Austurland


Austurland - 24.09.1965, Side 1

Austurland - 24.09.1965, Side 1
Austurland Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 24. september 1965. 37. tölujblað. Verðlagning landbunaðarvara Allmiklar umræður hafa orðið að undanförnu um verðlagsmál landbúnaðarins. Sérstaklega hef- ur borið á því, að blöð Sjálfstæð- isflokksins hafi veitzt að mið- stjórn Alþýðusambandsins fyrir að láta fulltrúa sinn í ssx-manna- nefndinni hætta störfum. Og nú síðustu dagana hafa bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar um skipan þessara mála orðið aðal umræðu- efnið. Sú ákvörðun miðstjórnar Al- þýðusambandsins að láta fulltrúa sinn í verðlagsnefndinni hætta störfum, var ekki á neinn hátt hugsuð sem andstaða við hags- muni bænda í verðlagningarmál- unum, eins og skýrt kom fram í greinargerð Alþýðusambandsins og tillögum sem jafnframt voru gerðar varðandi verðlagningar- málin. Miðstjórn Alþýðupam- bandsins benti réttilega á, að að- staöa sex-mannanefndarinnar er nú orðin harla lítil til þess að leysa þann vanda, sem upphaf- lega var til ætlazt með samninga- nefnd neytenda og framleiðenda. Dýrtíðarstefna núverandi ríkis- stjórnar hefur eðlilega komið hart við framleiðendur landbúnað- arvara engu síður en við nsyt- endur þeirra vara. Dýrtíðarstefn- an hefur gert sífelldar og stór- kostlegar verðhækkanir landbún- aðarvara óhjákvæmilegar. En hún hefur þrátt fyrir slíkar hækkanir eigi að síður leitt til versnandi rekstrarafkomu bænda. Eins og málum nú er komið, er auðvitað eðlilegast, að ríkis- stjórnin sjálf glími við þann vanda, sem hún hefur með rangri efnahagsstefnu framkallað, og semji því milliliðalaust við bænd- ur um afurðaverðið og rekstrar- grundvöll j^ndbúnaðarins. Augljóst er á skrifum íhalds- blaðanna, að þetta verk vill rík- isstjórnin komast hjá að vinna sjálf. Hún vill gjarnan hafa full- trúa neytenda og þá alveg sér- staklega fulltrúa Alþýðusam- bandsins í því verki að semja uim verðlagsgrundvöll landbúnað- arins og glíma við afleiðingarnar af hennar dýrtíðarrstefnu. Fulltrúar bænda hafa á undan- förnum árum verið mjög óánægð- ir með verðlagsgrundvöll land- búnaðarins, þrátt fyrir verulegar breytingar til hækkunar, sem á honum hafa verið gerðar á síð- ustu árum. Þessi óánægja kom meðal annars fraim í því, að nú í sumar sögou fulltrúar bænda í sex-mannanefndinni upp grund- vellinum og kröfðust nýrrar end- urskoðunar með hækkun fyrir augum. Það má nú öllum vera ljóst, að vandamál landbúnaðarins verða ekki einhliða leyst með verðhækk- un búvara. Erfiðleikar seim' stafa af of smáum búum, óhagstæðum lánskjörum og ónógu fram- kvæmdafé og skipulagsleysi í framleiðslunni, verða auðvitað ekki leystir með verðhækkun landbúnaðarvara. Stefnuna í efnahagsmálum og í málefnum landbúnaðarins verður því að endurskoða og henni verð- ur að breyta, ef nokkur teljandi árangur á að nást. Stefna Framsóknarflokksins í verðlagningarmálunum og í sam- starísmálum bænda og verkalýðs- samtakanna er kapítuli út af fyr- ir sig. Forustuimenn Framsóknar- flokksins hafa fæstir skilið nauð- syn þess, að bændur og verka- menn stæðu saman í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Þeir hafa ekki skilið grundvöll sex-manna- nefndarinnar sem samstarf bænda og verkamanna, heldur miklu fremur sem samningsvettvang andstæðinga. Foringjar Fram- sóknar hafa því oft verið fljótir til að ásaka fulltrúa verkamanna í nefndinni fyrir ófullnægjandi rekstrargrundvöll landbúnaðarins. Samkvæmt framleiðsluráðslög- unum og ákvæðunum um sex- mannanefndina er gert ráð fyrir, að meðaltekjur bænda skuli vera jafn háar og meðaltekjur verka- manna, iðnaðarmanna og sjó- manna í kaupstöðum. Með þess- um ákvæðum, eem sósíalistar áttu beinan þátt í að lögfesta á sínum tíirna, var bændum tryggður mik- ilsverður réttur. Deila má að sjálfsögðu um það, hvernig tek- izt hefur að ná þessu marki, enda hafa mörg og mjög breytileg at- riði áhrif á það, hvemig áætlanir og útreikningar sem gerðir eru fyrirfram, standast í reynd. Með þessum ákvæðum fram- leiðsluráðslaganna eru launakjör bænda og vinnustétta bæjanna hnýtt saiman. Hækkuð laun verka- manna leiða því beint til hækk- unar á kaupi bænda alveg eins og lækkuð laun verkamanna leiða af sér kauplækkun hjá bændum. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir gaspur Framsóknarmanna um baráttu þeirra fyrir bættum kjör- um bænda, liggur það skjalfest og óumdeilanlega fyrir, að for- ingjar Framsóknar hafa hvað eft- ir annað staðið gegn réttlátum kauphækkunum verkamanna og i sumum tilfellum beinlínis greitt atkvæði með Iögþvingaðri LÆKK- UN á kaupi verkamanna og auð- vitað um leið á kaupi bænda. Þannig greiddu Framsóknar- menn á Alþingi í ársbyrjun 1959, þegar núverandi stjórnarflokkar voru að taka saiman, atkvæði með beinni lækkun á kaupi verka- manna og bænda. Og nú á sl. sumri sýndu for- ingjar Framsóknarflokksins skiln- ing sinn á þessu lagaákvæði um samtengingu á launum verka- fólks og bænda, með því að sam- þykkja að láta framleiðendasam- tök bænda eins og Mjólkurbú Flóaimanna og Mjólkursamsöluna í Reykjavík ganga í Vinnuveit- endasamband Islands til þess að styrkja þannig þau samtök í bar- áttu þeirra gegn réttlátum kaup- kröfum verkafólks. Með öðrum orðum, foringjar Framsóknarflokksins, sem stjórn- uðu þessum samtökum bænda, töldu réttast að nota þau til að berjast gegn beinum launahags- munamálum bænda sjálfra. Þeir menn, sem þannig haga sér, óska skiljanlega ekki eftir samstarfi verkamanna og bænda og eru auðvitað á imóti þeim grundvelli sem sex-mannanefndin átti að vinna eftir. Þeir vilja, að bændur standi í fylkingu með atvinnurekendum, en á móti launafólki í landinu. Þeir telja auðvitað, að of hátt kaup verkafólks hái íslenzkum landbúnaði, en gera hins vegar lítið úr því, að stefna ríkisstjórn- ar atvinnurekenda og milliliða valdi landbúnaðinum erfiðleikum í rekstri. Þegar verðlagningarmál land- búnaðarins eru skoðuð í þessu Ijósi og frafmangreindar stað- reyndir hafðar í huga, má öllum vera ljóst, að eins og málin voru komin, gat Alþýðusamband Is- lands varla gert annað en draga fulltrúa sinn út úr sex-manna- nefndinni. Alþýðusambandið lýsti jafn- framt yfir stuðningi við hagsmuni bænda og benti á þörfina á því Framhald á 2. síðu. Heyflutningar til Austurlands hainir Byrjað er að flytja hey frá Suðurlandi til Austurlands. Fyrir nokkru kom ms. Selá með hey- farm, sem skipao var í land á Reyðarfirði. Esja kom svo með annan farm nú í vikunni þ. á. m. gjafahey frá forsetabúinu á Bessastöðum. Kom hún með 600 hestburði til Fáskrúðsfjarðar. Bændur í Fáskrúðsfjarðarhreppi hafa pantað um 3500 hesta af heyi, en heyfengur þeirra hefur orðið miklum mun minni en ger- ist í með'alári, enda skemmdir í túnum miklar og sums staðar gífurlegar. Kennaranám- skeið De.gana 25. til 27. þ. m. verður haldið námskeið í móðurmáls- kennslu á vegum Kennarasam- bands Austurlands. Kennarar verða Ingibjörg Stephensen, tal- kennari, Öskar Halldórsson, cand. mag, námsstjóri og Þorsteinn Sigurðsson, kennari í Reykjavík. Á námskeiðinu verður fjallað um móðurmálskennsluna á skyldunámsstiginu, allt frá byrj- unarkennslu í lestri til hljóðfræði og framburðar. Að námskeiði loknu verður að- alfundur K. S. A. haldinn dagana 28. og 29. sept. Námskeiðs- og fundarstaður er heimavistarbarnaskólinn Staðar- borg í Breiðdal. Formaður K. S. A. er nú Heim- ir Þ. Gíslason, skólastjóri. Síldveiðin Góð veiði var síðustu viku og mjög góð, það sem af er þessari. Síðustu viku var aðalveiðisvæðið norðaustur frá Langanesi 50—100 sjómílur og 100—120 sjómílur N.A. að A. frá Raufarhöfn. Síðan hefur veiðisvæðið færzt sunnar, allt suður í Reyðarfjarðardýpi. Síðasta laugardag höfðu 206 skip fengið einhverja veiði, þar af 184 skip 1000 mál og tunnur eða meira. Þá höfðu 19 skip aflað 20 þús. m. o. t. eða meira, þar af 6 Austfjarðaskip. Aflahæsta skipið er Jón Kjart- ansson, Eskifirði, með 33.450 m. og t. og er það eina skipið, sem aflað hefur meira en 30 þús. Vikuaflinn var 208.619 m. og t. og nam heildaraflinn á miðnætti :sl. laugardags 1.867.593 m. og t. (í fyrra 2.307.753). Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: Framh. á 2. síðu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.