Austurland


Austurland - 08.10.1965, Qupperneq 1

Austurland - 08.10.1965, Qupperneq 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 8. október 1965. 39. tölublað. Síldveiðin gengur nú mjög vel Síldveiði var mjög góð síðustu viku. Nam vikuaflinn 274.247 málum og tunnum, en 88.466 sömu viku í fyrra. Þessa viku mun þó aflinn verða enn meiri, enda hafa verið stöðugar gæftir alla vikuna, en löndunarerfið- leikar hafa mjög tafið veiðar. Alls höfðu 223 skip tilkynnt einhvern afla, þar af 217 1000 mál og tunnur eða imeira. Heildaraflinn á miðnætti að- faranótt sl. sunnudags var 2.374. 253 mál og tunnur, en á sama tíma í fyrra 2.523.758 mál og tunnur. Er þetta ár tekið að nálgast hið fyrra hvað aflamagn snertir og mun raunar nú hafa farið fram úr því. Þrátt fyrir mikla fólkseklu og imjög blandaða síld hefur söltun verið þó nokkur og eru menn farnir að vona, að' takast megi að salta upp í samninga. Aflinn hefur verið hagnýttur sem hér segir: 1 -salt 330.810 (342.062) uppsaltaðar tunnur, í frystingu 18.496 (36.169) upp- mældar tunnur, í bræðslu 2.024. 947 (2.140.527) mál. Skrá um afla Austfjarðabáta eins og hann var í lok síðustu viku, fer hér á eftir: Akurey, Homafirði 9.126 Bára, Fáskrúðsfirði 21.413 Barði, Neskaupstað 28.873 Bjartur, Neskaupstað 26.191 Björg, Neskaupstað 15.491 Björg n, Neskaupstað 5.571 Einir, Eskifirði 8.376 Gissur hvíti, Hornafirði 5.611 Glófaxi, Neskaupstað 7.538 Guðrún Þorkelsd., Eskif. 10.316 Gullberg, Seyðisfirði 20.657 Gullfaxi, Neskaupstað 12.412 Gullver, Seyðisfirði 30.029 Gunnar, Reyðarfirði 15.568 Hafrún, Neskaupstað 5.596 Heimir, Stöðvarfirði 32.571 Hoffell, Fáskrúðsfirði 5.105 Hólmanes, Eskifirði 16.509 Hvanney, Hornafirði 2.130 Jón Eiríksson, Homafirði 9.073 Jón Kjartansson, Eskif. 41.783 Kambaröst, Stöðvarf. 7.634 Krossanes, Eskifirði 26.403 Sig. Jónsson, Breiðd.v. 15.624 Sigurfari, Homafirði 3.868 Skálaberg, Seyðisfirði 7.863 Snæfugl, Reyðarfirði 9.187 Stefán Árnason, Fáskr.f. 4.079 Sunnutindur, Djúpavogi 16.105 Sæfaxi II, Neskaupstað 9.035 Þráinn, Neskaupstað 9.241 Auk þess hafa 4 bátar lagt upp lítilsháttar magn síldar sunnan- lands, Akurey 146 tunnur, Giss- ur hvíti 258, Heimir 492 og Kambaröst 989. 21. aðalfundur Kennarasam- bands Austurlands var haldinn að heimavistarskólanum Staðar- borg í Breiðdal, dagana 27.—28. sept. síðastlicinn. Fundinn sóttu 20 kennarar og skólastjórar víðs- vegar að af sambandssvæðinu. I sambandi við aðalfundinn var haldið námskeið í móðurmáls- kennslu. Leiðbeinendur voru þeir Óskar Halldórsson, cand. mag. og Þorsteinn Sigurðsson, kennari í Reykjavík. Námskeð þetta, sem stóð í tvo daga, tókst með þeim ágætum, að ákveðið var að Kennarasamb. Austurl. beitti sér sem oftast þegar tök væru á fyr- ir hliðstæðri fræðslustarfsemi. Auk þess mættu á fundinum þeir Skúli Þorsteinsson, náms- stjóri, sem flutti erindi um launa- mál o. fl. og Stefán Ólafur Jóns- son, námsstjóri í starfsfræðslu, sem flutti erindi um það efni. Helztu áiyktanir fundarins voru þessar: 1. Aðalfundur K.S.A. haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. og 28. sept. 1965 vill, sökum hinnar miklu og almennu barnavinnu sem nú tíðkast í landinu, beina þeirri ósk til heilbrigðisyfirvalda, að þau hlutist til um, að engum ung- lingum innan 16 ára aldurs verði hleypt inn á hinn al- menna vinnumarkað, án um- sagnar læknis um að viðkom- andi sé ekki búin heilsufars- leg hætta af þeim störfum, sem honuim er ætlað að leysa af hendi. 