Austurland


Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaliipstað, 5. nóvember 1965. 43. tölublað. Smíði íþróliahússins hcrf in Fyrir nokkru var hafin smíði íþróttahúss hér í bæ. Húsið verð- ur byggt í tveim áföngum. Alls er stærð þess um 8 þús. rúm- metrar en í fyrri áfanga verða hyggðir tæpir 6 þús. rúmmetrar eða um % hlutar hússins. Arkitektar að húsinu eru Þor- valdur Kristmundsson og Sigur- jón Sveinsson, Reykjavík. Verk- fræðingur er Guðmundur Magnús- son, Reykjavík en byggingar- meistari Ivar Kristinsson, Nes- kaupstað. Áður hefur ýmislegt það, er varðar forsögu þessarar fram- kvæmdar verið rakið hér í blað- inu. Þó finnst mér hlýða, að rifja hér upp ýmislegt af henni á ný og bæta öðru við til þess að vekja athygli almennings á þessari merku framkvæmd. Hinn 17. nóv. 1961 skipaði bæj- arstjórn 3~manna nefnd til undir- búnings þessa máls. I nefndina voru skipaðir þeir Steingrímur Guðnason, Eiríkur Karlsson og undirritaður. Við gerðum okkur strax grein fyrir því, að undirbúningur allur væri margþættur og myndi taka langan tíma. Strax í upphafi viðræðna okk- ar við fræðsluyfirvöld landsins og aðra þá, er um þessi mál fjalla af hálfu hins opinbera, kom í ljós, að þeir voru staddir á krossgötum hvað þessi mál varðaði. Ástæðurnar voru fyrst og fremst þær, að hin síðari ár hafa hér sem í öðrum löndum orðið miklar breytingar á iðkan íþrótta bæði hjá skólaæskunni og einnig hjá hinni frjálsu íþrótta- hreyfingu, sem hefur innan sinna vébanda íþróttafólk á öllum aldri. Áður höfðu fimleikar svo að segja verið hinar einu íþróttir, sem iðkaðar voru innanhúss, en hin síðari ár hafa fjölmargar aðr- ar íþróttagreinar færzt af útileik- vanginum inn í íþróttahúsin. Ber þar mest á allskonar knattleikj- um og einnig mörgum greinum frjálsra íþrótta. Þessi þróun hef- ur kallað á miklu stærri íþrótta- hús en þörf var á áður og hafa forráðamenn fræðslu- og íþrótta- fflála og aðrir þeir sem um þau mál fjalla, verið að átta sig á þessari þróun nú á yfirstandandi tíma og munu flest íþróttahús sem formuð hafa verið á þrem til fjórum síðustu árum, vera með stórum íþróttasal. Við vorum sammála um, að leggja til, að1 hér yrði byggt í- þróttahús sem fullnægt gæti kröf- um tímans, sem sé íþróttahús með stórum sal. Þá var okkur Jjóst, að því að- eins væri þetta mögulegt kostnað- arins vegna, að húsið yrði byggt sem skólamannvirki, þar sem rík- ið legði fram 50% af byggingar- kostnaði. Ríkisvaldið, með Þorstein Ein- arsson íþróttafulltrúa sem ráð- gjafa, hafði fullan hug á að koma til móts við þá mörgu, sem fóru fram á hið sama og við í þessum efnum. Undir stjórn Þorsteins Einars- sonar íþróttafulltrúa ríkisins, var hafin víðtæk athugun á lausn þessara mála og varð niðurstaða þeirrar athugunar að heppilegast myndi að byggja hin stærri íþróttahús í áföngum. I fyrsta áfanga skyldi lögð á- herzla á að hafa íþróttasalinn það stóran, að hann gæti mætt lág- markskröfum um aðstöðu til iðk- ana ýmissa knattleikja, þ. e. með 20x24 m lengd á sal, en í full- byggðu húsi væri hægt að skipta salnum með færanlegum skilvegg þannig, að tveir kennarar gætu kennt þar samtímis og þannig gæti eitt íþróttahús leyst það hlutverk er annars þyrfti til tvö. Þessar athuganir og undirbún- ingur allur tók langan tíma og það var ekki fyrr en á miðju ári 1964, sem formlegt samþykki menntamálaráðuneytisins fékkst fyrir því, að hefja mætti undir- búning að byggingarframkvæmd- um. Undirbúningsnefnd skilaði þá tillögum til bæjarstjórnar um væntanlegt íþróttahús og lagði fram kostnaðaráætlanir og teikn- ingar. Bæjarstjórn kaus þá bygg- ingarnefnd sem skipuð er 5 eftir- töldum mönnum: Bjarni Þórðar- son, bæjarstjóri, Haraldur Berg- vinsson, byggingameistari, Stein- grímur Guðnason, verzlunarmað- ur, Gunnar Ólafsson, skólastjóri, og undirritaður. Nefndin hófst strax handa með að láta fullgera teikningar á grundvelli þeirra teikninga er undirbúningsnefnd hafði lagt fyrir bæjarstjórn. Mjög var orðið álitið sumars þegar þær voru tilbunar og því frestað framkvæmdum til næsta vors, enda ekki fengið formlegt svar hjá ríkisvaldinu til þess að hefja framkvæmdir. 