Austurland


Austurland - 15.10.1965, Qupperneq 1

Austurland - 15.10.1965, Qupperneq 1
AmXmlmá Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 15. október 1965. 40. tölublað. Fjárlagafruinvarpid boðar áíramhaldandi verðbólgu og skattahækkanir Alþingi kom saman 8. október að afloknu sumarleyfi. Þegar í þingbyrjun lagði ríkis- stjórnin fram frumvarp til fjár- laga fyrir árið 1966. Af því má marka, að enn á að ríða hinn breið'a veg verðbólgunnar. Ríkisstjórnin reynir að læða því inn hjá almenningi, að skatta- Stefnuyfirlýsing sú, er viðreisn- arstjórnin birti, er hún tók við völdum á sínum tíma, er nú gam- alt og gatslitið plagg, sem hvergi er hægt að flíka. Það er fróðlegt fyrir hinn almenna kjósanda að lesa þá stríðsyfirlýsingu gegn verðbólgu og dýrtíð og bera hana saman við þá óskaplegu dýrtíð, sem nú ríkir og fer vaxandi að heita má dag frá degi. Og svip- uðu máli gegnir um ýms önnur atriði stefnuskrárinnar. Það var því vonum seinna, að forsætisráðherrann stóð upp á Al- þingi í fyrradag, kastaði hinum gömlu og útslitnu flíkum og skrýddist öðrum nýjum, sem þó eru ekki eins mikil skrautklæði og hin gömlu voru, þegar þau voru nýkomin frá skraddaranum. Hinni nýju stefnuyfirlýsingu viðreisnarinnar verður ekki gerð nein skil hér að þessu sinni, enda er hún ekki, fremur en sú fyrri, ætluð til framkvæmda, heldur til sýnis. Þó vil ég minnast á tvö at- riði. Forsætisráðherrann sagði: „Til þess að draga úr hættunni af áframhaldandi kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags, leggur ríkissjórnin áherzlu á málefna- legt samstarf við almannasamtök í landinu, jafnt innan einstakra atvinnugreina og við stéttarfélög launþega og vinnuveitenda". Þetta er svo sem ósköp fallegt, en allir vita, að ekkert er með því hækkanir eigi sér ekki stað. En sjálft ber frumvarpið þess ljósan vott, að stórum fúlgum er velt yfir á almenning, ýmist í for,mi beinna skattahækkana, verðhækk- ana á einkasöluvörum eða þá á þann hátt, að -láta almenning taka að sér gjöld, sem hingað til hafa hvílt á ríkissjóði. meint. Vinstri stjórnin tók upp náið samstarf við samtök laun- þega og framleiðenda. Þá var þao núverandi forsætisráðherra, sem fordæmi slíkt samstarf og taldi, að með því væri „öflum ut- an Alþingis" fengið vald það, sem Alþingi bæri. Ennfremur mælti forsætisráð- herra: „Ríkisstjórnin vill stuðla að því, að raunhæf verði sú stytting vinnutíma, sem kaupgjaldssamn- ingar á sl. sumri stefndu að, og beita sér fyrir nauðsynlegri laga- setningu í því skyni í samráði við aoila“. Allir vita hvað framkvæmd á þessu fyrirheiti mundi þýða. Það er aðeins eitt ráð til að stytta vinnutímann, en það er að hækka kaupið svo, að menn hafi lífvæn- legar tekjur fyrir umsæminn vinnutíma. Og það er einmitt þetta atriði, sem hefur verið rauði þráðurinn í kaupdeilum síðari ára. Og öll þekkjum við manninn, sem fastast hefur staðið gegn því, að þetta nái fram að ganga. Það er forsætisráðherrann, Bjarni Benediktsson, sem með nautslegri þverúð hefur með' öllu neitað því, að kaup yrði hækkað svo, að menn gætu látið sér nægja að vinna umsaminn vinnutíma. Og það þarf meira en orð Bjarna Benediktssonar til að menn trúi á sinnaskipti í þessum efnum. Niðurstöðutölur fjárlagafrum- varpsins eru tæplega 3.8 milljarð- ar króna. Vitað er, að þessi tala á eftir að hækka mikið í meðför- um! þingsins. Helztu viðbótarálögur eru þess- ar: 1. Nýr benzíiirikattur, um ein króna á lítra, verður lögleidd- ur. Á þann há.tt mun eiga að innheimta 60—70 millj. kr. — Þetta leiðir til þess, að verð á benzínlítra kemst yfir 7 krón- ur. 2. Rafmagnsverð á að hækka og þannig á að afla 50—60 millj. kr. Með þessu á að losa rík- issjóðinn við að greiða tekju- halla rafveitnanna, sem á gildandi fjárlögum er áætlað- ur 39 millj. kr. 3. Eignaskatt á að hækka m 40—50 millj. kr. 4. Farmiðaskattur verður lagður á farseðla til útlanda. Með' því móti á að krækja í 25 millj. króna. 