Austurland


Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaup.stað, 1. október 1965. Hvað er í fréttum? Frá Vopnafirði Vopnafirði, 23. sept. — G.V./S.Þ. Síldin Undanfarið hefur borizt hingað nokkuð magn af síld til söltunar á þær fjórar stöðvar sem hér eru starfræktar. Ennþá hafa þær þó fengið allt of lítið, nema þá sölt- unarstöðin Auðbjörg en þar hefur verið saltað all mikið'. Síldarverksmiðjan hér hefur ekki fengið neina síld í þessari aflahrotu nama úrganginn frá söltunarstöðvunum. AUs mun verksmiðjan hér vera búin að fá liðlega 100 þús. mál á sumrinu. En menn gera sér vonir um að úr rætist fyrir henni í sambandi við haustveiðarnar. Mikil atvinna er hér fyrir það fáa fólk sem nú er í kauptúninu, því aðkomufólk er nú allt farið’. Sérstaklega vantar fólk á söltun- arstöðvarnar. Haustannir Göngur hófust hér 17. þ. im. Flestir eru smalarnir í 2 daga í göngunni, en þó eru sumir þeirra í allt að fjóra daga og eru það þeir sem smala Lindarárbala og svæðin þar í kring. Slátrun hófst hér hinn 17. mán- aðarins og er áætlað að slátra hér í haust 16 þúsund fjár. Menn telja, að féð sé í meðallagi að vænleika. Margt fólk vinnur við slátrun- ina og önnur þau störf er til- heyra hinum venjulegu haustönn- um sveitanna og markaðsbæja þeirra. Heyfengnr Heyskapur var hér víðast hva.r lélegri en í meðalári. Ekki er þó mikið um að bændur panti hey að, og reyna flestir að bjargast á eigin spýtur. Kornrækt er hér hverfandi lítil í ár. Hér voraði .seint og illa, eins og áður hefur verið getið, og leizt mönnum ekki á að sá til korns neinu sem nam. Einn bóndi sáði þó dálitlu korni, en uppskeruhorf- ur eru ekki góðar. Læknaskipti Læknir, sem hér hefur verið um eins árs skeið, er nú á förum, en hann heitir Friðþjófur Björnsson og er hinn prýðilegasti maður. Við tekur ungur læknir frá Akur- eyri og mun hann ráðinn hér í eitt ár. Birgðastöðvar nauðsynlegar Ma.rgir eru hér uggandi út af því, að engar ráðstafanir skuli hafa verið gerðar og ekkert um Amturímú ILausasala kr. 5.00 : Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT ; Frá Flugsýn l Fljúgið með Flugsýn til Reykjavíkur. Flogið alla virka daga. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupst. kl. 13.00. Aukaferðlr eftir þörfum. Kynnizt fegurð Austfjarða úr lofti og fljúgið með Flugsýn. Fiugsýn hf. Neskaupstað Símar 79 og 263. Ferðafólk athugið Sel flugfarseðla innan lands og utan, hvert sem fólk vill fara og með flugfélögum um allan heim. 25% afsláttur af utanlandsfargjöldum, fram og til baka, til 31. október Mikill afsláttur af fjölskyldufargjöldum innanlands. FLUGFÉLAG ISLANDS HF. Umboð Guðmundur Sigfússon. Neskaupstað. Leiguflug Með þriggja, sex og níu WWVWWWWWVWVWWWWWWVWVWWWW^W — Sjúkraflug farþega flugvélum. FLUGÞJÓNUSTAN HF. Umhoð Guðmundur Sigfússon. það heyrzt frá ábyrguim, opinber- um aðilum, að hér verði stofnsett- ar birgðastöðvar svo og á öðrum þeim stöðum sem harðast urðu úti í hafnbanninu af völdum haf- íssins sl. vetur og vor. Flestum hugsandi mönnum finnst seim það sé vítavert and- varaleysi að gera ekki neinar ráð- stafanir til þess að geta mætt nokkurra mánaða hafnbanni af völdum ísa. Hjá okkur Vopnfirð- ingum og á fleiri höfnum myndi þetta þýoa rafmagnsleysi og kulda í íbúðum manna og margs konar önnur vandræði. Reynslan frá sl. vetri og löngu liðnuim ísaárum á að kenna okkur að birgðastöðvar á þessum höfn- um eru bráðnauðsynlegar. Samtíðin krefst trúmennsku við sígildar hugsjónir Það er í alla staði ógerlegt frá sjónarhæð kristinnar trúar og rökréttrar hugsunar, að réttlæta framhaldandi uppbygging vopna- valdsins í landi hér. Fólkið, sem hingað til hefur gert það af ótta við stefnu Rússa í