Austurland


Austurland - 22.10.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 22.10.1965, Blaðsíða 2
2 áusturLANö Neskaupstað, 22. október 1965. Liictzl um á heimaslóðum Innsti hluti bæjarins nefnist Strönd. Þar fyrir innan er byggð- in enn mjög strjál, aðeins 9 íbúð- arhús, en því meir af atvinnu- stöðvum. Flest eru húsin á Ströndinni fremur lítil og sum komin vel til ára sinna. Hús Jakobs Jakobsson- ar er t. d. 50 ára. Hann flutti í það ;með fjölskyldu sína á sumar- daginn fyrsta 1915 og var það þá nýbyggt. Fram af húsinu er bryggjan hans, eina bátabryggjan af öllum þeim tugum slíkra mannvirkja, sem hér voru áðúr, sem hægt er að segja að sé uppi- standandi, enda hefur henni verið haldið vel við. Síðast í sumar var gamli maðurinn að dytta að bryggjunni sinni. Yfirleitt líta húsin á Ströndinni vel út, þó dæmi séu um hið gagn- stæða. Er það því meira ábsrandi, sem húsin í grennd eru þokka- legri. Lítið er um trjá- og blóma- garöa við Strandgötuna og er það að vonum. Þess háttar þrífst þar varla fyrir særoki og ryki. Já, vel á minnzt: rykið. Um Strand- götuna er geysimikil umferð og þungaflutningar og þegar þurr- viðrasamt er draga bílarnir á eft- ir sér langan og þykkan rykslóða. Rykxökkurinn leggst yfir húsin við götuna og smýgur inn í þau. Að þessu eru mikil óþrif og ó- þægindi. Bæjarstjórinn, sem auð- vitað ber ábyrgð á rykinu, hefur fengið margt óþvegið orð í eyra frá húsmæorum á Ströndinni vegna þessa ófagnaðar. Það bregst heidur ekki, að þegar sól- skin er, fær hann óstöðvandi hiksta. Og þó hann, með ærnum kostnaði fyrir bæinn, láti aka olíu á götuna nokkrum sinnum á sumri, endist það skamma hríð, einkum í rysjóttu tíðarfari. Var- anleg úrbót á þessu vandamáli fæst ekki fyrr en gatan verður steypt, en það ætti að geta orð- ið á árunum 1967 og 1968. Á Strönd var áður fyrr mikið athafnalíf, mikil útgerð og fisk- verkun. Enn hafa þar aðstöðu sína tveir elztu og helztu útgerð- armenn bæjarins, þeir Gísli Bergsveinsson og Ölver Guð- mundsson. Tvö sjóhús eða gamlar ver- búðir við Strandgötuna heita nöfnum, sem vekja grun um, að þar hafi fyrrum verið glatt á hjalla. Nýhöfn heitir sjálfsagt eftir mesta og nafnkenndasta gleðihverfi sjálfrar Kaupmanna- hafnar. Og svo er það' Glaðheim- ur, sem skáldið orti um: ,,1 Glaðheimi gott er að búa“. Norðan Strandgötu og sam- hliða henni á að koima önnur gata, sem gefið hefur verið nafn- ið Urðarteigur. Við þá væntan- iegu götu standa nokkur hús og ' má þar sjá garða með trjám í uppvexti, enda komið nokkuð frá sjónum og göturykinu. Aðkallandi er að leggja Urð- arteig til að létta dálítið á Strandgötunni og til að koma húsum þeim, er þar standa, í við- unandi vegasamband. Þá yrðu líka byggingalóðir á þessum slóðum aðgengilegar. Þess er og að gæta, að Strandgatan verður ekki steypt fyrr en Urðarteigur hefur verið gerður. Sú vegar- lagning verður dýr, einkum vegna þess, að ekki verður hjá því komizt, að gera fjölda marg- ar brýr, því margir lækir renna til sjávar á Ströndinni og er einn þeirra hrekkjóttur