Austurland


Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 1
Amluvlmú Málgagn sósialista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 1. október 1965. 38. tölublað. Stórbœtt aöstaða 0 • til skrúfumœlin Á austurkanti gömlu bæjar- bryggjunnar í Neskaupstað stend- ur timburhús og lætur lítið yfir sér innan unn síldarnætur og ið- andi mannlífið. En ef við göngum niður bryggjuna og iítum inn í skúrinn, sjáum við mörg tor- kennileg tæki og mæla og þekkj- um þar naumast nema segul- bandstæki, litla talstöð og hljóð- nema, sem leiddur er úr skúrn- um og látinn í sjó niður. Hver á svo þennan skúr og hvaða hlutverki þjónar hann? Eigandinn er Baldur Böðvan- son, útvarpsvirki, og er þetta nokkurs konar útibú frá verk- stæði hans, ætlað til greiðari þjónustu við bátaflotann. Inni í skúrnum sitja þeir Baldur og Hrafn, sonur hans, með öll tæki í gangi og hljóðnemann niðri í sjó, en skammt undan bryggjunni keyrir einn síldarbát- urinn hvern hringinn af öðrum, með mismunandi hraða og skrúfu- stillingu eftir titaögn Baldurs. Hávaðinn, sam, vél og skrúfa or- Kennarar á skólabekk Um síðustu helgi, eða nánar til tekið þrjá daga samfleytt, sátu um 20 austfirzkir kennarar á skólabekk suður í Breiðdal. Kenn- arar voru Óskar Halldórsson, cand. mag., sem kenndi hljóð- fræði og framburð, og Þorsteinn Sigurðsson kennari úr Reykjavík, seim leiðbeindi um lestrarkennslu byrjenda og treglæsra barna. Námskeiðið sóttu kennarar allt frá Hornafirði til Borgarfjarðar. Það var einróma álit þeirra sem námskeiðið sóttu, að þeir hefðu haft af því ómetanlegt gagn, enda hafa kennarar alltaf vitað það, að eitt það þýðingar- mesta í þeirra starfi er sífelld endurnýjun og kynning nýrra að- ferða og vinnubragða við kennslu. Að námskeiði loknu var haldinn Framh. á 4. síðlu. saka er tekinn á segulband og mældur á mælitækin. Og nú skulum við ræða við Baldur um stund. —¦ Hvenær settirðu upp þenn- an skúr? —¦ Við settum hann upp seinni hluta sumars. Hann átti eiginlega að vera kominn upp fyrir síld, en það tókst nú ekki. Tilgangurinn með þessum skúr er, að hafa í honum rafmagn og aðstöðu fyrir ýmiskonar ttnæli- tæki, t. d. til mælinga á skrúfu- hávaða. Einnig er ætlunin að reyna hér að gera mælingar á botnstykkjum síldarleitartækj- anna og geta gengið úr skugga um ástand þeirra sem ég tel að hafi mjög mikla þýðingu fyrir síldveiðiflotann. Og síðast en ekki sízt er ætlunin að hafa hér að- stöðu til að nota fullkomin mæli- tæki við viðgerðir almennt. — Það er auðvitað allt önnur aðstaða að vinna þetta svona hsldur en á verkstæði lengra frá? — Já, gjörólík, hér getum við gert mælingar og athuganir, sem útilokað væri annars staðar vegna kostnaðar t. d. vegna misimun- andi spennu á tækjum. En hér getum við farið með tæki um borð og einnig úr skipunum í skúrinn. Bæði við og skipstjórarnir þurfum að venjast þessari að- stöðu hér, áður en hún fer að koima að virkilegum notum. Það er t. d. mikilvægt, að það sé að- gengilegt að komast hér að til að gera þær mælingar og athuganir, sem með þarf. Það er hugmynd mín, að þegar bátar þurfa á okk- ar aðstoð að halda, komi þeir hér að bryggjunni, fái sína þjónustu og rými síðan. Ef þeir eru t. d. að landa, förum við auðvitað eftir sem áður og gerum við tæki bát- anna, þar sem þeir liggja. En hér gengur viðgerðin fljótar, þegar allt er við höndina og í vissum tilfellum er nauðsynlegt að bát- arnir komi hér að. Það skiptir t. d. miklu máli varðandi skrúfu- mælingar, að þær séu alltaf fram- kvæmdar á sama stað við sömu aðstæður til að fá