Austurland


Austurland - 22.10.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 22.10.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTurLAN© Neskaupstað, 22. október 1965. Samstarf sveitarfélaga Mönnum hefur smátt og smátt verið að lærast það, a& mikil þörf er á því, að efna til víðtæks samstarfs sveitarfélaga, bæði á landsmælikvarða og heima í héraði um hin mörgu sameigin- legu hagsmunamál þeirra. Menn hafa nú um skeið verið að þreifa fyrir sér um form þessara sam- taka og smátt og smátt leiðir reynslan í ljós hverskonar skipu- lag hentar þeim bezt. Mér vitanlega voru Austfirð- ingar einna fyrstir til að koma á fót samtökum, sem ná yfir allan fjórðunginn, en Norðiendingar og Vestfirðingar fetuðu í fótspor þeirra. Hér á ég við Pjórðungs- þingin, sem þó voru í raun- inni ekki beinlínis samtök sveit- arstjórna, heldur bæjarstjórna, sem að vísu eru sveitarstjórnir, og sýslunefnda, en hreppsfélög komu þar hvergi nærri. Fjórðungsþing Austfirðinga var fyrst og fremst umræðuvettvang- ur um ýms málefni Austfirð- inga. Það vakti athygli á ýmsum þýðingarmiklum málum og tókst aö’ koma sumum þeirra á rek- spöl. Eftir að aldur tók að færast yfir aðalfrumkvöðul Fjórðungs- þingsins og driffjöður þess frá upphafi, Gunnlaug Jónasson, sem gegndi forsetastörfum í sam- bandinu þar til fyrir fáum árum, tók mjög að draga úr starfsemi þess og má ef til vill telja það úr sögunni. É,j hef líka sannfærzt um, að annað form á samtökum sveitarfélaga er miklu heppilegra. Fyrir um það bil aldarfjórð- ungi var Samband íslenzkra sveit- arfélaga stofnað. Þeim samtökum hefur smátt og smátt verió' að vaxa fiskur um hrygg og telja nú innan sinna vébanda nær öll sveitarfélög landsins. Sambandið er nú orðið það öflugt, að lög- gjafinn verður að taka tillit til þess í sambandi við sveitarstjórn- armál og áhrif þess fara vaxandi og er það vel. Samband íslenzkra sveitarfé- laga hefur orðið sveitarfélögun- um að liði. Það1 hefur líka notið forustu manns, Jónasar Guð- mundssonar, sem haft hefur brennandi áhuga á framgangi þess og óbilandi trú á gildi þess fyrir sveitarfélögin. Fyrir öll samtök almennings skiptir miklu máli, að forusta þeirra sé ekki atvinnumennska ein, heldur sé þar ofurlítið af hugsjónaglóð saman við. En það er álitamál, hvort það skipulagsform, sem sambandinu var í upphafi valið, hentar því lengur. % er ekki frá því, að það hafi vaxið upp úr fermingar- fötunum. En að því vík ég síðar. Fyrir allmörgum árum voru stofnuð Samtök kaupstaðanna á Norður-, Vestur- og Austurlandi. Fulltrúar þeirra héldu með sér fundi annað hvert ár og ræddu þar sérmál kaupstaðanna. Nú mun mega telja þessi samtök úr sögunni. Tel ég, að reynslan hafi sýnt, að hvorki það form, né það form, sem fjórðungsþingunum var valið, henta samtökum sveit- arstjórnarmanna. Nýlega var svo stofnað Sam- band sveitarfélaga í Reykjanes- kjördæmi og þar held ég að sé fundið það form fyrir samtök sveitarstjórna, sem henti. Að minnsta kosti verður að reyna það til þrautar. Éjj er þeirrar skoðunar, að vinna eigi að stofnun samtaka sveitarfélaga í hverju kjördæmi. I því sambandi hefur mér flogið í hug hvort ekki kynni að vera rétt að1 breyta skipulagi Sam- bands íslenzkra sveitarfélaga í það horf, að það verði samband sambanda og að meðlimir þess verði sveitarstjórnarsambönd kjördæmanna. Nú heldur sambandið þing fjórða hvert ár og fulltrúaráðs- fundi árlega. Þingin eru mjög fjölsótt og mörg þýðingarmikil mál til afgreiðslu. En þegar svo stendur á, að fjölmennur hópur manna á að' afgreiða fjölda stór- mála á örfáum dögum, verður meðferð þeirra flaustursleg og hætta á, að öll sjónarmið nái ekki fram að koma. Veltur þá allt á, að málin séu vel undirbúin og þannig fyrir lögð, að ekki sé annað eftir en að samþykkja. Þetta mundi taka miklum breytingum, ef þing sambandsins væri samkoma fulltrúa 8 kjör- dæmasambanda. Meðferð mála yrði miklu þinglegri og fleiri sjónarmið koma fram. Á fundi, sem haldinn var á Egilsstöðum á sunnudaginn var til að ræða um stofnun vátrygg- ingafélags fyrir Austurland, var mælzt til þess við bæjarstjórnina í Neskaupstað, að hún boðaði á næsta ári til fundar með sveitar- stjórnum kjördæmisins með það fyrir augum, að stofnuð verði samtök sveitarstjórna á Austur- landi. Tilmæli þessi hafa enn ekki verið lögð fyrir bæjarstjórnina, en engin ástæða er til að ætla annað en að hún verði við þeim. Heppilegast mundi að halda þenn- an fund í maí, en í lok þess rnán- aðar eru sveitarstjórnarkosning- ar og ekki rétt að boða til fund- arins fyrr en að þeim loknum til að nýskipaðar sveitarstjórnir geti tekið ákvörðun í málinu. Verkefni samtaka sem þessara eru ærin, því margt er sameigin- legt með sveitarfélögunum. Að- eins vil ég benda á, að einmitt mál eins og stofnun vátrygging- arfélags, væri tilvalið verkefni fyrir samtök sem þessi. Fyrir framgang ýmissa sér- mála fjórðungsins og einstakra byggðarlaga innan hans, gætu samtök, sem flest eða öll sveit- arfélög kjördæmisins væru í, haft úrslitaþýðingu. Og ekki má gleyma því, að fyrir þingmenn kjördæmisins væri sveitarstjórn- arsamband ómetanlegur bakhjarl. Eiðum, 20. okt. — Á.H./G.