Austurland


Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 2
2 * — ÁUSTURLaND Neskaupstað, 5. nóvemtier 1965. Liiazi um a. heimaslóðum Við erum stödd á fjölförnum gatnamótum þar sem saman koma Hafnarbraut, Stekkjargata og Hólsgata. Gatnamót þessi eru þröng og varasöm og mun svo verða unz Hólsgötu og Stekkjar- götu hefur verið breytt til sam- ræmis við skipulagsuppdrátt, en það verður ekki gert á rneðan húsið nr. 2A við Hafnarbraut stendur. (Hér vil ég leiðrétta það', sem sagði í síðasta blaði, að Sam- einuðu verzlanirnar hafi látið reisa það hús. Gísli Hjálmarsson, kaupmaöur mun hafa látið byggja húsið. Sérstaklega vil ég biðja Sigurjón Ingvarsson, sem sá á- stæðu til að leggja út af þessari missögn á níðasta bæjarstjórnar- fundi, afsökunar á henni). Austan við þessi gatnamót er félagsheimilið, mikil bygging, þar sem fjölþætt starfsemi fer fram. Þar eru kvikmyndasýningar, oft ■margar á dag, dansleikir haldnir og allar meiri háttar samkomur. Þar hefur og í sumar verið rekið hótel og matsala og hefur sá rekstur bætt úr brýnni þörf. Loks eru höfuð"töðvar bæjarins svo og bókasafnið í húsinu, og þegar hús- ið er fullbúið, munu fleiri fá þar inni með starfsemi sína. Með byggingu félagsheimilisins var leyst mikið vandamál. Við höldum nú norður Stekkjar- götuna með félagsheimilið á hægri hönd og Hólsgötuna til vinstri. Þótt Stekkjargatan sé ekki löng, er þó ýmislegt forvitni- legt að sjá við hana og nokkrar sögulegar minjar eru við hana tengdar. Við hana stóð á sínum tíma bær, sem hét Nesstekkur og mun óhætt að álykta, að þar hafi lambastekkur Nesbænda verið. Fast norðan við félagsheimilið stóð ,,Gúttó“, en hefur nú verið rifið. Það var aðalsamkomustað- ur bæjarbúa í 30 ár. Þar fyrir norðan er rafstöðvarbyggingin, reisulegt hús byggt að _ mestu 1945. Þar tók rafstöð bæjarins til starfa 1946, en síðar seldi bærinn ríkinu húsið ásamt veitukerfi og er þar nú vara- og toppstöð fyrir Grímsárvirkjun. Fyrst þegar ég kom hingað var þarna íshús eða snjóhús Konráðs Hjálmarssonar. Á veturna var húsið fyllt af snjó, sem síðan var notaður til kælingar og frystingar á beitu og matvælum. Það er vert að minnast þess, að einmitt í ár eru 70 ár liðin frá því fyrsta íshúsið var reist á Islandi. Var því komið á fót í Mjóafirði árið 1895 og mun Konráð Hjálm- arsson, sem þá rak verzlun og út- gerð í Mjóafirði, hafa látið reisa það. Sá, sem íshúsið gerði hét ísak Jónsson. Hann var upprunninn úr Mjóafirði, sonarsonur Hermanns í Firði. Isak hafði um skeið dvalið í Ameríku og kynnzt þar gerð ís- húsa. Síðar reisti hann íshús í fjölmörgum verstöðvum austan- lands og var, ásamt Jóhannesi Nordal, brautryðjandi á þessu sviði hér á landi. Rétt austan við félagsheimilið tilheyrandi Hafnarbraut er gam- alt íshús, sem íshúsfélag Norð- firðinga átti, en sem nú er í eigu Kaupfélagsins Fram og einkum notað til matvælageymslu. Þegar hin gamla frystingaraðferð var lögð niður, var þetta hús stækk- að og settar í það frystivélar. ís í þetta hús var tekinn af tveim tjörnum, sem voru inn og upp af Holti þar í grennd sem nú er gatan Þiljuvellir og íbúðarhús þeirra Stefáns Þorleifssonar og Karls Marteinssonar og Magnús- ar Skarphéðinssonar. Frá tjörnun- um lá trébraut alveg niður í ís- hús. Þegar ísinn var