Austurland


Austurland - 22.10.1965, Qupperneq 1

Austurland - 22.10.1965, Qupperneq 1
Justurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupistað, 22. október 1965. 41. tölublað. VERÐUR STOFNAÐ AUST- FIRZKT TRYGGINGAFÉLAG? Sunnudaginn 17. október var að tilhlutan hreppsnefndar Eski- fjarðarhrepps haldinn fundur í Egilsstaðakauptúni til að ræða um stofnun austfirzks vátrygg- ingafélags. Til fundarins var boðið full- trúum frá kaupstöðum og kaup- túnum í kjördæminu, en aðeins fáir þágu boðið. Fulltrúar nokk- urra sveitarfélaga, sem ekki gátu komið því vio að mæta, höfðu þó lýst áhuga á málinu og látið í Ijósi ósk um að vera með í und- irbúningi þess. Einnig var mættur á fundinum Þórir Bergsson, tryggingafræð- ingur og gaf hann fundarmönn- um ýmsar upplýsingar um trygg- ingastarfsemi. Hann hafði og samið greinargerð um1 málið og höfðu fundarmenn fengið hana í hendur. Að áliti tryggingafræðingsins má hlutafé eð’a ábyrgðarfé í nýju tryggingafélagi helzt ekki minna vera en fjórar milljónir króna. Iðgjaldatekjur þurfa að vera 4— 6 millj. kr., eftir því um hvaða tryggingu er að ræða. Kostnaður telur hann að ekki verði undir 700—800 þús. krónum. Það er líka álit tryggingafræð- ingsins, að ekki leiki minnsti vafi á því, að grundvöllur sé fyrir stofnun vátryggingafélags á Austurlandi. Hér er hreyft afar mikilsverðu máli. En enginn skyldi láta sér til hugar koma, að slíkt félag, ef stofnað yrði, gæti þegar í stað orðið öflugt. Reykvísku trygg- ingafélögin, og þá einkum Sam- vinnutryggingar og Trygginga- miðstöðin, eiga öflug ítök hér eystra og þau bönd kann að reyn- ast erfitt að slíta. En ef Austfirðingar gætu orðið samtaka í þessu máli, gæti risið hér upp tryggingafélag, sem á skömmum tíma yrði öflugt og fært um að veita mikilsverðan stuðning ýmsum framfaramálum kjördæmisins með lánveitingum. Má þar benda á íbúðabyggingar, en víða á Austurlandi er tilfinn- anlegur skortur íbúðarhúsnæðis, og ýmsar framkvæmdir sveitar- félaga, stofnana og einstaklinga. Með stofnun tryggingafélags, sem tækist að ná til sín megin- hluta trygginga í kjördæminu, væri hægt að binda trygginga- gróðann innan héraðs til hags- bóta fyrir íbúa kjördæmisins. Fundurinn kaus þriggja manna nefnd til að athuga gaumgæfi- lega hvort tök eru á að stofna til vátryggingafélags fyrir Aust- urlandskjördæmi og hvaða fé- lagsform henti bezt. Nefndin skal, að athugun lok- inni, boða til annars fundar með fulltrúum allra sveitarfélaga í kjördæminu og tekur sá fundur væntanlega ákvörðun um stofn- un félagsins. I nefndina voru kosnir: Hrólf- ur Ingólfsson, bæjarstjóri á Seyð- Sambandsþing Fiskideilda á Austurlandi var haldið á Reyð- arfirði 5. október. Margar álykt- anir voru samþykktar á fundin- um og fara nokkrar þeirra hér á eftir. Landhelgismál „Sambandsþing Fiskideilda Austfjarða skorar á Fiskiþing að halda fast við kröfuna um fisk- veiðilögsögu yfir öllu landgrunn- inu íslendingum til handa. Þá mótmælir sambandsþingið því mjög eindregið, að botn- vörpuveiðar verði leyfðar innan núverandi 12 mílna fiskveiðitak- marka. Fundurinn ítrekar kröfur Aust- firðinga um að núverandi grunn- línupunktar verði leiðréttir og að grunnlinur verði dregnar þannig: Langanes — Glettingsnes — Hvalbakur — Stokksnes". Svohljóðandi greinargerð með tillögunni var einnig samþykkt: „Með tilvísun til annarrar málsgreinar tillögunnar vill fund- urinn sérstaklega benda á, að standa verði gegn framkomnum kröfum íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda, um að íslenzkum botnvörpuskipum verði leyfð veiði innan tólf-mílna markanna. Þá telur fundurinn, að tólf mílna isfirði, Jóhann Klausen, oddviti á Eskifirði og Reynir Zoega, bæj- arfulltrúi í Neskaupstað. Stofnun austfirzks trygginga- félags er eitt af sjálfstæðismál- um kjördæmisins. Leyfir