5. Aukatekjur ríkissjóðs eiga að hækka um 25—30 millj. kr. 6. Tóbak og áfengi hefur stór- hækkað í verði og er áætlað að sú hækkun nemi 40 millj. kr. á næsta ári. Þó er koníak og líkjör undanþegið hækkun- inni. Nýlega heyrði ég mjög sennilega skýringu á því, hvers vegna þær víntegundir sleppa. Hún var á þá leið, að koníak og líkjör væri vín yfir- stéttarinnar í Reykjavík. Þess vegna mátti það ekki hækka. En brennivín, sjenever o. fl. tegundir, væru vín almúgans. Þess vegna mátti það hækka. Þrátf fyrir miklar skattahækk- anir, er ekki gert ráð fyrir auknu fé til verklegra framkvæmda, heldur þvert á móti, þegar tillit er tekið til verðhækkana. En engrar spamaðarviðieitni verður vart. Fjárlagafrumvarpið verður síð- ur en svo til að draga úr verð- bólgunni. Það boðar auknar álög- ur og hækkað verðlag. Það er enn ein sönnunin fyrir því, að ríkis- stjórnin er ófær um að stjórna landinu í samræmi við hugsmuni almennings. Svínarí Að undanförnu hefur aðalveg- urinn hér í Neskaupstað verið1 ó- venjulega óþrifalegur — og má vera að þá sé langt jafnað — og hættulegur umferðar. Ástæðurnar fyrir þessum óþrif- um eru, auk þessara venjulegu, síldarílutningar á bílum frá sölt- unarstöðvunum til síldarverk- smiðjunnar. Eins og kunnugt er, hefur bræðslusíldinni nú lengi mestan part verið landað sem saltsíld og imestum hluta aflans ekið í síldarbræðsluna. Flutningar þessir eru að sínu leyti engu gáfu- legri en síldarflutningarnir í fjarlæga landshluta. Frá söltunar- stöðvum Naustavers, Lokatinds og Mána er síldinni fyrst ekið um langan veg út í bæ til vigtunar og síðan álíka langan veg til baka í síldarverksmiðjuna. Sjá allir hvílík Kleppsvinna þetta er, en segja má, að það sé einkamál þeirra, sem stöðvarnar reka, ,hvernig þeir fara með fé sitt. En það er önnur hlið á þessu máli, sem almenning varðar mjög miklu. Síldarsaltendur hafa verið mjög kærulausir um umbúnað þeirra bíla, sem ílytja síldina á þennan hátt. Drulla og lýsi hefur flætt af bílunum niður yfir veginn og valdið' frámunalegum óþrifum1. Er alveg furðulegt, að saltendur, sem ég held að séu ekki meiri sóðar en gerist og gengur, skuli leyfa sér svona svínarí. Og það er engu síður furðulegt, að bæj- aryfirvöldin og lögreglan skuli ekki fyrir löngu hafa gripið hér í taumana. Af þessum sóðaskap saltenda stafar líka mikil slysahætta. Þó að enginn hafi enn verið drepinn, hefur þó stundum legið nærri að það væri gert. Vegna grútarins verður gatan glerhál, rétt eins og ísing væri á henni. Bílstjórar hafa sagt mér, að svo sé gatan hál, að hættulegt sé að hemla og gildir einu hvort um er að ræða steyptu götuna eða malarveginn. Hlýtur öllum að vera ljóst hverjar afleiðingar slíkt getur haft. Það verður að hindra síldar- flutninga um bæinn með þessum hætti. Væri segl breitt undir síld- ina á bílunum, yrði það áreiðan- lega til mikilla bóta, ef jafnframt væri séð um, að bílarnir yrðu ekki hlaðnir meira en það, að ekki flæddi út af þeim. Það á ekki að líða saltendum að útbía bæinn og gera hann eins og svínastíu. Það er nógu mörgu áfátt um þrifnaðinn fyrir því. Bruni á Seyðisfirði Fyrir nokkrum dögum varð stórbruni á Seyðisfirði hjá sölt- unarstöðinni Sunnuver. Stór- skemmdist íbúðarhús stöðvarinn- ar og mikið lausafé eyðilagðist. Skipt um gœru

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.