Ó. Kennsla hófst í Eiðaskóla 4. okt. en þá byrjuðu gagnfræða- og landsprófsdeild. Eru 22 nem- endur í hvorri deild og er það með langflesta móti og má segja að nú séu þær deildir fullskip- aðar. Skólasetning fór fram sunnu- daginn 17. okt. að viðstöddu miklu fjölmenni. Hófst sú athöfn með guðsþjónustu, en að henni lokinni flutti fráfarandi skóla- stjóri, Þórarinn Þórarinsson, kveðjuræðu. Færði hann einnig skólanum merkar og verðmætar gjafir. 1 fyrsta lagi gjöf frá Benedikt í Hofteigi, en hann gef- ur skólanum allt prentað upplag af Ættum Austfirðinga, innbund- ið. Verðmæti þess hefur enn ekki verið metið, en það þykir varlega áætlað hálf til ein milljón. Þá gáfu þeir bræður Bergur og Már Hallgrímssynir á Fá- skrúðsfirði, brúðulíkneski af full- komnustu gerð til kennslu við lífgun úr dauðadái, blástursað- ferðin. Loks færði Þórarinn skólanum kr. 10 þús. að gjöf frá sér og konu sinni, Sigrúnu Sigurþórs- dóttur. Skal með fé þessu stofna sér- stakan sjóð, Skólamerkjasjóð. En á 75 ára afmæli skólans 1958 teiknaði Þórarinn sérstakt skóla- merki með þremur M, en þau tákna orðin: manntak, mannvit, manngöfgi. Skal Skólamerkja- sjóður láta gera verðlaunapen- inga, sem veita má þeim mönn- um, sem gert hafa skólanum mik- inn greiða, eða unnið honum sér- stakt til þarfa. Ennfremur má verja fé úr sjóðnum til lista- verkakaupa. Að loknum kveðjuorðum Þór- arins og afhendingu gjafanna, setti hinn nýi skólastjóri, Þorkell Steinar Ellertsson, skólann með ræðu. Mikil kennaraskipti eru nú við Eiðaskóla. Halldór Sigurðsson, sem þar hefur kennt í 15 ár læt- ur nú af starfi. Þrír fastir kenn- arar hafa verið settir í vetur. Hildur Sigurðardóttir frá Ól- afsfirði, kennir handav. stúlkna. Vilhjálmur Ingi Árnason kennir smíðar. Þráinn Bertilsson, stúd- ent, kennir almennar námsgrein- Auk þess, sem það stæði að baki þeirra, er þeir berðust fyrir mál- efnum fjórðungsins, mundi það auðvelda þeim að finna frum- vörpum og tillögum sínum það form, sem bezt hentar, og vekja upp mál, sem ella lægju í þagn- argildi. Ég er eindregið þeirrar skoð- unar, að sveitarstjórnir á Aust- urlandi eigi að stofna til form- legra samtaka með sér. ar. Ennfremur eru nýir stunda- kennarar: Guðrún Bjartmarsd. kona skólastjóra, og Helga Þór- hallsdóttir frá Ormsstöðum kenn- ir söng og söngfræði. Ekkert var unnið að skólabygg- ingunni í sumar, en húslóð var nokkuð lagfærð. í vetur eru í skólanum 120 nemendur. Frá Sambandsþingi Framhald af 1. síðu. að vigtun á síld verði tekin upp við löndun í síldarflutningaskip". Hafrannsóknarskip „Sambandsþing fagnar því að hafizt hefur verið handa um und- irbúning að byggingu hafrann- sóknarskips og skorar eindregið á Fiskiþing að beita áhrifum sín- um í þá átt, að byggingu þess verði hraðað svo sem föng er á“. Síldarflutningar „Sambandsþing mótmælir því, að síld verði flutt frá Austur- landsmiðum til vinnslu í öðrum landshlutum meðan þróarrými og önnur vinnsluaðstaða er fyrir hendi á Austfjarðahöfnum. Hinsvegar vill þingið rnæla með skipulögðum flutningum síldar til verksmiðja á Norðurlandi þegar vinnsluafköst eru fullnýtt á Austfjarðahöfnum. Þá mælir sambandsþingið mjög eindregið með því, að afköst síldarverksmiðja á Austurlandi verði stóraukin frá því sem nú Stjórn Sambands Fiskideilda á Austurlandi skipa nú: Níels Ingv- arsson, Neskaupstað, Friðgeir Þorsteinsson, Stöðvarfirði og Hjalti Gunnarsson, Reyðarfirði. Varamenn eru: Hallgrímur Jón- asson, Reyðarfirði, Árni Stefáns- son, Fáskrúðsfirði og Jóhann Klausen, Eskifirði. Fulltrúar á Fiskiþing til fjög- urra ára voru kosnir: Níels Ingv- arsson, Hermann Vilhjálmsson, Seyðisfirði, Hallgrímur Jónasson og Friðgeir Þorsteinsson, og varamenn: Hjalti Gunnarsson, Árni Stefánsson, Hilmar Bjarna- son, Eskifirði og Jón Pétursson, Neskaupstað. Hvað er í |íréttum?

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.