samaniburðinn. —¦ Þið byrjuðuð á þessum skrúfumælingum í fyrra, var það ekki? Og þær hafa gefið góða raun? — Já, við mældum í fyrra og skipstjóramir telja margir, að þeir hafi haft mikil not af þessu. Við höfuím skrúfumælt allmarga báta í sumar og eru þeir misjafn- ir. En raunverulega vantar okkur að mæla skrúfuhljóð aflabátanna til að fá nákvæmari samanburð og vita nákvæmlega, hvað, er eðli- legur hávaði og hvað ekki. Það er margt, sem kemur til greina varðandi skrúfuhávaða bátanna, t. d., hvað rúmt er uim skrúfu- blöðin, og einnig held ég, að bygg- ingarlag bátsins komi hér einnig til. Svo getur skrúfuhávaðinn truflað „asdicið", ef það er stað- sett of aftarlega í bátnum. Ég vil geta þess, að það er ekki nóg til frambúðar aðeins að mæla skrúfuhávaða bátanna og bera saman, heldur þarf einnig að taka mál af öllum umbúnaði skrúfunnar og finna þannig út, hvað raunverulega veldur þessum óeðlilega hávaða og hvað er til úrbóta. Á síðustu fjárlöguim voru veittar 150 þús. kr. til skrúfuat- hugana og starfandi er nefnd í þessu máli. í henni er skipaskoð- unarstjóri, og verður það vænt- anlega verkefni hans að hafa framkvæmdir með höndum. Það hefur heyrzt, að koma eigi á fót rannsóknarstöð' í þessu skyni í Hvalfirði. Gott væri, að úr því yrði, en aðra slíka stöð þarf örugglega eins á Austurlandi og jafnvel víð- ar. En trúað gætum við því, að nkipum væri ætlað að sigla til Hvalfjarðar til skrúfuniælinga, ú: miðri aflahrotu e. t. v.! — Og að1 lokuim, Baldur, hvað vinnið þið margir á verkstæðinu? — Við vorum fjórir, en erum nú orðnir þrír. Ég reyndi mikið til að fá fimmta manninn í sumar til að geta sinnt viðgerðum á út- varpstækjum, en fékk engan mann. B.S. Enn er góð síldveiði Eftir nokkurra daga brælur skánaði veður fyrir miðja vikuna og var þá ekki beðið boðanna með að halda á miðin. Veiði hefur ver- ið góð þessa daga, en síldin er mjög blönduð. Flutningaskipin hafa iegið á miðunum og tekið síld og hefur því minna verið um landanir hér eystra en ella. Nú munu þau hafa fengið fylli sína í bili og hefur því meiri síld borizt hér að landi í nótt en áður. I nótt fengu 55 ökip 60 ,þús. mál og tunnur 60—70 imílur und- an landi í Norðfjarðar- og Reyð- arfjarðardýpi. Söltun að Ijúka ? Mjög hefur nú dregið úr söltun síldar og veldur því einkum tvennt: Mikil fólksfæð og smæð síldarinnar. Ein söltunarstöðin í Neskaupstað, Máni, mun hafa hætt söltun og dauft hljóð er í öðrum saltendum. Sveinn skipar - Bjarni hlýðir Misjafna dóma fær sú ákvörðun menntamálaráðuneytisins, að heim ila fraimhaldsskólanemendum að vinna í síld til miðs október. Er enn svo að1 sjá, að Sveinn Ben. hafi vald til að ssgja ríkisstjórn landsins fyrir verkum. Hann ger- ir Bjarna bróður sínum orð, Bjarni hnippir í kratana og þeir gefa út tilskipanir til að verða' við skipunum Sveins. Vegleg gjöf Nýlega færði Jóhann Eyjólfs- son, Hafnarbraut 32 hér í bæ sjúkrahúsinu að gjöf 10 þúsund krónur. Éig undirritaður leyfi mér í nafni 'sjúkrahússms að færa Jó- hanni kærar þakkir fyrir þsssa vegiegu gjöf. Stefán Þorleifsson, sjúkrahússráðsmaður. BERKLAVARN- ARDAGURINN Hinn árlegi berklavannardagur er á sunnudaginn kemur. Verða þá seld merki Sambands íslenzkra berklasjúklinga og tímarit þess til ágóða fyrir starfsemina. SÍBS væntir þess, að njóta enn sem fyrr stuðnings laindsmanna og að hver og einn leggi fraim sinn skerf með' því að kaupa merkin og tímaritið. Bæjarstjórnarfundur hefur verið boðaður í dag ,kl. 4. Á ¦ dagskrá eru fundargerðir nefnda.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.