Austurland


Austurland - 08.10.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 08.10.1965, Blaðsíða 4
4 ' AUSTURLAND r' Neskaupstað, 8. október 1965. Hvað er Frá Mjóafirði Mjóafjörður, 7. okt. — V.H./B.Þ. Eins og kunnugt er tók síldar- söltunarstöð til starfa í Mjóa- firði í sumar. Verður ekki annað sagt, en að vel hafi til tekizt. Saltað' hefur verið í rúmlega 5500 tunnur, þar af 5000 tunnur af einu skipi, Sólfara frá Akranesi. Þegar hafa verið fluttar út um 1800 tunnur, en mestur hluti þess, sem eftir er, mun fara um 20. október. Aðkomufólk er allt farið og stöðin hætt að taka við síld á þessu ári. Enda þótt kalskemmdir væru engar í Mjóafirði, var heyfengur lítill, vegna lélegrar sprettu og erfiðrar heyskapartíðar. Mjófirð- ingar hafa pantað 300 hesta af heyi og nægir það til að halda bústofninum óskertum að1 mestu, þó búast megi við, að eitthvað verði gengið á hann. Lítið hefur verið unnið að lag- færingum á veginuim yfir Mjóa- fjarðarheiði og er hann illfær í bleytutíð, en þó farinn, ef með þarf. Þörfin fyrir góðan veg yf- ir heiðina fer vaxandi, vegna hins nýtilkomna atvinnureksturs. Enn- fremur vegna síldarleitarinnar á Dalatanga. 1 dag eru Mjófirðingar í fyrstu göngu. Frá Hallormsstað Hallormsstað, 7. okt. S.Bl./S.Þ. Húsmæðraskólinn hér hóf starf sitt um síðustu helgi, en þá mættu eldri deildar stúlkur. Eru þær nú í haustverkum, svo sem sláturgerð, berjatínslu o. fl. Ber- in standa ennþá svo til óskemmd og er það mjög óvenjulegt. Skóla- setning fer hér ævinlega fram 1. vetrardag. Þá mæta yngri deildar stúlkur. Veðrátta hefur verið hér mjög góð undanfarið, hlýtt og stillt. Skógurinn stendur enn með miklu laufi, en venjulega eru lauf fallin af trjánum um þetta leyti. Hér hefur aðeins komið ein frost- nótt og þá með imjög vægu frosti, og ennþá hefur kartöflugras ekki fallið algjörlega. Úrkoma hefur verið sáralítil hér í sumar og er ekki meiri en þriðjungur af því sem eðlilegt er. Sumarið hefur verið ákaflega kalt. Þegar miðað er við mánuð- ina júní til september, er meðal- hitinn í sumar aðeins 8.1 gráða, en meðalhiti þessara sumarmán- aða frá því árið 1940 er 9.5 gráður. Þetta er geysilega mikið vik frá meðallagi. Þetta er nú orðið þriðja kuldasumarið í röð. í fyrrasumar var meðalhitinn 8.2 gráður og sumarið1 þar áður 8.3. Þrátt fyrir þetta kalda sumar, hefur skógurinn hér vaxið imjög í fréttum? vel. Vöxtur erlendu tegundanna er framar öllum vonum og birki- skógurinn hefur ekki verið svona fallegur eins lengi og ég man eftir honum. Til þess liggja aðal- lega tvær ástæður. Önnur er sú, að birkimaðkur var nær enginn í sumar og svo hin, að stillur voru óvenju miklar. Kartöfluuppskera er hér mjög léleg og kenna menn einkum um miklum þurrkum fyrri hluta sum- ars. Byggingarframkvæmdum við heimavistarbarnaskólann og í- búðarhús skólastýru húsmæðra- skólans hefur imiðað vel áfram í -sumar. I Melarétt í Fljótsdal var rétt- að 24. sept. Þá höfðu þeir sem lengst höfðu verið í „göngunni" verið fast að einni viku, en þeir smala vestur-öræfin. Munu þeir hafa fengið sæmilegt veður. Slátrun stendur nú sem hæst. Yfirleitt flytja bændur fé sitt á bílum til sláturhúsanna og hefur verið óvenju mikið að gera hjá Nýtt hlutafélag í Lögbirtingablaðinu, sem út ikom 11. sept., er frá því skýrt, að stofnað hafi verið nýtt hluta- félag, Öxi, í Egilsstaðakauptúni. „Tilgangur félagsins er að taka að sér húsbyggingar og verk- tökur í því sambandi, svo og skyldan atvinnurekstur". Hlutafé er kr. 120.000.00. Stofnendur eru: Ástráður Magnússon, Ármann Guðmunds- son og Valdimar Benediktsson, Egilsstaðakauptúni, Ragnheiður Jónsdóttir, Ekkjufelli, Baldur, Guttormur og Oddur Sigfússynir, Krossi og Hjalti Jónsson, Refs- mýri. 1 stjórn félagsins eru: Ástráð- ur Magnússon, Ármann Guð- imundsson og Oddur Sigfússon. Or bænuiB Afmæli. Sigurður Bjarnason, verkamað- ur, Hafnarbraut 32 varð 80 ára 3. okt. Hann fæddist á Fagur- hólsimýri í Öræfum, en hefur átt heima hér í bæ síðan 1928. Hjónaband. Ungfrú Jóhanna Axelsdóttir, Mýrargötu 8 og Isak Valdimars- son, skipstjóri, Mýrargötu 5, voru gefin saman í hjónaband laugar- daginn 2. október. Sóknar- presturinn, séra Árni Sigurðsson, framkvaamdi athöfnina. Kirkja. Sunnudagurinn 10 okt. Sunnudagaskólinn hefst að nýju kl. 11 árd. Messa kl. 2 síðd. vörubílstjórunum undanfarið, því ofan á fjárflutningana hafa bætzt flutningar á tveim skipsförmum