orðinn hæfi- lega þykkur, var hann brotinn í hæfilega stóra jaka, sem dregnir voru upp í brautina með þar til gerðum töngum. Rann hann síð- an með miklum fyrirgangi og á mikilli ferð, því bratti er þarna mikill, eftir rennibrautinni niður í íshús. Oft var mikill fjöldi unglinga viðstaddur ístökuna. Höfðu þeir það að leik að stikla milli jakanna og fengu þá oft íslcalt bað. Fífl- djarfir strákar gerðu sér það líka stundum að leik, að leggjast á jakana á rennibrautinni og láta þá bera sig nokkurn spöl. Auk þess, sem ís var safnað, var mikið af snjó borið í íshúsin. Það var oft erfitt verk á sumr- in að losa um ísinn og mola hann. Var hann molaður með stórum trésleggjum, en einnig mun hann hafa verið malaður. Rennibrautin lá niður hrygginn milli rafstöðvarinnar og sundlaug- arinnar. En hverfum nú aftur að Stekkj- argötunni. Vestan hennar er íbúðarhús og skrúðgarður Eyþór3 Þórðarsonar. Það er áreiðanlega fallegasti skrúðgarður í bænum og mjög vel hirtur, enda er Eyþór kunnur að áhuga og natni við slíka ræktun. Rétt norðan við íbúðarhús Ey- þórs er gamla rafstöðin, sem mun hafa verið byggð 1928. Þar er nú slökkvistöð bæjarins, þvottahús sjúkrahússins og í viðbyggingu er fangageymsla. Norðan Stekkjargötu er Mið- stræti. Vestan við gatnamótin eru þrjú hús ByggingaféJags alþýðu með þrem íbúðum hvert. Við flest húsin við Miðstræti eru trjá- og blómagarðar, sem setja mikinn svip á umhverfið. Ef við höldum austur Miðstrætí er embættisbústaður og skrifstof- ur bæjarfógeta á vinstri hönd, en sunnan götunnar er sun.dlaug bæj- arins, en hún tók til starfa 1943. Um nokkur ár hftfur reTfstur þessa fyrirtækis verið í hálfgerðum ólestri og viðhaldi mannvirkja verið ábótavant. Stafar það fyrst og fremst af því, að árum saman tókst ekki að ráða fastan starfs- mann að lauginni. Sundkennari var ráðinn aðeins yfir sumarmán- uðina og oft skipt um árlega. Undir slíkum kringumstæðum er hætta á, að margt drabbist niður. En í fyrrahaust tókst að ráða fastan starfsmann og síðan hefur margt færzt í betra horf, þó enn vanti mikið á að vel sé. Vonandi verður þess þó ekki langt að bíða, að sundlaugin verði komin í það horf, að til sóma sé. Sundlaugin er vinsæll skemmti- staður og þar eru haldnar miklar útisamkomur á sjómannadaginn og 17. júní ár hvert. Áhorfenda- svæði er stórt á hlöðnum stöllum. Nokkru austar en sundlaugin er skrúðgarður bæjarins. Hann er að nokkru í skjólgóðri kvos, en að nokkru á melbarði, þar sem áður var kirkjugarður. Kvenfélagið Nanna átti frum- kvæðið að ræktun skrúðgarðsins, en afhenti hann síðan bænum til eignar og umsjónar. Garðurinn er fyrst og fremst verk Eyþórs Þórðarsonar og á hann þar mörg handtökin fyrr og síðar. En garðurinn verður fyrir mikl- um ágangi manna og sauðfjár, og hygg ég, að áhöld séu um, hvort maðurinn eða sauðkindin er meiri skaðvaldur í garðinum. Það eru blessuð börnin, sem freistast til að nota skrúðgarðinn sem leik- völl, enda ákjósanlegur fyrir Tarzanleiki. Garðurinn er ekki nógu vel girtur. Um hann þarf sýnilega að vera mann- og gripheld girðing og tekst vonandi að koma henni upp fyrir næsta vor. Milli skrúogarðsins og sund- laugarinnar er melur. Hefur það í rnörg ár vakað fyrir forráða- mönnum bæjarins að stækka skrúðgarðinn vestur að