Austurland


Austurland - 15.10.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 15.10.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. október 1965. Liiazi um á heimaslóðum Ég gat þess í fyrsta hluta þessara þátta, að Júlíus Rafn og Lárus Waldorff mundu hafa byggt Vindheimshúsið. Mér hefur verið sagt, að þetta sé ekki rétt, húsið hafi Ásmundur Jónsson, sá mikli ættfaðir, reist. Hús þeirra Júlíusar Rafns og Lárusar hafi verið aðeins utar. Ég fór hratt yfir sögu og hlýt að gera það í þessum þáttum, ella verða þeir allt of langir. En mig langar til að bæta við þrem- ur fróðleiksmolum um Vindheim og Naustahvamm. Býlið Vindheimur er ríkiseign, einu leifar kirkjueignar í Nes- kaupstað. Lítið mun einnig eftir af fornum kirkjuítökum í Norð- fjarðarhreppi, ef nokkuð. Þegar bærinn keypti þjóðjarðahlutann í Neskaupstað, fylgdi Vindheimur ekki með, því þá tilheyrði hann Norð’fjarðarhreppi. Á síðasta Al- þingi var ríkisstjórninni heimilað að selja bænum Vindheim og 1 verða þau kaup væntanlega gerð á þessu ári. Vindheirnstorfan er aðeins rúmlega 30 þús. fermetrar að flatarmáli. Naustalækur skilur á milli jarð- anna Vindheims og Nausthvamms, sem var hjáleiga frá Nesi. Þegar Norðfjarðarhreppi var skipt árið 1913, voru hreppamörkin ákveðin um Naustalæk. Þegar svo Nes- hreppur fékk kaupstaðaréttindi 1929, var þessum mörkum ekki breytt, en með lögum frá Alþingi 1943, voru mörkin færð inn fyrir Auralæk, þar sem þau enn eru. Veturinn 1885 var gífurlegt fannfergi á Austurlandi og urðu þá víða snjóflóð. Það var þá, nán- ar tiltekið 18. febrúar, sem snjó- flóðið mikla varð á Seyðisfirði. Sópaði það að mestu á sjó út 14 íbúðarhúsum, varð 24 imönnum að bana, en margir slösuðust. Átta dögum síðar, 26. febrúar, tók snjóflóð af tvö býli í Nausta- hvammi og fórst þar öldruð lfona og tvö ungbörn. Einn þeirra, sem af komust úr snjóflóðinu, var Jón Einarsson, jafnan kenndur við Naustahvamm, en hann andaðist hér í bænum í hárri elli fyrir fá- um árum. Þegar minnzt var 25 ára kaupstaðarréttinda, flutti séra Ingi Jónsson frásöguþátt, skrifaðan upp eftir Jóni, af þessu slysi. Mig minnir þátturinn birt- ast í jólablaði Vísis sama ár, þ.e. 1954. Að svo mæltu höldum við ferð okkar áfram. 1 dag er miðvikudagurinn 13. október. Undanfarna daga hafa verið miklar stillur og síðustu dagana bjartviðri og hitar miklir miðað við árstíma. Og síldinni er •mokað á land og var síðasta vika mesta veiðivika ársins. En nú er veðrabreyting orðin. Skýin grúfa sig yfir byggðina og öðru hvoru rignir. 1 nótt snjóaði í fjöll og var snjóföl niður fyrir kletta í morgun. Eftir veðurfregnum að dæma, er norðaustan stormur í nánd. Fjöldi síldarskipa liggur við bryggjur og bólverk og áhafn- ir þeirra taka sér verðskuldaða hvíld eftir hrotuna. Skammt austan við síldarverk- smiðjuna, sunnan vegar, er Fisk- vinnslustöð' Sún. Áður en við virðum hana fyrir okkur og þá starfsemi, sem' þar fer fram, skul- um við bregða okkur aftur í tím- ann og rifja upp, í mjög stórum dráttum, hvað gerzt hefur áður á þessari lóð. Á fundi hreppsnefndar Nes- hrepps 14. október 1926 var tek- ið fyrir: „Bréf frá Joakim Indbjör þar sem hann, fyrir hönd dr. Paul í Oldenborg í Þýzkalandi fer fram á, að hreppsnefndin leyfi fyrir sitt leyti og mæli ,með því við stjórnarráðið, að hann fái að reisa hér og starfrækja verk- smiðju til að vinna beinamjöl úr þorskúrgangi og, ef nauðsyn krefur síðar, einnig til að vinna olíu úr síld“. Hreppsnefndin varð við þessari beiðni og verksmiðjan komst á fót, líklega 1927. Var hún nefnd Fóðurmjölsverksmiðja Norðfjarð- ar. í daglegu tali var hún nefnd „Gúanó“, og enn þann dag í dag förum við inn að „Gúanó“. Til að flytja fiskúrganginn til verksmiðjunnar var notaður lít- ill vélbátur, sem fór á rnilli bryggjanna og safnaði saman hrá- efninu, sem mælt var í stömpum. Einnig keypti verksmiðjan vél- bátinn Drífu og hafði hann í för- um til að flytja þurrkuð bein af öðrum höfnum til v-innslu í verk- smiðjunni. Þegar vinna skyldi hefjast á morgnana og þegar hætt skyldi á kvöldin, og eins við1 upphaf mat- ar- og kaffitíma, kvað við frá verksmiðjunni skerandi flaut, sem heyrðist um allan bæ. Notuðu aðrir vinnustaðir þetta flaut sem tímamerki og menn settu eftir því Mukkur sínar á sama hátt og menn setja þær nú eftir útvarp- inu. Árið 1932 keypti bærinn verk- smiðjuna, ásamt íbúðarhúsi, Drífu og öðrum eignum fyrir 100 þús. kr. Þetta var í hörðustu krepp- unni og var reksturinn erfiður og valt á ýmsu með hann. En bæj- arstjórn var ákveðin í að gera sér sem mest úr þessari eign sinni og hugðist byggja þar upp þýð- ingarmikið atvinnufyrirtæki. I ársbyrjun 1934 samþykkti hún, að reisa við beinamjölsverksmiðj- una síldarbræðslu og komst það til framkvæmda. En reksturinn hélt áfram að ganga erfiðlega og urðu endalokin þau, að um 1940 varð Landsbankinn eigandi fyrir- tækisins. Samvinnufélag útgerð- armanna keypti síðan eignirnar og lét reisa þar fiskvinnslustöð sína, sem tók til starfa 1949. Enn stendur þó nokkur hluti gömlu verksmiðjunnar og er þar beina- mjölsverksmiðja, lýsisbræðsla og mjölgeymsla. Fiskvinnslustöð Sún er mikil bygging, enda fer þar fram fjöl- breytt starfsemi. Þar er afkasta- mikið frystihús, en auk þess hef- ur fyrirtækið haft með höndum skreiðarverkun, saltfisksverkun, beinamjölsframleiðslu, lýsis- bræðslu og ísframleiðslu. Fisk- vinnslustöðin hefur, frá því hún tók til starfa, verið eitt allra þýðingarmesta fyrirtæki bæjar- ins. En fjárhagur fyrirtækisins hef- ■ur jafnan verið þröngur, vegna þess, að hráefni hefur oftast ver- ið af skornum skammti. Fyrir- tæki sem þetta getur ekki blómg- azt, nema rekstur þess sé nokk- urn veginn samfelldur. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Fiskvinnslustöðinni og hún vel útbúin til að gegna sínu hlutverki. Þó þyrfti að koma upp hentugri beinamjölsverk- smiðju. 1 Fiskvinnslustöðinni hafa í ár verið frystar 7100 tunnur síldar. Milli Fiskvinnslustöðvarinnar og síldarbræðslunnar hefur verið gert mikið og vel útbúið síldar- söltunarplan — Söltunarstöðin Ás. — Framkvæmdum við sölt- unarstöðina er þó ekki lokið. Þar hefur í sumar og haust verið salt- að í um 11000 tunnur síldar. Fra;m af Fiskvinnslustöðinni er bryggja, sem Hafnarsjóður á. Liggur færiband niður á bryggj- una og flytur það síld til söltun- arstöðvarinnar. Samvinnufélag útgerðarmanna rak Fiskvinnslustöðina þar til um síðustu áramót. Þá var hún seld Síldarvinnslunni hf., sem nú rek- ur fyrirtækið. Samvinnufélagið er aðaleigandi Síldarvinnslunnar hf., svo segja