Austurland


Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 01.10.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 1. október 1965. Austfirðingar verða síldarffutningaskip að eígnast an fisk til Suður- og Vesturlands þegar þar er afli. Og það' þarf að bregðast við snarlega svo að þessi skip komist í gagnið í byrj- un næstu vertíðar. Fyrir nokkrum mánuðum urðu miklar umræour um þær ráðstaf- anir, sem gerðar voru til stór- felllra síldarflutninga af Aust- fjarðamiðuim til annarra lands- hluta. Stjórnarvöld landsins veittu málinu fullan stuðning þó í reynd yrði hann ekki eins mikill og vera átti, vegna viðbragða sjómanna. En ríkisvaldið veitti ábyrgðir og aðra fyrirgreiðslu til að flutning- arnir gætu orðið sem stórfelldast- ir. En það var ekki aðeins ríkis- valdið, sem hér átti hlut að máli. Við kaupgjaldssamninga á Norð- urlandi var megináherzla á það lögð, að vaxtabroddurinn væri stýfður af austfirzku atvinnulífi. Af hálfu Austfirðinga voru síld- arflutningarnir harðlega gagn- rýndir. Austfirðingar töldu rétti- lega, að þessum ráðstöfunuim væri beint gegn sér. Þó viðurkenndu þeir að sjálfsögðu réttmæti síld- arflutninga að vissu marki, þ. e. þegar svo milcil síld veiddist, að örðugt væri að veita henni mót- töku á nálægum höfnum, og þeg- ar veiðin væri sótt á fjarlæg mið. En þeir lögðu áherzlu á, að meg- r' A skólabekk Framhald af 1. síðu. aðalfundur Kennarasambands Austurlands, K.S.A. Þar ræddu kennarar sín félags- og stéttarmál og gerðu margar saimþykktir. Þær vérða ekki rakt- ar hér en munu birtast síðar. Geta má þó þess, að fundurinn mótmælt'i harðlega og einróma því uppátæki menntamálaráðuneytis- ins að gefa einstökum nemendum leyfi úr skóla frám til 14. okt. Taldi fundurinn, að slíkar aðgerð- ir ættu fyrst og fremst að koma heiman frá, ef til þeirra þyrfti að grípa. Annars var það álit flestra er töluðu í þessu máli, að illa sæti á menntamálaráðuneytinu að hafa áhrif á styttan skólatíma, sam- tímis því, sem hátt væri talað á æðri stöðum um þörf aukinnar fræðslu. Hin nýja stjórn K.S.A. er nú staðsett á Hornafirði næsta ár, og hana skipa: Árni Stefánsson, skólastjóri, Auður Jónasd., kenn- ari, Rafn Eiríksson, skólastjóri og Torfi Steinþórsson, skólastjóri, varamaður. Það er því bersýnilegt, að aust- firzkir kennarar mega leggja land undir fót, þegar þeir sækja næsta námskeið og aðalfund, en margir munu þá einnig kanna ókunna stigu. : G.Ö. insjónarmiðið ætti að vera, að skapa sem bezta aðstöðu til að vinna síldina sem næst veiðisvæð- inu. Þarflaus flutningur síldar um langan veg er óhagstæður frá sjónarmiði heildarinnar, því út- gerðarkostnaður síldarflutninga- skipanna er algjör aukakostnaður, sem seljendur síldarinnar verða að greiða. Flutningarnir hljóta því að leiða til lækkaðs hráefnisverðs. Sérstaklega mætti það mikilli gagnrýni Austfirðinga, að .stjórn- arvöldin skyldu stuðla að stór- felldum hráefnisflutningum utan af landi til Reykjavíkur og ann- arra hafna á Suðvesturlandi og þótti það í litlu samræmi við jafn- vægisskrafið. Engu er líkara en að þessi stefna sé vísvitandi upp tekin til að setja fótinn fyrir uppgang Austfjarða og eðlilega þróun at- vinnuvega Austfirðinga. Sjómenn voru beinlínis verðlaunaðir af rík- inu fyrir að leggja ekki síld upp á Austfjörðum. Þeir fengu 60 krónur í verðlaun á hverja tunnu sildar, sem ekki var söltuð á Austfjöroum. Ekkert liggur fyrir um það, hvernig útgerð flutningaskipanna hefur borið sig. Þó er almennt vitað, að Þorskabítsútgerðin hef- ur verið mislukkað ævintýri og hefur sú útgerð verið stöðvuð fyrir nokkrum vikum með stór- tapi fyrir ríkissjóð án þess að hún