sundlaug- arsvæðinu og gera úr þessu einn stóran og fagran garð. Ekki hef- ur enn orðið af framkvæmdum, nema hvað nokkuð hefur verið unnið með jarðýtu á melnum. En nú hefur skrúðgarðaarkitekt tek- ið að sér að skipuleggja svæðið og lofar að skila verki sínu að vori og mætti þá gera sér vonir um, að næsta ár verði hægt að vinna þarna að framkvæmdum. Austasta hús við Miðstræti er Sigmundarhúsið. Þar er skósmíða- verkstæði og mun Valgeir skó- smiður vera eini skósmiðurinn á Austurlandi. Við það hús, eins og fleiri hús við Miðstræti, er falleg- ur garður. Við erum nú komin á gatnamót þar sem mætast Miðstræti, Kvía- bólsstígur og Sverristún. Við höldum austur Sverristún unz við komum á önnur gatnamót þar sem mætast Sverristún, Þiljuvellir og Mýrargata. Við beygjum til vinstri og höldum vestur Þiljuvelli. Aust- asti hluti vegarins var gerður í sumar. Flest hús við þessa götu eru ný eða nýleg. Vegurinn er .kenndur við býlið Þiljuvelli þar sem lang- amma mín bjó fyrst manna við mikla örbirgð. Á bæinn féll snjó- flóð seint á öldinni sem leið og birtist fyrir nokkrum árum í jólablaði Austurlands frásögn Haralds Brynjólfssonar af því. Þórsmörk er stórt og veglegt timburhús, sem Páll Þormar lét byggja og bjó í, en nú býr Ölver Guðmundsson þarna. Við húsið er stór garður með hávöxnum trjám. Samhliða Þiljuvöllum og nokkru norðar eru Blómsturvellir. Er sú gata enn ekki nema hálflögð. Við þá götu er bærinn að láta byggja barnaheimili. Verður það mikil bygging og skapar mjög góð skil- yrði til að annast um yngstu borgarana. Lítið er um garða við Þiljuvelli enn sem komið er, enda húsin flest nýleg og lítið svigrúm verið til garðræktar. Heizt er að geta garðs Halldórs Jóhannssonar, en þar er mikið af háum og velvöxn- um trjám. Stefán Þorleifsson, Steingrímur Guðnason og Reynir Zoega hafa líka gert þokkalega garða við hús sín. Garðar þeirra Axels Óskarsson- ar og Sigfúsar Guðmundssonar við Blómsturvelli munu verða til mikillar prýði þegar þeir eru orðnir nokkru eldri. Hefur mikil vinna verið lögð í þá og allar horfur á, að það erfiði skili góð1- um arði, þó að hann verði kannski ekki metinn til fjár. Garður Þór- arins Sveinssonar við sömu götu er fallegur, enda orðinn gamall. Þegar við höfum gengið Þilju- velli á enda, komum við á gatna- mót Þiljuvalla, Hlíðargötu og Hólsgötu. Við beygjum til vinstri og höldum niður Hólsgötuna. Á vinstri hönd er íbúðarhús, sem Byggingafélag alþýðu hefur reist og eru þar fjórar íbúðir. Hinum megin við götuna er Verzlun Að- alsteins Halldórssonar í litlu timburhúsi og litlu austar eru höfuðstöðvar Baldurs Böðvars- sonar, útvarpsvirkja og viðgerðar- manni fiskileitartækja. Við þessa götu er sjómannastofan, sem áð- ur hefur verið á minnzt, og rak- arastofa Björns Steindórssonar, sem mun vera eina rakarastofan á Austurlandi og er þar oft þröngt setinn bekkurinn, einkum í land- legum á síldveiðitímanum. Björn vinnur þarna einn og afkastar miklu verki. Þarna er líka íbúðarhúsið Hóll, reisulegt timburhús, sem gatan er við kennd. Og litlu austar er Lundur, þar sem Síldarvinnslan hf. hefur nú skrifstofur sínar. Við erum nú aftur komin á gatnamótin, sem við hófum göng- una frá og lengra verður ekki komist að sinni. B.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.