Austurland


Austurland - 30.10.1965, Page 1

Austurland - 30.10.1965, Page 1
Skólasetning d Hallormsstað Amturtmd Málgagn sósía/ista á Austurlandi 15. árgangur. Búðareyri við Reyðarfjörð hef- ur um langan tíma verið ein helzta samgöngumiðstöð á Aust- nrlandi, a. m. k. hvað lýtur að samgöngum á landi. Ber það kannski einkum til, að leiðin frá Reyðarfirði til Héraðs um Fagra- dal er sú tryggasta leið, sem Hér- aðsbúar eiga völ á til hafnar. Vöruflutningar til Héraðs fara líka að langmestu leyti fram um Fagradal. Reyðfirðingar hafa annazt þessa flutninga að mestu, enda hefur bílaútgerð staðið þar nieð blóma. En vissulega flytja Reyðfirð- ingar ekki vörur einar saman, fólksflutningar hafa ætíð verið snar þáttur í akstursþjónustu þeirra. Kaupfélag Héraðsbúa (K.H.B.) á Reyðarfirði, hefur lengst af verið sá aðili, sem gert hefur út flesta bíla til fólks- og vöruflutninga. Það hélt uppi á- ætlunarferðum milli Austurlands og Akureyrar frá 1934—1962 og hafa þær ferðir eflaust oft reynt á þolinmæði og lipurð bílstjór- anna svo ekki sé talað um dugn- að. Vissulega gera þessar ferðir það enn, en þó er margt breytt til hins betra, betri vegir, betri bílar. Nú er það Austfjarðaleið hf. á Reyðarfirði, sem annast áætlun- arferðir milli Austurlands og Ak- Neskaupstað, 30. október 1965. ureyrar svo og milli ýmissa staða innan fjórðungsins. Það eru tveir þrautreyndir bíl- stjórar, sem eru aðalmenn Aust- fjarðaleiðar, þeir Sigfús Kristins- son og Sigurður Guttormsson, þekktir að atorku og lipurð. Og nú skulum við .setjast inn í stofu hjá Sigfúsi og spjalla við hann um stund. — Jæja, Sigfús, hvenær stofn- uðuð þið Austfjarðaleið hf. ? — Við stofnuðum fyrirtækið um áramótin 1962—’63. Við byrj- uðum með lítinn bílakost, tvo bíla. Þann vetur byrjuðum við ferðir milli Egilsstaðaflugvallar og Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Þá voru áætlunarferðir frá Norð- firði til Egilsstaða, en voru stop- ular vegna ófærðar á Oddsskarði, og þá höfðu fyrrnefndu staðirnir engar samgöngur við flugvöllinn. U,m vorið tókum við svo við á- ætlunarferðunum milli Austur- lands og Akureyrar af Kaupfé- lagi Héraðsbúa. Við tókum strax upp þrjár ferðir á viku yfir mán- uðina júní-september, áður voru þrjár ferðir á viku aðeins í júlí og ágúst, en tvær í júní og sept- ember. Þetta nýja fyrirkomulag hefur gefizt betur, verið jafnara og jafnhliða greiðari samgöngur bæði fyrir farþega og eins póst, en bögglapóstur er allur fluttur 42. tölublað. landleiðina yfir þennan tíma. Við gerðum tilraun með' daglegar ferðir norður þetta sumar, en ekki virtist vera grundvöllur fyr- ir þær. — Svo hafið þið tekið upp ferðir milli fleiri staða hér heima ? — Já, þetta sumar, ’63, byrj- uðum við ferðir milli Breiðdals- víkur og Neskaupstaðar til að greiða fyrir samgöngum milli fjarðanna og m. a. hafði oft ver- ið talað um nauðsyn á samgöng- um að sunnan til Neskaupstaðar vegna sjúkrahússins. Einnig áttu þessar ferðir að nokkru að vera í sambandi við flugið1 og áætlun- arferðirnar til Akureyrar, en þetta getur ekki allt farið saman. Þessar ferðir gáfu líka slæma raun, voru ekki notaðar, svo að við gáfumst upp. Við héldum þó áfram póstferðum frá Reyðar- firði til Stöðvarfjarðar einu sinni í viku og héldum þeim ferðum áfram sumarið 1964, fluttum auð- vitað fólk líka. Sú breyting varð svo aftur á í vor, að samningar tókust milli Austfjarðaleiðar, Flugfélags ís- lands og Póst- og símamála- stjórnarinnar