má, að dótturfyrirtækið hafi keypt móðurfyrirtækið. Minn- ir þetta dálítið á það, þegar hjá- leigurnar verða að höfuðbólum. Þó margt sé þarna að sjá og frá mörgu að segja, höfum við ekki tíma til að slóra þarna leng- ur. Skammt utan við Fiskvinnslu- stöðina er steinsteyptur lýsis- geymir, sem bærinn lét á sínum tíma byggja fyrir síldarbræðslu sína. Geymirinn tekur 1000 tonn. Þegar hann var byggður var mik- ið atvinnuleysi og hann að veru- legu leyti byggður í atvinnubóta- vinnu. Ég man, að ég fékk þar vikuvinnu við að bera á handbör- um steypumöl úr fjörunni. Má heita, að það sé eina tímavinnan, sem ég hef stundað og fannst mér það löng vika. Ofan við götuna eru þrír olíu- geymar í eigu Olíuverzlunar ís- lands og Skeljungs. Fyrir nokkr- um dögum kom tankskipið Dag- stjarnan með olíu til Skeljungs. Annars er skipið' í síldarflutning- um til Bolungavíkur, en tók olíu hingað austur til að vinna sér inn ofurlítið upp í tapið á síldarflutn- ingunum. Var svo rösklega unnið að dælingunni, að olían flóði út úr geyminum og runnu nokkur þúsund lítrar niður yfir veginn og síldartunnur á söltunarstöð þar í fjörunni fengu olíubað. Nokkru utan við steypta geym- inn, sem áður getur, reisti Lifrar- bræðslufélag Norðfirðinga stein- steypt bræðsluhús líklega 1931 eða 1932 og var þá hætt að bræða lifur í timburskúrunu.Ti fram af Sjónarhóli. En starfsemi félagsins lagðist niður fyrir mörgum árum og var húsið selt fyrir nokkru. Kaupendur voru þrír hámenntaðir rafmagnsmenn frá jafnmörgum landsfjórðungum. Komu þeir þarna á fót síldarsölt- unarstöð, sem þeir nefndu Nípu, og byggðu bragga fyrir norðan veginn. I vor var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og því valið heiti eftir öðru fjalli. Heitir það nú Lokatindur, miklu stirðara nafni en áður. Og nú erum við komin í ríki Gylfa Gunnarssonar, bílstjóra. I vor festi Gylfi kaup á tveim steypubílum frá Akureyri og hef- ur í sumar flutt steypu til hvers manns, sem þess hefur óskað. Þetta fyrirtæki hefur reynzt til mikilla þæginda fyrir þá, sem að mannvirkjagerð standa og ómögu- legt að sjá, hvernig unnt hefði verið að steypa öll þau kynstur, sem í sumar hafa verið steypt hér í bænum, án þessara bíla. Gylfi hefur komið sér upp bráðabirgðaaðstöðu fyrir þennan atvinnurekstur sinn í grennd við íbúðarhús sitt og rétt við götuna. Eru að þessu veruleg óþrif. Gylfi kemst ekki hjá því að leita sér að annarri aðstöðu og ekki alveg við svona fjölfarinn veg. Þyrfti hann að koma sér upp fullkom- inni steypustöð með hæfilega stórri birgðageymslu, svo hann geti keypt það sement, sem hann notar og losað þannig viðskipta- vini sína við að standa í sements- útvegun. Nokkru hér fyrir utan er sölt- unarstöðin Máni beggja vegna vegarins. Fyrst eftir að stöðin tók til starfa, stöfuðu af henni mikil óþrif á götunni, enda var hún gerð að vinnustað fyrir sölt- unarstöðina. Þetta hefur nú færzt í miklu betra horf, þó enn megi um bæta. Rétt þarna hjá er olíuport Skeljungs og fram af því olíu- bryggja, sem gerð hefur verið að löndunarbryggju fyrir Mána með færiböndum og öðrum tilfæring- um. Byggðin tekur nú að þéttast og í næstu viku höldum við í bæ- inn og stöldrum við þar sem ástæða telst til. B.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.