atvinnu- og stjórnarháttum getur ekki lengur alið og endurnært þann ótta. I Staksteinum Morgunblaðsins 18. þ. m. er það viðurkennt, að Sovétríkin hafi í ýmsuim greinum breytt um otefnu, t. d. í atvinnu- háttum landbúnaðarins. Þessa staðreynd geta landsmenn ekki látið sem vind um eyru þjóta. Þeir, sem það kynnu að vilja gera væru markvisst að meitla niður brúna sem byggja verður imilli austurs og vesturs. Alþjóðaráðstefnu lögfræðinga sem haldin var í Washington, er nýlega lokið. Um 3000 lögfræðing- ar voru þar saman komnir og áttu þar sæti þrír íslendingar, for- seti hæstaréttar og tveir hæsta- réttarlögmenn. Á ráðstefnu þeirri var lögð megináherzla á það, að tryggja friðinn með lögum. Til hins ítrasta ber sérhverri þjóð og sérhverjum einstakling heilög skylda til að leggja þeirri ágætu viðleitni lögfræðinganna lið. Rík- isstjórn Islands getur þess vegna ekki verið því imótfallin að lands- menn tjái hug sinn — og hvar skildi stungið við fæti ef ekki í eigin land, svo að þróunin hnígi héðan í frá í þá áttina að treysta einvörðungu á mannsæmandi sið- gæði og andans brynju skjöld og sverð í sókn og vörn. Um það er ekki forsvaranlegt að þegja, að þegar undirskrift Stokkhólmsávarpsins stóð yfir, sem vísindamenn um heim allan voru upphafsmenn að — áskorun til valdhafa stórveldanna að þver- taka fyrir kjarnorkusprengingar og framleiðslu hverskonar múg- morðvéla, skrifaði þáverandi guð- fræðiprófessor Sigurbjörn Einars- son undir en heyktist á því að láta nafn sitt standa þar óhagg- að, tók penna í hönd og strikaði yfir það. Líklegt er, að mörgum hafi undan því sviðið. E. t. v. hefði það kostað guðfræðiprófes- sorinn hjónaskilnað að standa stöðugur með friðarhugsjóninni, um það veit ég ekki en hitt veit ég, að_ þá spillti guðfræðiprófes- sorinn stórlega fyrir því að unnið yrði í sátt og samlyndi að friðar- hugsjóninni innan heimilanna og hvarvetna í félagslífinu, undir merkjum kristinnar trúar. Friðarmálin varða ekki ein- göngu saimskipti þjóða í milli og þeirra sem sækjast eftir völdum innan þjóðfélaganna, heldur einn- ig þann frið heimilanna sem byggist á sönnum lífsskilningi og trú á lögmál orsaka og afleið- inga. Án þessa getur enginn karl né kona verið í raun og sannleika sjálfum sér, sínu heimili né sam- félaginu trú. Það leiðir af sjálfu sér, að án þeirrar samstillingar húsráðenda, að vera trú vaxtar- og þroskalög- málinu getur ekki verið um að ræða friðsælt né farsælt heimilis- líf né þjóðlíf. Miltlu minna máli skiptir þó að nafn Jesú Krists liggi þar ekki laust á vörum, því að sérhver sá, sem viðurkennir sannleikann og elskar réttlætið, hann hlýðir af fremsta megni eig- in samvizku og elur sjálfan sig upp til þess að vera í æ ríkara mæli samverkamaður jákvæðu aflanna. Þá viðleitni má enginn „á hærri stöðum“ hindra. Það væri heimskulegt að ætla, að fyrir þessi orð sem hér hafa verið skrifuð, hefjist ríkisstjórnin handa að láta fara fram atkvæða- greiðslu um vopnavaldið. En vilja landsmenn ekki taka í strenginn með mér og lundir merkjum hverskonar ópólitískra félagasamtaka, gefa öllum lands- mönnum kost á að skrifa undir svohljóðandi Áskorun. Vér imdirrituð skorum á vald- hafa íslenzka lýðveldisins að stöðva nú þegar aliar fram- kvæmdir á vegum vopnavaldsins í Hvalfirði og hvarvetna annars staðar í landinu. Undirskriftarlistana með sam- anlögðum atkvæðum sendi svo sérhver félagsdeild sínu landssam- bandi og Ungmennasamband ís- lands hafi forgöngu um að sam- eina öll atkvæðin og birta alþjóð úrslitin. Þetta samþykkja lands- samböndin ef þau ekki bregða við skjótt og andmæla því á opinber- um vettvangi. 22. ágúst. G.M.P.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.