leiddi til nokkurra úrbóta, sem um munar, fyrir Norðlend- inga. En þótt ekkert hafi verið birt um fjárhagslega útkomu á síldar- flutningunum, blasa þó við nokkr- ar staðreyndir, sem í meginatrið- um staðfesta hinn illa grun, sem Austfirðingar höfðu frá upphafi á þessum fyrirtækjum. Flutningaskipin hafa setið um veiðiskipin eins og úlfar um hjörð og reynt með miklum árangri að lokka af þeim veiðina. Þetta hef- ur leitt til þess, að sumar verk- smiðjurnar á Austurlandi hefur skort hráefni og jafnvel lítið sem ekkert hráefni fengið í sumar á sama tiima og Austfjarðasíld er brædd við Eyjafjörð og í Reykja- vík í stórum stíl. Tilræðið við austfirzka atvinnuvegi virðist ætla að heppnast að verulegu léyti þegar í fyrstu lotu. Hinsvegar hefur það sannazt, að síldarflutningarnir eru engum erfiðleikum bundnir frá tæknilegu sjónarmiði. Síldarflutningamir, sem senni- lega fara vaxandi, hljóta að leiða til þess, að Austfirðingar grípi til einhverra ráðstafana til að hindra að imeginhluti hráefnisins verði fluttur til annarra landshluta og verksmiðjurnar hér eystra standi aðgeroarlausar. Það er sýnilegt, að stjórnar- völdin eru staðráðin í því, að gera síldarverksmiðjum fært að flytja til sín hráefni uim langan veg, þó ljóst sé, að það hlýtur að verða á kostnað sjómanna og útgerðar- manna. Fyrir austfirzku bræðsl- urnar er ekki annað að gera en að taka þátt í dansinum. Þær verða, t. d. tvær og tvær saman, að festa kaup á vel útbúnum íliitningaskipnm og taka upp sam- keppnina við Sunnlendinga og Norðlendinga á fjarlægum og ná- lægum miðulm. Þessi skip ættu líka að sækja síld, loðnu og ann- Vel útbúið flutningaskip kostar auðvitað mikið, en þó ætti að vera fært að ráðast í kaupin. Ríkis- sjóður ábyrgðist 80% af kaup- verði flutningaskips fyrir einka- fyrirtæki í Reykjavík. Verður því ekki trúað, að þeir þingmenn, sem þá ábyrgð samþykktu, synji aust- firzku bræðslunum, sem flestar eru í eigu samtaka alimennings, um samskonar fyrirgreiðslu. Þá er og nauðsynlegt, að bræðslurnar auki eigin hráefnis- öflun með því að auka útgerð eigin skipa. Sjálfsagt er þetta mál ekki út- rætt og gef.st væntanlega tæki- færi til að leggja enn orð í belg hér í blaðinu. Sverrir Jónsson, prentari látinn Dag einn í júlímánuði árið 1951 lagðist togarinn Egill rauði að bryggju hér í Neskaupstað. Skipið kom frá Reykjavík og flutti prentsmiðju þá, er prenta skyldi blaðið Austurland. Með skipinu kom prentarinn, Sverrir Jónsson og kona hans, Anna Pálsdóttir, ásamt unguim syni þeirra. Næstu vikurnar vann Sverrir að því að setja prentsmiðjuna upp og undirbúa prentun blaðsins. Var við ýmsa byrjunarörðugleika að etja, enda var prentsmiðjan göm- ul og hálfgerður garmur. En 31. ágúst kom fyrsta blaðið út. Eftir tveggja til þriggja ára starf hér hvarf Sverrir aftur til Reykjavíkur og vann þar mest að prentiðn. 1 ágúst í sumar hóf Sverrir störf við Keflavíkurveginn nýja og mun hafa ætlað að vinna þar uim skeið til að hvíla sig frá prentarastarfinu. En 16. sept. varð hann fyrir slysi, sem dró hann til dauða daginn eftir. Sverrir var maður hæglátur, dulur í skapi og fáskiptinn um annarra hag. Hann var vel fær í iðn sinni og drengur hinn bezti. Samstarf okkar Sverris var ná- ið árin, sem hann bjó hér. Er margs að minnast frá því sam- starfi, en það verður ekki rakið hér. Eftirlifandi konu Sverris og börnum þeirra votta ég innileg- ustu samúð við hið sviplega og óvænta fráfall hans. B.Þ. Frá Gagnfrœðaskólanum 3. og 4. bekkur imæti föstudaginn 1. okt. kl. 4 e. h. j; 1. og 2. bekkur mæti laugardaginn 2. okt. kl. 10 f. h. Skólastjóri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.