innan húss. — Það var í félagsheimilinu, var það ekki? — Jú, við fengum þar ófullgert herbergi til æfinga. Það sem okk- ur skorti, var hæfur kennari, þar se.m enginn okkar hafði telj- andi þjálfun í þessari íþrótt. All vel var mætt á æfingar og æft af kappi og með hækkandi sól óx áhuginn fyrir því að færa æfing- arnar út. Við fengum augastað á landi hér á árbökkunum á móti Grænanesi. Síðan fengum við 5 ára leigusamning um nokkuð stórt land, sem aðeins var nytjað til beitar áður, og hér höfum við æft síðan. Hins vegar verð ég að játa að þessir 20 til 30 stofnendur hafa ekki allir verið ötulir hér úti í náttúrunni, en óhætt er þó að segja, að 7—10 imanns hafi æft hér. — Og þið eruð 6 í þessari keppni ? Já, við fengum ekki fleiri til að taka þátt í þessari keppni, sem vinnslu hin síðari ár, hefur at- vinna verið góð í flestum sjávar- þorpum og kauptúnum á Austur- landi. En þær atvinnuframkvæmdir hafa verið imjög einhæfar, algjör- lega bundnar við síldveiðar á nær- liggjandi miðum. Sl. sumar hafa síldveiðarnar ekki komið Aust- fjörðunum að því gagni, sem von- ir stóðu til, og ber því strax á mjög minnkandi atvinnu og fyr- irsjáanlegt er, að atvinnuleysi verður á komandi vetri í imörgum þorpum, ef ekki koma til nýjar atvinnuráðstafanir. Raforkumál Austurlands er einnig þörf á að taka til ræki- legrar athugunar með sérstöku tilliti til nýrra átaka í atvinnu- málum. Ennfremur stórauknar samgöngubætur. Fuiltrúafundur Alþýðubanda- lagsins í Austurlandskjördæmi leggur því ríka áherzlu á, að sem allra fyrst geti tekizt samstaða Austfirðinga um raunhæfar og ýtarlegar tillögur til að marka stefnu í atvinnumálum kjördæm- isins. við heyjum svona til að reka endahnútinn á sumarstarfið. — Þetta land, sem klúbburinn hefur, er úr Skorrastaðarlandi, er það ekki? — Jú, það er úr landi Skorra- staðar. Við höfum á vellinum 6 brautir, og er einn hringur um 1300 metrar. í vor heimsótti okkur forseti Golfsambands Islands, Sveinn Snorrason, en ætlun okkar er að ganga í golfsambandið. Við sótt- urai því um inngöngu í héraðs- íþróttasambandið, U. 1. A., en ég veit ekki, hvemig þeirri umsókn hefur reitt af, því að við höfum ekkert heyrt frá ,þeim ennþá. Og nú hefja þeir keppnina í seinni riðlinum: Gissur, Ragnar Sigurðsson og Þórir Arinbjamar- son. Kúiurnar þeytast í átt til næstu holu, og mörg augu fylgja þeim á fluginu. Síðan axla kepp- endur kylfupokana og arka af stað ásamt nokkrum áhorfendum. Þremenningamir, sem á undan fóru, eru nú að leika að fjórðu Þór, sem út kom fyrir nokkr- um döguim, birti bréfkafla frá Skagaströnd tekinn úr Framsókn- arblaðinu Degi á Akureyri. 