2. Aðalfundur K.S.A. haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. og 28. sept. 1965 telur brýna Langmestan afla allra síld- veiðiskipa hefur Jón Kjartansson, Eskifirði. Sumir minni bátanna eru hætt- ir síldveiðum. T. d. eru tveir Norðfjarðarbátar hættir, annar fyrir um þrem vikum. Menn eru bjartsýnir á fram- hald síldveiðanna í haust. Nokkuð af stórufsa hefur kom- ið í næturnar. Hafa menn reynt að hagnýta hann eftir föngum og er hann bæði saltaður og frystur. nauðsyn á að unnið verði upp hjálpargagnakerfi til stuðn- ings lestrarkennslu og beinir þeirri áskorun til forstöðu fræðslumála og Ríkisútgáfu námsbóka að unnið verði að útgáfu gagna hið allra fyrsta. 3. Aðalfundur K.S.A. haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. og 28. sept. 1965 skorar á fræðsluyfirvöld í landinu að skipa nefnd uppeldis- og bók- menntafróðra manna, sem semji leiðbeinandi skrá yfir heppilegar bækur fyrir skóla- bókasöfn. 4. Aðalfundur K.S.A. haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. og 28. sept 1965 endurtekur fyrri tilmæli sín til menntamála- ráðherra, að hann gangist fyrir því, að landinu verði skipt niður í fræðsluuimdæmi. I hverju fræðsluumdæmi verði búsettur fastráðinn fræðslu- stjóri og í sambandi við hans embætti verði komið á sem fjölbreyttastri og fullkomn- astri þjónustu fyrir skóla um- dæmisins. 5. Aðalfundur K.S.A. haldinn að Staðarborg í Breiðdal 27. og 28. sept. 1965 mótimælir harð- lega viðbrögðum menntamála- ráðuneytisins gagnvart beiðni atvinnurekenda á Austurlandi um að nemendur í framhalds- skólum fái leyfi úr skóla til 14. okt. ef þeir eru starfandi við síldveiðar eða síldar- vinnslu. Telur fundurinn að slíkar aðgerðir skaði fyr-st og fremst námsaðstöðu viðkoim- andi nemenda, en valdi einnig truflun á öllu skólahaldi í Gagnfrœða- skólinn settur Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað var settur 1. okt. Nemendur eru 117 í 7 bekkjadeildum auk iðnskóladeildar. Tveir nýir kenn- arar eru settir við skólann, Stella Eymundsdóttir og Stefán Hann- esson. Fastir kennarar eru því 5 auk skólastjóra. Stundakennarar eru 7. Skólahúsið er nú þegar oroið of lítið, þó ekki sé það ýkja gamalt og er nærri því fuli- komin tvísetning í skólann í vet- ur. Merkur áfangi má það teljast í sögu skólans, að nú er í fyrsta sinn starfræktur við hann 4. bekkur og munu því fyrstu gagn- fræðingar skólans útskrifast á næsta vori. Er það von forráða- manna skólans, að nemendur og foreldra.r kunni að imeta þessa auknu menntunarmöguleika og að deildina þurfi ekki að leggja nið- ur vegna áhugaleysis þeirra. Austurlands þessum landsfjórðungi. Jafn- framt telur fundurinn algjör- lega óviðeigandi að ráðuneyt- ið taki til slíkra aðgerða án samráðs við skólastjóra og fræðsluráð eða skólanefndir viðkomandi skóla. Fundarstjórar voru: Björn Magnússon, skólastj. Eiðum og Kristján Ingólfsson, skólastjóri Eskifirði. Núverandi stjórn sambandsins skipa: Árni Stefánsson, formað- ur, Auður Jónasdóttir, ritari, Rafn Eiríksson, féhirðir og til vara Torfi Steinþórsson, öll frá Hornafirði. . Haft er í flimtingum að í yfirstandandi vérðhækk- unarhríð hafi stórhækkað verð á öllu áfengi öðru en koníaki og líkjör; að menn hafi brotið heilann um hvers vegna þessi vín hafi sloppið við hækkanirn- ar; að spakir menn hyggi helzt, að koníak og líkjör séu vísi- töluvörur, sem gegni álíka þýðingarmiklrj hlutverki í þjóðarbúskapnum og kart- öflijrnar hér á árunum; að menn bíði þess nú í ofvæni að Magnús á Mel fari að greiða niður verð á koníaki og líkjör á sama hátt og á nýmjólkinni. Frá Kennarasambandi

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.