hlaupalækur, sem á það til að breiða furðu mikio' úr sér. Skylt er þó að geta þess, til að halla ekki á lækinn, að hann hefur hagað sér skikk- anlega í mörg ár. Strandarbúar eru okkar Vest- urbæingar og þeir vilja ógjarn- an yfirgefa sinn bæjarhluta til að flytja í önnur bæjarhverfi. Byggi þeir 'sér hús, verður það helzt að vera sem næst því, sem þeir ólust upp í og áttu áður heima í. Ekki er mér fullljóst hvar Ströndin er talin enda, en lík- lega er það um Tröllanes. Það nes mun myndað af framburði úr gili, sem nefnist Tröllagil, uppi í fjallinu. Utarlega á Ströndinni er olíu- port Olíuverzlunar íslands. Sjáv- armegin við veginn hefur í nokk- ur ár verið benzínafgreiðsla fé- lagsins og þvottaplan. iÞarna hafa í sumar orðið mikil og góð umskipti. Suðurhluti olíuports- ins hefur verið rifinn og þar komið fyrir nýtízkulegri af- greiðslustöð. Er þetta til mikilla bóta, ekki aðeins hvað útlit snertir, heldur hljóta öll vinnu- og afgreiðsluskilyrði að vera miklu betri en áður var. Rétt fyrir vestan olíuportið er stór, einstæðingslegur olíugeym- ir. Fyrir nokkrum árum lét bæj- arstjórn, illu heilli, undan ásókn Olíufélagsins, sem sótti fast að fá að reisa geyminn þarna. Áður hafði félagið sótt það fast, að fá að reisa geymi skammt frá vesturgafli gagnfræðaskólans sem þá var. Þegar bæjarstjórn stað- fastlega neitaði, var litið á það sem ofsókn á hendur félaginu. Telja verður, að misráðið hafi verið, að leyfa byggingu geymis- ins á Strönd. Það hefði átt að byggja alla olíugeyma í einni hvirfingu inni við „Gúanó“. Olíuportið er neðst í Vilhjálms- túni, sem kennt er við Vilhjálm í Hátúni. Ofar í túninu byggir Janus í Naustahvammi þrjú par- hús (6 íbúðir) fyrir bæinn til út- 1 rýmingar heilsuspillandi húsnæði. Reyndar er ekki enn byrjað á einu húsinu. Strandgata endar við Trölla- veg og tekur þá Hafnarbrautin við. Nafnið Tröllavegur er held- ur hrikalegt og vekur grun um, að hann sé ekki fær öðrum en tröllum einum. En þeir, sem fara þennan veg til húsa sinna, eru ósköp venjulegt fólk og vegurinn er ekkert verri en gengur og ger- ist um malarvegi. Þeir eru marg- ir verri tröllavegirnir hér á landi. Byggðin upp af Tröllanesinu er nokkuð þétt. Stutt þvergata er af Tröllaveginum í vestur og nefnist Ásgarður og önnur í austur og heitir sú Miðgarður. Vestast við Ásgarð er gamli spítalinn. Hann var upphaflega íbúðarhús, sem ég held, að Stef- án í Svalbarði hafi byggt. Síðar eignaðist bærinn það og rak það um árabil sem sjúkrahús. Loks var þar elliheimili um nokkur ár, áður en það var flutt inn að Bjargi. Nú er það aftur íbúðar- hús. Á meðan bað í húsum enn var nær óþekktur lúxus, seldi spítal- inn aðgang að baðhúsi sínu fyrir stórhátíðir, og þóttu að því mikil þægindi. Beint fram af Tröllavegi er að rísa stórhýsi, eitt hið mesta í bænum, aðeins nokkrum rúm- tmetrum minna að rúmtaki en sjálft félagsheimilið. Þetta hús reisir Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar. Netagerðin verður áreiðanlega mjög vel í sveit sett þarna og að- staða er þar hin ákjósanlegasta