af heyi sem komið hafa til Reyð- arjarðar, svo og kjötútskipanir, svo að segja má, að vörubílstjór- ar hafi lagt nótt við dag nú und- anfarið. Bændur telja, að vænleiki slát- urfjárins sé nú með betra móti. Ekki er reiknað með að menn fækki bústofni sínum og ekki eru imikil brögð að því að menn hætti búskap hér. Ein bújörð í Valla- hreppi, Gíslastaðir, lagðist þó í eyði í vor, en þar brugðu þá búi þau hjónin Axel Sigurðsson og Gunnþórunn Sigurbjörnsdóttir og fluttu þau til Húsavíkur. Austfirzkt vá- trygginga- félag 1 marzmánuði 1964 sendi hreppsnefndin á Eskifirði bæjar- félögum og kauptúnahreppum í kjördæminu tillögu, sem hún hafði samþykkt um stofnun vá- tryggingarféiags fyrir Austur- land. Nú hefur hreppsnefndin boðað til umræðufundar um imálið og verður hann haldinn að Egils- stöðum 17. þ. m. Mál þetta er allrar athygli vert, en hætt er við, að slíkt fé- lag fengi ekki svo miklar trygg- ingar, sem þarf til að félagið fái dafnað. Mjög væri æskilegt ef eitthvað af tryggingargróðanum festist hér eystra, en flestir þeir aðilar, sem mest hafa að tryggja, eru beinir eða óbeinir aðilar að tryggingarfélögum. Þannig eru kaupfélögin aðilar að Samvinnu- tryggingum, imörg frystihús að Tryggingamiðstöðinni og á Bruna bótafélag Islands verður vart öðruvísi litið, en sem sameigin- legt brunatryggingafélag sveitar- félaganna. Það má því telja víst, að erf- itt verði fyrir austfirzkt trygg- ingafélag að brjótast gegnum múr annarra tryggingafélaga og hætt er við, að nýtt féiag ætti erfitt uppdráttar, a. m. k. í fyrstu. — En tækist því að ná til sín mestum hluta austfirzkra trygginga, væri því borgið og sjálfsagt yrði það þá gróð'afyrir- tæki, því vafalaust imá telja, að stórgróði sé á tryggingastarf- seminni í landinu. En hvað sem þessum bollalegg- ingum líður, er sjálfsagt fyrir þau sveitarfélög, sem boðið hef- ur verið að senda fulltrúa á fund- inn, að þiggja boðið, því nauð- synlegt er að ræða málið til hlít- ar og hrinda hugmyndinni um austfirzkt tryggingafélag í fram- kvæmd, ef fært þykir. Ssglfirðingar mótmœla Eins og áður hefur verið frá skýrt, hefur Eimskipafélag ís- lands útvalið fjórar „aðalhafnir", sem það ætlar að láta skip sín sigla á beint frá útlöndum. Frá þessum höfnum á svo að dreifa vörunum á aðrar hafnir. Hér í blaðinu var að því fund- ið, að það væri spor afturábak, ef félagið ætlaði ekki að sjá um flutning hafna milli. Hafa fleiri fundið að þessu, og á fundi sín- uim 10. sept. sl. samþykkti bæj- arstjórn Siglufjarðar svohljóð- andi tiUögu, sem send hefur ver- ið Eimskipafélaginu: „Bæjarstjóm Siglufjarðar mót- mælir harðlega þeirri ákvörðun hf. Eimskipafélags Islands að hætta að flytja vörur erlendis frá með sama farmgjaldi til hvaða hafnar sem er á landinu, en hækka í þess stað gjöld til hafna utan Reykjavíkur, Isa- fjarðar, Akureyrar og Reyðar- fjarðar, sem óihjákvæimilega hlýt- ur að koma fram í hærra verð- lagi í dreifðum byggðum lands- ins og/eða verri samkeppnisað- stöðu verzlunarfyrirtækja utan nafngreindra staða. Telur bæjar- stjórnin illa farið, ef „óskabarn þjóðarinnar" beitir sér fyrir verri verzlunaraðstöðu dreifbýlis en þéttbýlis. Þar sem flutningur Eimskips til nafngreindra hafna er vart meiri en 1/5 af heildarflutningi félagsins til landsins, hefði verið eðlilegra að hækka heildarfarm- gjöld lítilsháttar, sérstaklega með hliðsjón af áhrifum verð'lags á kaupgjaldsvísitölu, sem lands- menn eiga að vera jafnir fyrir án tillits til búsetu, og verður því að krefjast tafarlausrar leiðrétt- ingar á þessu misrétti". Barnaskóiinn Þar eru nemendur 204 eða 'fleiri en nokkru sinni áður. Und- anfarin ár hefur fjölgun í skól- anum verið mjög hægfara eða engin, en nú virðist hún örari en áður. Óhjákvæmilegt var að skipta þrem yngstu árgöngum í deildir, og eru því bekkir alls níu. Eins og áður hefur verið frá sagt kemur nýr kennari að skól- anum1 í haust, Steinunn Aðal- steinsdóttir, en enn vantar einn fastan kennara og hefur þeirri kennslu verið ráðstafað með stundakennslu, en alls eru nú fimm stundakennarar. Mjög þrengir nú að í skólan- um og er mikil þörf á auknu kennsluhúsnæði. Má segja, að það sé reyndar fyrir hendi, því að raimverulega eru tvær kennslustofur, þar sem leikfimi- salurinn er. Má því segja, að bygging leikfimihúss sé fyrsta skilyrðið til bættrar aðstöðu í barnaskólanum.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.