1 bréfkafla þessum er svo að orði kveðið, að Reykjanes og Aust- firðir virðist „nú vera einu stað- irnir í landinu, sem ríkisstjómin veit af — og vill eitthvað gera fyrir“. Og til þess að vekja sér- staka athygli á þessari speki, feitletrar Þór klausuna. Nú vitum við Austfirðingar allir, að okkar fjórðungur er og hefur oftast verið, olnbogabarn ríkisvaldsins. Undantekningar em þau tímabil, sem sósíalistar og Alþýðubanlalagið hafa átt aðild að ríkisstjórn, þó að þau tímabil hafi bæði verið stutt. Á fyrra tímabilinu, nýsköpunarárunum, var lagður grundvöllur að stórút- gerð á Austfjörðuim, en á hinu síðara, tímabili vinstri stjórnar- innar, var lagður grundvöllur að stórrekstri á sviði síldarvinnslu, svo að dæmi séu nefnd. Gaman hefði verið ef Þór hefði bent á einhver dæmi þess, að Skagstrendingurinn hefði rétt fyrir sér. En sannleikurinn er sá, að ekki verður bent á eitt einasta dæmi því til sönnunar, að ríkis- stjórnin „geri eitthvað fyrir“ Austurland, sem ekki er í hlið- stæðri mynd „gert fyrir“ aðra fjórðunga landsins. En benda má á ótal mörg málefni, sem' hér bíða úrlausnar, en búið er að leysa eða verið er að leysa annars staðar. Austfirðingar hafa orðið að leysa sín atvinnumál að mestu sjálfir og hafa oft átt í miklum erfiðleikum með að útvega fjár- holu, og við hittum þá suður á árbakkanuim: Sigfús Guðmunds- son, Friðrik J. Sigurðsson og Stefán Pálmason. Sigfús hefur orðið: — Ég held það séu skráðir 22 félagar í klúbbnum, en 14—16 menn munu eiga tæki eða kylfur. Við værum ánægðir, ef þeir kæmu allir til æf- inga. — Hverjir skipa stjórn klúbbs- ins? — Gissur Ó. Erlingsson er for- maður, Sigfús Guðmundsson gjaldkeri og Stefán Pálmason rit- ari. Keppni lauk á sunnudaginn, og voru leiknar alls 36 liolur, þ. e. 6 umferðir á vellinum. Sigurvegari varð Stefán Pálmason með 206 högg og Friðrik J. Sigurðsson varð annar með 207 högg. Vonandi verður meira líf í golf- klúbbnum þegar fram í sækir, en þetta er góð byrjun. Golf er ágæt íþrótt, býður upp á útivist og skemmtilegan leik, en veldur tæp- ast meiðslum og öðrum eins æs- ingi og t. d. knattleikir virðast stundum gera. magn til nauðsynlegra og aðkall- andi framkvaamda. Einu atvinnu- fyrirtækin, sem ríkið rekur á Austurlandi (þjónustufyrirtæki eins og póstur, sími og rafmagns- stöðvar ekki meðtalin) eru tvær síldarverksmiðjur, sem þó væru betur komnar í eigu heimamanna. Aðra þeirra keypti ríkið og lét stækka og endurbyggja, hina lét það byggja. En hver er tilgangur Þórs imeð því að birta þennan bréfkafla? Þetta er aðferð Jónasar Péturs- sonar til að mótmæla því, hve lít- ið ríkisstjórnin hefur „gert fyrir“ Austurlandskjördæmi. Hann á sjálfur sína pólitísku framtíð undir því, að hann geti bent á, að stefna ríkisstjómarinnar og þingmennska hans hafi leitt til góðs fyrir kjördæmið. Býsna sniðug aðferð hjá Jón- asi, en líklega þarf hann að taka betur á, ef Austfirðingar eiga að snúast til viðreisnartrúar. Byggingaleyfi Á síðasta bæjarstjórnarfundi voru veitt tvö ný byggingaleyfi. ísak Valdimarsson, skipstjóri, fékk leyfi til að byggja 124 fer- metra ibúðarhús á lóðinni nr. 11 við Víðimýri (í svokölluðu Hjálm- arstúni). Gunnar Ólafsson, skólastjóri, fékk leyfi til að byggja rúmlega 80 fermetra íbúðarhús á lóðinni nr. 41 við Nesgötu. Alyktun Alþýðubandalagsins í Austurlandskjördœmi B. S. Skopazt að stjórninni

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.