1 vor var svo áformað að byrja á byggingarframkvæmdum og var ætlunin að reyna að koma húsinu undir þak á þessu ári. AUs voru hátt í 2 milljónir til ráðstöfunar, um 1 milljón frá hvorum aðila, ríki og bæ. En þá var það sem ríkisvaldið synjaði okkur um að hefja framkvæmdir og stóð í því stappi fram undir haust, en þá fékkst loksins leyfi til þess að byrja á húsinu, þó aðeins fyrir framlag bæjarins. Málið var þá komið í eindaga. Verktaki búinn ao1 taka að sér önnur verkefni og dagar orðnir stuttir. Samt sem áður var þó byrjað og hafa undir- stöður verið steyptar, en óvíst hvort meira verður gert í haust. Hér á eftir mun ég svo reyna að gefa nokkra lýsingu af hús- inu. Flatarmál alls hússins er 1157 fermetrar og rúmmál um 8 þús. rúmmetrar. Fullbyggður verður í- þróttasalurinn 34x18.60 m. Á- haldageymslur verða með allri vesturhlið salarins nema hvað gangar liggja á milli þeirra til búningsklefa. Yfir áhaldageymslum eru áhorf- endasvalir fyrir 200—250 manns. Þak á íþróttasal spennir sem sé einnig yfir áhaldageymslur og svalir og er breiddin mill út- veggja þar 23.40 m. Þakið verður borið uppi af strengjasteypubitum sem framleiddir verða í Reykja- vík. Lofthæð í sal er 6.9 m.- Búnings- og baðklefar ásamt bakanddyri eru með allri vestur- hlið' hússins og er þakið yfir þeim hluta á lægra plani en yfir í í- þróttasal. Búningsklefar eru 4 en baðklefar tveir. í þessum hluta eru einnig tvö kennaraherbergi. Fyrir norðurenda á íþróttasal er aðalinngangur í húsið. Þar er rúmgóður forsalur með tilheyr- andi fatageymslum og snyrtiher- bergjum. 1 norðvesturhluta þeirr- ar byggingar er gufubaðstofa með sérstökum búningsklefa og steypibaðklefa ásamt stóru og góðu hvíldarherbergi. I norðausturhluta forstofubygg- ingarinnar er svo kyndistöð. Gert er ráð fyrir, að frá þeirri kyndi- Framh. á 2. síðu. Afmœlisfagn- aður Kvenna- deildarinnar Kvennadeild Slysavarnarfélags- ins í Neskaupstað minntist 30 ára afmælis síns með veglegu hófi í félagsheimilinu sl. laugardags- kvöld. Raunar var afmælið 31. marz, en afmælishátíðinni var frestað þar til nú. Þarna var f jölmenni samankom- ið1, um 400 manns, og voru borð hlaðin hinum gómsætustu réttum. Meðal gesta voru Gunnar Frið- ! riksson, forseti Slysavarnarfélags- ins og Gróa Pétursdóttir, formað- ur Kvennadeildar Slysavarnarfé- lagsins í Reykjavík. Fluttu þau bæði félaginu árnaðaróskir og færðu því gjafir. Gunnar Friðriks- son tilkynnti, að Þórunn Jakobs- dóttir, sem lengi veitti Kvenna- deildinni forstöðu af miklum skör- ungsskap og dugnaði, hefði verið kjörin heiðursfélagi Slysavarnar- félags íslands og afhenti skraut- ritað skjal af því tilefni. Núverandi formaður félagsins, Ingibjörg Hjörleifsdóttir, setti samkomuna og stjórnaði henni. I tilefni afmælisins afhenti hún for- stjóra Sjúkrahússins, Stefáni Þor- leifssyni, 30 þús. kr. gjöf til stofnunarinnar og skal verja henni til kaupa á lækningatækj- um. Formaður Kvenfélagsins Nönnu, Guðrún Sigurjónsdóttir, flutti af- mælisbarninu árnaðaróskir frá fé- lagi sínu og þakkaði ánægjulegt samstarf. Færði hún Kvennadeild- inni fagra blómakörfu. Soffía Björgúlfsdóttir, ritari Kvennadeildarinnar, flutti ræðu og rakti starfsemi félagsins og drap á þau margvíslegu verkefni, sem það hefði unnið að. Einnig flutti ræðu Reynir Zoéga, formað- ur björgunarsveitarinnar og Björg unarskútu3jóðs Austurlands. Ræddi hann einkum starf deildar- innar að björgunarmálum. Þórunn Jakobsdóttir, hinn ný- kjörni heiðursfélagi Slysavarnar- félags Islands, ávarpaði heiðurs- félaga Kvennadeildarinnar, Krist- ínu Magnúsdóttur einkar hlýlega og afhenti henni fagra blóma- körfu frá deildinni. Það1 var Krist- ín, sem átti frumkvæði að stofn- un deildarinnar 1935 og átti sæti í fyrstu stjórn hennar. Tvöfaldur kvartett söng undir stjórn Jóns Mýrdal, kirkjuorgan- ista, við ágætar undirtektir. Randíður Vigfúsdóttir söng nýj- ar gamanvísur við undirleik Hösk- uldar Stefánssonar og vöktu þær ósvikna kátínu. Haft er fyrir satt, að Tryggvi Vilmundarson hafi ort vísurnar. Að borðhaldi loknu var stiginn dans fram eftir nóttu. Afmælisfagnaður þessi fór vel fram og var hinn ánægjulegasti og Kvennadeildinni til sóma.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.