um að halda uppi áætlunarferðum fyrir farþega og póst. Það hafa verið þrjár ferðir í viku frá Stöðvarfirði um Fá- skrúðsfjörð og Reyðarfjörð til Egilsstaða. Þessar þrjár ferðir haldast út október, en gert ráð fyrir tveim ferðum eftir það. Þessar ferðir hafa gefið góða raun. En til þess að hægt sé að veita verulega góða þjónustu, þyrftu viðkomandi sveitarstjórnir að styrkja þetta. Fjallvegirnir okk- ar, t. d. Oddsskarð og Staðar- skarð eru svo erfiðir og dýrar leiðir, að raunverulega þarf að hafa tvöfaldan bílakost á við það, sem eðlilegt er. Það þarf alveg sérstakan bíl til vetrarferðanna. Fjárfestingin verður því óeðlilega mikil miðað við nýtingu, sem er mjög misjöfn og ekki eins og þyrfti að vera. Það væri enginn grundvöllur fyrir að halda uppi þessum ferðum, ef við hefðum ekki þann bakhjall, sem við höf- um, þ. e. Flugfélagið og Póst- og símamálastjórnina. Sætanýtingin Framh. á 4. síðhi. Hallormsstað, 25. okt. S.B./B.S. Húsmæðraskólinn að Hallorms- stað var settur fyrsta vetrardag og þar með hófst 35. starfsár skólans. Skólinn er fullskipaður í vetur, nemendur eru 30. I yngri deild eru 16 nemendur og 14 í eldri deild og af þeim eru 3 gagnfræðingar. Hafna varð 20 umsóknum. Allmiklar breytingar verða á kennaraliði skólans í vetur. Tvær kennslukonur hætta störfum, þær Guoný Sigurjónsdóttir, sem kenndi matreiðslu og Sigrún Ein- arsdóttir, sem kenndi handa- vinnu. Nýir kennarar eru Sigur- dís Sveinsdóttir, sem kennir handavinnu og Guðrún Sigurðar- dóttir, sem kennir ræstingu. Stundakennarar eru hinir sömu og áður, Þórný Friðriksdóttir og Sigurður Blöndal. Forstöðukona er Ingveldur Pálsdóttir. Þá hefur verið ráðin aðstoðar- stúlka í eldhús og til fleiri starfa, Sigrún Guðlaugsdóttir frá Fá- skrúðsfirði. Skólanum barst góð gjöf við skólasetninguna frá Halldóri Einarssyni frá Fáskrúðsfirði, en hann gaf 5 þús. kr. til minning- ar um konu sína Jónínu Björgu Sigurðardóttur, og á að verja fénu til að prýða væntanlega kapellu í fyrirhugaðri viðbótar- byggingu við skólann. Hér hefur verið getið1 nokk- urra atriða, er fram komu í setningarræðu forstöðukonunnar, Ingveldar Pálsdóttur. Þá hélt formaður skólanefndar, Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, ræðu, og þakkaði fyrst fráfarandi kennurum þeirra störf og bauð þá nýju velkomna til starfa. Síðan ræddi hann um framkvæmdir við skólann. Verið er að byggja kennarabú- stað á hæðinni framan við skól- ann og vonazt er til að geta haf- izt handa með byggingu annars, er þessari byggingu lýkur. Hins vegar horfir þunglega um við- byggingu við skólann, en ætlunin er, að skólinn stækki svo, að hann geti tekið 40 nemendur. Ekki hef- ur tekizt að fá gerðar teikningar að viðbyggingu hjá húsameistara ríkisins, einnig kemur hér til hinn almenni samdráttur fjár- veitinga til verklegra fram- kvæmda á vegum ríkisins. I þessari væntanlegu nýbygg- ingu á að verða kapella, en til er í kapellusjóði á annað hundrað þús. kr. Þann sjóð stofnaði frú Sigrún Blöndal á sinni tíð. Húsbúnaður skólans hefur ver- ið bættur á árinu svo og aukið við bókasafn skólans. Séra Marinó Kristinsson á Vallanesi annaðist guðsþjónustu vio skólasetninguna. Að lokum var svo öllum gest- um boðið til kaffidrykkju. Sigfús Kristinsson (t. h.) og Sigurður. Guttormsson ásamt þrem bílum Austfjarðaleiðar. — Ljósm. B. S. Mín reynsla af fólki er góð Spjallað við Sigíús Kristinsson, bílstjóra

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.