blaðið sér ao skora á allar sveitarstjórn- ir, að taka þátt í undirbúningi málsins og alla Austfirðinga, að beina tryggingaviðskiptum sínum, eins og þeim er framast unnt, til hins austfirzka tryggingafélags, þegar það hefur verið stofnað. Hvernig Austfirðingar standa að máli þessu verður prófsteinn á það, hvort þeir geta staðið sam- an um hagsmunamál sín, án þess ao láta annarleg sjónarmið ráða afstöðu sinni. mörkin eigi að vera undantekn- ingalaus og hin svonefndu veiði- hóif, er á sínum tíma voru viður- kennd í samningum við Stóra- Bretland, beri að afnema með öllu og að ekki komi til mála að leyfa innlendum botnvörpuskip- um veiðar í slikum veiðihólfum“. Vigtun á síld „Sambandsþing Fiskideilda Austurlands lýsir ánægju sinni yfir því, að síld til vinnslu í bræðslum er seld eftir vigt. Telur þingið, að leggja beri á það áherzlu, að öll síld sé vegin upp úr fiskiskipunum hvar sem er á landinu. Þar sem fyrir liggur loforð sjávarútvegsmálaráðherra um að vigtun á síld verði komin til framkvæmda fyrir sumarvertíð 1966, þá skorar sambandsþing á Fiskiþing, að fylgjast með því, að loforð þetta verði uppfyllt, svo að ekki komi til stöðvunar síld- arflotans af þeirri ástæðu. Einn- ig telur sambandsþing æskilegt, að komið verði á föstu kerfi fyr- ir mælingu síldar til annarrar vinnslu, svo sem söltunar, þar sem vigtun verður ekki við kom- ið. Þá telur þingið jafn sjálfsagt, Framh. á 4. síðtu. Síldveiðin Síldveiði var góð í síðustu viku og er heildaraflinn á sumar- og haustveiðunum austanlands nú orðinn nokkru meiri en á sama tíma í fyrra. Þessa viku hafa verið stöðugar brælur, suðlægir stormar með hlýindum og því ekkert veiðiveð- ur, þar til í gær, að lægði og tóku þá skipin að tínast út. Urðu þau strax vör við síld, er þau komu út, á sömu slóðum og áður og fengu góðan afla. Alls nam veið- in í gærkvöld og í nótt 34.150 málum og tunnum á 44 skip. Heita má, að engin síldveiði hafi í haust verið sunnanlands og vestan, eða yfirleitt annars staðar hér við land. í brælunum undanfarna daga hefur mi.kið verið losað af þróm hjá bræðslunum og verður hægt að taka við allmiklu magni síld- ar nú. Ennfremur munu flutn- ingaskipin bíða farms á miðun- um. Búast má við, að hér eftir verði lítið saltað, enda nær eða alveg búið að salta upp í samn- inga og síldin það smá, að mjög lítill hluti hennar er hæfur til söltunar. Mikill fjöldi sovézkra síldveiði- skipa er nú kominn á miðin hér úti. Bendir þaö til þess, að ekki sé meiri aflavon annars staðar í norðanverðu Atlantshafi, því Rússarnir eru vanir að fylgja síldartorfunum. En íslenzkum sjómönnum er að vonum illa við Framh. á 3. síðu. Afli Austfjarðaskipa I lok síðustu viku var afli Austfjarðaskipa sem hér segir, talinn í málum og tunnum: Akurey, Hornafirði 9.293 Barði, Neskaupstað 35.633 Bára, Fáskrúðsfirði 25.763 Bjartur, Neskaupstað 30.180 Björg, Neskaupstað 17.008 Björg II, Neskaupstað 5.571 Einir, Eskifirði 9.481 Gissur hvíti, Hornafirði 5.611 Glófaxi, Neskaupstað 9.279 Guðrún Þorkelsd., Eskif. 13.789 Gullberg, Seyðisfirði 24.098 Gullfaxi, Neskaupstað 18.557 Gullver, Seyðisfirði 35.199 Gunnar, Reyðarfirði 21.061 Hafrún, Neskaupstað 5.596 Heimir, Stöðvarfirði 38.901 Hoffell, Fáskrúðsfirði 5.105 Hólmanes, Erkifirði 20.009 Hvanney, Hornafirði 2.340 Jón Eiríksson, Hornafirði 11.568 Jón Kjartansson, Eskif. 48.919 Kambaröst, Stöðvarfirði 8.797 Krossanes, Eskifirði 29.983 Sig. Jónsson, Breiðdalsvík 20.318 Sigurfari, Hornafirði 3.868 Skálaberg, Seyðisfirði 9.013 Snæfugl, Reyðarfirði 12.752 Sunnutindur, Djúpavogi 17.011 Stefán Árnason, Fáskrúðsf. 4.079 Sæfaxi II, Neskaupstað 10.553 Þráinn, Neskaupstað 10.981 Lang aflahæsta skipið er Jón Kjartansson, Eskifirði. Frá Sambandsþingí Fiski- deilda á Austurlandi

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.