til að gera bryggju og uppfyll- ingar. Mikið má Friðrik vera forsjóninni þakklátur fyrir, að vinum hans í bæjarstjórn skyldi ekki takast að fá því framgengt, að leyft yrði að byggja húsið þar sem hann upphaflega sótti um að fá að1 byggja það. Vestarlega við Hafnarbraut er útibú Kaupfélagsins Fram og sláturhús félagsins. Áður var þarna höfuðból félagsins og eina verzlun þess, en nú er það orðið hjáleiga, en höfuðstöðvarnar fyr- ir löngu komnar út í bæ. Innbæingar sækja mjög verzl- un sína í útibúið. Þar fá þeir meira að segja mjólk alla virka daga, en á helgum dögum verða þeir að sækja mjólkina út í mjólkurbúð. Er það ómyndar- skapur af kaupfélaginu að af- henda ekki mjólk innfrá einnig á helgum dögum. Nokkru utar, uppi á háum mel, er Stóra-Tröllanes og til- heyrir raunar Miðgarði. Þetta er mikið hús og áberandi. Það byggðu þeir félagarnir Jón Sveinsson og Magnús Hávarðs- son. Fyrst eftir að ég kom hing- að, stóð ég í þeirri meiningu, að þetta hús væri spítalinn, enda var það svo myndarlegt og áber- andi, að það var ekkert óeðlilegt. Við höldum nú áfram út Hafn- arbrautina án þess að sjá nokk- uð, sem sérstaklega gefur tilefni til að staldra við, nema helzt gömlu sjóhúsin, sem enn standa sunnan vegarins og hindra, að unnt sé að breikka veginn svo sem æskilegt er. Þegar kemur út í Víkina kom- um við á steypta veginn og lengra úteftir höldum við ekki í bili. Víkin heitir fullu nafni Krossskálavík, én það nafn er aldrei notað nú orðið og fæstir munu vita, að1 Víkin hét áður Krossskálavík. Norðan Hafnarbrautar og sam- hliða henni er Melagata og enn norðar Hlíðargata. Lítið er til af óbyggðum lóðum við þessar göt- ur og hafa því engar stórfram- kvæmdir verið þar upp á síðkast- ið. Við Hafnarbrautina er ekkert um trjágarða, sjálfsagt af sömu ástæou og að þeir eru ekki við Strandgötu. En sums staðar ofar í bænum eru snotrir garðar. Garður sá, sem Karl Karlsson ræktaði við hús sitt, er mjög fal- legur að sjá. Garður Guðjóns Marteinssonar er ungur að árum, en sýnist ætla að verða til mik- illar prýði. Garður sá, sem Sig- dór V. Brekkan ræktaði við hús sitt austast við Hlíðargötu, er .með fallegustu trjágörðum í bænum, enda með þeim elztu. Að trjá- og blómagörðum er mikil bæjarprýði og mættum við, sem ekkert höfum gert að slíkri rækt- un, gjarna taka okkur til fyrir- myndar þá, sem bezt hafa fram gengið í ræktunarmálunum. En við höfum okkar afsökun (það höfou hinir nú reyndar líka) þar sem er sívaxandi ágangur bless- aðrar sauðkindarinnar, sem aldrei hefur verið aðgangsharð- ari en í ár. Skrúðgarðaræktun og sauðfjárrækt fer ekki saman. Annaðhvort verður að víkja. Við erum nú tekin að nálgast hjarta bæjarins, en þar er ýmis- legt að sjá. Við lítum á sumt af því í næstu viku. B.Þ. Frá Flugsýn Fljúgið með Flugsýn til Reykjavíkur. Flogið alla virka daga. Frá Reykjavík kl. 9.30. Frá Neskaupst. kl. 13.00. Aukaferðir eftir þörfum. Kynnizt fegurð Austfjarða úr lofti og fljúgið með Flugsýn. Flugsýn hf. Símar 79 og 263.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.